Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 7

Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD (Best Defence). Dudley Moore leikur mann sem hannar nýtt stjórntæki í skriðdreka en Eddie Murphy leikur hermann sem þarfað stýra skriðdrekan- um. Þessi samsetning er dæmd tilað mistakast. ANNAÐKVÖLD 22:25 Sunnudagur 1—1 LAOAKRÓKAR (L.A. Law). Fylgst er með nokkr- um lögfræðingum i erilsömu starfi og utan þess. 17:001 Mánudagur NEYÐARÓP (Childs Cry). Áhrifarik mynd um samskipti félagsfræðings og lítils drengs, sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. Með aðalhlutverk fara Lindsay Wagner og Peter Coyote. STÖÐ-2 Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn færð þúhjá Helmillstflskjum <8> Heimilistæki hf S:62 12 15 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.13-17 SKÁLAFELL SF. DRAUPNISGÖTU 4 AKUREYRI SÍMI 22255 Rekstrartími neyð- arbíls ekki lengdur BORGARRÁB hefur samþykkt að lengja ekki rekstrartíma neyðarbíls frá Borgarspítalan- um vegna kostnaðarauka sem því fylgdi og er áætlaður um 2 milljónnir króna á ári. Neyð- arbíllinn er nú rekinn á virkum dögum frá kl. 08 til 23 en tillag- an um lengingu rekstrartima gerði ráð fyrir að hann yrði einnig rekinn á sunnudögum og helgidögum á sama tíma og aðfararnætur laugardags og sunnudags. I umsögn Bjöms Friðfinnssonar framkvæmdastjóra lögfræði og stjórnsýsludeildar Reykajvíkur- borgar, um rekstur neyðarbíls, sem lögð var fyrir borgarráð, seg- ir að Borgarspítalinn hafi gert samkomulag við Sjúkrasamlag Reykjavíkur um greiðslu viðbótar- launa læknis sem er samfara útvíkkun á þjónustu neyðarbílsins. Það samkomulag er háð staðfest- ingu Tryggingastofnunar ríkisins. Að ósk Björns gerði slökkviliðs- stjóri kostnaðaráætlun um aukinn kostnað slökkvuliðsins af umbeð- inni breytingu og er niðurstaðá hans að rekstur neyðarbíls myndi hækka um 1,7 millj. á ári miðað við verðlag í ársbyijun. Slökkvi- liðsstjóri benti einnig á að lítill kostnaður myndi verða af aukn- ingu þjónustunnar, ef læknir yrði staðsettur á slökkvistöðinni. Þá myndi starfskraftur læknisins hins vegar ekki nýtast Borgarspít- alanum. Loks segir „Þar sem hér er um mikla kostnaðaraukningu að ræða og nytsemi á útvíkkun þjónustu neyðarbílsins óljós, er það tillaga mín, að eigi verði að þessu sinni orðið við þeirri beiðni um aukafj- árveitingu sem samþykkt stjómar sjúkrastofnana felur í sér. Miðað við nýlega umsamdar launabreyt- ingar og breytingar á verðlagi má reikna með því, að viðbótar- kostnaður yrði eigi lægri en 2 milljónir króna.“ AKUREYRI UM HELGINA VERO FRÁ Ólafur G. Einarsson. Guðmundur Magnús- Matthías A. Mathies- son. en. Sjálfstæðisflokkurinn, Hafnarfirði: Staða mála rædd á fundi fulltrúaráðs FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði fundaði í Sjálfstæðishúsinu á fimmtudags- kvöld. Forystumenn flokksins í Reykjaneskjördæmi skýrðu þar frá atburðum á iandsfundi og umræður urðu um stöðu mála í upphafi kosningabaráttu. A fundinum hélt Ólafur G. Ein- arsson framsögu um landsfundinn í upphafi mánaðar. Guðmundur Magnússon talaði um kosningasig- ur Vöku í nýafstöðnum Stúdenta- ráðskosningum og taldi hann til marks um hver afstaða ungra kjós- enda til stjórnmála væri í dag. Þá talaði Matthías Á. Mathiesen um utanríkismál. Að loknum framsöguerindum voru lagðar fram fyrirspurnir og þeim svarað. Kristófer Magnússon, starfsmaður sjálfstæðisfélagsins sagði að haldinn yrði almennur fundur með frambjóðendum flokks- ins í Sjálfstæðishúsinu 6. apríl næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.