Morgunblaðið - 21.03.1987, Page 9

Morgunblaðið - 21.03.1987, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 9 Sýning í dag21. marskl. 10—16 Gjörið svo vel og lítið inn Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna. Sérsmíðum. Fagmenn með 25 ára reynslu verða á staðnum. Komið með teikn- ingar eða mál og fáið tilboð. Við sýnum einnig hin vönduðu vestur-þýsku Miele eldhústæki Keramikhelluborð, blástursofn- ar, stjórnborð, örbylgjuofnar, uppþvottavélar, ísskápar. Tiiboðsverð á brún- um tækjum meðan birgðir endast. JPinnréttingar Skeifan 7- Reykjavík- Simar 83913 -31113 VINNUSTOFA II -A. KOPAVOGI II VESTURVÖR SÍMI 4 Ol 15 NYTT HEIMILISFANG ! VIFILL MAGNUSSON AHKITEKT Hverfult er kjörfylgið Þinglausnir vóru í fyrradag. Síðasta þingi kjörtímabils er lokið. Kosningar eru skammt undan. Alþýðublaðið segir Alþýðuflokkinn í stórsókn. Skoðanakann- anir segja flokkinn vaxinn yfir höfuð bæði Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. En hverfult er kjörfylgið Alþýðuflokksins, skoðað í Ijósi reynsl- unnar. Staksteinar staldra lítillega við stöðu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, fyrr á tíð og á líðandi stundu. (Meðfylgjandi mynd sýnir formann Alþýðubandalagsins komin upp á þingpalla.) • • Oldutoppur — öldudalur Enginn islenzkur stjómmálaflokkur hefur sætt jafn tiðum, jafn miklum og á stundum jafnóvæntum fylgis- sveiflum í kosningum og Alþýðuflokkurinn. Litum á staðreyndir málsins, taldar upp úr kjörköss- um: * 1956: 18,3% kjörfylgi, 8 þingmenn. * 1959: 12,5%, 6 þing- menn. * Seinni kosningar sama ár: 15,2%, 9 þingmenn. * 1963: 14,2%, 8 þing- menn. * 1967: 15,7%, 9 þing- menn. * 1971: 10,5%, 6 þing- menn. * 1974: 9,1%, 5 þing- menn. * 1978: 22%, 14 þing- menn. * 1979: 17,5%, 10 þing- menn. * 1983: 11,7%, 6 þing- menn. * 1987: Skoðanakannan- ir í marz 18-19%. Orsök og af- leiðing Á þessu árabili, 1956-1983, sveiflast fylgi flokksins frá 9,5% í 22% og þingmannatala frá 5 í 14. Flokkurinn fær 9,1% fylgi 1974, meira en tvöf- alt það fylgi 1978, fáum árum síðar (1983) hrap- aði það niður í 11,7%! Skoðanakannanir standa tíl nokkurrar uppsveiflu nú, þó minni en 1978. En hvað skeður ef menn fara að velta fyrir sér orsök og afleiðingu i Ijósi reynslunnar? Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag deildu stórum kosningasigri 1978. Hver var eftirleik- urinn, afleiðingarnar? Framvindan í efnahags- málum 1978-1983 er mönnum í fersku minni: Vinstri stjómin, verð- bólgan, erlendu skuldim- ar, viðskiptahallinn, smækkun krónunnar o. s.frv. Samheití þess sem yfir dundi gætí verið: „Móðuharðindi af mannavöldum". Slikt er hægt að kjósa yfir sig. Sú er reynslunnar niður- staða. Spumingin er einfaldlega sú, hvort dregnar verði réttar ályktanir af lærdómum reynslunnar. Tómarúm sem tekið ereftir Eitt sinn þegar Al- þýðuflokkurinn var í öldudal, sem oftar, lét fyrrverandi formaður Álþýðubandalags orð liggja að þvi, að Alþýðu- flokkurinn væri að setja upp tæmar. Kotroskinn hélt hann þvi fram að Alþýðubandalagið myndi fylla það tómarúm, sem Alþýðuflokkurinn skildi eftir sig. Nú er Alþýðuflokkur- inn vaxinn Alþýðubanda- laginu yfir höfuð. Nú tala forystumenn Alþýðu- bandalagsins ekki um að fylla það tómarúm, sem Álþýðuflokkurinn skilji eftír sig. Nú tala þeir um jafnaðarstjóm , sam- stjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sam- taka um kvennalista — og skáskjóta jafnvel aug- um til maddömu fram- sóknar. Eftirbátur Sósíalista- flokksins Sósíalistaflokkurinn, forveri Alþýðubanda- lagsins, - fékk 19,5% kjörfylgi fyrir margt löngu (bæði 1946 og 1949). Alþýðubandalagið bætti um betur með 22,9% kjörfylgi 1978. Hvort hefur nú Al- þýðubandalagið gengið til góðs götuna fram eft- ir veg — siðan þá? Hefur núverandi for- ysta þess af að státa meira fylgi annó 1987 en Sósíalistaflokkurinn, ’ með sinn foma marx- lenínisma, 1946? Alþýðubandalagið fékk 17,3% kjörfylgi 1983. Skoðanakannanir spá því jafnvel enn lakari hlut 1987. Það hefur stíg- ið eitt skref áfram en tvö aftur á bak frá stöðu Sósíalistaflokksins 1946. Það er árangur 40 ára flokksbaráttu! Alþýðubandalagið hef- ur ekki burði til að fylla eitt eða neitt tómarúm á líðandi stund. Það rær lífróður frá því að verða sjálfs sín „tómarúm". Á meðfylgjandi mynd sést formaður Alþýðu- bandalagsins, sem tíðast er myndaður i ræðustól Alþingis, á áheyrenda- palli þingsins. Þar situr hann ekki alla jafna. Þótt Alþýðubandalagið hafi ekki byr i segl í kosninga- baráttunni horfir samt ekki svo báglega, enn sem komið er, að flokks- formaðurinn verði að skipa áheyrendapall á Alþingi næsta kjörtíma- bil. Hann flýtur hinsveg- ar ekki inn á þing á öldu fylgisaukningar. Hann „flýtur inn“ á útfalli. Það er kúnst út af fyrir sig. 1 V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Gód kaup Alltaf er hægt að gera góð kaup hjá Andrési. Eigum jakkaföt, staka jakka og buxur. Strengvídd frá 80 til 120 sm. Bómullarbolir nýkomnir, síðar nærbuxur og fl. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Margfaldur verðlaunabíll. Ótrúlega rúmgóður. Óskabíll allra sem þurfa sparneytinn, lipran og traustan bíl. Verð frá kr. 420.000. Opið virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 13—17. ■©■I GM mmr[ BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.