Morgunblaðið - 21.03.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
29
Reuter
EDDIE MURPHY
FYRIRRÉTT
Gamanleikaranum Eddie
Murphy (t.v.) hefur verið stefnt
fyrir rétt og' hann krafinn um
30 milljónir dollara (um 1,2
milljarðar ísl.kr.) í skaðabætur
af umboðsmanni, sem segir að
Murphy hafi brotíð samning. Í
gær bar starfsbróðir Murphys,
Joe Pescopo vitni í málinu og
sjást þeir hér koma út úr réttar-
sal. Fyrir miðri mynd er
óþekktí lögfræðingurinn. King
Broder kveðst hafa gert samn-
ing við Eddie Murphy árið 1980
um að gerast umboðsmaður
hans. Murphy var þá nítján ára.
Broder hélt því fram í réttí í
síðustu viku að hann ætti rétt
á 25 prósentum af þeim 120
miUjónum dollara (um 48 millj-
arðar ísl.kr.), sem Murphy vann
sér inn frá 1980 til 1986. Murp-
hy brást við af sinni alkunnu
gamansemi og skellihló. Lög-
fræðingur hans segir að Broder
hafi ekkert gert fyrir skjól-
stæðing sinn og samningurinn
hafi hvort eð er verið ógildur
þvi að Broder hafi ekki haft
leyfi til að starfa sem umboðs-
maður. Hláturtaugar Murphys
tóku fyrst við sér þegar Broder
fullyrti að hann hefði samið
fyrstu texta gamanleikarans og
tók leikarinn þá andköf af
hlátri. Þegar út fyrir réttarsal-
inn var komið sagði Murphy
að Broder væri „einn af þessum
kvikmyndagæjum, sem er með
stóran vindil og segir: Ég ætla
að gera þig að stjörnu, laxi“.
Nú er að sjá hvort Murphy
verður jafn brosmildur þegar
kviðdómurinn kveður upp úr-
skurð sinn.
Frönsk og þýsk hryðjuverkasamtök;
Staðfesting á nánu
samstarfi milli ríkja
- segir lögreglan í Wiesbaden
Wiesbaden, Reuter.
VOPN, númeraplötur af bið-
reiðum og skjöl, sem fundust
eftir að fjórir hryðjuverkamenn
úr frönsku samtökunum Action
Directe voru handteknir, sanna
að náin tengsl eru við vestur-
þýska hryðjuverkamenn, að þvi
er vestur-þýska rannsóknarlög-
reglan (BKA) sagði í dag.
Sagði að sannanir væru fyrir
því að mennimir fjórir hefðu hefðu
dvalið í Vestur-Þýskalandi og
gætu hafa tekið þátt í árásum
hryðjuverkasamtakanna Rauða
herdeildin. Þá hefði þremur
skammbyssum, sem franska lög-
reglan fann, verið stolið úr skot-
færaverslun í Vestur-Þýskalandi í
nóvember 1984.
Einnig hefðu vestur-þýsk
skilríki verið fyllt út eins og Rauða
herdeildin hefði verið að verki. Þar
á meðal voru skilríki úr bíl, sem
talið er að hafi verið notaður í
sprengjutilræði á bandaríska her-
flugvellinum í Frankfurt í ágúst
1985. Tveir menn létu lífiðj í til-
ræðinu.
Rannsóknarlögreglan sagði að
þegar væri vitað að Georges Cipr-
iani, forystumaður Action Directe,
hefði búið og starfað í Vestur-
Þýskalandi frá 1972 til 1983 og
almenningur var beðinn um að
veita upplýsingar um athafnir
hans og samstarfsmannanna
þriggja, sem handteknir voru í
Frakklandi, Nathalie Menigon,
Jean Marc Rouillan og. Joelle
Aubron. Talin voru upp dulnefni,
sem þau gætu hafa notað. Einnig
var fólk beðið um að greina lög-
reglu frá bifreiðum, sem virtust
hafa verið yfirgefnar, vegna þess
HASSNEYSLA færist stöð-
ugt i vöxt í Grænlandi. Sam-
kvæmt upplýsingum græn-
lensku lögreglunnar, voru
tvöfalt fleiri hasssalar hand-
teknir á árinu 1986 en árið þar
á undan, og frá áramótum hefur
lögreglan leyst upp nokkra
söluhringi, sem gerðu tilraun
til að smygla hassi inn i landið.
Á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs hefur lögreglan lagt
hald á 13,5 kíló af hassi og kom
mest af því í leitimar við húsrann-
sókn, sem gerð var í íbúðum í
fjölbýlishúsi í Nuuk (Godtháb).
að hryðjuverkamenn gætu hafa
notað þær.
Heinrich Boge, yfírmaður BKA,
sagði í viðtali við dagblaðið Neue
Osnabriicker Zeitung, að hand-
takan í Frakklandi og niðurstöður
rannsókna styrktu grunsemdir um
að til væri „vestur-evrópskur
skæruliðaflokkur", sem teygði
anga sína út fyrir landamæri ein-
stakra ríkja.
Markaðsverð á hassi er mjög hátt
í Grænlandi og í einstökum tilfell-
um fjórum sinnum hærra en í
Danmörku. Lögreglan telur, að
fyrir 13,5 kflóin hefðu söluaðilam-
ir fengið fjórar milljónir danskra
Króna (um 22 millj. ísl. kr.).
r
INNLENT
Hassneysla fer í
vöxt í Grænlandi
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörffen Bruun, fréttaritara Margunblaðsins.
BORÐIÐ FRANSKT, LEIKIÐ GOLF EINS OG BRETARNIR OG
SYNDIÐ AÐ HÆTTI MIÐJARÐARHAFSBÚA
Þó svo Jersey-eyja sé bresk er frönsk matar-
gerðarlist í heiðri höfð, enda hafa frönsk áhrif
verið þar ríkjandi um margra ára skeið.
Marineraður kræklingur og frönsk vín eiga ^0^
eins mikið heima hér
og enskir gras- og golf-
vellir. Verði er mjög
svo stillt í hóf og er
ástæðan lágir tollar og
enginn söluskattur.
Golfstraumurinn gerir
það að verkum að
andrúmsloftið minnir
á Miðjarðarhafið.
2000 sólskinsstundir í
meðalári gera það að
verkum að hægt er að
stunda brimbrettasigl-
ingar, sólböð, hjóla- og reiðtúra í rólegu um-
hverfi, gjörólíkt yfirfullum ferðamannastöð-
um. Það tekur ekki langan tíma að komast til
þessarar sumarleyfisparadísar.
Hægt er að velja
um beint flug frá
London og öðrum
borgum, og bílferju frá
Bretlandi og St. Malo.
Biðjið um upplýsingar
um sumarleyfisparadís-
ina Jersey hjá Ferða-
skrifstofu Kjartans
Helgasonar eða sendið
úrklippuna til: States
of Jersey Tourism,
Dept. CXl, St. Helier,
Jersey, Channel Is-
lands, G.B.
Jersey
sumarleyfisparadís í Ermasundi
Vinsamlegast sendið mér ítarlegri upplýsingar um HOLIDA YSINJERSEY.
Nafn:
Heimilisfang: