Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
Blaðamannafundur Reagans Bandaríkjaforseta
Forsetinn öruggur og
Washington, AP, Reuter.
fullur sjálfstrausts
Vopnasalan til írans í brennidepli
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti virtist i góðu jafnvægi
og fullur sjálfstrausts er hann
mætti til fundar við blaðamenn
í Washington í fyrrinótt. Flest-
ar spurningar fréttamanna
vörðuðu vopnasöluna til íran
en skattamál og þróun geim-
vopna bar einnig á góma.
Frammistaða forsetans þótti
sannfærandi og svaraði hann
spumingum af festu og öryggi.
Höfðu menn á orði að allt annað
væri að sjá til forsetans en þegar
hann hélt síðast blaðamannafund
þann 19. nóvember síðastliðinn
skömmu eftir að uppvíst varð um
vopnasölu Bandaríkjastjórnar til
írans. Reagan gekk hvatlega að
ræðupúltinu í einu herbergja
forseta hafa venð ganrýndir
frá því uppvíst varð um vopna-
söluna til Irans. Á blaðamanna-
fundinum í fyrrinótt varði
Reagan eigin framgöngu af
mikilli fimi.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti sagði á blaðamanna-
fundi í Washington í fyrrinótt
að mannræningjar í Líbanon
hefðu verið í þann mund að
sleppa nokkrum bandarískum
gislum er vopnasala stjórnar-
innar til írans komst í hámæli.
Forsetinn viðurkenndi að áætl-
un um bætt samskipti við
hófsöm öfl í íran hefði farið
úr böndunum og reynt hefði
verið að kaupa gíslana lausa.
Reagan gat ekki nafna þeirra
gísla sem mannræningjarnir
hugðust sleppa en átta Banda-
ríkjamenn eru í gíslingu í Líbanon.
Forsetinn kvaðst ekki vita hvort
umfjöllun íjölmiðla hefði spillt
fyrir farsælli lausn málsins en
sagði að mannræningjar hefðu
ætlað að sleppa nokkrum gíslum
innan fárra daga áður en málið
var gert opinbert í byijun nóvemb-
ermánaðar. Þá gat Reagan þess
að §órum gíslum hefði verið
sleppt eftir að áætluninni var hrint
í framkvæmd.
Reagan sagði að hann myndi
taka á annan hátt á málinu ætti
hann þess kost nú en bætti við
að hann væri enn reiðubúinn að
bæta samskiptin við írani. „Ég
er tilbúinn til að kanna sérhvem
mögnleika til að stuðla að frelsun
gíslana, svo framlega sem það er
í samræmi við gildandi lög,“ sagði
forsetinn. Reagan ítrekaði að
upprunalegur tilgangur áætlunar-
innar hefði verið sá að bæta
samskiptin við hófsöm öfl í Iran
þar eð landið væri hemaðarlega
mikilvægt. Hins vegar hefði málið
Hvíta hússins og svaraði oft fyrir
sig á hnyttinn hátt.
Þetta var fyrsti fundur Reag-
ans með fréttamönnum í fjóra
mánuði og stóð hann í 32 mínút-
ur. Forsetinn flutti stutt ávarp þar
sem hann ræddi einkum skatta-
mál en gaf síðan fréttamönnum
tækifæri til að spyija hann spum-
inga. Spurningar þeirra vörðuðu
einkum vopnasölumálið en einnig
var Qallað um geimvamaráætlun-
ina og túlkun Bandaríkjastjómar
á ABM-sáttmálanum frá árinu
1972 um takmörkun gagneld-
flaugakerfa.
Forsetinn kvaðst aldrei hafa
ætlað að blekkja almenning í
Bandaríkjunum. Hins vegar kynni
sú staða að koma upp að nauðsyn-
Reagan hefur verið gagnrýndur
fyrir að treysta um of á ráðgjafa
sína og gefa sér ekki tíma til að
kynna sér flókin mál til hlítar. Á
fréttamannafundinum var hann
spurður hvort vopnasalan til Iran
og sú staðreynd að upprunalegur
þróast á þann veg að reynt hefði
verið að kaupa frelsi gíslana með
vopnum eftir að Iranir buðust til
að stuðla að lausn málsins. Ofga-
hópar þeir sem staðið hafa að
baki mannránum í Líbanon eru
Írönum hliðhollir. Forsetinn sagði
að stjórnvöldum bæri skylda til
að hjálpa bandarískum þegnum í
nauð þar eð stjórnarskráin tryggði
þeim rétt til lífs og frelsis.
Forsetinn var spurður hvort
stjórnin hefði ekki leitt hugann
að viðbrögðum vinveittra ara-
baríkja þegar ákveðið var að
senda írönum vopn. Sagði hann
að samskipti Bandaríkjanna og
Mið-Austurlanda hefðu ekki verið
betri áratugum saman Kvaðst
Rcuter
Ronald Reagan svarar spurn-
ingum fréttamanna á fundi i
fyrrinótt.
legt reyndist að liggja á upplýs-
ingum í nafni þjóðaröryggis.
Reagan var spurður hvers vegna
hann hefði fjórum sinnum neitað
því að ísraelar hefðu átt hlut í
vopnasölunni á fréttamannafund-
inum 19. nóvember. Forsetinn
sagði að hann hefði mismælt sig
og því hefði merking orða hans
raskast. Sagði hann aðstoðar-
menn sína hafa bent sér á
mistökin og leiðréttingu hefði ve-
rið komið til fréttamanna strax
að loknum fundinum. Forsetinn
sagðist ekki hafa logið að almenn-
ingi. „Ætli ég eftirláti ekki öðrum
lygina," sagði hann og brosti til
fréttamannanna.
Þá var forsetinn spurður um
hvers vegna hann hefði í upphafi
fullyrt að fréttir af vopnasölunni,
sem fyrst birtust í líbönsku dag-
blaði, væru tilbúningur. „Eg
tilgangur hennar hefði verið sá
að bæta samskiptin við hófsöm
öfl þar benti ekki til þess að eitt-
hvað væri bogið við stjórnarhætti
hans. Forsetinn sagði þetta rangt
mat. „Þegar hinir hæfustu menn
hafa verið fengnir til að annast
hann telja að stjórnir þessara ríkja
hefðu skilið afstöðu Bandaríkja-
manna. Reagan sagði að fjölmörg
ríki hefðu selt írönum og írökum
vopn og því hefðu bandarískir
embættismenn verið þess fullviss-
ir að vopnasendingamar myndu
ekki breyta gangi Persaflóastríðs-
ins.
Ronald Reagan sagði á fundi
með fréttamönnum að honum
hefði verið tjáð í nóvember á
síðasta ári að svo virtist sem
hagnaður af vopnasölu stjórn-
arinnar til írans hefði runnið
til kontra-skæruliða i Nic-
aragua. Forsetinn sagði rangt
að greiðslurnar hefðu einnig
hafnað hjá samtökum sem
styðja mannræningja í Líbanon.
Forsetinn kvað það með öllu
ósatt að hann hefði samþykkt
leynilegan stuðning við skæruliða
í Nicaragua. Kvaðst hann enn
ekki vita hvar fjármunir þessir
væru niður komnir en sagðist
binda vonir við að rannsóknir
þingnefnda gætu varpað ljósi á
þá hlið vopnasölumálsins. Að-
spurður sagðist forsetinn hafa
vitað að einkaaðilar styddu
vonaðist til þess að unnt yrði að
koma í veg fyrir þennan leka þar
sem um líf bandarískra gísla í
Líbanon var að tefla,“ svaraði
hann.
Varðandi geimvarnaráætlunina
kvaðst forsetinn enn ekki hafa
ákveðið hvort frekari geimvopnat-
ilraunir yrðu heimilaðar. Aðspurð-
ur sagði hann slíkar tilraunir í
fullu samræmi við sáttmála stór-
veldanna frá árinu 1972 um
takmörkun gagneldflaugakerfa
og sagði að stjóm hans myndi
ekki víkja frá hinni svonefndu
„rúmu túlkun" á þeim samningi.
Forsetinn sagði að enginn vafi
léki á því að Sovétmenn hefðu
þegar farið fram úr ákvæðum
samniningsins þó svo stuðst væri
við túlkun Bandaríkjastjórnar á
honum.
framkvæmd stefnu stjómarinnar
er fráleitt að horfa í sífellu yfir
öxl þeirra og gera athugasemdir,"
sagði Reagan. „Ég ákveð stefn-
una og það er í verkahring þessara
manna að framkvæma hana.
Þetta tel ég rétta og eðlilega
stjórnarhætti," bætti hann við og
sagði að sami háttur væri hafður
á í velreknum fyrirtækjum.
í skýrslu Tower-nefndarinnar
er forsetinn gagnrýndur fyrir að
hafa ekki fylgst með starfsemi
Þjóðaröryggisráðsins. I ávarpi
sinu til þjóðarinnar 4. þessa mán-
aðar viðurkenndi forsetinn að
starfsmenn þess hefðu tekið að
móta og framkvæma sjálfstæða
stefnu. Oliver North ofurst var
vikið úr starfi og John Poindexter
sagði af sér í kjölfar hneykslisins.
Eftir að skýrsla Tower-nefndar-
innar hafði verið birt krafðist
forsetinn afsagnar Donalds Reg-
an starfsmannastjóra Hvíta
hússins. Howard Baker, virtur
þingmaður Repúblíkanaflokksins,
tók við starfi hans og John
Carlucci hefur tekið við stöðu ör-
yggisráðgjafa.
skæruliða og kvaðst telja að það
væri állan hátt löglegt. „Það er
mjög mikilvægt að við höldum
áfram stuðningi við skæruliða,"
sagði forsetinn.
Reagan var spurður hvort
hugsanlegt væri að honum hefði
verið sagt frá því að greiðslur
írana myndu renna til skæruliða
en hann síðan gleymt því. „Hefði
ég vitað það hefði heyrst hljóð
úr homi,“ sagði hann. „Svo virð-
ist sem einhver hafi tekið sig til
og krafist hærri greiðslna fyrir
vopnin. Við settum upp 12 milljón-
ir dollara og þær greiðslur fengum
við. Það kom mér algjörlega í
opna skjöldu þegar ég frétti að
um frekari greiðslur hefði verið
að ræða,“ sagði hann. Kvaðst
hann vilja fá fulla vitneskju um
þær aðgerðir sem gripið hefði
George Bush
Bush var
hlynntur
vopna-
sölunni
washington, Reuter, AP.
I þá mund sem fundi Reagans
forseta með fréttamönnum var
að ljúka spurði einn þeirra hvort
George Bush varaforseti hefði
verið mótfallinn vopnasölunni.
Reagan sagði að svo hefði ekki
verið og gekk út úr fundar-
herberginu.
Bush, sem almennt er talinn
líklegasta forsetaefni Repúblikana-
flokksins í forsetakosningunum á
næsta ári hefur sagt að hann hafi
látið í ljós „áhyggjur" vegna vopna-
sölunnar og að háttsettum banda-
rískum embættismönnum hafi verið
fullkunnugt um afstöðu hans. Fyrr
í þessum mánuði kvaðst Bush hafa
verið „stein lostinn" er hann frétti
að greiðslur írana fyrir vopnin
hefðu runnið til kontra-skæruliða í
Nicaragua.
í skýrslum rannsóknamefnda
segir að þeir Caspar Weinberger
varnarmálaráðherra og George
Shultz utanríkisráðherra hafi verið
andvígir vopnasölunnni. Hins vegar
er þar lítið að finna um afstöðu
Bush. Þeir Weinberger og Shultz
eru gagniýndir fyrir að hafa ekki
varað forsetann við afleiðingum
málsins í skýrslu Tower-nefndar-
innar.
Bush hefur þegar viðurkennt að
vopnasölumálið kunni að skaða forr
setaframboð hans en samkvæmt
skoðanakönnunum nýtur hann mest
fylgis hugsanlegra frambjóðenda
Repúblikanaflokksins. Donald
Gregg, talsmaður Bush, sagði í gær
að Iranmálið væri óheyrilega flókið
og að spumingin sem beint var til
Reagans forseta hefði verið óljós.
verið til án vitundar hans.
Reagan lagði áherslu á að
stefna stjómarinnar væri óbreytt
gagnvart mannræningjum. Ekki
kæmi til greina að ganga að kröf-
um þeirra þar eð það leiddi
einungis til frekari óhæfuverka.
Forsetinn bar til baka fréttir um
að hagnaður af vopnasölunni
hefði hafnað hjá mannræningjum
í Líbanon. Dagblaðið The New
York Times birti fyrr í þessari
viku frétt þar sem fullyrt var að
greiðslur Irana hefðu mnnið til
samtaka sem hliðholl em mann-
ræningjum í Líbanon. Sagði þar
að vopnasalinn Manucher Ghor-
banifar hefði lagt tvær ti! þijár
milljónir dollara inn á bankareikn-
inga íranskra samtaka í Sviss og
að þau samtök hefðu styrkt
hryðjuverkamenn í Líbanon.
Stj órnarhættir voru eðlilegir
Washingfton, Reuter, AP.
STJÓRNARHÆTTIR Reagans
Lausn gíslamáls-
ins var í sjónmáli
Washington, AP, Reuter.
Vissi ekki um leynilegan
stuðning við skæruliða
Greiðslur runnu ekki til mannræningja í Líbanon
Washington, AP., Reuter.