Morgunblaðið - 21.03.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
31
Rannsóknir í Finnlandi og Bandaríkjunum:
Ekkert samband milli kaffi-
drykkju o g hjartasjúkdóma
New York. AP.
RANNSÓKNIR í Finnlandi og
Bandaríkjunum sýna, að kaffi-
drykkja stuðlar ekki að hjarta-
sjúkdómum, hjartaáföllum eða
hjartaslögum, að þvi er visinda-
menn sögðu á ráðstefnu
Bandarísku hjartaverndarsam-
takanna á fimmtudag.
Niðurstöður þessar ríða alger-
lega í bág við rannsókn, sem
vísindamenn frá Johns Hopkins-
háskólanum í Baltimore kynntu í
nóvember 1985. Samkvæmt nið-
urstöðum þeirra Hopkms-manna
var kaffídrykkjumönnum, sem
drukku fímm eða fleiri kaffíbolla
á dag, þrisvar sinnum hættara við
að verða hjartasjúkdómum að
bráð.
Ástæða misræmisins virðist
vera sú, að margir kaffísvelgjanna
í Hopkins-rannsókninni voru einn-
ig reykingamenn — og það voru
reykingamar, sem juku á hjarta-
sjúkdómahættuna, sagði dr. Peter
W. F. Wilson, oddviti bandarísku
vísindamannanna. Einnig er
hugsanlegt, að miklir kaffí-
drykkjumenn neyti fíturíkara
fæðis en fólk gerir að meðaltali,
sagði hann.
„Það kann sem sé að vera, að
það sé ekki kaffíbollinn í annarri
hendinni, heldur sígarettan í
hinni, ellegar þá sætabrauðið, sem
er sökudólgurinn," sagði Wilson.
Peter W. F. Wilson, forstöðu-
maður rannsóknastofu Framing-
ham-hjartaspítalans í Framing-
ham í Massachusetts, sagði á
ráðstefnunni f Charleston í Suð-
ur-Karólínu á fimmtudag, að hann
hefði rannsakað kaffineyslu 3937
einstaklinga á árunum 1956-66,
auk 2277 einstaklinga á árunum
1972-82.
Flestir þátttakendanna dmkku
tvo eða þrjá kaffíbolla á dag, sagði
Wilson, en aðeins 10% þeirra sex
bolla eða fleiri, öfugt við það sem
gerðist í Hopkins-rannsókninni.
Fylgst var með kólesterólstigi
blóðsins, svo og hjarta- og æða-
sjúkdómum hjá báðum hópunum.
„Við vomm á höttunum eftir
upplýsingum um hjartasjúkdóma,
hjartaáföll, bráðkveddu og hjarta-
slög, og það var sama, hvar borið
var niður, við fundum engin tengsl
á milli þessara fyrirbæra og kaffi-
drykkju," sagði Wilson í fréttatil-
kynningu, sem Bandarísku hjarta-
vemdarsamtökin gáfu út.
Vísindamennimir komust að
raun um, að kaffineysla leiddi til
umtalsverðrar lækkunar meðal-
kólesterólstigsins hjá körlum, en
til óvemlegrar meðalhækkunar
hjá konum.
„Við staðreyndum, að því meira
sem karlamir dmkku af kaffí, því
lægra reyndist meðalkólesteról-
stigið,“ sagði Wilson. „Þessu
reyndist þveröfugt farið hjá kon-
unum; því meira sem þær dmkku
af kaffí, því hærra reyndist meðal-
kólesterólstigið."
Jukka Salonen og starfsbræður
hans í Finnlandi rannsökuðu 8385
karla og 9003 konur, allt mikla
kaffisvelgi sem dmkku fímm og
hálfan bolla á dag að meðaltali.
Samkvæmt því, sem fram kom
hjá Finnunum á fimmtudag,
fundu þeir engin merki þess, að
þessum einstaklingum hætti-
fremur til að fá hjartasjúkdóma
en almennt gerist. Hins vegar
komust þeir að raun um, að kaffí-
svelgir neyta fíturíkara fæðis en
fólk almennt.
Hríðar-
bylur í
Bretlandi
London. Reuter.
HRÍÐARBYLUR skall á
Suðvestur-England og
Wales í gærmorgun og olli
miklum umferðartruflun-
um.
Um 30 sm jafnfallinn snjór
var á sumum vegum, þar á
meðal nokkrum hraðbrautum,
fyrir dagrenningu, en engar
fregnir höfðu borist af um-
ferðaróhöppum.
Einna verst var ástandið í
Bristol og Salisbury. Bylurinn
tók yfir svæðið frá Wight-eyju
til vesturhluta Wales. Einnig
snjóaði á nokkrum stöðum í
Norður-írlandi. Hiti var í
kringum frostmark.
V estur-Þýskaland:
Fleiri kálfar
fæðast and-
vana
Hamborg. Reuter.
ÞRISVAR sinnum fleiri
kálfar hafa fæðst andvana
undanfarna mánuði á þeim
svæðum í Vestur-Þýska-
landi, sem verst urðu úti
af völdum geislavirks úr-
fellis frá kjarnorkuverinu í
Chernobyl, en var á jafn-
löngum tima áður en slysið
átti sér stað.
í tímaritinu Stern, sem gef-
ið er út í Hamborg, er vitnað
í nýlega skýrslu umhverfis-
vemdarsamtaka, þar sem
fram kemur, að fyrmefnd
aukning hefur einkum orðið í
Miesbach-héraði í Bæjara-
landi.
Af 1286 kálfum, sem fædd-
ust þar frá nóvember 1986
til janúar á þessu ári á 122
sveitabæjum, vom 118 and-
vana eða drápust innan
tveggja daga frá burði.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
SUWUR.
HKDL
ROCUR.
UHUI6L
ÞJÓÐARÍÞRÓTT ÍSLENDINGA?
Er Gróa á Leiti ástmögur íslensku þjóðarinnar?
Fáum við ánægju af því að níða skóinn hvert af öðru?
Spyrjum Trausta Jónsson veðurfræðing sem ku vera
margsinnis látinn úr allskonar kvillum, alltfráfótameini til
krabbameins.
Spyrjum Pálma Gunnarsson sem á að hafa framið hroðalegt
sjálfsmorð nýlega.
Spyrjum Rut Reginalds sem samkvæmt kjaftasögunni er
eyðnisjúklingur.
Eða Magnús Leópoldsson og félaga sem almannarógur
dæmdi sem kaldrifjaða morðingja.
Hvaða áhrif hefur slúðrið á þau?
Bíða þau óbætanlegttjón?
Hvernig verða svona sögur til?
Sjáið umfjöllun um gróusögur, rógburð og níð í þættinum
ELDLÍNAN, mánudaginn 23. mars n.k. kl. 20:20.
Talar út um hlutina.
„ELDLÍNAN" N.K. MÁNUDAG KL 20:20