Morgunblaðið - 21.03.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 21.03.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Laust embætti sem forseti íslands veitir Við læknadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar prófessorsembætti í augnsjúk- dómafræði. Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu við St. Jósefsspítala, Landakoti. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og ströf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1987. Laus staða Tímabundin lektorsstaða í tölvunarfræði við stærðfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er einkum ætlað að starfa að fræðilegum þáttum tövlunarfræði, t.d. á sviði forritunarmála, kerf- isforritunar, tölvuteikningar og þekkingarkerfa. Heimilt er að ráða í þessa stöðu til allt að þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 10. maí nk. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1987. Trésmiðir óskast, helst vanirviðhalds- og breytingavinnu. Upplýsingar í símum 41314 og 29180. Varahlutaverslun Vantar ungan og hressan starfskraft í vara- hlutaverslun sem fyrst. Æskilegur aldur 19-25 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Varahlutir — 5891“. Siglufjörður Blaðberar óskast í Suðurgötu, Laugaveg, Hafnartún, Hafnargötu. Upplýsingar í síma 71489. ffliorgnmirltofoifo Sölumaður Sölumann vantar til starfa í harðri samkeppn- isgrein, matvöru. Þarf að geta unnið sjálf- stætt að sölu og dreifingu. Góð laun fyrir réttan mann. Skilyrði: Orðvar, starfssamur og heiðarlegur. Lysthafendur sendi upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl. um aldur og fyrri störf merktar: „31987“ fyrir 25/3. Allar umsóknir og veittar upplýsingar verður farið með sem trúnaðarmál. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI aðstoðarlæknis við lyflækninga- deild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1987. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis lyflækn- ingadeildar. Reykjavík, 17. mars 1987. Konur og karlar óskast til verslunarstarfa í sérververslun í Reykjavík. Framtíðarstörf. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „K - 5236. Viðskiptaleg fjármálaráðgjöf Ríkisstofnun óskar eftir viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun til að annast fjármálaráðgjöf. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. mars merktar: „Ráðgjöf — 5892“. Verkamann vantar til starfa strax. Frítt fæði. Upplýsingar í síma 53999. HAGVIBKI HF SfMI 53999 Laus staða Tímabundin lektorsstaða í örverufræði við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla ís- lands er laus til umsóknar. Lektornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sviði bakteríufræði. Heimilt er að ráða í þessa stöðu til allt að þriggja ára. Laun samkvæmt launakc'fi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykavík, fyrir 10. maí nk. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1987. Hótelstjóri Hótel Bifröst Við auglýsum eftir hótelstjóra á Hótel Bifröst í Borgarfirði, sem starfrækt er í júní, júlí og ágúst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 1. apríl merktar: „Bifröst — 586“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-. armál. Samvinnuferðir-Landsýn hf. Skrifstofufólk Opinber stofnun óskar eftir starfsfólki við tölvuskráningu og almenn skrifstofustörf. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. mars merktar: „Vandvirkni — 12501“. raðaugiýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Seglskip til sölu Einn sjötti hluti seglskútu, Dufour, til sölu. Skútan er 41 fet og er staðsett á Mallorca. Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Skúta — 5500“. íbúðarhús til sölu á Hvammstanga Til sölu 2ja hæða steinhús. Á efri hæð er 125 fm íbúð, 5 herbergi og svalir. Á neðri hæð er 40 fm bílskúr, geymsla og 80 fm 2ja herbergja íbúð. Hitaveita. Skipti á fasteign á höfuðborgarsvæðinu koma vel til greina. Upplýsingar í síma 95-1461. Sandblástur Fyrirtæki á sviði sandblásturs og málm- húðunar er til sölu. Lysthafendur leggi inn nöfn sín á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „B — 2114“ fyrir 27. mars. Fiskiskip til sölu Til sölu er 186 rúmlesta fiskiskip. Skipið er nýyfirbyggt og framkvæmdar hafa verið gagngerar endurbætur á því. Nánari upplýsingar í síma 28527. Plastverksmiðja til framleiðslu á einangrunarplasti er til sölu. Rúmgott leiguhúsnæði getur fylgt. Staðsetning á miðju höfuðborgarsvæðinu. Tilboðum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. mars nk. merkt: „Plastverksmiðja — 827“. 30 lesta bátur Til sölu er 30 lesta stálbátur, smíðaður 1981. Áhugaaðilar sendi upplýsingar um nafn og símarnúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bátur - 5498“. Sumarhús Traustur aðili óskar að kaupa sumarhús. Æskilegast er að það sé á Suður- eða Vest- urlandi en aðrir landshlutar koma til greina. Æskilegt er að veiðihlunnindi eða aðstaða fylgi en þó ekki skilyrði. Einnig kæmi til greina að kaupa eyðibýli eða jafnvel lítið hús í einhverju kauptúni á fallegum stað á landinu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. apríl merkt: „Sumarhús — 2111“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.