Morgunblaðið - 21.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 45 Skátar stofna skógræktarfélag eftirHrefnu Tynes „Hefur þú komið austur að Úlfljótsvatni er sólin roðar tind, áin niðar, lækur hjalar blítt við fagra skógarlind.. Úlfljótsvatn hefur löngum heillað margt ungmennið, og skátar elska þann stað. En ef manni þykir vænt um eitthvað þá er beint framhald af þeirri væntumþykju — að hlúa að því. Eg átti einu sinni mörg spor og handtök á Úlfljótsvatni, aðrir tóku við, og af ýmsum ástæðum tognaði á tauginni. Það þarf ekki meira en að láta hugann reika andartak, þá rifjast upp allar sólskinsstundirnar í sambandi við Skátaskólann á Úlf- ljótsvatni, og þá er farið að hugsa: Get ég nokkuð gert? Nú er stórt og mikið verkefni framundan, þar verða margir að taka höndum saman. Um leið vinnum við bæði Úlfljótsvatni og landinu okkar íslandi þarft verk og mikilvægt. Þriðjudaginn 24. mars verður stofnað Skógræktarfélag Úlfljóts- vatns, og verður stofnfundurinn haldinn í ráðstefnusal Hótels Loft- leiða og hefst kl. 20.30. Ég efast ekki um, að margir verða fúsir til að taka þátt í því heillandi starfi, að klæða skógi okkar ástkæra Úlf- ljótsvatn. En eins og alltaf, þá er ejcki nóg að láta hugann reika, og sjá í anda gróðurinn dafna, ylja sér við minningamar og segja við sjálfan sig: ,já, það voru margar góðar stundir þar“ — og láta svo þar við sitja. Við hvetjum því alla skáta og velunnara skátahreyfingarinnar til að sameinst um þetta starf og mæta á stofnfundinn á þriðjudaginn. Ég treysti fullkomlega þessu unga fólki á öllum aldri, sem nú hefst handa, myndar hóp með ákveðnu takmarki og stendur fyrir og mun vinna að þessum óskadraumi að græða upp landið. Margir halda að skátastarf sé aðeins fyrir ung börn, sem ætíð séu í foringjahraki, allt verði því laust í reipunum, og ekkert miði áfram. Þetta er mesti misskiln- ingur. Að vísu höfum við ekki launaða foringja, en muna skyldu menn að allt gott sáðkom, sem fellur í ungan sálarakur vex upp á sínum tíma, það er aldrei sáð til einskis, sá sem okkur er meiri sér um það. Satt er það, að það er ekki mikið auglýsingakerfi í kringum skáta- starfið, boðunarkerfíð er ennþá notað, hitt er einfaldlega of kostnað- arsamt. Margir hópar gamalla skáta eru að störfum og láta gott af sér leiða, hver á sínu sviði. Má þar nefna hjálparsveitirnar, félög eldri skáta, St. Georgs gildin, og óteljandi hópa, sem hafa haldið saman frá barns- aldri. Skátar verða að læra að bjarga sér við ýmsar aðstæður, vegvísirinn er skátaheitið og skátalögin, ef því er hafnað, er maður ekki skáti. Og nú er hópur skáta að hleypa af stokkunum miklu þjóðþrifastarfí í samvinnu við íslenskan jarðveg, íslenska mold, íslenskar aðstæður — harðar eða mjúkar, það skiptir ekki máli. Óskadraumurinn gamli er á leið með að rætast, það er búið að sjá fyrir því, að blessaðar vinkonum- ar ferfættu komist ekki í nýgræðing- inn. Ég minnist þess sl. sumar, þegar stór hópur skáta hittist á Ulfljóts- vatni og gróðursetti „Helgalund", hve allir voru ánægðir og hamingju- samir. Minnumst þess, að hvort sem við gróðursetjum í íslenskar bams- sálir eða íslenska mold kemur árangurinn í ljós, þó síðar verði. Höfundur er fyrrverandi kven- skátaforingi Islands. Frá gróðursetningu Helgalundar á Úlfljótsvatni 1986. Fríkirkjan í Reykjavík: Söngfélag Þorláks hafnar í heimsókn BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður sunnudaginn 22. mars í Fríkirkj- unni í Reykjavík og hefst kl. 11.00. Guðspjallið verður útlistað í mynd- um, barnasálmar sungnir og framhaldssagan Dísa frænka, eftir Stefán Jónsson verður lesin. Af- mælisbörn eru sérstaklega boðin velkomin Sama dag kl. 14.00 verður almenn guðsþjónusta ! kirkjunni. Sr. Tómas Guðmundsson sóknarprestur í Hvera- gerði, prédikar, en safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Forspil og eftir- spil em eftir Björgvin Guðmundsson. í guðsþjónustunni verður flutt stól- versið „Sælir eru þeir sem heyra Guðsorð" eftir Björgvin Guðmunds- son. Söngfélag Þorlákshafnar annast sálmasönginn undir stjórn Ara Agn- arssonar organista í Þorlákshöfn. Fimmtudaginn 26. mars verður föstumessa í Fríkirkjunni kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar og Litanía sr. Bjama Þorsteinssonar í Siglufirði flutt af presti og kirkjukór undir stjóm organistans Pavel Smíd. Sig- Sr. Tómas Guðmundsson rún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona syngur stólvers. Bænastundir era í Fríkirkjunni þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu- daga og föstudaga kl. 18.00 og standa í stundarfjórðung. (Frá Fríkirkjunni) ItjCUU/ CK Æú RAUFARHÖFN O^SIGLUFJ ÖRÐUR fe'K'* ÓLAFSFJÖRÐUR ÍZ. DALVÍK ÞÓRSHÖFN* $ ■' , HÚSAVtK*í ^y^ i Z SKAGASTRÖi • HÓLMAVÍK HVAMMSTANGI • !• ÞLÖNDUÓS »'*... •: 'íu/f.r* &AUÐÁRKRÓKUS^|j| U BOLUNGARVÍKe ÍSAFJÖRÐUR AKUREYRI VOPNAFJÖRÐUR© g«BfLDUDALÚR R» L**feájgf «<v v • patreksfjörður •BÚÐARDALUR • SEYÐISFJÖRÐUR NESKAUPSTAÐUR • ESKIFJÖRÐUR EGILSSTAÐIR® rHiiNOAfiF IÖRDT |R • STYKKISHÓLMUR ^A^^ÓLAFSVÍK* • BORGARNES HELLISSANDUBéV-.-" " iVÍBff '■ ":. f y AKRANES^ SELTJARNARNESX ú.%' '"if KÓPAVOGUR^ • ■■:-^GARÐUWfi X KEFLAVfMPT NJARÐVÍK* * v°v SANDGERÐI® NN ; . sV' VV : ' í, grindavík- W)R Getspa REYÐARFJÖRÐURf: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR* ^ - DJÚPIVOGUR ® ®|(IRKJUBÆJARKLAUSTÚR ^NÍÖSFELLS^VÉÍlfe^' • rREYKJAVfK • GARÐABÆR rHAFNARFJÖRHUR ® HVERAGERÐI < , i V: • HELLA i - • tlKLLA ; \ íj, '-v. ITSELFOSS •HVOLSVÖLLUR LOTTO UM LAND ALLT VESTMANNAEYJAR • SÖLUSTAÐIR: i KYRSTI VINNINGUR W (EINN EÐA FLEIRI).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.