Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 144. tbl. 75. árg. ÞREÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Kórea: Stjómin fellst á kröfur um beinar forsetakosningar Seoul. Rputpr. Á myndinni sést hluti af þeim tugþúsundum Seoul-búa, sem þyrptist út á götur í dag til þess að fagna þeirri þjóðarsátt, sem nú virðist hafa náðst um lýðræði í landinu. Seoul, Reuter. STJÓRNARFLOKKUR Suður-Kóreu féllst öUum að óvörum á nær allar kröfur stjórnarandstöðunnar i gær og lýkur þar með um þriggja vikna löngum óeirðum, sem enginn sá fyrir endann á. Þetta gerði flokkurinn i tillögu, sem lögð var fyrir forseta landsins, Chun Doo Hwan. Hann hefur reyndar ekki enn fallist á tUlögurnar, en ráðgjaf- ar hans bjuggust við þvi að hann gerði það að nokkrum dögum Uðnum. Það var Roh Tae Woo, formaður lýðræðislega Réttlætisflokksins og væntanlegur forsetaframbjóðandi hans, sem kynnti þessa óvæntu stefnubreytingu í gær og lagði pólítískan frama sinn að veði. Almenningur í Suður-Kóreu fagn- aði þessum tillögum og fór á götur út rétt sem um þjóðhátíð væri að ræða, enda víða gefið leyfi á vinnu- stöðum. Kóreönsk verðbréf hækkuðu meira í verði en nokkru sinni fyrr. Tveir helstu stjómarandstæðingar i Kóreu, þeir Kim Dae Jung og Kim Young Sam, játuðu að fregnimar hefðu komið þeim öldungis á óvart Evrópubandalagið: Deilt um fjármál á fundi leið- toganna Brtissel, Reuter. LEIÐTOGAR Evrópubanda- lagsrikjanna tólf komu saman til fundar í höfuðborg Belgiu í gær. Fundinum mun ljúka í dag, en efst á dagskrá var fjár- hagsvandi EB — hvernig afla skal fjármuna bandalagsins og eyða þeim. Talsverður ágrein- ingur er innan bandalagsins um tillögu þar sem gert er ráð fyrir að efnahagur snauðari ríkja þess, Miðjarðarhafsland- anna og triands, verði styrktur verulega. Utanríkisráðherrar EB reyndu að jafna þessar deilur um helgina, en án ár- angurs. Stjómarerindrekar í Briissel töldu að utanríkismálefni myndu falla i skuggann af umræðunni um flármál bandalagsins, en flár- lagahalli þess nemur nú um sex milljörðum Bandaríkjadala. Þó var gert ráð fyrir að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, myndi fitja upp á málum Miðausturlanda. Gestgjafi fundarins, Wilfiried Martens, forsætisráðherra Belgíu, þurfti að leggja fyrirhugað vinnu- plagg fundarins á hilluna eftir að utanríkisráðherrar Suður-Evr- ópurflqanna höfðu farið um það ómjúkum höndum á sunnudag. Ástæðan var sú að þeim þótti ekki koma nógu skýrt fram að auka ætti fjárveitingar í hina svo- kölluðu svæðasjóði bandalagsins. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, er sögð muni hamra á aðgæslu í fjármálum, að hætti „hinnar hagsýnu húsmóð- ur,“ og að nú sé tækifæri til þess að koma fjármálum EB á þurrt í eitt skipti fyrir öll. og sögðu að í raun væri ekkert sem skyggði á gleði þeirra vegna sinna- skipta stjómarflokksins. Nýstofnuð breiðfylking stjómarandstöðuhópa lofaði yfirlýsingu Rohs óspart og sagði hana myndu varða veginn til bjartrar framtíðar Kóreu. „Við emm mikil þjóð þrátt fyrir allt,“ sagði í tilfinningaheitri forystugrein blaðsins Dong-a Ilbo, „því við vitum hvenær skal hörfa og hvenær skal sækja." í tillögu Rohs kemur fram sú breyt- ing að forseti landsins skuli kosinn í beinni kosningu, en ekki af sérstökum kjörmönnum eins og nú er. Þá er kveðið á um lausn pólítískra fanga, tryggingu lýðréttinda og ritfrelsis. Þegar forystumenn stjómarflokks- ins vom spurðir að þvi hvort að í tillögu Rohs fælist ekki uppgjöf flokksins fyrir stjómarandstöðunni sögðu þeir að þvt væri síður en svo farið. Hér væri ekki verið að láta undan kröfum stjómarandstöðunnar, heldur vilja fólksins. Talið er að með þessu hafi Roh aukið mjög vinsældir sínar og að hann eigi nú ágæta möguleika á að ná kjöri f forsetakosningunum, sem eiga að fara fram í desember. Líkleg- asti mótframbjóðandi hans er talinn Kim Young Sam, en ekki er heldur talið loku fyrir það skotið að Kim Dae Jung fari fram, þrátt fyrir að hann neiti því nú. Reuter Reuter Andrei Gromyko og Mikhail Gorbachev; fremstir meðal jafningja. Fundur Æðsta ráðs Sovétríkjanna: Hagkerfi Sovétríkjanna fyrir löngu orðið úrelt Ryshkov segir að ekki megi bíða með úrbætur Moskvu, Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Sovétríkjanna, Nikolai Ryshkov, sagði á fundi Æðsta ráðsins í gær að hagkerfi Sovétríkjanna væri úr sér gengið og skoraði á ráðið að samþykkja áform um úrbætur í efna- hagsmálum. í tveggja tima langri ræðu sinni sagði Ryshkov hinum 1.500 meðlimum ráðsins að alltof mikil miðstýring ráðuneyta í Moskvu og sóun auðlinda hefði orðið til þess að 13% sovéskra iðnfyr- irtækja hefðu verið rekin með halla á sfðasta ári. hvert við annað. Frumvarpið verður borið undir atkvæði í dag og er ekki búist við öðru en það verði samþykkt samhljóða. Ronald Reagan: Kveðst enn við stjórn- völinn Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti sagði allt tal um það að hann væri að missa tökin á stjórn landsins væri „dauðans vitleysa". Að undanfömu hefur gagnrýni á forsetans aukist, hann sagður einangraður og hrumur. Reagan sagði gagnrýnendur sína á þingi og á ritvellinum vera „gúrú- ana sem hafa þulið sömu möntruna í sex ár — að allt þetta muni hjá líða.“ Um kosningamar 1988 sagði Reagan að vitaskuld myndi hann hjálpa til. „Við verðum að halda Hvíta húsinu 1988 og ég mun ekki liggja á liði mínu.“ í ræðu Ryshkovs kom meðal annars fram að almenningur liði alvarlegan matvæla- og húsnæðis- skort, ríkið hefði engan veginn fylgst með tæknibyltingunni, en á hinn bóginn þrifist stóreflis „skuggahagkerfi" vegna vanhæfni ríkisins til þess að fullnægja eftir- spum eftir vöm og þjónustu ýmiss konar. „Aðferðir hins gamla efnahags- stjómunarkerfís eru löngu orðnar úreltar," sagði Ryshkov og bætti við: „Þörfin á umbótum er augljós og biýn.“ Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, sat fundinn, en hann hafði lagt línumar fyrir hann í ræðu í síðustu viku og þótti Gorbachev þá óvenju ómyrkur í máli. Auk Gorbachevs vom allir helstu valdamenn Sovétríkjanna viðstaddir fundinn, utan Geidar Aliyev, fyrsti aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjanna, en talið er að hann gangi ekki heill til skógar. Ryshkov skoraði á Æðsta ráðið að styðja lagafrumvarp, sem ætlað er að örva efnahagslíf í Sovétríkjun- um. Þar er gert ráð fyrír að öll ríkisfyrirtæki verði með sjálfstæðan fjárhag, geri eigin tekju- og út- gjaldaáætlanir og að laun starfs- mannanna verði tengd rekstrar- hagnaði. Fyrirtæki skulu bjóða í verkefni fyrir ríkið, sem vonast er til að fækki um leið og fyrirtækin fara í auknum mæli að skipta beint Deilur Grikkja við Bandaríkin magnast Aþenu, Reuter. SAMSKIPTI Grikklands og Bandaríkjanna eru nú mjög stirð eftir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að ríkisstjóra Andreas Papan- dreou hafi gert samning við hryðjuverkasamtök Abu Nidals. Grikkir segja að herstöðvasamningar ríkjanna verði ekki endumýjaðir nema Bandarikin dragi orð sin tii baka. Mál þetta kom upp í síðustu viku, í Lundúnum árið 1982 og skipulagt en þá gekk bandaríski sendiherrann á fitnd gríska utanríkisráðherrans, Karolos Papoulias, og sakaði stjóm- ina um að hafa samið við hryðju- verkasamtök gegn því að Grikkland slyppi við hryðjuverkaárásir i framtíðinni. Abu Nidal er eftirlýstur um víða veröld fyrir að hafa stjóm- að árásinni á ísraelska sendiherrann fjöldamorðin á flugvöllunum í Vín og Rómaborg fyrir tveimur árum. Samningur landanna um her- stöðvar Bandaríkjanna í Gríkklandi rennur út á næsta ári, en Grikkir þiggja um 500 milljónir Banda- ríkjadala í beina leigu fyrrir her- stöðvamar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.