Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 24

Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 24
24___________ Háskólahátíð MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Jón Sigtryggsson út- nefndur heiðursdoktor - 348 kandídatar brautskráðir MorgunblaÆið/Ámi Sæberg 348 kandídatar fengu prófskirteini sín um helgina. HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Háskólabiói siðastliðinn laugar- dag og brautskráðust að þessu sinni 348 kandídatar. Athöfnin hófst á þvi að Blásarakvintett Reykjavíkur lék nokkur lög en síðan lýsti prófessor Guðjón Axelsson, forseti tannlækna- deildar, kjöri heiðursdoktors og afhenti doktorabréf. Það var Jón Sigtryggsson, fyrrverandi prófessor við tannlæknadeild sem útnefndur var heiðursdokt- or. Jón vár árið 1951 skipaður prófessor i tannlæknisfræðum og var lengi vel eini prófessor- inn við deildina. Jón er fyrsti heiðursdoktorinn úr tannlækna- deild. Meðal þeirra sem útskrif- uðust að þessu sinni var Finnur Lárusson, tvitugur Reykvíking- ur. Hann lauk prófi úr stærð- fræðiskor raunvisindadeildar sem dúx með einkunnina 9,44, sem er ein hæsta einkunn sem gefin hefur verið í raunvísinda- defld. Að lokinni útnefningu heiðurs- doktors ræddi háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjamason málefni Háskóla íslands og afhenti kandíd- ötum prófskírteini. Sigmundur sagði meðal annars í ræðu sinni að háskólar væru undir smásjá um þessar mundir. Miklar kröfur væru gerðar til þeirra og grannt væri skoðað hvemig þeir uppfylltu þess- ar kröfur. Aðrar tegundir háskóla eða skóla á háskólastigi hefðu einnig sprottið upp á síðustu ára- tugum. Þessir skólar leggðu megináherslu á kennslu og verk- þjálfun en litla eða enga áherslu á vísindalegar rannsóknir. Slíkir skólar væru einkum sérskólar ýmiskonar og starfsþjálfunarskól- ar, t.d. kennaraskólar, tækniskólar og listaskólar. Þessi þróun væri þegar hafín á íslandi og sagði Sig- mundur að Háskóli íslands myndi starfa með slíkum skólum og styðja þá í þeirri viðleitni að efla menntun í landinu. Viðhorf nemenda víða um lönd væm þau að sækja meira í starfsnám; þeir vildu í auknum mæli móta nám sitt sjálfír og velja námskeiðin í samræmi við eftir- spum á markaði. Sigmundur sagði að Háskóli ís- lands hefði á 75 ára ferli sínum eflst úr tiltölulega fábreyttum embættismannaskóla í flölhæfa mennta- og vísindastofnun. Upp- byggingin hefði orðið í áföngum og nú væri kominn tími til þess að endurskoða stefnu Háskólans með hliðsjón af stöðu mála og nýjum áherslum í upplýsinga- og tækniþjóðfélagi nútímans. Slík endurskoðun á markmiðum og starfsemi Háskólans ætti í fyrsta lagi að skerpa skilning kennara á æskilegum áherslum og breyting- um í eigin starfí, í öðra lagi að vekja athygli á stöðnun og jafnvel vanræktum sviðum ef slíkt væri fyrir hendi, og í þriðja lagi að benda á nauðsynlegar úrbætur í kennslu og aðstöðu til kennslu ef þurfa þætti. Sigmundur sagði ljóst að þörf fyrir aukna menntun yxi ört og kröfur um bætta þjónustu á þess- um sviðum færi vaxandi. Aðsóknin að öldungadeildum framhaldsskól- anna sýndi að menntun væri ekki lengur forréttindi unga fólksins. Eldri nemendur leituðu menntunar í vaxandi mæli því með aukinni menntun flölgaði starfstækifæram og jafnframt tækifæram til vax- andi lífsfyllingar. Háskólinn yrði því að leita leiða til að mæta slíkum þörfum, þ.e. veita nemendum tæki- færi til að stunda nám með starfí og veita tækifæri til að vera í hluta- námi þótt það tæki tvöfalt lengri tíma. Þetta sagði Sigmundur að- eins vera eitt dæmi af þeim mörgu verkefnum sem biðu úrlausnar í dag. Kandídatamir skiptust að þessu sinni þannig: Embættispróf í guð- fræði 6, BA-próf í guðfræði 2, embættispróf í læknisfræði 44, BS-próf í læknisfræði 2, kandíd- atspróf í lyfjafræði lyfsala 11, BS-próf í hjúkranarfræði 48, BS- próf í sjúkraþjálfun 14, embættis- próf í lögfræði 30, kandídatspróf í íslenskum bókmenntum 2, kandídatspróf í sagnfræði 1, BA- próf í heimspekideild 37, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 7, lokapróf í byggingarverkfræði 11, lokapróf í vélaverkfræði 12, loka- próf f rafmagnsverkfræði 12, BS-próf í raungreinum 52, kandíd- atspróf í viðskiptafræðum 28, kandídatspróf í tannlækningum 9, BA-próf í féiagsvísindadeild 18. Prófessor Guðjón Axelsson, forseti tannlæknadeildar, afhendir Jóni Sigtryggssyni doktorsbréf hans. Ásamt Jóni á myndinni er Oli Tynes, sonur Jóns. Laxnessþing í tilefni af 85 ára afmæli Nóbelsskáldsins Sænski bókmenntafræðingurínn Peter Hallberg gestur þingsins Á LAUGARDAGINN kemur, 4. júlí, gangast Félag áhugamannna um bókmenntir og bókaforlagið Vaka-Helgafell fyrir flölbreyti- legu málþingi sem ber yfírskrift- ina Laxness-þing 1987. Þar verður ^allað um verk Halldórs Laxness og stöðu skáldsins í fslenskum bókmenntum og menn- ingu. Sérstakur gestur þingsins verð- ur sænski bókmenntafræðingur- inn Peter Hallberg sem manna mest hefur rannsakað verk Halld- órs Laxness og skrifað um þau margar bækur. Laxness-þingið er haldið í til- efni af 85 ára afmæli Nóbels- skáldsins á þessu ári og verður þar víða komið við í erindum, umræðum, leiklist og söng. Bæði lærðir og leikir munu flytja ávörp og erindi á Laxnessþinginu, ræða bókmenntahliðar verka skáldsins og spjalla um eftirlætis bækur sfnar meðal rita Laxness. Þingið verður haldið á Hótel Esju í Reykjavík og mun Jón Karl Helgason setja það kl. 10 fyrir hádegi á laugardaginn, en Astráður Eysteinsson stýrir þing- inu. Áætlað er að málþingið standi til klukkan 17.30 síðdegis. Um kvöldið er svo fyrirhugað að ráð- stefnugestir snæði saman kvöld- verð á sama stað. Fyrsti fyrirlesari dagsins verð- ur Peter Hallberg og Qallar hann um höfundinn Halldór Laxness og köllun hans og veltir jafnframt fyrir sér ummælum og skrifum Halldórs sjálfs um skáldskap sinn. Þá mun Svanhildur Oskars- dóttir ræða um eftirlætisbók sína. Ámi Sigurjónsson flytur því næst erindi er hann nefnin Fjör- vit, flugsýn og loftsýn. Punktar um Sölku Völku. Þá tekur Sveinbjöm I. Bald- vinsson við með spjall undir yfirskriftinni: Að skrifa — eftir Laxness. Um tólfleytið verður gert mat- arhlé og borinn fram hádegisverð- ur sem er innifalinn í þátttöku- gjaldi þinggesta. Áður en tekið verður til við erindaflutning að nýju mun hópur leikara sem vora að ljúka loka- prófí frá Leiklistarskóla íslands bregða upp nokkram atriðum úr leikritum og sögum Halldórs Lax- ness. Fjögur erindi era á síðdegis- dagskrá Laxness-þings 1987. Um beinfætta menn, bjúg- fætta, kiðfætta, kringilfætta og tindilfætta heitir erindi Bergljótar Kristjánsdóttur. Matthías Viðar Sæmundsson talar um skáldsöguna Vefarann mikla og nefnir fyrirlestur sinn: Um og í kringum Vefarann mikla. Tómas R. Einarsson flallar um eftirlætisbók sfna og síðust á mælendaskrá verður Dagný Kristjánsdóttir. Viðfangsefni hennar er ástin og óhugnaðurinn f Gerplu. Þess skal getið að frummæ- lendur munu svara fyrirspumum eftir að hvert erindi hefur verið flutt. Kaffíhlé verður um miðjan dag milli erinda og í framhaldi af því mun söngkonan góðkunna Halla Margrét Amadóttir syngja lög við ljóð Halldórs Laxness. Pallborðsumræður verða í lok Laxness-þings 1987 undir stjóm Halldórs Guðmundssonar. Þar munu fyrirlesarar sitja fyrir svör- um og ræða um verk Halldórs Laxness við þinggesti. Þegar hefur allmikill íjöldi fólks skráð sig til þátttöku f þessu óvenjulega málþingi um verk Halldórs Laxness. Það er opið öll- um unnendum bóka Nóbelsskálds- ins og öðram áhugamönnum um bókmenntir. Þeir sem ekki hafa enn skráð sig eru hvattir til að gera það hið fyrsta þar sem húsrúm takmarkar fjölda þátttakenda. Skráning fer fram hjá Vöku-Helgafelli. Þing- gjald er kr. 1.000 fyrir félags- menn í Félagi áhugamanna um bókmenntir en kr. 1.300 fyrir aðra þinggesti. Félag áhugamanna um bók- menntir var stofnað fyrir rúmu ári og era skráðir félagar um 200. Meginmarkmið félagsins er að efla bókmenntaumræðu hér á landi með almennum fundum og Halldór Laxness. fyrirlestram. Á nýliðnum vetri stóð félagið fyrir fjölbreyttri fundadagskrá þar sem jafnt var rætt um innlendar og erlendar bókmenntir. Laxne8S-þing 1987 er viða- mesta viðfangsefni Félags áhugamanna um bókmenntir til þessa og er það haldið í sam- starfí við og með stuðningi bókaforlagsins Vöku-Helgafells sem gefur út verk Halldórs Lax- ness hér á landi og annast sölu útgáfuréttar á verkum skáldsins erlendis. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.