Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 40

Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 40 T— atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélaviðhald Óskum eftir að ráða mann til starfa í flétti- véladeild. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felst í viðhaldi á fléttivélum og við það starfa 5 menn. Unnið er á dagvakt. Góðir tekjumöguleikar. Við leitum að áreiðanlegum manni með reynslu í vélsmíði. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson í síma 28100. HAMPKMAN Framsækið fyrirtæki í plastiðnaði Stakkholti 2-4 og Bíldshöfða 9. Dreifing hf., Skipholti 29, 105 Reykjavík Innflutningsfyrirtæki á matvælasviðinu, óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Mann til að hafa umsjón með lager fyrir- tækisins. 2. Aðstoðarmann við útkeyrslu. Viðkom- andi sé með bílpróf. 3. Starfsmann til sendiferða (tollur, banki o.fl.). Ca 60-80% starf. Þarf að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar fást hjá Ólafi Magnús- syni á skrifstofu okkar til 3. júlí (ekki í síma). Barnapössun Óskum að ráða konu heim í Hlíðahverfi til að gæta 10 mánaða drengs frá 20. ágúst nk. frá kl. 8.30-13.30. Einnig ef til vill létt heimilisstörf. Upplýsingar í síma 689262. Tvo starfskrafta vantar við Blindrabókasafn íslands frá 1. ágúst. 1. Aðstoðarmann við gerð námsgagna, kennaramenntun æskileg. 2. Aðstoðarmann í útláns- og upplýsinga- deild. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 686922. 1. vélstjóra og vélavörð vantar á Sif ÍS 225 sem er að hefja dragnóta- veiðar. Upplýsingar í símum 94-7708 og 94-7614. T résmiðjubygginga- verkamenn Trésmiðjan Tékó óskar eftir smiðum og bygg- ingaverkamönnum í tímabundið verkefni úti á landi í sumar. Upplýsingar í síma 94-1514. Ræsting Óskum að ráða duglega og samviskusama konu til starfa við ræstingar um helgar. Upplýsingar á staðnum í dag kl. 17-19. Einkaritari Fyrirtækið er þekkt verslunarfyrirtæki í Reykjavík, sem býður góð starfsskilyrði og góð laun. Starfssvið: Bréfaskriftir, umsjón með gerð pantana, aðstoð við toll- og verðútreikning, telex, skjalavarsla o.fl. Við leitum að ritara með mjög góða starfs- reynslu. Góð enskukunnátta skilyrði og hæfni og geta til að leysa verkefni sín sjálfstætt. Ritari (417) Fyrirtækið er innflutnings- og verslunarfyrir- tæki í Reykjavík staðsett í Múlahverfi. Starfssvið: Almenn skrifstofustörf, s.s. rit- vinnsla, telex, tölvuritun, skjalavarsla, aðstoð við bókhaldsstörf, toll- og verðútreikningar, innheimta o.fl. Við ieitum að ritara með verslunarmenntun (stúdentspróf), sem hefur áhuga og getu til að gegna ofangreindu starfssviði og vill starfa í samstilltum hópi manna. í boði er líflegt og fjölbreytt starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Mjög góð laun. Utgáf ustjóri (411) Útgáfufyrirtæki í Reykjavík vill ráða útgáfu- stjóra til framtíðarstarfa. Starfssvið: Kynningar og sala á auglýsing- um, umsjón með sölumönnum, heimsóknir til viðskiptavina o.fl. Við leitum að manni með reynslu úr atvinnu- lífinu sem býr yfir sjálfstæði og dugnaði, hæfileika til að annast stjórnun og hefur ánægju af mannlegum samskiptum. Byrjunartími: Samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Katrín Oladóttir. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Afgreiðslufólk Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur afgreiðslufólk og sölumenn fyrir ýmsar sérverslanir í Kringlunni. Um er að ræða bæði hálfsdags- og heilsdagsstörf. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA CRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Verslunarstörf Verslunina Víði vantar fólk í eftirtaldar stöður: — 1. Almenn afgreiðslustörf. Heils- og hálfsdagsvinna. — 2. Til ræstinga. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í verslun- inni Austurstræti 17 eftir kl. 16.00. Austurstræti 17, símar 14376 og 621335. Kennarar í Borgarnesi er laus ein staða. Kennsla yngri barna æskileg. Upplýsingar í símum 93-7297 og 93-7579. Grunnskólinn í Borgarnesi. Bílstjórar óskast Olíufélagið hf óskar eftir að ráða meiraprófs- bílstjóra í afleysingar. Upplýsingar í síma 38690. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Fossvogi, Reykjavík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á ísafirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Eyrarbakka. Staðan verður veitt frá 1. september. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 25.júní 1987. Framkvæmdastjóri Ungt og líflegt fjölmiðlafyrirtæki er að svip- ast um eftir framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur. Þekking og reyr.sla á þessu sviði æskileg. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Algjör trúnaður. Qiðntíónsson RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARMÓN LlSTA TÚNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Keilusalur — Garðabær Okkur vantar laghentan mann til eftirlits með vélum og daglegs viðhalds. Einnig vantar afgreiðslufólk. Vaktavinna. Verður að geta byrjað fljótlega. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudag 3. júlí merktar: „K — 6419.“ Rafvirkjar Rafvirkjar óskast. Ljósmagn sf., Hólmávík, sími95-3167. Frá menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stundakennara í stærðfræði og tölvufræði. Upplýsingar gefur rektor. Kvennaskólann í Reykjavík vantar kennara í líffræði, ennfremur stundakennara í landa- fræði. Skólameistari gefur upplýsingar um þá stöðu. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöður við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði framlengist til 10. júlí. Óskað er eftir kennurum í íslensku, dönsku, efnafræði og þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hluta- stöður í ensku og frönsku. Ennfremur kennarastöður í rafmagns- og rafeindagrein- um, vélstjóragreinum, siglingafræði og öðrum stýrimannagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menn tamálaráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.