Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 Ihöfn Operan komin í höfn! Er ég rit- aði gærdagspistilinn virtist hún steyta á skeri en nú sé ég í Morgun- blaðinu að þeir Sverrir og Þorsteinn hafa hlaupið undir bagga á 11. stundu. Vel að verki staðið, strákar, og slík tök leiða hugann ósjálfrátt að hreystiverkum. Hafa annars hreystiverk verið unnin af blessuðum ljósvakastreðurunum, slík er hæfa dálkinum? Ég er ekki frá því að elt- ingaleikur ljósvakafréttamannanna við þá Jón Baldvin, Steingrím og Þorstein teljist til hreystiverka, í það minnsta er úthald fréttamannanna gífurlegt og sennilega miklu meira en úthald okkar hinna er heima sitj- um — en blessaðir mennimir eru náttúrulega bara að vinna sitt verk samkvæmt forskrift sinna yfir- manna. Annars varð ég vitni að hreystiverki ljósvakahetju síðastlið- inn föstudag. Hreystiverk Þannig vildi til að ég var á leið niður Suðurlandsbraut að venju með sjálfleitarann á fljúgandi ferð um ljósvakaskallann: Popp og auglýsing- ar og aftur popp og framhaldssagan á sínum stað á rás 1, svona allt í belg og biðu, út um annað og inn um hitt, þá staðnæmist leitarinn á 98,9 við angistarfulla rödd er hróp- ar Miklatún er einsog frímerki, h’alft frímerki, er ekki hægt að semja . . . getur ekki einhver annar farið f staðinn! Sallaróleg rödd svar- ar: Nei, nei vertu alveg rólegur, Þorsteinn." Ljós kviknar í ljósvaka- kollinum, hér er vitanlega á ferð Þorsteinn J. Vilhjálmsson, hinn ötuli fréttamaður Bylgjunnar er fetar slóðina eins langt frá þríeykinu Jóni/ Þorsteini/Steingrími og mögulegt er, tekur jafnvel viðtöl við okkur hin þá við þvoum bílinn eða sláum garðinn. „Það er búið að festa mig með ólum utan á stökkvarann, við Kristinn er- um beint yfir frímerkinu er ekki mögulegt að . . . Rólega röddin grípur föðurlega frammí fyrir drengnum: „Nei, nei, það er ekkert hægt að breyta þessu, vertu alveg rólegur." KjamaQölskyldan hrekkur við í bílnum er skaðræðisöskrið flæð- ir af 98,9 svo breytist það í ógurlegan hvin. I augsýn er áfangastaður §öl- skyldunnar Blómaval — þar sem ekki fást aðeins lúpínur í garðinn heldur geta menn sýnt bömunum apa í stálbúri svipuðu og Japanir notuðu til að pína Kana á sínum tíma. Venju- lega þrengist sjónsvið undirritaðs mjög er stálfákurinn nálgast Blómaval, því það er erfitt að festa hugann við falleg smáblóm er hafa vart undan að brosa við borgurunum í seilingarflarlægð frá pyntingar- klefa, en þá er þrautalendingin að festa hugann við moldartegundimar er næra blessuð skrautblómin. En skruðningamir á 98,9 beindu að þessu sinni athyglinni frá moldinni uppí háloftin og sé ég þá ekki und- urfagra sýn: Þijár litfagrar fallhlífar svífa niður úr skýjaflókunum líkastar skrautblómum af himneskum akri. „Úff, þetta var hræðilegt, hræði- legt, ég stakkst á hausinn í frjálsa fallinu." Þvi miður get ég ekki hljóðsett prentverk Morgunblaðsins og því verða lesendur bara að fmynda sér ópin í Þorsteini J. Vilhjálmssyni er hann kastaðist með hljóðnemann í átt að Miklatúni. „Ég fer aldrei aftur í þetta, úff, en nú svífum við í átt að túninu.“ FallhKfamar hverfa af himinblámanum bakvið sjónvarpshúsið á Suðurlandsbraut- inni og ég læt nægja að fylgjast með lendingu Þorsteins af öldum ljósvak- ans. En það er dálítið merkileg reynsla að verða vitni að slíku hreystiverki í senn með hjálp raf- eindabúnaðar og þeirra skilningar- vita er móðir náttúra léði og það sem meira er að hreystiverkið var skoðað í gegnum sænskt öryggisgler, inn- anfrá stálbúri á hjólum, af mannveru er mátti sig ekki hræra í þriggja punkta öryggisbelti. Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP/SJÓNVARP Ríkissj ónvarpið: Pétur mikli ■■■■ Pétur mikli, 0005 framhalds- myndaflokkur í átta þáttum, hefur göngu sína í sjónvapinu í kvöld. Þættimir eru gerðir eftir sögulegri skáldsögu eftir Robert K. Massie um Pétur mikla Rússlandskeisara (f. 1672, d.1725). Pétur mikli var svipmikill þjóðhöfðingi og vann sér það m.a. til frægðar að opna land sitt fyrir evrópskum menning- aráhrifum og koma þjóð- inni til meiri þroska. Fyrsti þátturinn um Pét- ur mikla er á dagskrá sjónvarps í kvöld. UTVARP © MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Frétlir. 7.03 Morgunvaktin. — Hjördis Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagöar kl. 8.00 og veöur- fregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og siöan lesiö úr forystugreinum dagblaö- anna. Tilkynningar lesnar kl. 7.26, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.06 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eft- ir Eno Raud. Hallveig Thorlacius les þýöingu sina (7). 0.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Umsjón: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miönætti.) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Börn og bókalestur á fjölmiölaöld. -Umsjón: Sigrún Klara Hannesdóttir. (Þátturinn veröur endurtekinn nk. sunnudagsmorgun kl. 8.35.) 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingrímsdóttir les (12). 14.30 Harmónikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi.) 15.10 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Fjölmiölar og áhrif þeirra. Umsjón: Ólafur Ang- antýsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.06Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. a. Sinfónfuhljómsveit Lund- úna leikur „Porgy og Bess", lagasvítu eftir George Gershwin. André Previn stjórnar. b. Gloria Davy syngur þrjá negrasálma með hljómsveit undir stjórn Julia Perry. c. Fílharmoníusveitin í New Vork leikur lokaþáttinn úr „ Amerlkumaöur í París", hljómsveitarsvítu eftir George Gershwin; Leonard Bernstein stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sig- uröardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 16 96 Torgiö, framhald. ( garöinum meö Hafsteini Hafliöasyni. (Þátturinnn veröurendurtekinn nk. laug- ardag kl. 9.15.) Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Staldraö viö. Haraldur Ól- afsson spjallar um mannleg fræöi og ný rit og viöhorf I þeim efnum. 20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút- varpsins. Frá tónlistarhátíð- inni i Salzburg 1986. I Kammersveit Evrópu leik- ur; Yehudi Menuhin stjórn- ar. Einleikarar á fiölur: Yehudi Menuhin og Beni Schmid. a. Konsert í d-moll fyrir tvær fiölur eftir Johann Sebastian Bach. b. Sinfónía í D-dúr („Haffn- er") eftir Wolfgang Amad- eus Mozart. c. Sinfónía nr. 4 eftir Lud- wig van Beethoven. d. Forleikur að „Brúökaupi Fígarós" eftir Wolfgang Amadeus Mozart. II Andrei Gavrilov leikur á píanó verk eftir Alexander Skrjabin. a. 12 prelúdíur úr op. 9,11, 13, 15 og 16. b. Sónata nr. 4 í Fís-dúr op. 30. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggsson- SJÓNVARP Elke Sommer og Mel Ferr- er. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.10 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 18.30 Töfraglugginn. Endursýndur þáttur frá 28. júni. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Hver á aö ráða? (Who's the Boss?) — 14. þáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.36 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Spurt úr spjörunum. Tuttugasta lota. 21.10 Garöastræti 79. (79 Park Avenue) — Þriöji þáttur. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum geröur eftir skáld- sögu Harolds Robbins um léttúöardrós I New York. Aðalhlutverk: Lesley Ann Warren, David Dukes, Mic- hael Constantine og Raymond Burr. Þýöandí Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.05 Pétur mikli. Nýr flokkur — fyrsti þáttur. Nýr, fjölþjóða framhalds- myndaflokkur I átta þáttum, geröur eftir sögulegri skáld- sögu eftir Robert K. Massie um Pétur mikla, keisara Rússlands (f. 1672, d. 1725). Hann vann sér þaö helst til frægöar aö opna land sitt fyrir evrópskum menningaráhrifum og koma þjóö sinni til nokkurs þroska. Aöalhlutverk: Max- imilian Schell, Lilli Palmer, Vanessa Redgrave, Laur- ence Olivier, Omar Sharif, Trevor Howard, Hanna Schygulla, Ursula Andress, (í *)s STOD2 MIÐVIKUDAGUR 1. júlí § 16.46 Sálarangist (Silence Of The Heart). Bandarísk sjónvarpsmynd með Mari- ette Hartley, Dana Hill Howard Hesseman og Charlie Sheen í aöalhlut- verkum. Skip Lewis er sextán ára piltur og lífið er nú þegar orðiö honum þungbært. Honum gengur illa í skóla, vinkona hans sýnir honum áhugaleysi og hann veit ekki hvert hann á aö snúa sér. Besti vinur Skip tekur hann ekki alvar- lega þega hann minnist á sjálfsmorö — sama kvöld keyrir Skip fram af bjarg- brún. § 18.30 Það var lagiö. Nokkr- um athyglisveröum tónlist- armyndböndum brugðiö á skjáinn. 19.00 Benji. Myndaflokkur fyrir vngri kynslóöina. Yubi prins er meö heimþrá og fær sér því vinnu í Geimvís- indastofnun Bandarikjanna til aö komast heim til Antar- es. 19.30 Fréttir. 20.00Viðskipti. Þáttur um viöskipti og efnahagsmál, innanlands og utan. Stjórn- andi er Sighvatur Blöndal. 20.15Allt í gamni. Þórhallur Sigurðsson og Július Brjáns- son taka á móti gestum í sjónvarpssal og spjalla við þá í lettum dúr. Gestir þátt- arins aö þessu sinni eru Jakob Magnússon og Óöinn Valdimarsson. Einnig taka Ragnhildur Gísladóttir, Jón Kjell og Jakob Magnússon gamlan slagara í nýjum bún- ingi. § 20.46 Stöllur á kvöldvakt (Night Partners). Bandarísk spennumynd meö Yvette Mimieux, Diana Canova og Arlen Dean Snyder I aöal- hlutverkum. Leikstjóri er Noel Nosseck. I skjóli nætur fara tvær húsmæður á stjá til aö berjast gegn glæpum og til hjálpar fórnarlömbum árásarmanna. Nánast allt annaö í lífi þeirra er látiö víkja þegar þær komast á slóö hættulegs glæpa- manns sem lætur einskis ófreistaö til aö sleppa und- an réttvísinni. §22.16 Johnny Mathis. Upp- taka frá tónleikum hins fræga poppsöngvara Johnny Mathis þar sem hann syngur sln vinsælustu lög. §23.16 Á krossgötum (The Turning Point). Bandarlsk kvikmynd frá 1977 með Shirley MacLaine, Anne Bancroft, Mikhail Barys- hnikov og Leslie Browne I aðalhlutverkum. Leikstjóri er Herbert Ross. Myndin fjallar um tvær upprennandi ballettstjörnur sem fara sín I hvora áttina. önnur leggur skóna á hilluna og helgar sig eiginmanni og börnum, en hin heldur áfram aö dansa og nær frægö og frama. Þær hittast mörgum árum síöar og bera saman bækur sínar. §01.10 Dagskrárlok. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 1.00 Veöurfregnir. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 I bítiö. — Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.06 Morgunþáttur I umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson og Gunnar Svanbergsson. 16.06 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 iþróttarásin. Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samú- el örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.05 Á miövikudagskvöldi. Umsjón. Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Umsjón: Tómas Gunnars- son. MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr meö tilheyrandi tónlist og lítur yfir blööin. Fréttir kl. 7.00. 8.00. og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráöandi, af- mæliskveöjur og spjal! til hádegis. Og viö lítum inn hjá hyskinu á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00. og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar viö fólkiö sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og siðdegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp i réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00 15.00 og 16.00. 17.00-19.00 ( Reykjavík síðdegis. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni — Haraldur Gisla- son. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson. Tónlist og upp- lýsingar um flugsamgöngur. / FM 102.2 MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull í mund, og Inger er vöknuö fyrir allar aldir meö þægilega tónlist, létt spjall og viömælendur koma og fara. 8.30 Stjörnufréttir (fréttir einnig á hálfa tímanum). 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin og bregöur á leik meö hlustendum í hin- um ýmsu getleikjum. 11.55 Stjörnufréttir (fréttir einnig á hálfa timanum). 12.00—13.00 Pia Hanson. Pia athugar hvaö er aö gerast á hlustunarsvæöi Stjörn- unnar, bókmenntir, kynning á nýjum og gömlum bókum og rabbaö við unga sem gamla rithöfunda. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leikið af fingrum fram meö hæfilegri blöndu af nýrri tón- list. Helgi fylgist vel meö þvi sem er að gerast. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson fer á kostum meö kántrý- tónlist og aöra þægi- lega tónlist (þegar þiö eruð á leiöinni heim). Verölauna- getraun er á sínum stað milli klukkan 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 Stjörnufréttir. 19.00—20.00 Stjörnutíminn. The Shadows, Fats Dom- ino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. Ókynnt- ur klukkutími meö því besta. 20.00—22.00 Einar Magnús- son. Létt popp á siökveldi meö hressilegum kynning- um. 23.00 Stjörnufréttir 22.00—00.00 Inger Anna Aik- man. Fröken Aikman fær til sín 2 til 3 hressa gesti og málin eru rædd fram og til baka. 00.00— 7.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur). Stjörnu- vaktin hafin. Ljúf tónlist, hröö tónlist, semsagt tónlist fyrir alla. Ath. Fréttirnar eru alla daga vikunnar, einnig um helgar og á almennum fridögum. ALFA FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 1. júlí 8.00 Morgunstund: Guös orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 18.00 Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.