Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987
41
Nýtt húsnæði Tónmennta-
skóla Reykjavíkiir og Svansins
Nýtt úti-
litakort frá
Málningu hf
MÁLNING HF. hefur látið gera
nýtt litakort í vaaabroti fyrir
útimálningu. Á kortinu koma
fram helstu upplýsingar um þær
fimm gerðir utanhússmálningar
sem Málning hf. framleiðir ásamt
litaprufum.
Tegundimar fimm sem Málning
hf. framleiðir eru Kópal Dýrótex,
Hraun, Steinakrýl, Steinvari 2000
og Þol þakmálning. Steinvari 2000
er sérstaklega þróaður til vamar
gegn steypuskemmdum. Á litakort-
inu eru sýndir staðallitir, en hægt
er að fá ýmis önnur litaafbrigði.
Nýtt húsnæði fyrir lúðrasveitina
Svaninn og Tónmenntaskóla
Reylq'avíkur að Lindargötu 48 í
Reykjavík var vígt þann 16. júní.
Reykjavíkurborg keypti húsið
sumarið 1986. Tónmenntaskólinn
og lúðrasveitin Svanurinn fengu
efstu hæðina til ráðstöfunar sl.
sumar en Tónmenntaskólinn fékk
2. hæð hússins til ráðstöfunar
síðar. íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkurborgar er með 1. hæð.
Húsnæðið var afhent tilbúið
undir tréverk og hafa Svanurinn
og Tónmenntaskólinn skipt með
sér kostnaði við að innrétta 3. hæð
hússins. Er hæðin nú orðin fullbú-
in, en hún hefur verið votuð til
æfinga og hljómleika í allan vetur
af báðum aðilum.
Vinnu við miðhæðina verður lok-
ið í sumar og verða þá 8 kennslu-
stofur tilbúnar til notkunar n.k.
haust. Hróbjartur Hróbjartsson
arkitekt FÉA hartnaði hæðina en
Sökkull s.f. sá um framkvæmdir á
innréttingum.
Þetta viðbótarhúsnæði bætir
mjög alla aðstöðu fyrir Tón-
menntaskólann við Lindargötu, en
skólinn hefur verið rekinn í gamla
Lindargötuskólanum (Franska
spítalanum) síðan haustið 1977.
Á vígsluhátíðinni 16. júní voru
mættir borgarstjóri, helstu emb-
ættismenn borgarinnar og bygg-
ingardeildar, borgarverkfræðings,
iðnaðarmenn sem unnið höfðu við
endurbætur og nýsmíði á húsinu,
meðlimir Svansins og gamlir
Svansfélagar og kennarar Tón-
menntaskolans. Ávörp fluttu
Guðrún Gylfadóttir, formaður
Svansins, Stefán Edelstein, skóla-
stjóri Tónmenntaskólans og Davíð
Oddsson, borgarstjóri.
A
*STEYPUVIÐ-
GERÐAREFNI
* ÍBIDNDUNAR-
EFNI í STEYPU
*ÞÉTTIEFNI
NOTIÐ SIKA í ALLAR
STEYPUVIÐGERÐIR OG
GERIÐ VIÐIEITT SKIFn
FYRIR ÖLL.
VELJIÐ ENDINGU OG ÖRYGGI
VEUIÐ SIKA.
HÚSASMIOJAN
SUOARVOGI 3-5 «3> 087700
Morgunblaðið/Sverrir
Lögreg’lan var kölluð til þegar mannlaus bátur sást á reki út af
Laugamestanganum, en sem betur fer hafði ekki orðið neitt slys.
Bátur á reki
kostaði fyrirhöfn
LÖGREGLAN ýtti gúmbáti úr vör ur hreinsunardeild borgarinnar tekið
á Laugamestanganum á sunnu- að sér að koma honum á haugana.
dagskvöld, til að kanna hveiju það
sætti að mannlaus plastbátur væri
á reki úti fyrir.
Tilkynnt var til lögreglu um kl. 21
að bátur væri á reki út af tanganum.
Lögreglan fór á vettvang með gúm-
bát og náðu í bátinn, sem var lítill
plastbátur. Þegar málið var kannað
nánar reyndist enginn hafa verið um
borð í bátnum, heldur hafði hann
farið í þessa siglingu einn síns liðs.
Báturinn var mjög illa farinn og hef-
15. október leggjum við upp í einstæða hópferð um
Suðaustur-Asíu með hinum góðkunna Úrvalsfarar-
stjóra Jóhannesi Reykdal.
Dvalið á lúxushótelum í Bangkok og á Pattaya-
ströndinni.
Samtals 16 dásamlegir dagar.
Síðan verður lagt land undir fót og haldið til norður-
hluta Thailands á slóðir frumbyggja í Chiang Mai
og til Gullna Þríliyrningsius, þar sem Thai-
land; Laos og Burma mætast - því geta sæludagarnir
orðið 20 talsins. 'm
Vínsmökkunar- og vínhátíðarferð 3.-10. október.
- í fyrra var uppselt- *
Mósel og Rín, með hinum vinsæla Úrvals-
fararstjóra Friðrik G. Friðrikssyni.
-EVROPA
15/8-29/8
Hin sígilda og vinsæla 15 daga ferð um
Þýskaland, Sviss, Frakkland, Austurríki
og Lúxemborg, undir öruggri leiðsögn
FriðriksG. Friðrikssonar.
Ferð fyrir alla aldurshópa.
AÐEINS ÖRFÁ SÆTILAUS.
LUXU SSIGLIN G UM
22. október
Beint flug til Orlando í Flórída.
Tveggja vikna sigling um Karíbahafið með lúxusskipinu Ms. Sun Viking. Meðal þeirra eyja sem
verða heimsóttar eru St. Thomas, Martinique, Grenada, Barbados, Dominica og St. Martin.
íslenskur fararstjóri.
LÁTTU EKKIHAPP ÚR HENDISLEPPA
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL V/AUSTURVÖLL, PÓSTHÚSSTRÆT113,101 REYKJAVÍK
SIMI26900.
-