Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 43 Z*' V " ■ < ~ Silfurlax hf Stefnt að 2,5 miUjóna seiða ársframleiðslu seiðaeldisstöðin að Núpum í Ölfusi stækkuð um 600 rúmmetra í úti- eldiskeijum og er stöðin komin f fulla stærð, en í haust verður nauðsynlegt að fá sjö miljjón augn- hrogn tii að halda stöðinni f fullum rekstri. Auk þeirrar starfsemi sem þegar er getið hefur Silfurlax hf. tekið á leigu Hraunsfjörð ó Snæ- fellsnesi en þar verður sleppt milljón seiðum árlega til hafbeitar ef aðstæður reynast góðar. Fjörð- urinn er mjög ákjósanlegur til hafbeitar frá náttúrunnar hendi og er þegar byijað að vinna við stíflugerð og bráðabirgðaaðstöðu fyrir starfsmenn. Miðað við 10% heimtur ættu að fást 350—400 tonn af laxi til slátrunar á hveiju ári þegar fullur rekstur verður kominn í gang.“ Að lokum sagði Sigurður að stefnt sé að fjölbreyttri og fram- sækinni framleiðslu í iaxeldi með breiðri áhættu í einni nf umsvifa- mestu stöð landsins í framtíðinni. iír.Ben. Stöðin var fyllt aftur af seiðum eftir að fyrsti farmurinn hafði farið til Noregs. Alls voru flutt í stöðina 100 þúsund seiði. Á myndinni sést hvar verið er að tæma eitt kerið inn i stöðina. Verður ein umsvifamesta eldisstöðin á íslandi Grindavík FORRÁÐAMENN laxeldisfyrir- tækisins Silfurlax hf. í Ölfusi stefna að því að ársframleiðsla laxaseiða fyrirtækisins verði að minnsta kosti 2,5 miiyónir seiða á næstu árum. Síðastliðinn vet- ur tók fyrirtækið á leigu Hraunsfjörð á Snæfellsnesi til hafbeitar og er ráðgert að sleppa þar milljón seiðum ár- lega. Þá verður Silfurgen hf. í Höfnunum stækkuð um 1.200 rúmmetra eldisrými svo þar megi árlega seltuvenja 1,4 milij- ónir seiða til útflutnings og hafbeitar á Reykjanesi. Auk eld- isfisks sem verður alinn þar upp til kynbótar. „Þær nýju laxeldisstöðvar sem eru að komast í gagnið virðast ætla að ná þeim markmiðum sem að var stefnt í upphafí," sagði Sigurður Magnússon stöðvarstjóri Silfurgen hf. í Höfnum er fréttarit- í stöðinni eru tveir starfsmenn, þeir Sigurður Magnússon stöðvar- ----------------------------- stjóri, til hægri, og Gunnar Þormóðsson tækjastjóri, til vinstri. ari Morgunblaðsins innti hann eftir framtíðaráformum í rekstrin- um eftir að fyrsta farminum, alls 125.000 laxaseiðum, var skipað út til Noregs í síðustu viku að verðmæti 12 milljónir króna. „í sumar verður þessi stöð stækkuð um 1.200 rúmmetra eldisrými eða níu útiker þannig að hér má seltu- venja 1,4 milljónir seiða á ári til útflutnings eða hafbeitar hér í víkinni fyrir neðan, sem er mjög hentug frá náttúrunnar hendi," hélt Sigurður áfram. „Eftir þessa stækkun verða þeir 320 rúmmetr- ar af eldisrými sem nú eru innan dyra nýttir til eldis á hentugum eldislaxi til kynbóta en nú þegar eru hafnar tilraunir fyrir austan með hormónagjöf til að þróa upp stofn sem eingöngu verður kven- kyns til að minnka líkumar á ótímabærum þroska i eldi. Hér er hins vegar ákjósanlegur staður fyrir slíkt eldi þar sem hitastig sjávar upp úr borholu er iqörhita- stig eldisfisks. í vetur sem leið var Morgunblaðið/Kr.Ben. Silfurgen hf. i Höfnunum. Fremst á myndinni sést stöðvarhúsið en nægra megin er fyrirhugað að úti- kerin verði sett upp. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Frá leik eldri liða íslands og Finnlands á Norðurlandamótinu í Hrafnagili. Matthías Þorvaldsson og Július Siguijónsson eru þarna að kjjást við Finnana en Stefán Pálsson fyrirliði horfir á. Yngra íslenska iiðið tapaði öllum ieikjum sinum nema einum, gegn eldra fínnska liðinu 17-13. Tveimur Ieikjum tapaði liðið 9-21, fyrir eldri liðum Dana og Finna, og síðan 8-22 fyrir A-liði Norðmanna, sem hlýtur að teljast viðunandi. Leikimir við Svía og yngra lið Dana töpuðust 5-25 en leikurinn við yngra lið Norðmanna tapaðist 3-25. Miðað við þá erfiðleika sem vom hjá liðinu fyrir mótið, meðal annars vegna þess að skipt var um par í liðinu máðuði áður en mótið hófst, verður að segjast að þessi frammi- staða var ekki verri en búast mátti við. Liðið var Hka það yngsta á mótinu: elsti liðsmaðurinn er 21 árs, þrír em 18 ára og síðan vom bræðumir ólafur og Steinar Jóns- synir frá Siglufírði yngstu keppend- umir, 14 og 16 ára. Samkvæmt því sem undirritaður hefur heyrt tókst framkvæmd móts- ins ágætlega og fóm allir ánægðir heim, burtséð frá frammistöðu sinni í mótinu. Félagar í Bridgefélagi Akureyrar bám hitann og þungann af framkvæmdinni auk Sigmundar Stefánssonar sem var mótsstjóri. öll spilin vom gefin fyrirfram og sömu spil spiluð ( öllum leikjum hverrar umferðar, og að þeim lokn- um fengu allir afrit af spilunum og skorblöðunum f hveijum leik. Slíkt gefur mótinu eðlilega mun meira gildi og ætti að vera sjálfsagt mál í sveitakeppnum af þessari stærð. Auk þess var gefíð út mótsblað sem kom út daglega. Ef mótsblaðinu er flett kemur í ljós að bræðumir ungu frá Siglu- fírði hafa vakið talsverða athygli. Þar er meðal annars þessi skemmti- lega saga úr sigurleik yngra liðsins við Finna. Steinar Jónsson fékk þá þessi spil á hendina: S. KD8 H. AKD3 T. A1063 L. 64 Hann opnaði á 1 grandi sem sýndi 28-32 vínarpunkta og Ólafur bróðir hans svaraði spurði um há- liti með 2 laufum. Steinar sagði 2 hjörtu og Ólafur sagði þá 2 spaða sem sýndi 4-lit. Steinar sá nú að spilið stefíidi í 3 grönd og svona í leiðinni sagði hann 3 lauf til að hindra laufútspil. Sér til skelfíngar sá hann Ólaf hækka í 6 laufí. Stein- ar breytti í 6 grönd og allir pössuðu. Útspilið var tfgull og blindur lagði upp: S. A1092 H. 983 T. - L. AD10872 Útlitið var ekki bjart en það þýddi ekki að gefast upp. ólafur henti hjarta í blindum og tók útspilið með tfgulás og spiiaði laufafímmunni á tfuna í borði... sem hélt. Steinar fór þá heim á hjarta og spilaði aftur laufí á drottningu en þá henti næsti maður tígli svo laufið gaf ekki nema 3 slagi. Þá var aðeins einn möguleiki eft- ir, að hálitimir lægju báðir 3-3 og það gerðu þeir svo 12 slagir náðust heim eftir allt saman. Við hitt borð- ið spiluðu Finnamir 3 grönd og unnu 5. Aðeins eitt annað par náði slemmu, eldra lið Dana, en þeir spiluðu 6 lauf sem vinnast alltaf svo framarlega sem laufínu er tvísvínað. Eé ætla að ljúka þessum þætti með skemmtilegri limru úr móts- blaðinu um tungumálavandamál Norðurlandabúa og allsheijarmálið skandinavfsku. Höfundar er ekki getið en ef að líkum lætur er hún eftir Stefán Vilhjálmsson sem oft hefur skemmt bridsmönnum með haglega gerðum vísum: Pá skandinavisk man skriver jo ej Pá der sproget man uttaler sig. Det er enslags dansk eller svensk-norsk islansk. Men foratás det? Jeg tror inte, nej!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.