Morgunblaðið - 01.07.1987, Side 61

Morgunblaðið - 01.07.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 61 TOM MAHAM BORGARAMÓTIÐ ____________________________________ UMSJÓN/Andrés Pétursson Mikil ánægja með Tomma- hamborg- armótið Morgunblaðiö/Andrós Pótursson Á sunnudaginn lauk Tommamót- inu í knatt8pyrnu meö öruggum sigri KR-inga í flokki A-llöa. í flokki B-liða sigraöi Akranes í spennandi úrslitaleik gegn FH. Viklö er aö þessum leikjum ann- are staðar hér á síöunni. Þaö ríkti almenn énœgja meðal keppenda og fararstjóra meö alla skipulagnlngu og framkvœmd mótsins. Elga þeir Týrar og Tommahamborgarar heiöur skll- iö fyrir góða mótsstjórn. Nokkuð svalt var f veðri fiesta móts- dagana en keppnisandi þessara ungu knattspymumanna var haf- golunni yfirsterkari. Mótiö hófst á fimmtudaginn og þvf lauk sföan á sunnudagseft- irmiðdaginn. Þá höföu verið leiknir yfir 100 lelklr utanhúss og 64 innanhúss. Unglingasfðan reyndi eftlr fremsta megni að fylgjast meö sem flestum leikjum og fara hár nokkrar lýsingar á eftlr. Afturelding með ífyrsta sinn UMFA-liðiö var nú meö á sínu fyrsta Tommamóti. Reynsluleysi háði liðinu nokkuð en margir efni- legir knattspyrnumenn íeika meö liðinu. f úrslitaleik um 21.-24. sæt- ið léku þeir við ÍK en þurftu að lúta í iægra haldi, 1:4. Mark þeirra geröi Benedikt Þ. Bragason en einnig áttu þeir Bjarki Sverrisson og Vil- hjálmur Eiríksson ágætan ieik. f B-liðinu átti Haraldur Pétursson góöa ieiki. Mörk ÍK gegn UMFA gerðu Þórður Guömundsson, Atli Kristjánsson og Theodor Narfa- son. ÍBKtapaði naum- lega fyrir Fylki f leik um 15.-16. sætið sigruðu Arbæjardrengirnir úr Fylki Keflvík- inga, 0:1. IBK-drengirnir voru miklir klaufar við markið og var Svanur Vilhjálmsson sérstaklega óheppinn að koma tuðrunni ekki í markiö. Fylkir spilaði þennan leik skyn- samlega og var góð barátta f liðinu. Mark þeirra gerði markamaskína þeirra, Breki Johnsen. í leiknum um 11 .-12. sætið sigr- uðu Haukar úr Hafnarfiröi gestgjaf- ana Tý örugglega, 1:4. Þetta var einn besti leikur Haukanna í mót- inu og áttu Týrar ekki möguleika í fríska Gaflarana. Mörk þeirra í þessum leik gerðu Hjörtur Hinriks- son, 3, og Davíð Ólafsson en einnig áttti Rúnar örn Haraldsson góðan leik. Eina mark Týs gerði Sigurður Jóelsson en þeir Vest- manneyingar náðu sér ekki á strik í þessu Tommmamóti. f leik B-liðs Hauka spiluðu þeir við Leikni úr Breiðholti og töpuöu naumlega, 3:4, í spennandi leik. Mörk Hauka Morgunblaöið/Andrós Pótursson • Völsungur var meö prúðasta liölö ásamt Vföi. Hár eru hinir prúöu Húsvíkingar. gerðu Jóhann Gunnarsson, 2, og Davíð Asgrímsson. Fram í 5. sæti f úrslitaleik um 5. sæti sigraði Fram Leikni örugglega. Framarar voru óheppnir að lenda með besta liði keppninnar, KR, í riðlakeppn- inni og átti því ekki möguleika á efstu sætunum. Liðið er skemmti- legt og spilar góða knattspyrnu. Mörk þeirra gegn Leikni gerðu markakóngur þeirra RúnarÁgústs- son, 3, Ólafur M.ÓIafsson, Lárus fvarsson og Sævar Rúnarsson. f keppni B-liða léku Framarar við Breiðablik um 5.-6. sætið. Utlitið var frekar dökkt fyrir þá í hálfleik því Blikarnir höfðu yfir, 3:0, með mörkum Jóns Steindórs Sveins- sonar, Guðjóns Gústafssonar og Snorra Viðarssonar. En Framar- arnir náöu með hörkunni að jafna leikinn í seinni hálfleik og lauk hon- um því 3:3. öll mörk Fram gerði Jakob Hrafnsson með dyggri að- stoö Sigurðar H. Kristjánssonar. Einnig áttu þeir Oddgeir Einarsson og Guðni Eirfksson ágætan leik. • Sigurlið KR f keppni A-liða á Tommahamborgaramótinu. Reykjavíkurrisar bítast um bronsið íkeppni B-iiða Það voru Reykjavíkurliðin, KR og Valur, sem léku til úrslita um bronsið í keppni B-liða. Leikurinn var mjög spennandi enda góðir leikmenn í báðum liðum. Hart var barist á bóða bóga og þegar yfir lauk höfðu bæði liðin sett tvö mörk. Þurfti því að grípa til víta- keppni og höfðu þar KR-ingar betur. Mörk Vals í leiknum gerði Daði Arnarson og eina markið f vítakeppninni gerði markmaðurinn þeirra, Guðmundur Snorrason. Mörk KR gerðu Edilon Hreinsson, Kristján Geir Þorsteinsson, Sigurð- ur Friöriksson og Guðjón Ingi Guðmundsson. Elvar hetja FH-inga í úrslitaleik um bronsið sigraði FH-liðið ÍA í hörkuleik. Jafnt var, 1:1, eftir venjulegan leiktíma og þurfti þvi að grípa til vftakeppni til að knýja fram úrslit. Mark FH gerði Sigurjón Sigurðsson en mark ÍA gerði Sturla Gunnlaugsson. ( víta- keppninni reyndist Elvar Erlings- son, markvörður FH, betri en enginn og varði hvorki meira né minna en fjórar vítaspyrnur. Þeir Lárus Long, Sigurjón Sigurðsson og Arnar Þór Viðarsson (Halldórs- sonar) sáu um að koma tuðrunni í mark (A. Norgunblafilð/Andrés Pótursson ® Skagamenn urðu sigurvegarar f keppni B-liöa. Hár fagna þeir sigrinum. Tommamótið: Þessi voru best SIGURVEGARAR: A-llö: B-liö: ÚTI: ÚTI: 1. KR 1. (A 2. ÍR 2. FH 3. FH 3. KR INNI: INNI: 1. ÍR 1. (A 2. KR 2. Fram 3. (A 3. UBK BESTU LEIKMENN: Leikmaður: Andri Sigþórsson KR Markakóngur: Andri Sigþórs- son KR 33 mörk Varnarmaður: Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir KA Markvöröur: Helgi Áss Grét- arsson Fram Prúöuetu liöin: Völsungur og Víðir KNATTÞRAUTIR: Skoth'rttnl: Eldri flokkun 1. Óskar Þ. Ingólfsson Þróttur 2. Andri Sigþórsson KR 3. Siguröur Jónsson fA Yngri fiokkur: 1. Gunnar Már Sveinsson (BK 2. Eiður Smári Arnórsson ÍR 3. Jóhann Sveinn Sveinsson Þór Halda bolti á lofti: Eldri flokkur: 1. Þorbjöm Sveinsson Vikingi (678) 2. Freyr Bjarnason (A (119) 3. Rúnar Agústsson Fram (55) Yngri: 1. Guðmundur Sævarsson FH (410) 2. Þorsteinn Sveinsson Þór (46) 3. Eiður Smári Arnórsson (R (35) Vftakeppni: Eldri fiokkur: 1. Frosti Gíslason Týr 2. Freyr Bjarnason ÍA 3. Sverrir Bjarnason KA Yngri flokkun 1. Halldór R. Karlsson (BK 2. Amar Sigurgeirsson KR 3. Atli Kristjánsson ÍK Rekja botta: Eldri flokkun 1. Þorbjörn A. Sveinsson Vfkingi 2. Halldór Hilmisson Valur 3. Árni Guðmundsson Leiknir Yngrí flokkun 1. Eiöur Smári Amórsson ÍR 2. Arngrímur Guðmundsson Völsungi 3. Amar J. Sigurgeirsson KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.