Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 64
'ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA 3 GuójónÚLhf. I 91-27233 SKOLAVELTA LEÐN AÐ fARSCLLI SKÓLACONCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Humarver- tíð að verða lokiðá Stokkseyri HUMARVERTÍÐIN er nú víða langt komin og á stöku stað að verða búin. A Stokkseyri eru humarbátar að verða búnir með kvótann, en annars staðar, svo sem Höfn í Hornafirði, er tals- vert eftir af honum. Einar Sveinbjamarson, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, sagði að hjá Stokkseyrarbátum hefði vertíðin gengið mjög vel; henni væri nánast lokið og allir bátar búnir með kvótann sinn nema tveir, sem að líkindum væru í sinni síðustu veiðiferð að sinni á humar. Sagði hann að samanlagður kvóti hjá Stokkseyrarbátum væri rúm- lega 60 tonn af slitnum humri. Hermann Hansson, kaupfélags- stjóri á Höfn, sagði hins vegar að vertíðin hjá humarbátum þar hefði verið dræmari en til dæmis í fyrra. Hann sagði að samanlagður kvóti bátanna væri um 230-240 tonn og þar af væru um 150 komin á land, sem er 10 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Bjóst hann við að vertíðinni lyki ekki fyrr en um miðjan ágúst. Kap VE veið- ir hrogna- síld fyrir Japansmarkað Vestmannaeyjum. KAP VE hefur undanf arna daga reynt fyrir sér á sUdveiðum við Vestmannaeyjar. Sjómenn hafa undanfarið lóðað á mikla síld við Eyjar en hún hefur verið dreifð og erfitt við hana að eiga. Þeir á Kap héldu úr höfn á sunnudaginn og hafa lítið sem ekkert fengið ennþá, en sú síld sem náðst hefur innfyrir borðstokkinn hefur verið falieg og góð. Kap hefur leyfí til að veiða 30-40 tonn á dag í um þijár vikur. Það er fyrst og fremst verið að slægj- ast eftir hrognasfld sem fryst verður í Fiskiðjunni og Vinnslu- stöðinni. Fyrir hana er góður markaður í Japan. - hkj. Morgunblaðið/RAX Gróður í görðum sunnanlands hefur þurft að vökva oft í júní. Þessi mynd var tekin í gær í garði við Einimel í Reykjavík. Ungur sveinn, Ólafur Páll Torfason, er að vökva og í baksýn er faUegt gullregn. Þurr og sólríkurjúní VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn í mánuðin- um sem er að líða og að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er þetta þurrasti og sólríkasti júnímánuður síðan á árinu 1980 á suðvestur- horni landsins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum stöðum á landinu þótt engin met hafi verið slegin í veður- blíðu. Búist er við svipuðu veðri í dag og á morgun, léttskýjað um sunnanvert landið en skýjað og kald- ara fyrir norðan og austan. Á föstudaginn er hins vegar gert ráð fyrir rigningu um sunnanvert landið en þurrara veðri fyrir norðan. Viðræður Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Framsóknarflokks: Olíklegt að upp úr slitni Könnun Framsóknarmanna á myndun fjögnrra flokka stjórnar lokið FULLTRÚAR Sjálfstæðis-, Al- þýðu- og Framsóknarflokks voru á einu máli um það í samtölum við Morgunblaðið í gær að mynd- un ríkisstjórnar þessara þriggja flokka væri að verða að veruleika — það eina sem vantaði á væri að reka smiðshöggið. Viðmælend- ur Morgunblaðsins töldu að ágreiningur flokkanna þriggja um fjölda ráðherra og ráðuneyta- skiptingu væri ekki svo mikiil, að stjómarmyndun gæti strandað á honum úr þessu. Jafnframt var gengið út frá þvi sem vísu að óformlegri könnun Framsóknar- manna á myndun fjögurra flokka stjómar væri lokið. Stöðugir fundir áttu sér stað í gær á milli aðila. Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson hitt- ust tvívegis í gær. Jón Baldvin Hannibalsson átti klukkustundar langan fund með Steingrími og auk þess voru ýmiss konar smáfundir og símtöl manna á milli í gangi allan daginn og fram eftir kvöldi. Búist var við því í gærkvöldi, að árangur dagsins í gær gerði það að verkum að formenn flokkanna þriggja gætu enn á ný sest niður og ráðið ráðum sínum nú fyrir hádegi. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, mun samkvæmt upplýs- ingum forsetaskrifstofu ekkert aðhafast í stjómarmyndunarvið- ræðum í dag og er litið á það hlé sem hún hefur gefíð í gær og í dag sem vísbendingu um að hún vilji gefa formönnum flokkanna þriggja lokatækifæri til þess að koma sér saman um stjómarmynd- un. Fulltrúar ofangreindra flokka sem og fulltrúar annarra stjóm- málaflokka virðast á einu máli um að annað stjómarmynstur komi ekki til greina, að svo komnu máli. Sjá: Af innlendum vettvangi, bls. 36. Rockall-svæðið: Bretar heim- ila Islend- ingum rann- sóknir í október BRESK yfirvöld hafa mótmælt rannsóknaráætlun íslendinga á Rockall-svæðinu, en í athuga- semdum Breta er íslendingum veitt heimild til þess að stunda rannsóknir í október, að loknum rannsóknum þeirra sjálfra. Matthías Á. Matthiesen utanrík- isráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að íslensk síjórnvöld myndu halda áætlun- inni til streitu eftir því sem þeim hentu, en tímasetning væri ekki ákveðin. „Við munum að sjálfsögðu lýsa okkur reiðubúna til þess að láta vísindamenn okkar haga sínum rannsóknum þannig að til sem minnstra óþæginda komi fyrir báða aðila" sagði utanríkisráð- herra. Aðspurður sagði Matthías að Bretar hefðu gert athugasemdir við áætlanir Islendinga, þ.á.m. tímasetningu. „Þeir hafa gefíð til kynna að þeir væru að stunda rannsóknir á svæðinu fram í sept- ember, en eftir þann tíma, geti þeir fallist á að Islendingar komi til rannsókna." Matthías taldi að með þessari athugasemd væru Bretar ekki að viðurkenna rétt ís- iendinga til rannsókna á þessu svæði, heldur teldu þeir sig vera gefa leyfí. Matthías ítrekaði það að íslensk stjórnvöld myndu halda til streitu áætlun sinni og rétti til rannsókna á þeim tíma sem þeir kæmu til með að ákveða, þ.e.a.s. í sumar. Hann gat þess að sendiherra ís- lands myndi afhenda breskum stjómvöldum orðsendingu í dag, þar sem þessi sjónarmið þessi væru kynnt. Álafoss til Hamborgar í dag FERÐ ms. Alafoss til Hamborgar hefur gengið vel og i gær var búist við að skipið yrði komið til hafnar í Hamborg um sjöleytið í morgun. Breskur dráttarbátur lagði af stað með ms. Álafoss í togi frá Vest- mannaeyjum sl. fímmtudag. Að sögn Valtýs Hákonarsonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Eim- skipafélagsins, hefur verið gott veður ug ferðin gengið vel. Bjóst hann við að Álafoss yrði kominn að mynni Elbu um miðnætti í nótt. Þar áttu hafnsögumenn að taka við hon- um og fylgja honum til hafnar í Hamborg. Taldi hann að sú ferð tæki um sjö klukkustundir. Vélin verður tekin úr Álafossi í Hamborg og verður hún flutt til Kiel þar sem gert verður við hana. Gert er ráð fyrir að viðgerðin taki 12 til 14 daga. Álafoss hefur áætlunarsiglingar á ný 19. júlí næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.