Morgunblaðið - 02.07.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.07.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 3 Grindavík: Humar fyrir 100 milljónir Grindavík. Humarvertíðin í Grindavík hefur sjaldan gengið eins vel og á þessu sumri og hefur 125 tonnum af slitnum humri að verð- mæti 100 milljónir króna verið landað það sem af er vertíð. Þrjú frystihús vinna humar- inn og skapar hann mikla sumarvinnu hjá skólakrökkum. Lætur nærri að um 150 manns, krakkar, unglingar og fullorðn- ir, vinni við humarvinnsluna fyrir utan sjómennina. 12 bátar landa humar til vinnslu í Grindavík á þessari vertíð og eru nokkrir í síðasta túr ef afli helst svipaður en hinir langt komnir. Gæftir hafa verið einstaklega góðar frá byijun humarvertíðar og aldrei verið bræla sem hamlað hefur veiðum svo vertíðinni verður sennilega lokið þrem vikum fyrr en venjulega. — Kr.Ben. í Arnarví k vinna unglingar og fullorðnir í sátt og samlyndi við flokkun humars. Sakadómur: Hafskip aftur á dagskrá KRAFA fjögurra forsvarsmanna Hafskips hf. um að máli ákæru- valdsins gegn þeim verði vísað frá dómi verður tekin fyrir í Sakadómi Reykjavíkur á næst- unni. Þegar málið gegn mönnunum §órum var tekið fyrir í sakadómi hinn 5. rhaí sl. lögðu veijendur þeirra fram kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi vegna þess að ríkissaksóknari hefði átt að víkja sæti. Áður en frávísunarkrafan var tekin fyrir kröfðust veijendur þess að ríkissaksóknari og Albert Guð- mundsson yrðu kallaðir fyrir sem vitni og að Þorsteini Pálssyni yrði gert að veita upplýsingar um lán- veitingar til ríkissaksóknara. Sakadómur hafnaði þessu hinn 14. maí og þann 4. júní staðfesti Hæsti- réttur þann úrskurð. Haraldur Henrysson, sakadóm- ari, sem fer með málið, snéri aftur til starfa í gær eftir sumarfrí. Hann sagði í samtali við blaðið að hann þyrfti að hafa samband við málsað- ila til að kanna hvort allir væru tilbúnir í slaginn, eins og hann orð- aði það. „Ég geri ráð fyrir að taka frávísunarkröfuna fyrir svo fljótt sem auðið er, en hvenær það verður skýrist líklega síðar í þessari viku,“ sagði Haraldur. Flugvélin fannst ekki á slysstað Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út á þriðjudagsmorgun, þar sem óttast var að lítil flugvél hefði brotlent i Fossvogsdal. Þegar slökkviliðið kom á slysstað fannst engin flugvélin, enda var hún þá að lenda á Reykjavíkur- flugvelli. Skömmu eftir kl. 9.30 á þriðju- dagsmorgun barst slökkviliðinu beiðni um aðstoð vegna flugvélar sem hvarf af ratsjá í flugtumi. Talið var að flugvélin hefði lent í Fossvogsdal. Ekki fylgdi sögunni hvort um farþegarflugvél væri að ræða, en strax voru sendir á vett- vang tveir slökkvibflar og allir tiltækir sjúkrabílar. Þegar slökkvi- liðið var komið í Fossvoginn barst tilkynning frá flugstjóm um að vél- in hefði komið fram. Skýringin á þessu mun vera sú, að lítil flugvél var í sjónflugi yfir Reykjavík og hvarf skamma stund af ratsjá. Þar sem starfsmenn í flugtumi vildu hafa vaðið fyrir neð- an sig var slökkviliðið látið vita, en vélin lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Borgarráð: Samningur vegna framkvæmda við Nesjavelli VERKSAMNINGUR við Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða, varðandi 2. og 3. áfanga vega- gerðar og undirstaðna vegna hitaveituæða milli Nesjavalla og Reykjavíkur, var samþykktur í borgarráði á þriðjudag. Ræktunarsambandið var með lægsta tilboðið í verkið en það hljóð- aði upp á 121 milljón, sem er 75,2% af kostnaðaráætlun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.