Morgunblaðið - 02.07.1987, Page 28

Morgunblaðið - 02.07.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Burðarþol bygginga Leiðir til úrbóta Seinni grein eftirRagnar Sigbjörnsson í þeirri umræðu sem fram hefur farið um burðarþol bygginga hefur komið fram að þolhönnun mann- virkja er á ýmsan hátt áfátt. A ráðstefnu um hönnun og burðarþol bygginga, sem félagsmálaráðherra gekkst fyrir þann 18. júní sl. hélt Ragnar Sigbjömsson erindi þar sem hann benti á leiðir til úrbóta. Erind- ið nefndist „Rannsóknir á burðar- þoli bygginga" og fer síðari hluti þess hér á eftir. Hvað er til ráða? Eins og fram hefur komið þá er þolhönnun bygginga hérlendis áfátt. Ég vil í því sambandi benda á eftirfarandi fimm atriði sem ég tel að betur megi fara: — Rannsóknir — Menntun — Eftirlit — Starfshefðir — Staðlar Hér á eftir verður fjallað nánar um þessi atriði. Rannsóknir Rannsóknir ber að stórauka. Það varður að gera þær markvissari og vandaðri. Fjárveitingavaldið verður að beina fjárveitingum sínum á þá staði og í þau verk sem skila árangri. Ég hygg að nú sé öllum augljós nauðsyn þess. Ég vil sérstaklega beina því til fjár- veitingavaldsins að rannsóknir á sviði byggingatækni og burðarþols eru einhveijar þær þjóðhagslega arðbærustu rannsóknir sem hægt er að leggja fé í. Ég hygg að mann- virkjahönnun sé sú grein hátækni sem einna vænlegust sé til útflutn- ings. Mikið starf hefur verið unnið af Rannsóknarráði ríkisins til að sam- ingarfulltrúa skuli í megindráttum haldast óbreytt. Aukið aðhald er þó af hinu góða, t.d. það að hönnuð- ir skili inn útreikningum. Auk þess verður að telja útreikningana nauð- synlega engu síður en teikningar sem heimild um byggingar. Starfshefðir Ég tel nauðsynlegt að efla sam- starf arkitekta (höfunda aðalupp- drátta) og þolhönnuða svo og sérfræðinga við þolhönnun bygg- inga. Hér er sérstök ástæða til að benda á nauðsyn þess í jarðskálfta- landi að þoihönnuður/sérfræðingur fjalli um þá hluta mannvirkisins sem ekki teljast hluti af burðar- kerfi þess svo sem létt.ir veggir, upphengd loft, útveggjaklæðningar og tæknikerfi. Staðlar Eitt heista vandamál í tengslum við þolhönnun hérlendis er vöntun á reglum og stöðlum. Rétt er að undirstrika að þolhönnunarstaðlar eru ekki til (sjá heimild 5). Brýnt er að bæta úr þessu og verður það aðeins gert með því að veita fjár- magni í nauðsynlegar undir- stöðurannsóknir (sjá hér að ofan). Nauðsynlegt er að gera greinar- mun á tveimur mismunandi gerðum staðla: Ragnar Sigbjörnsson víkja frá ákvæðum staðalsins ef hægt er að sýna fram á, með tækni- legri og/eða vísindalegum rökum, að það sé forsvaranlegt:“ Lokaorð Með þetta að leiðarljósi og með hliðsjón af færni íslenskra tækni- manna tel ég brýnast að ráðist verði í að semja og gefa út samræmdan kröfustaðal fyrir þolhönnun bygg- inga. Meginþættirnir við verkið eru sýndir á mynd 1 í flæðiriti. Þegar horft er til þess hversu framarlega íslendingar standa á mörgum sviðum vekur það undrun að ekki skuli vera búið að koma staðalmálum varðandi þolhönnun í viðunandi horf fyrir löngu, einkum mBzms HftíTR>í mmœ* :Ti JWFfc? Jlx^ WTJCÍl m sr .feí !.f - ^ ■é wmtmXv-té . 4 - é> *Á wmtzw lnnilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og kveÖjum á nírœÖis- afmœli mínu hinn 27. júní sl. Eg óska ykkur öllum, nær og fjœr, blessunar GuÖs. Árni Sæmundsson, Bala i Þykkvabæ. 3 gerðir il BÚSTOFN Smiðiuvegi 6, Kópavoqi simar 45670 — 44544. Gasgrill Flæðirit, sem sýnir megin verkþætti við samningu þolhönnunarstaðla. Frá örófi alda hafa menn skilið nauðsyn þess að hafa ákveðnar reglur varðandi mannvirkjagerð. Myndin sýnir byggingarreglu- gerð Hammurabis frá því um 2200 f.Kr., en það mun vera ein elsta byggingarreglugerð sem varðveist hefur. (Heimild: J. Feld: Construction Failure, 1966.) ræma rannsóknarstarfsemina í landinu. Gefnar hafa verið út langtímaáætlanir fyrir rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna12líta eftir hversu skilvís og vönduð rannsóknarstarfsemin er. Ýmis ótvíræð teikn eru á lofti um að þar megi margt betur fara. Þau rannsóknarverkefni sem ég tel að eigi að hafa forgang eru tal- in hér á eftir í forgangsröð og auðkennd með viðkomandi fræða- sviði: (1) Jarðskjálftaverkfræði (2) Vindverkfræði (3) Steinsteypt burðarvirki (4) Öryggi mannvirkja (5) Stöðlun Til frekari glöggvunar fylgir með sérstök greinargerð þar sem verk- efnin eru skilgreind nánar. 2-8> Menntun Enda þótt menntun verkfræð- inga og tæknimanna sé almennt góð, hefur nú komið ótvírætt í ljós að nauðsynlegt er að auka hana og bæta á sviði þolhönnunar og skyldra greina svo sem jarðskjálfta- verkfræði. í þessu sambandi er rétt að benda á hversu hlutfallslega fáir sérfræðingar í burðarþolsverkfræði eru til hérlendis. Því legg ég til að sett verði á fót framhaldsnám í burðarþolsverk- fræði við Háskóla íslands. Áætluð lengd námsins er eitt og hálft ár.i þannig að starfandi verkfræðingar og tæknifræðingar geti lokið því ef þeir uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur. Eftirlit Eftirlit ber að auka. Hér skal sérstaklega bent ánauð- syn þess að koma á fót ákveðnu. lágmarkseftirliti með innfluttum byggingarefnum. Lagt er til að þetta verði gert með því að skylda efnissala til að veita nákvæmar upplýsingar um efnisgæði, svo sem brotstyrk, sem nauðsynlegt er fyrir þolhönnun að hafa upplýsingar um. Ég tel að eftirlitshlutverk bygg- (1) Kröfustaðlar, sem skilgreina fyrst og fremst markmið þolhönn- unar. Slíkir staðla hafa oftast lagalegt gildi og eru gefnir út á vegum stjómvalda. (2) Iðnaðarstaðlar eða hönnunar- leiðbeiningar, þar sem gerð er grein fyrir (oft með dæmum) á hvern hátt hægt er að ná settum mark- miðum. Slíkir staðlar eru oft gefnir út af hagsmunaaðilum og hafa þá ekki lagalegt gildi að öllu jöfnu. Raunar má telja það mjög óheppi- legt að slíkir staðlar öðlist lagalegt gildi. Þessu tvennu er oft blandað sam- an (dæmi Byggingarreglugerðin) og verður að telja það mjög óheppi- legt vegna þess, að það getur auðveldlega leitt til þess að „þum- alfingursreglur" öðlist lagalegt gildi, en slíkt er dragbítur á eðlilega þróun. Grundvallarregla í öllum stöðlum ætti því að vera: „Leyfilegt er að og sér í lagi þegar haft er í huga að kostnaður við slíka staðlagerð er óverulegur samanborið við þau verðmæti sem í húfi eru. Heimildir (1) Rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuvcganna, Langtímaáœtlun 1982—1987, Rannsóknaráð ríkisins, Rit 1982:2. (2) Rannsóknir f verkfrœði- og raunvísind- um, Langtímaáætlun 1984—1989, Rann- sóknaráð rfkisins og Háskóli íslands, júlí 1985. (3) Ragnar Sigbjðrnsson: Greinargerð varðandi rannsóknir í burðarþolsverk- fræði, Verkfræðistofnun Háskóla íslands 1987. (4) Ragnar Sigbjömsson: Tillaga varðandi nám í burðarþolsverkfræði, Verkfræði- stofnun Háskóla íslands 1987. (5) Byggingarreglugerð 1979 ásamt skipu- lagslögum, byggingarlögum og skipulags- reglugerð 1985, Skipulag rfkisins 1985. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofnunar Háskóla fs- lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.