Morgunblaðið - 02.07.1987, Side 35

Morgunblaðið - 02.07.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 35 Evrópubandalagið: Verð á landbúnaðar- vörum fryst eða lækkað Brilssel, Reuter. Reuter Wilfried Martens, forsætisráðherra Belgíu, útskýrir tillögur um að- gerðir i fjármálum Evrópubandalagsins, á blaðamannafundi að loknum leiðtogafundi bandalagsins. Sat fastur í fjóra tíma Á mánudag strandaði franskur kafbátur, Agosta, á sandrifi í höfninni í Tromsö í Norður-Noregi. Sat skipið þar fast í fjóra klukkutíma, áður en þremur dráttarbátum tókst að draga það á flot á flóðinu. Agosta hafði verið í Tromsö, „París norðursins", um helgina e'ftir að hafa tekið þátt í kafbátaæfingunni „Vendetta", sem níu NATO- ríki tóku þátt í úti fyrir Troms. Talið er, að sterkur straumur á Tromsö-sundi hafi borið skipið af réttri siglingaleið út úr höfninni. Um 50 manns eru í áhöfn Agosta, en skipið var smíðað árið 1974. í bakgrunni myndarinnar getur að líta dómkirkjuna í Tromsö. Rómaborg: Opíumrækt í almenmngsgarði Landbúnaðarráðherrar Evr- ópubandalagsríkjanna (EB) samþykktu á fundi sínum í gær að stöðva verðhækkanir á land- búnaðarvörum. Kemur ákvörð- unin í beinu framhaldi af leiðtogafundi bandalagsins, sem lauk í fyrrakvöld. Ráðherrarnir samþykktu að „frysta" eða lækka það lágmarks- verð, sem bændum hefur verið tryggt fyrir flestar landbúnaðaraf- urðir. Þar á meðal samþykktu þeir 6% lækkun á því verði, sem bændur fá fyrir korn og hveiti. Ráðherram- ir hafa deilt í hálft annað ár um aðgerðir til að draga úr landbúnað- arútgjöldum bandalagsins og um verðlag landbúnaðarafurða. Ákvörðun þeirra var fagnað í aðild- arríkjunum og mun hún auðvelda lausn á miklum fjárhagsvanda bandalagsins. í gær og fyrradag létu ráðamenn EB-ríkjanna í ljós vonbrigði með að ekki skyldi nást samstaða um leiðir til að leysa §ár- hagsvanda bandalagsins. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, lagðist gegn aðgerðum, sem leiðtogar 11 ann- arra ríkja höfðu samþykkt, til að leysa fjárhagsvanda bandalagsins, sem er geigvænlegur. Thatcher vildi ekki auka tekjur bandalagsins en sagði vitulegra að nota betur það fé, sem bandalagið hefði úr að spila. Tillögur stall- bræðra hennar hefðu verið ófull- nægjandi þar sem þær hefðu aðeins miðast við að auka útgjöld banda- lagsins. Að hennar mati væri nauðsynlegra að ná tökum og hafa hemil á útgjöldunum og veija fjár- munum þess skynsamlegar en gert væri. Tívolí í Kaup- mannahöfn: * Arásir og rán færast í aukana þrátt fyrir herta gæslu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. TÍVOLÍ í Kaupmannahöfn - sem dregur að sér fleiri erlenda gesti en nokkur annar staður Dan- mörku - er að því er virðist ekki lengur sá frægi friðarreitur í höfuðborginni sem fyrrum var raunin á. Ofbeldið hefur náð að skjóta rótum í þessum gamla garði og það svo rækilega, að stjórnmálamenn eru alvarlega farnir að velta því fyrir sér, hvað sé til ráða. í sumar hafa Kaupmannahafnar- blöðin oftsinnis flutt frásagnir af flokkum ungmenna, sem farið hafa með ófriði um Tívolí-svæðið, gert gestum gramt í geði, ráðist á þá eða jafnvel rænt. Á opnunardaginn í vor var vitað um 15 rán- og ráns- tilraunir. Eftirlitsmönnum garðsins hefur verið fjölgað úr 60 í 72, en enn sem komið er hefur það komið fyrir ekki. Málið hefur verið tekið upp í dómsmálanefnd Þjóðþingsins, og hefur hún farið þess á leit við dómsmálaráðherrann, Erik Ninn- Hansen, að hann láti kanna, hvað farið hafi úrskeiðis og hvaða leiðir séu til úrbóta. Leiðtogafundurinn á mánu- og þriðjudag þykir hafa orðið árang- urslaus. Wilfried Martens, forsætis- ráðherra Belgíu, var þó ekki svartsýnni en svo að hann stað- hæfði að lausn yrði fundin á næsta leiðtogafundi, sem verður í Kaup- mannahöfn í desember nk. Sam- komulag varð þó um ýmsar skammtímaaðgerðir til að leysa brýnasta vanda bandalagsins og í dag munu ráðherrar, sem fara með efnahagsmál í bandalagsríkjunum, ljúka samningum um aðgerðir til að leysa fjárlagahalla EB á þessu ári. Á sama tíma og Thatcher hefur einangrast frá öðrum leiðtogum EB hafa Frakkar og Vestur-Þjóðveijar eytt ágreiningi sínum í mikilvægum málaflokkum, s.s. um verðlag á landbúnaðarvörum, og snúið bökum saman. Hermt er einnig að andrú- mið milli hinna fátækari ríkja bandalagsins í suðri og hinna ríkari í Norðri hafi batnað. Leiðtogar allra betur stæðu ríkjanna að Bretum undanskildum, hafa fallizt á nauð- syn þess að auka útgjöld og þróunaraðstoð á „vanþróuðum blettum" innan bandalagsins. Deilur Spánveija og Breta útaf Gíbraltar urðu þess þó valdandi að ekki náðist sögulegt samkomulag um lækkun flugfargjalda innan bandalagsins. Spánveijar beittu neitunarvaldi gegn samkomulagi um lækkun flugfargjalda vegna þess að flugvöllurinn á Gíbraltar var meðal þeirra áfangastaða, sem samkomulagið náði til. Hálft annað ár tók að semja um „pakkann", sem Spánveijar lögðust gegn. Vegna breytinga á samþykktum Evrópu- bandalágsins, sem tóku gildi í gær, verður að byija aftur frá byijun við gerð nýs samkomulags um lækkun fargjalda á flugleiðum innan banda- lagsins. Róm, Reuter. LÖGREGLAN í Róm gerði á þriðjudag skyndirannsókn I stærsta almenningsgarði borgar- innar og handtók þar fjóra starfsmenn. Voru þeir grunaður um að rækta þarna valmúa til framleiðslu á ópíum. Lögreglan reif meira en 4.500 valmúaplöntur upp úr tveimur blómabeðum í garðinum, sem ber heitið „Villa Doria Pamphili" og er í vesturhluta borgarinnar. Mennim- ir fjórir voru síðan látnir lausir eftir yfirheyrslu, en frekari rannsókn málsins verður haldið áfram. Samvinna ríkisstjórna Norður- landa fer fram á vettvangi norrænu ráðherranefndarinn- ar. Samvinnan snertir allflest svið samfélagsins. Skrifstofan annast daglega framkvæmd þess samstarfs. Þar er unnið að undirbúningi verkefna og framkvæmd þeirra ákvarðana, sem teknar eru af meðlimum ráðherranefndarinnar og ann- arra stofnana, sem heyra undir hana. SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar eftir að ráða RÁÐUNAUT á sviði vinnustaðaumhverfis Sá, sem gegnt hefur starfi ráðunautar á sviði vinnustað- aumhverfis, mun innan tíðar láta af störfum og er því staða hans auglýst laus til umsókn- ar. Ráðunauturinn mun m.a. vinna að undirbúningi funda norrænna ráðherra, sem fara með málefni vinnustaðaum- hverfis, og norrænnar emb- ættismannanefndar um vinnustaöaumhverfi. Þrír vinnuhópar starfa að undir- búningi funda ráðherranefdar- innar. Viðkomandi mun einnig hafa umsjón með þeim verk- efnum, sem unnið er að á þessu sviði og stýra starfi vinnuhópanna. Honum kunna einnig að verða falin önnur verkefni á sviði vinnustaðaumhverfis. Umsækjendur verða að búa yfir viðeigandi menntun og starfsreynslu af stjórnunar- störfum innan einka- eða ríkisgeirans. Starfið reynir bæði á hæfni manna til að vinna sjálfstætt og með öðr- um. Að auki er þess krafist að viðkomandi hafi mjög gott vald á dönsku, norsku eða sænsku. Starfinu fylgja ferðalög innan Norðurlanda. Ráðunauturinn mun starfa í Kaupmannahöfn. Ráðið er til fjögurra ára og kemur framlenging til greina að þeim tíma liðnum. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Skrifstofan býður góð laun og hentuga starfsaðstöðu. Skrifstofan mun einnig aðstoða við að út- vega húsnæði í Kaupmanna- höfn. Á vettvangi norrænnarsam- vinnu er lögð áhersla á jöfnuð og eru því konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðu þessa. Umsóknarfrestur rennur út 20. júlí 1987. Nánari upplýsingar veita: Birgit Raben, deildarstjóri, eða Carl-Göran Högas, ráðunaut- ur. Mette Vestergaard og Harald Lossius veita allar upp- lýsingar varðandi kaup og kjör. Síminn í Kaupmannahöfn er 01 11 47 11. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordiska ministerrádet, Store-Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K, Danmark.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.