Morgunblaðið - 02.07.1987, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 02.07.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 71 "PE'R VILOR RLLIR RF^ R€> HBFH STÓRU SLÖNC5UNR" íþróttir fatlaðra lítið kynntar Velvakandi góður. Ég get ekki orða bundist og ætla því að veita orðum mínum útrás. Laugardaginn 27. júní sl. var mættur á Laugardalsvelli fríður hópur ungmenna frá Norð- urlöndunum fimm, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og ís- landi. Þetta voru hópar fatlaðra ungmenna er hist hafa á íþrótta- mótum annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum, nú í fimmta sinn og í fyrsta sinn á íslandi. Ég fékk tækifæri til að fylgjast með einu slíku móti en það var haldið í Noregi 1983. Ég hafði ekkert kynnst íþróttum hjá fötluð- um áður, ég hafði heyrt nefnda „boccia“ og vissi að fatlaðir stun- duðu þá íþrótt en vissi ekki hvemig sú íþróttagrein fór fram. Fatlaðir stunduðu sund, það vissi ég, en um annað vissi ég ekkert. En undrandi varð ég er ég á þessu íþróttamóti í Noregi sá og kynntist öllum þeim greinum íþrótta er fatlaðir stunda, ég fyllt- ist undrun og síðan aðdáun sem ég hef ekki misst enn. Hver ein- staklingur sigrar, kannski ekki alltaf andstæðing, enda rangt að kalla aðra keppendur andstæð- inga, þetta er leikur og á að vera leikur þar sem hver einstaklingur gerir sitt besta, og hann vinnur sinn persónulega sigur hvað sem öðrum finnst. En það sem kemur mér til að skrifa þessar línur er hve fjölmiðlar sinna þessu íþrótta- fólki lítið. Ég hafði heyrt að þennan dag færi fram íþróttamót fatlaðra í Laugardal en svo tak- markaðar voru þær fréttir að meira vissi ég ekki. Af rælni fór ég inn í Laugardal og ætlaði að fylgjast með en varð heldur sein því frjálsum íþróttum var lokið en náði þó að fylgjast með sundinu, sem fór fram í Laug- ardalslaug. Ég frétti að á Laugardalsvelli hefði farið fram falleg setning mótsins þar sem forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir var viðstödd athöfnina. Að horfa á þessi ung- menni mætt hér á íslandi í góðu veðri og flest langt að komin, Svíar í bláum og gulum búningum, Danir í rauðum og hvítum, Norð- menn í rauðum, bláum og hvítum, Finnar í bláum og hvítum og ís- lendingar í sinum bláu, hvítu og rauðu búningum, var einstaklega fallegt og ánægjulegt. Ég settist niður á fréttatíma beggja sjón- varpsstöðvanna og ætlaði að njóta þess að horfa á það sem ég missti af á íþróttavellinum, en nei, ekk- ert kom, ekki einu sinni minnst á að þetta mót hefði farið fram. Ég er bæði sár og reið að fréttamenn sjónvarps skuli ekki þykja meira til þessa íþróttafólks koma og er það ástæða þess að ég skrifa þess- ar línur. Það er líklega meiri þörf fyrir íslendinga að fylgjast vel með óeirðum í Suður-Kóreu, en sýndar Til Velvakanda. Þegar farið var að útvarpa allan sólarhringinn á rás 2 var því haldið fram, að rásin næði til allra lands- manna. Staðreyndin er þó sú, að á sunnanverðum Austfjörðum er eng- in endurvarpsstöð og heyrist því rás 2 ekki á a.m.k. 4 þéttbýlisstöðum þar, þ.e. á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Útvarpsstjóri gat þess í símtali á sínum tíma, að hugsanlegt væri að rásin næðist hér fyrir páska. Hann hafa verið fréttamyndir frá þeim undanfarin kvöld. Ég er sannfærð um að almenn- ingur í landinu veit lítið sem ekkert um íþróttir fatlaðra, en í þeim hópi eigum við íslendingar margt afreksfólk sem náð hefur langt erlendis. Ég skora á almenning að fylgjast betur með þessu íþróttafólki og koma á íþróttamót þeirra og fylgjast með, þau eru öðruvísi á sinn hátt en ekki síður spennandi. Svo vil ég í lokin óska íþróttafé- lagi fatlaðra góðs gengis í framtíð- inni, bæði í íþróttum og við byggingu íþróttahússins. Afram ÍF. svaraði svo fyrirspum í Velvakanda á þann veg, að endurvarpsstöðvar yrðu settar upp með vorinu. Nu er komið sumar, stöðugt er verið að flytja gott útvarpsefni yfir á rás 2, nú síðast fréttaþáttinn Hér og nú, en ekkert bólar á endurvarps- stöðinni. Því spyr ég útvarpsstjóra, hve- nær von sé á að rás 2 náist á þessu svæði, og hvað það er sem tefur. Hákon Hansson, Breiðdalsvík inváasboi. Bergljót Einarsdóttir Fyrirspum til útvarpsstjóra KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birkl eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! iJJ\ND5!NS \ táið að sníða niður allt plötuefni BBSTA \ \ hjá okkur í stórri sög ÚFVAL- /(_wTV - ykkur að kostnaðarlausu. 621566 BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 RITSTJÓRI NORDISK MEDIE NYT Staða ritstjóra Nordisk Medie Nyt er hér með auglýst laus til umsóknar. Nordisk Medie Nyt er fréttablað, sem er útgefið af Norrænu ráðherranefndinni og skýrir frá þróun fjölmiðlunar innan og utan Norðurlanda. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári og er áhersla lögð á fréttir í stuttu máli, auk þess sem ákveð- in efni eru tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Ritstjórinn er I hálfu starfi. Hann hefur samráð við vinnuhóp um menningu og fjölmiðlun, sem starfar á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar og ritara hans, sem hefur aðsetur i skrifstofu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Fréttaritarar blaðsins starfa í mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlanda, en auk þeirra rita lausráðnirblaðamenn greinar í blaöið. Auk ritstjóra starfar ritari við blaöið og annast hann einnig ýmsa þætti ritstjómarinnar. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur lokið háskólanámi eða námi í fjöimiðlafræðum og hefur viðeigandi starfsreynslu. Mikilvægt erað viðkomandi þekki til hlítarþau vandamál, sem eru samfara fjölmiðlun og stefnumótun á þvi sviði (mediepolit- ik) á Norðurlöndum, Evrópu og víöar. Þess er krafist, að viðkomandi virði reglur vandaðrar blaðamennsku og sé þess umkominn að koma flóknum málum til skila á skýran og ein- faldan hátt. Óskað er eftir dugmiklum og sjálfstæðum starfs- manni, sem getur, í samráði við ráðherranefndina, skipulagt umfjöllun blaðsins og annast ritstjóm þess. Staðan er veitt til ársloka 1988 en framlenging kemur til greina ef fyrir liggur samþykki ráðherranefndarinnar. Laun eru ákveðin með hliðsjón af launasamningum stéttarfélaga í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Óskað er eftir þvl að ritstjórinn taki til starfa sem fyrst og eigi siðaren 1. september 1987. Umsóknarfrestur rennur út 20. júlí 1987. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í síma 01 11 46 11. Innanhússíminn er 540 eða 584. Umsóknir skal senda: Nordisk Ministerráds sekretariat Store Strandstræde 18, 1255 Köbenhavn K, DANMARK. Jtv L.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.