Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Brosviprur Eg fagna innilega auglýsingu frá Stöð 2 er birtist hér í blað- inu í gær og boðar . . . hljóðsetn- ingu erlends bamaefnis á íslensku. Gamalt baráttumál í höfn og þá fylli ég ekki lengur greinarkornið með áskorunum til Stöðvarmanna um hljóðsetningu bamaefnisins en fylgist samt grannt með hvemig til tekst ekki síður en blessuð börnin. Gangi ykkur vel. Staksteinar Sá er hefir þann starfa að fylgj- ast að staðaldri með ljósvakamiðl- unum hlýtur á stundum að fyllast heitri vandlætingu vegna seina- gangs dagskrárstjóranna. Hinir nýfæddu fijálsu ljósvakamiðlar áttu að sjálfsögðu að skreppa fullbúnir á öldur ljósvakans og tróna þar jafn- vígir Ríkisútvarpinu. Satt að segja undrast ég hversu hinir frjálsu ljós- vakamiðlar hafa spjarað sig á auglýsingatekjunum og áskriftar- gjaldinu. Þannig hafa þeir til dæmis staðið sig prýðilega á fréttasviðinu en vissulega er margt ógert. En heldur kann ég því illa er sjálfskip- aðir útverðir menningarinnar stíga á stokk og úthúða hinum fijálsu ljósvakamiðlum líkt og í kjölfar þeirra hafí eldi og brennisteini rignt yfír hinn heiða íslenska menningar- himin. Fannst mér bráðskemmtilegt að lesa lýsingu Staksteina í gær á menningarviðspymu hins ágæta útvarpsráðsmanns Áma Bjömsson- ar er lesa mátti í Þjóðviljanum síðastliðinn þriðjudag: „Finnist Jóni Óttari þetta efni virkilega vera góð menning, hefur bandaríski hroðinn valdið honum sömu smekkbrenglun og milljónum manna um heim all- an; og eru svokallaðir vinstrimenn þar ekki undanskildir." Og þá er það svar Staksteinahöfundar: „Slæm er þessi veröld amerískrar doðmenningar, sem Ámi kann svo góð skil á; Jón Óttar og milljónir manna um allan heim þjást af heila- skemmdum, og gengur það jafnvel svo langt, að ekki aðeins hægri- menn verða fyrir barðinu á henni heldur einnig sjálfskipuðu menning- arverðimir sjálfír, vinstrimenn. Hitt er svo annar handleggur og kjami málsins að sjónvarpsstöðvunum ber skylda til að leggja áherslu á rækt- andi menningarefni, svo að dag- skráraar dmkkni ekki í erlendum hroða." Ég er hjartanlega sammála Stak- steinahöfundi að þessu sinni enda þeirrar skoðunnar að mestu skipti að dagskrárstjórar ljósvakamiðl- anna bjóði okkur er heima sitjum uppá gott og vandað efni. En hér varðar auðvitað miklu að vandað sé til innlends efnis ekki síður en hins erlenda . Magn og gæði fara því miður ekki ætíð saman. En svo má heldur ekki gleyma því að ljósvakamiðlamir verða í og með að sjá fólki fyrir afþreyingu er getur í senn létt undir með mönn- um við hið daglega brauðstrit og hvílt líkama og sál að afloknum löngum og ströngum vinnudegi. Bylgjan, rás 2 og Stjaman virðast einkum stefna að því að létta fólki hið daglega brauðstrit með síbylju svokallaðrar léttrar tónlistar. Eg hef oftlega fundið að tónlistardag- skrá þessara léttu, útvarpsstöðva og talið hana full einhæfa. En ekki hef ég viljað hverfa aftur til þess sem ég nefndi hér í dálki fyrir ekki alllöngu, barokkið á rás 1. Maður er titlar sig rithöfund, gerir athuga- semd við fyrrgreinda notkun orðs- ins barokk í bréfkorni hér í gærdagsmogganum, er greinilegt að sá hefir ekki skynjað stílbragðið. Vinnandi fólk er stritaði hér áður- fyrr á árunum undir síbylju bar- okksins á rás 1 skilur hins vegar ömgglega hvað við er átt. Og ég held að það sé einmitt hinn vinn- andi maður í landi vom er fagnar hinum fijálsu ljósvakamiðlum, salt- stólpamir sjá um sig. Olafur M. Jóhannesson ÚTVARP /SJÓNVARP r ÚTVARP © FÖSTUDAGUR 3. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördís Finnbogadóttir og Óöinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna. „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eftir Eno Raud. Hallveig Thorlacius lýkur lestri þýðingar sinnar (9). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. FÖSTUDAGUR 3. júlí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 22. þáttur. Sögumaður örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. Níundi þáttur. Teiknimynda- flokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.16 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Skotmarkið. Kynningarþáttur um sænsku hljómsveitina Europe sem heldur tónleika I Laugardalshöll þann 6. júlí. Umsjón: Finnbogi Marinós- son. Stjórn upptöku: Gísli Snær Erlingsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og veður. 20.40 Lífríki undirdjúpanna. (2.000 Feet Deep: An Oce- an Odyssey) — Bresk heimildarmynd um ferð þriggja vísindamanna niður í sjávardjúpin undan Cana- veral-höfða i Bandaríkjun- um. Með nýrri tækni er unnt að mynda á mun meira dýpi en áður og kennir þar ýmissa grasa. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.30 Derrick. Áttundi þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur ( fimmt- án þáttum með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 22.30 Serpico. Bandarisk bíómynd frá árinu 1973, gerð eftir sögu eftir Peter Maas. Leikstjóri Sid- ney Lumet. Aðalhlutverk: Al Pacino og John Ran- dolph. Serpico starfar hjá lögreglunni í New York. Hann verður þess visari að mútuþægni viögengst inn- an lögreglunnar. Hann gerir ítrekaðar tilraunir til þess að fletta ofan af spillirigu sam- starfsmanna sinna en ýmis Ijón verða á veginum. Þýð- andi Þorsteinn Þórhallsson. 00.40 Dagskrárlok. Umsjón: Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Stein- unn S. Sigurðardóttir. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri.) (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miönætti.) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingsr. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Stein- grímsdóttir les (14). 14.30 Þjóðleg tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Lesið úr forystugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar: a. „Ferðin til Reims", forleik- ur eftir Gioacchino Rossini. National-fílharmoníusvetin í Lundúnum leikur; Riccardo Chailly stjórnar. b. Píanókonsert í c-moll op. STOD 2 FÖSTUDAGUR 3. júlí §16.45 Hellisbúinn (Cave- man). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Ringo Starr, Barbara Bach, Dennis Qua- id, Shelley Long og John Matuszak í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Carl Cottlieb. Myndin gerist árið zilljón fyrir Krist. í þá daga átu menn risaeölusteikurnar sínar hráar, ef karlmaður vildi kynnast konu nánar dró hann hana á eftir sér inn í hellinn, hjóliö hafði ekki ver- ið fundiö upp og isöldin var á næsta leiti. En Atouk, ungum hellisbúa, er nú nokk sama. Hann verður ástfanginn af heitmey höfð- ingjans og er rekinn úr ættbálknum. Hann lætur hvorki risa- né trölleðlur hræða sig, hrekst út í óbyggðir og þar stofnar hann nýjan ættbálk með öllum hinum úrhrökunum. 18.15 Knattspyrna — SL mótið — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon). Nýr breskur fram- haldsmyndaflokkur með Kenneth Granham, Maggie Steed, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitlock í aöalhlutverkum. í lok seinni heimsstyrjaldar snýr Harvey Moon heim frá Indlandi. Fögnuður þeirra sem heima sátu er blend- inn; eiginkona hans taldi hann af og sér eftir ekkjulí- feyrinum og fjölskyldulífiö er allt úr skorðum. Han/ey kemst að þvi að England eftirstríðsáranna er ekki sú paradís á jörðu sem hann hafði ímyndað sér. § 20.60 Hasarleikur (Moonlighting). Bandarískur framhaldsþáttur með Cybil Chepherd og Bruce Willis í aðalhlutverkum. Maddie og David bregða sér aftur til ársins 1945 en það ár var dularfullt morð framið í næt- urklúbbi einum. 185 eftir Joachim Raff. Mic- hael Ponti og Sinfóníuhljóm- sveitin í Hamborg leika; Richard Kapp stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. Náttúru- skoðun. 20.00 Hljómsveitarkonsert eft- ir Béla Bartók. Fílharmoníu- sveitin í Berlín leikur; Lorin Maazel stjórnar. 20.40 Sumarvaka. a. Heimsókn minninganna. Edda V. Guömundsdóttir les minningar Ingeborgar Sigurjónsson sem Anna Guðmundsdóttir þýddi. Þriðji lestur. b. Agnir. Sigurður Óskar Pálsson fer með Ijóð og stökur eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum í Jökuls- árhlíð. c. Frá Furðuströndum. Úlfar Þorsteinsson les þátt úr „Sagnagesti" eftir Þórð §21.40 Einkennileg visindi (Weird Science). Bandarisk kvikmynd frá árinu 1985 með Anthony Michael Hall, Kelly LeBrock, llan Mitch- ell-Smith og Bill Paxton í aðalhlutverkum. Leikstjóri er John Hughs. Enn ein mynd úr smiðju John Hugh- es (Breakfast Club) en þessi fjallar um tvo bráðþroska unglinga, sem taka tæknina i sína þjónustu og töfra fram draumadisina sína með að- stoð tölvu. § 23.10 Einn á móti milljón (Chance In A Million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn í aðalhlutvekrum. Thomas, frændi Allison, kemur í bæinn til að fara á Cliff Richard hljómleika. Hann býður Tom Chance með sér, í fyrsta og síöasta sinn. § 23.35 Attica fangelsið (Attica). Bandarisk kvik- mynd frá 1980 með Charles During, George Grizzard, Anthony Zerbe og Morgan J. Chomsky. f Attica fangelsi í New York var mörg hundr- uð harösvíruöum glæpa- mönnum troöið í stórt búr og þeir meðhöndlaðir eins og skepnur. Þegar kröfum þeirra um úrbætur var ekki sinnt gerðu þeir einhverja blóðugustu uppreisn sem sögur fara af. Þeir tóku fang- elsið á sitt vald, veröir voru teknir í gíslingu, og herinn var kvaddur til. Myndin er byggð á metsölubók blaöa- mannsins Tom Wicker, „A Time To Die“, og er strang- lega bönnuð börnum. §01.10 Hið yfirnáttúrulega (The Keep). Bandarísk kvik- mynd frá 1983 með Scott Glenn, lan McKellen, Al- berta Watson og Jurgen Prochnow í aöalhlutverkum. Leikstjóri er Michael Mann. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir aðvaranir innfæddra reyna Þjóðverjar að verja dularfullt miðaldavirki í fjöllum Tran- sylvariíu. Innan veggja virk- isins eru ævaforn öfl, sem búa yfir ógnvekjandi krafti, og þýsku hermennimir hverfa einn af öðrum. Mynd- in er ekki við hæfi barna. §02.46 Dagskrárlok. Tómasson i Skógum. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tón- list af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gömlu danslögin. 23.00 Andvaka. Umsjón Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (End- urtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. láb FÖSTUDAGUR 3. júlí 00.10 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 I bítið. — Rósa G. Þórs- dóttir. Fréttir á ensku eru sagöar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. Val týr Björn Valtýsson kynnir. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveinsson. 00.10 Nætun/akt útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina til morguns. Fréttír kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Umsjón: Unnur Stefáns- dóttir. 3. júlí 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og litur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, afmæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og föstudagspoppiö. Ásgeir hitar upp fyrir helg- ina. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 17.00-19.00 I Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litiö yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—22.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 22.00. Fréttir kl. 19.00. 22.00-03.00 Haraldur Gisla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem snemma fara á fætur. FÖSTUDAGUR 3. júlí 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull i mund, og Inger er vöknuð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall og viömælendur koma og fara. 8.30 Stjörnufréttir (fréttir einnig á hálfa tímanum). 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason. Gulli fer með gamanmál, gluggar f stjörnufræðin og bregður á leik með hlustendum í hin- um og þessum getleikjum. 12.00—13.00 Pia Hanson at- hugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunn- ar. Matur og vin. Kynning á mataruppskriftum, mat- reiðslu og víntegundum. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leikið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tón- list. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Fer á kostum með kántrý- tónlist og aðra þægi- lega tónlist (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verölaunagetraun er á sínum stað milli klukkan 5 og 6, siminn er 681900. 17.30 Stjörnufréttir 19.00—20.00 Stjörnutiminn. The Shadows, Fats Dom- ino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. Ókynnt- ur klukkutimi með því besta. 20.00—22.00 Árni Magnús- son er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. Stjörnufréttir kl. 23.00 22.00— 2.00 Jón Axel Ólafs- son. Það verður stanslaust fjör í fjóra tima. Getraun sem enginn getur hafnað, kveðj- ur og óskalög á vfxl. Hafðu kveikt á föstudagskvöldum. 2.00— 8.00 Bjarni Haukur Þórsson vaktar stjörnurnar og gerir ykkur lífið létt með tónlist og fróðleiksmolum. Ath. Fréttirnar eru alla daga vikunnar, einnig um helgar og á almennum frídögum. ALFA FM 102,9 FÖSTUDAGUR 3. júlí 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 21.00 Blandaö efni. 24.00 Dagskrárlok. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.