Morgunblaðið - 03.07.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Grafarrán í Argentínu:
Krefjast offjár fyr-
ir hendur Perons
Brutust inn í grafhýsið og hjuggu
þær af líkinu
Buenos Aires, Reuter.
Grafræningjar hafa höggvið
hendurnar af Juan heitnum Per-
on, fyrrum forseta Argentínu,
og krefjast nú átta milljóna doll-
ara fyrir að skila þeim aftur.
Peron lést fyrir 13 árum og
hvílir smurður líkami hans í
grafhýsi í Buenos Aires. Voru
þessar fréttir í gær hafðar eftir
argentínskum dómara.
Jaime Far Suau dómari leitaði í
gær í fímm klukkustundir í graf-
hýsinu þar sem Peron hvílir og gerði
hann það að beiðni formanns Per-
onistaflokksins, Vicente Saadi, sem
Texas:
hafði fengið bréf frá ræningjunum
með fymefndum upplýsingum. Við
leitina kom í ljós, að þeir sögðu
satt frá, hendumar vantaði og auk
þess hersverð.
Antonio Cafíero, einn helsti leið-
togi peronista, sagði, að atburður-
inn væri „einfaldlega viðbjóðslegur.
Það er ekki einu sinni, að pólitískar
öfgar búi að baki, aðeins geðbilun".
Innanríkisráðherra Argentínu,
Antonio Troccoli, sagði í gær, að
ríkisstjómin myndi ekki lýsa yfir
neyðarástandi vegna þessa máls né
fresta fyrirhuguðum þingkosning-
um, sem fram eiga að fara 6.
september nk. Sagði hann, að það,
sem vekti fyrir ræningjunum, væri
að „vekja ótta og ólgu meðal al-
mennings vegna komandi kosn-
inga“.
Reuter
Þessi mynd af líki Perons var tekin árið 1975 en auk þess er í grafhýsinu lík seinni konu hans, Evu Peron.
Átján lík í
lestarvagni
Dallas, Reuter.
AÐ MINNSTA kosti átján lík
fundust í innsigluðum flutninga-
lestarvagni í landamærabænum
Sierra Blanca í vesturhluta Tex-
as í gær, að sögn útvarpsstöðvar
í grenndinni.
Talið er að líkin séu af ólöglegum
mexíkönskum innflytjendum, en
ekkert er enn vitað um ástæðuna
fyrir dauða þeirra. Að sögn útvarps-
stöðvarinnar fundu landamæra-
verðir einn mann á lífi í vagninum.
Lestin kom frá landamæraborg-
inni E1 Paso, en Sierra Blanca er
um 135 kflómetra suðaustur af
henni.
Gengi
gjaldmiðla
Lundúnir, Reuter.
LÍTIL hreyfing var á fjármuna-
mörkuðum heimsins í gær.
Verðbréf í Wall Street lækkuðu
lítillega, en gjaldmiðlar stóðu
flestir f stað.
Verðbréf í New York lækkuðu
lítillega annan daginn í röð og röktu
menn það aðallega til þess að löng
helgi var framundan, en í dag er
frí vestra vegna þjóðhátíðardags
Bandaríkjanna, sem er á morgun,
4. júlí. Nokkrir spáspekingar í Wall
Street töldu sig þó merkja breytingu
á markaðnum í þá veru að menn
séu varari um sig en áður. Sem
kunnugt er hefur bandaríski verð-
bréfamarkaðurinn verið í langvinnri
uppsveiflu í meira en ár.
Gullverð lækkaði nokkuð hratt,
en helstu gjaldmiðlar heims stóðu
nokkum veginn í stað gagnvart
Bandaríkjadal. Sterlingspundið hélt
þó áfram að hækka í verði, en það
hefur hækkað jafnt og þétt eftir
stefnuræðu Margaretar Thatcher
að loknum kosningum. Það hefur
þó ekki hækkað jafnmikið og marg-
ir töldu vegna ótta manna við aukna
verðbólgu á næstunni. Fyrir Sterl-
ingspundið fékkst 1,6190 Banda-
ríkjadalur. Verð dalsins í öðrum
helstu gjaldmiðlum var þannig farið
að fyrir hann fékkst:
1,3297 Kanadadalur
1,8285 vestur-þýskt mark
2,0590 hollensk gyllini
1,5175 svissneskir frankar
37,90 belgískir frankar
6,0975 franskir frankar
1324 ítalskar lírur
147,00 japönskjen
6,3830 sænskar krónur
6,6970 norskar krónur
6,9200 danskar krónur
Gullúnsan kostaði í gær 447,60
Bandaríkjadali.
Suður-Kórea:
Roh Tae Woo styrkir
enn pólítíska stöðu sína
Heimsækir búðir stíórnarandstæðinga
Seoul, Reuter.
ROH TAE WOO, leiðtogi stjórn-
arflokksins í Suður-Kóreu og
væntanlegur forsetaframbj óð-
andi hans, kom í gær í óvænta
heimsókn til höfuðstöðva stjórn-
arandstöðunnar. Þar hvatti
hann til þess að báðir f lokkarnir
kæmu sér saman um nýja stjórn-
arskrá í skyndi svo að þjóðar-
sáttin verði innsigluð sem fyrst.
Þá hefur Roh komið með tillögu
sem miðar að því að friða ætt-
ingja þeirra, sem féllu i upp-
reisninni í Kwangju árið 1980.
í höfuðstöðvum Lýðræðislega
sameiningarflokksins tók Kim
Young Sam á móti Roh og var að
vonum undrandi _ yfír þessari
óvæntu heimsókn. í stuttum við-
ræðum leiðtoganna tveggja fór
Roh fram á að stjómmálaflokkam-
ir hæfu formlegar viðræður um
endurskipulagningu kosningafyrir-
komulags landsins og tók Kim vel
í það.
Heimsókn Rohs kemur í kjölfar
hinna gífurlega róttæku tillagna
hans um stjómarfarsbreytingar í
Kóreu, sem miða að því að koma
á sönnu lýðræði í landinu. Þessar
tillögur kom Roh með síðastliðinn
mánudag og er óhætt að segja að
hann hafí komið mönnum í opna
skjöldu, því fram að þeim hafði
Roh og flokkur hans verið nær
óbifandi í afstöðu sinni til grund-
vallarmannréttinda.
Stjómarflokkurinn, Lýðræðis-
legi réttlætisflokkurinn, virðist
ætla að stíga skrefíð til fulls hvað
varðar breytingar í lýðræðisátt, því
í gær tilkynntu flokksbroddar að
í hyggju væri að græða þau sár,
sem em eftir uppreisnina í
Kwangju í maí 1980. Ræddu þeir
um að ættingjum hinna látnu yrðu
greiddar skaðabætur, fangelsuðum
uppreisnarmönnum sleppt úr haldi,
þeim sem féllu reist minnismerki
og jafnvel mun koma til greina að
íbúar borgarinn verði opinberlega
beðnir afsökunar af stjóminni.
Samkvæmt opinberum tölum féllu
193 manns þegar herinn bældi nið-
ur uppreisn borgarbúa gegn
herlögunum, sem giltu í landinu.
Stjómarandstæðingar í borginni
segja að talan sé að minnsta kosti
fímm sinnum hærri. Þess má geta
að Kim Dae Jung er einmitt frá
Kwangju.
Forsetakosningarnar
Hvað gerist í forsetakosningun-
um í desember er mönnum hulin
ráðgáta af þeirri einföldu ástæðu
að 60% þeirra, sem eru á kjörskrá,
hafa aldrei kosið áður. Frá síðustu
forsetakosningum, sem fram fóru
1971, hefur ný kynslóð vaxið úr
grasi í þjóðfélagi þar sem efnisleg
gæði hafa aukist gífurlega, en
pólísk áhrif ótínds almúgans engin.
Stjómarandstaðan á við ýmis
vandkvæði að stríða. í fyrsta lagi
eru leiðtogar hennar tveir, þeir Kim
Dae Jung og Kim Young Sam. Kim
Dae Jung hefur verið í stofufang-
elsi meirihluta undanfarins áratugs
og í algeru fréttabanni og er því
ekki jafnþekktur og annars væri.
Hann sagði reyndar ítrekað á með-
an varðhaldi hans stóð að hann
myndi ekki sækjast eftir forseta-
stólnum ef honum yrði sleppt úr
haldi og lýðréttindi hans tryggð.
Þetta hefur hann staðfest eftir að
honum var sleppt á dögunum, en í
fyrradag kvað við örlítið annan tón
en venjulega þegar hann var spurð-
ur hvort hann hyggðist bjóða sig
fram. Svaraði hann þá að bragði:
„Af hverju ekki?“ en bætti síðan
við að hann áliti framboð ekki rétt
að svo komnu máli. Telja því marg-
ir að hann hugleiði nú framboð sitt,
minnugur þess að litlu munaði að
hann ynni Park Chung Hee í for-
setakosningunum 1971.
Vandi Kim Young Sam er nokk-
urs annars eðlis. Margir Kóreanar
telja hann í yngsta lagi og telja að
reynsluleysi muni há honum í for-
setaembætti. Þrátt fyrir að hann
hafí verið aðalleiðtogi stjómarand-
stöðunnar í fjarveru Kim Dae Jung
og líklegastur forsetaframbjóðandi
hennar, fínnst mörgum hann vera
nöldrari, sem aldrei er ánægður
sama hvað gert er. Á þetta sérstak-
Reuter
Hér ma sjá Kim Young Sam taka á móti Roh Tae Woo og er ekki
annað að sjá en vel fari á með þeim.
lega við um fólk á miðjum aldri og
upp úr.
Þetta fólk, sem nú myndar mið-
stéttina í landinu, hefur yfirleitt
verið ákveðnir stuðningsmenn
stjómarflokksins og þannig kosið
öryggi og efnahagsávinninga frek-
ar en lýðræði í strangasta skilningi
þess orðs. í óeirðunum nú fyrir
skemmstu brá hins vegar svo við
að þetta fólk streymdi út á götur
og slóst í lið með mótmælendunum,
sem til þessa höfðu nær einungis
verið vinstrisinnaðir stúdentar.
Telja margir fréttaskýrendur að
einmitt þessi staðreynd hafí e.t.v.
haft mest áhrif á Roh þegar hann
tók hina örlagaríku ákvörðun sína
og lagði að auki pólítískan frama
sinn að veði. Benda þeir einnig á að
í sjónvarpsávarpi Chuns forseta
hafí hann lýst yfír efasemdum
sínum um breytingamar, en
hamrað á að vilji fólksins væri aug-
ljós og að honum bæri að hlíta.
Hvað „fólkið í landinu" eða milli-
stéttin kýs í kosningunum er svo
spumingin sem framtíð Iandsins
veltur á.
Roh Tae Woo verður óneitanlega
að teljast sigurstranglegur. Með
fmmkvæði sínu er hann þegar bú-
inn að eigna sér heiðurinn af því
að hafa komið friði á í landinu þeg-
ar margir óttuðust að borgarastyij-
öld væri á næsta leiti. Um leið varð
fólki ljóst að hann var síður en svo
viljalaust verkfæri í höndum Chun
Doo Hwan, forseta, heldur maður
með sjálfstæðar skoðanir, sem var
reiðubúinn að snúast öndverður
gegn pólítískum guðföður sínum
þeirra vegna. Síðast en ekki síst
em tillögumar um langþráð lýðræði
í landinu eymamerktar honum,
þrátt fyrir að í raun hafí einungis
verið látið undan kröfum stjómar-
andstöðunnar. Með heimsókn sinni
í tjaldbúð stjómarandstöðunnar í
gær bætti Roh um betur. Hann
sýndi að hann á hægt með að bijóta
odd af oflæti sínu og er sáttfús
maður. Telja sumir að Roh hafi
með þessu herbragði rekið smiðs-
höggið á landsföðursímynd sína og
fínnist mörgum Kóreönum sem Roh
sé í raun yfír stjómmálaflokkana
hafínn. Takist Roh að halda þeirri
almenningshylli sem hann hefur nú
notið í fímm daga má telja víst að
hann hverfi ekki af sjónarsviðinu í
bráð.
A.M.