Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 4 Selfoss: Fyrsta byggúigin reist fyrir lottópeninga öryrkjabandalagsins Selfossi. FYRSTA skóflustunga að fimm íbúða fjölbýlishúsi, sem ætlað er fötluðum í Suðurlandsum- 1 dfBmi, var tekin 30. júni. Húsið verður byg-gt af Öryrkjabanda- lagi Islands sem leigja mun svæðisstjórn Suðurlands húsið. Skóflustungan markar upphaf framkvæmda Öryrkjabanda- • lagsins utan Reykjavikur og er fyrsta framkvæmdin eftir að bandalagið fékk nýjan tekju- stofn með lottóinu. Byggingin sem standa mun við Vallholt á Selfossi er 461 fermetri að stærð og um 18.000 rúmmetr- ar. I húsinu verða 2 hjónaíbúðir og 3 einstaklingsíbúðir. Einnig verður í húsinu 180 fermetra sam- eiginlegt rými. Áætlaður kostnað- ur er um 20 milljónir. Það er hússjóður Öiyrkjabandalags ís- lands sem stendur fyrir fram- kvæmdunum. I ávarpi Odds Ólafssonar, lækn- is og formanns Öryrkjabandalags- ins sem hann flutti áður en skóflustungan var tekin kom fram að bandalagið á nú 260 íbúðir á Reykjavíkursvæðinu. Með tilkomu betri aðstöðu fólks á landsbyggð- inni sagði hann nú auðveldara og æskilegra fyrir fatlaða að tryggja sér búsetu í heimahögum. Hann sagði að bandalagið vildi efla slíka þróun og því markaði það nokkur tímamót í byggingarsögu hússjóðs bandalagsins þegar hafín væri bygging þessa húss fatlaðra á Sel- fossi. Kvaðst hann vona að bandalagið gæti á næstu árum bætt verulega aðstöðu fyrir fatlaða varðandi húsnæði. Að loknu ávarpi Odds tók Ragn- ar Magnússon frá Selfossi fyrstu skóflustunguna. Viðstaddir þessa athöfn voru fulltrúar frá samtök- um fatlaðra, bæjarstjómarmenn á Selfossi og alþingismenn. Að io- kinni athöfninni bauð bæjarstjóm Selfoss til kaffídrykkju. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ragnar Magnusson tekur fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsi fatl- aðra á Selfossi. Rauðakrosshúsið í Reykjavík Starfsemi Rauða- krosshússins vekur athygli í Svíþjóð SÆNSKI Rauði Krossinn hefur farið þess á leit við aðstandend- ur Rauðakrosshússins að þeir kynni starfsemi hússins á lands- þingi sænsku ungmennasamtak- anna í byrjun ágúst. Tilgangurinn með kynningunni er sá að gefa Svíum kost á að nýta sér þá reynslu sem hér hefur fengist til að koma á fót hlið- stæðri starfsemi á sem flestum stöðum í Svíþjóð. Nú þegar er hafínn undirbúningur að stofnun hjálparstofnunar fyrir böm og upglinga í Malmö og Stokkhólmi að fyrirmynd Rauðakrosshússins hér. í fréttatilkynningu frá Rauða Krossinum segir að upphaflegi til- gangurinn með starfseminni hafi verið að hjálpa ungum vímuefna- neytendum og kanna um leið umfang svo kallaðs vímuefna- vanda sem mikið var ræddur á þeim tíma sem starfsemin hófst. Reynslan hefur hins vegar sýnt að vandi bama og unglinga í sam- félagi nútímans tengist ekki eingöngu fíkniefnum heldur einnig sálrænum og félagslegum þáttum. RK-húsið hefur verið starfrækt síðan í árslok 1985 og hafa liðlega tvö hundmð unglingar leitað gist- ingar þar síðan. Þakkarávarp til allra vina og vandamanna fyr- ir ógleymanlega gleÖi sem þiö gáfuÖ mér á 90 ára afmœlisdegi mínum 28. júní sl. GuÖ launi ykkur og blessi ríkulega. Hjartans kveöjur. Guöbjörg Ingvars. 1 A | Gódctn daginn! Mikið af laxi fyrir utan hafbeitarstöðvar LAX er nú all mikill í sjónum fyrir utan flestar hafbeitar- stöðvamar á suð-vesturhorni landsins en heimtur ekki miklar enn sem komið er. Talið er að fiskurinn muni ekki byija að ganga inn fyrir alvöru fyrr en hinum þráláta þurrki líkur. Jóhann Geirsson, stöðvarstjóri hjá Pólarlaxi í Straumsvík, sagði heimtur litlar enn sem komið er, en fiskurinn væri farinn að stökkva fyrir utan. Vonir stæðu til að ná 3500-4500 löxum. í fyrra sleppti stöðin 54.000 seiðum og hefur nú þegar verið sleppt 30.000 seiðum á þessu ári. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hve miklu verður sleppt til viðbótar en gera má ráð fyrir að það verði um 12.000 seiði. Hjá Vogalaxi í Vogum fengust þær upplýsingar að allt væri að fara í gang. Sveinbjörn Oddson, stöðvarstjóri, sagði mikinn lax vera fyrir utan og væru þeir þegar búnir að ná 88. „Við erum að gæla við að ná ekki minna en 3000 löxum í sumar", sagði Svein- bjöm. Laxinn verður að miklu leyti seldur innanlands en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið að þreifa Hrafnkell Sigurðsson sýnir dúk- þrykksmyndir HRAFNKELL Sigurðsson opnar í kvöld, 3. júlí, sýningu á dúk- þrykksmyndum í miðsal Nýlista- safnsins á Vatnstíg 3. Hann hefur áður sýnt í Slunka- ríki á ísafírði og tekið þátt í samsýningum erlendis og hér heima. Hrafnkell lauk námi úr Ný- listadeild vorið 1986 og var gesta- nemi í grafíkdeild í vetur. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 16—22 og 14—20 um helgar. (Fréttatilkynningf) fyrir sér á erlendum mörkuðum, aðallega á Bandaríkjamarkaði, og verður því haldið áfram. „Við höf- um notað undanfarin ár til þess að átta okkur á því hvemig eigi að standa að stórsleppingu og heimtum en þetta er síðasta árið sem við erum að fást við lítið magn.“ 400.000 seiðum var sleppt hjá Vogalaxi á þessu ári. Það er meira en tíföldun frá því í fyrra en þá var 36.000 seiðum sleppt. Svein- bjöm sagði að ef heimtur yrðu SKIN og skúrir skiptust á hjá íslensku skákmönnunum í 6. umferð opna skákmótins sem nú stendur yfir í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Karl Þorsteins og Ingvar Ásmundsson töpuðu báðir sínum skákum eftir að hafa verið með vinningsstöðu en Sæv- ar Bjarnason vann sina skák. íslendingamir tefldu allir við Bandaríkjamenn og Sævar vann Gertler örugglega í sinni skák. Ing- var tapaði fyrir Burger þegar hann féll á tíma með vænlega stöðu og átti þá eftir að leika tvo leiki. Karl tapaði síðan fyrir Root eftir að hafa teflt byijunina mjög vel og fórnað manni fyrir sókn. I framhaldinu víxlaði Karl síðan leikjum og missti vinningsstöðu niður í tap fyrir bragðið. Boris Gulko, Sovétmaðurinn landflótta, er nú einn efstur á mót- inu með 5,5 vinninga en hann vann ísraelska stórmeistaran Grúnfeld í 6. umferðinni. Sævar Bjarnason er með 3,5 vinninga en Karl og Ingvar eru með 3 vinninga. 7. umferð mótsins var telfd í gærkvöldi. Þá hófst einnig keppni svipaðar á næsta ári og hingaðtil, það er um 10%, mætti gera ráð fyrir um 40.000 löxum á næsta ári. Ámi ísaksson, veiðimálastjóri, sagði þó nokkuð vera af laxi fyrir utan Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði en lítið hefði komið inn enn þá, tíminn væri líka rétt að byija. Vonir stæðu til að ná alls eitt til þijú þúsund löxum í sumar og verður eitthvað af honum líklega fluttur út. 200.000 seiðum var sleppt í Kollafirði á þessu ári en í fyrra var engu sleppt. í neðri flokkum mótsins en þar keppa 5 íslendingar. GENGIS- SKRANING Nr. 121 - 2. júlí 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 38,960 39,080 38,990 St.pund 63,029 63,224 64,398 Kan.dollari 29,279 29,369 29,108 Dönsk kr. 5,6229 5,6403 5,6839 Norsk kr. 5,8110 5,8289 5,7699 Sænskkr. 6,1098 6,1196 6,1377 Fi.mark 8,7570 8,7840 8,8153 Fr.franki 6,3874 6,4071 6,4221 Belg. franki 1,0272 1,0303 1,0327 Sv. franki 25,6569 25,7359 26,7615 Holl. gyllini 18,9094 18,9677 18,9931 V-Þ. mark 21,3036 21,3692 21,3996 ít. líra 0,02942 0,02951 0,02962 Austurr.sch. 3,0301 3,0395 3,0412 Port. escudo 0,2724 0,2732 0,2741 Sp. peseti 0,3075 0,3085 0,3064 Jap.yen 0,26489 0,26571 0,27058 írskt pund 57,082 57,258 57,282 SDR(Sérst.) 49,8526 50,0064 50,0617 Ecu,Evrópum. 44,1845 44,3206 44,3901 Belg. fr. Fin 1,0238 1,0269 Opna skákmótið í Philadelphiu: 1 sigur og 2 töp hjá Islendingum T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.