Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUU 1987 Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Hákon Bjarnason við stein- varðann sem reistur var Hákoni til heiðurs við gróður- reitinn nýja á Mógilsá. Morgunblaðið/KGA Hákon Bjarnason fyrrum skógræktar- stjóri gróðursetur fyrstu öspina af eitthundrað í nýjum reit við Mógilsá í Kollafirði sem kenndur er við hann í til- efni af áttræðisafmæli hans og braut- ryðjandastarfi í trjárækt. Trjálundur til heið- urs Hákoni Bjarnasyni TIL HEIÐURS Hákoni Bjarna- syni fyrrum skógræktarstjóra á áttræðisafmæli hans í gær voru gróðursettar eitthundrað Alaskaaspir í reit við rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði. Jafn- framt hafði verið reistur steinvarði við lundinn Hákoni til heiðurs. Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag íslands stóðu að þessum táknræna virð- ingarvotti við Hákon, sem fyrstur manna lét flytja Alaska- ösp til íslands. Sigurður Blöndai skógræktar- stjóri hélt stutta tölu við stein- varðann við upphaf athafnarinnar í hinum nýja Hákonarlundi. Þakk- aði hann meðal annars Hákoni fyrir brautryðjandastarf hans um árin og sagði hann hafa fóstrað bæði Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélag íslands þegar þau voru að komast á legg. Hákon gróðursetti síðan fyrstu öspina af þeim eitthundrað sem áætlað er að gróðursetja í lundinum. Að því loknu bauð skógræktarstjóri mönnum að fá sér skóflu og gróð- ursetja eins mikið og þeir gætu. Voru um fimmtíu manns við at- höfnina og gróðursetti hver sem betur gat. Viðstaddir voru Hákon og fjölskylda hans, Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, Hulda Valtýsdóttir formaður Skógrækt- arfélags íslands ásamt stjóm félagsins og starfsfólk á rann- sóknastöðinni á Mógilsá. Gróðursett af kappi. Á myndinni eru meðal annarra Þorsteinn Tómasson forstöðumaður Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, fyrir miðju, og Guðrún Jónsdóttir eiginkona afmælisbarnsins. 1 -*■ íffyf) ''■Sfí : 1 j | ' wBMí ■1 wsVm&M, l Forseti íslands heimsækir Mön FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór fyrir skömmu í opinbera heimsókn til eyjarinnar Manar. Dvaldi hún þar í þrjá daga. Landstjóri eyjarinnar, Law- rence New, og fleiri fyrirmenn tóku á móti forsetanum á Ron- aldsway-flugvelli sunnudaginn 5. júlí. Eftir móttökuathöfn á flugvellinum var haldið til höfuð- staðar eyjarinnar, Douglas. Um kvöldið var fosetanum boðið til veislu í embættisbústað stjórnar- innar, þar sem Margrét, Breta- prinsessa, var meðal gesta. Mánudaginn 6. júlí var frú Vigdís, heiðursgestur við hátíð- Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur til Tynwald hátíð- arinnar, þar sem New, landstjóri, (í miðju) o.fl. bjóða hana velkomna. Ör fjölgun tófu í Gullbringusýslu: 70 refir felldir i vor Vogum. TÓFU fjölgar ört i Gullbringu- sýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hef- ur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur i vor, og virð- ast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjar- dymar hjá sér á Vatnsleysu. Tófúr hafa verið felldar við Innri-Njarð- vík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðsstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Einar Þórðarson og Lárus Krist- mundsson refaskyttur í Vatnsleysu- strandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni. ísólfur Guðmundsson, bóndi í ísólfsskála, refaskytta í Grindavík- urlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. í landi Hafnaríjarðar, Garðabæj- ar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refa- skyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af em 3 tófur er vom felldar í Njarðvíkur- landi. Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fyöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra vom felldar samtals 38 tófur í Gull- bringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 vom felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 vom þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 vom þær 2, árin 1981 og 1982 vom engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá vom veiddar 11 tófur, árið eftir 31. EG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.