Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUU 1987 Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Hákon Bjarnason við stein- varðann sem reistur var Hákoni til heiðurs við gróður- reitinn nýja á Mógilsá. Morgunblaðið/KGA Hákon Bjarnason fyrrum skógræktar- stjóri gróðursetur fyrstu öspina af eitthundrað í nýjum reit við Mógilsá í Kollafirði sem kenndur er við hann í til- efni af áttræðisafmæli hans og braut- ryðjandastarfi í trjárækt. Trjálundur til heið- urs Hákoni Bjarnasyni TIL HEIÐURS Hákoni Bjarna- syni fyrrum skógræktarstjóra á áttræðisafmæli hans í gær voru gróðursettar eitthundrað Alaskaaspir í reit við rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði. Jafn- framt hafði verið reistur steinvarði við lundinn Hákoni til heiðurs. Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag íslands stóðu að þessum táknræna virð- ingarvotti við Hákon, sem fyrstur manna lét flytja Alaska- ösp til íslands. Sigurður Blöndai skógræktar- stjóri hélt stutta tölu við stein- varðann við upphaf athafnarinnar í hinum nýja Hákonarlundi. Þakk- aði hann meðal annars Hákoni fyrir brautryðjandastarf hans um árin og sagði hann hafa fóstrað bæði Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélag íslands þegar þau voru að komast á legg. Hákon gróðursetti síðan fyrstu öspina af þeim eitthundrað sem áætlað er að gróðursetja í lundinum. Að því loknu bauð skógræktarstjóri mönnum að fá sér skóflu og gróð- ursetja eins mikið og þeir gætu. Voru um fimmtíu manns við at- höfnina og gróðursetti hver sem betur gat. Viðstaddir voru Hákon og fjölskylda hans, Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, Hulda Valtýsdóttir formaður Skógrækt- arfélags íslands ásamt stjóm félagsins og starfsfólk á rann- sóknastöðinni á Mógilsá. Gróðursett af kappi. Á myndinni eru meðal annarra Þorsteinn Tómasson forstöðumaður Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, fyrir miðju, og Guðrún Jónsdóttir eiginkona afmælisbarnsins. 1 -*■ íffyf) ''■Sfí : 1 j | ' wBMí ■1 wsVm&M, l Forseti íslands heimsækir Mön FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór fyrir skömmu í opinbera heimsókn til eyjarinnar Manar. Dvaldi hún þar í þrjá daga. Landstjóri eyjarinnar, Law- rence New, og fleiri fyrirmenn tóku á móti forsetanum á Ron- aldsway-flugvelli sunnudaginn 5. júlí. Eftir móttökuathöfn á flugvellinum var haldið til höfuð- staðar eyjarinnar, Douglas. Um kvöldið var fosetanum boðið til veislu í embættisbústað stjórnar- innar, þar sem Margrét, Breta- prinsessa, var meðal gesta. Mánudaginn 6. júlí var frú Vigdís, heiðursgestur við hátíð- Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur til Tynwald hátíð- arinnar, þar sem New, landstjóri, (í miðju) o.fl. bjóða hana velkomna. Ör fjölgun tófu í Gullbringusýslu: 70 refir felldir i vor Vogum. TÓFU fjölgar ört i Gullbringu- sýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hef- ur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur i vor, og virð- ast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjar- dymar hjá sér á Vatnsleysu. Tófúr hafa verið felldar við Innri-Njarð- vík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðsstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Einar Þórðarson og Lárus Krist- mundsson refaskyttur í Vatnsleysu- strandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni. ísólfur Guðmundsson, bóndi í ísólfsskála, refaskytta í Grindavík- urlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. í landi Hafnaríjarðar, Garðabæj- ar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refa- skyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af em 3 tófur er vom felldar í Njarðvíkur- landi. Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fyöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra vom felldar samtals 38 tófur í Gull- bringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 vom felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 vom þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 vom þær 2, árin 1981 og 1982 vom engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá vom veiddar 11 tófur, árið eftir 31. EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.