Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Sendinefnd til Washington um helgina: Framtíð hvalveið- anna skýrist að viðræðum loknum - segir Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra staðar í Bandaríkjunum. Spumingu um það hvort staðai í hvalveiðideilunni nú væri alvar- legri að mati ríkisstjómarinnar en áður svaraði sjávarútvegsráðherra hvorki játandi né neitandi. „Ég vil ekkert um það segja. Við höfum áður átt slíkar viðræður, síðast í vetur komu hér tvívegis banda- rískar nefndir til að reyna að ná samkomulagi. Það er of snemmt að ræða nokkuð um stöðuna í þess- ari deilu, ég vil bíða þar til að viðræðumar hafa farið fram með að segja nokkuð um það," sagði Halldór. Morgunblaðið/Kr.Ben. Inni í verksmiðjunni var 40 tonna krani staðsettur til að hífa þurrkarann á réttan stað. Fiskimjöl og Lýsi, Grindavík: Uppsetning nýju tækjanna umfangsmikil Mörg tækin em bæði þung og fyrirferðamikil og kostar æma fyr- irhöfn og tilfæringar að koma þeim fyrir innan um tækin sem fyrir em. Kr.Ben. VIÐRÆÐUNEFND heldur til Washington á laugardag til funda við bandaríska embættis- menn um hvalveiðar íslendinga. Veiðamar verða stöðvaðar á sunnudag. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að framtíð hvalveiðanna verði ekki ljós fyrr en að viðræðunum lokn- um. „Við munum fjalla um hugsanlegar aðgerðir viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, hina svonefndu staðfestingu og niður- stöðu fundar Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Bornemouth. Við lítum svo á að okkur beri að fram- fylgja stefnu Alþingis sem fram kemur í samþykkt þess frá 1983 þegar hvalveiðum var hætt í at- vinnuskyni og visindaáætluninni hrint í gang,“ sagði Halldór. Bandaríkjamenn hafa ekki form- lega lagt fram dagskrá eða tillögur fyrir viðræðumar í Washington. Samkvæmt heimildum blaðsins mun dr. Anthony J. Calio taka þátt í viðræðunum líkt og í fyrra, en talsmaður skrifstofu hans neitaði að staðfesta þetta í samtali við biaðamann . gær. Caiio er fyrir Líuega búið að eta allt sýkta kjötið, segir Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd Grindavik. UPPSETNING tækjanna sem Fiskimjöl og Lýsi keypti nýverið frá Noregi og Goðafoss kom með til Grindavíkur fyrir hálfum mánuði er í fullum gangi. Eigendur Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík fyrirhuga að breyta yfir í gufuþurrkun mjölsins og því var keypt í Noregi heil fiskimjölsverk- smiðja í því augnamiði eins og kunnugt er af fréttum í Morgun- blaðinu. Ættarmótið að Hótel Laugum í Sælingsdal: Salmonella fannst í svína- kjöti frá Sláturfélaginu sendinefnd Bandaríkjanna hjá Al- þjóða hvalveiðiráðinu og hefur fylgt málstað friðunarsinna. íslenska sendinefndin var skipuð í gær. í henni verða auk sjávarút- vegsráðhera Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur, Helgi Ágústs- son sendifulltrúi, Ámi Kolbeinsson ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins Kjartan S. Julíusson deildarstjóri og Jóhann Sigurjóns- son sjávarlíffræðingur frá Hafrann- sóknarstofnun. Embættismennimir verða allir komnir til Washington á laugardagskvöld en ekki er von á Halldóri til borgarinnar fyrr en á sunnudag vegna erinda hans annars SALMONELLU-sýkill hefur fund- ist í því fólki, sem veiktist eftir ættarmót, er haldið var að Laug- um i Sælingsdal helgina 4. og 5. júli sl. Rannsóknir standa ennþá yfir á sýnum frá fólkinu á sýkla- rannsóknardeild Landsspitalans auk þess sem Hollustuvernd rikis- ins rannsakar nú matvæli sem á boðstólum voru á ættarmótinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir frá Hollustuvemd og hefur sýkillinn nú þegar fundist f svínakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands. Samkvæmt upplýsingum Holl- ustuvemdar ríkisins liggja nú fyrir fyrstu niðurstöður rannsóknar stofn- unarinnar á matvælum á hótelinu. Eitt sýni af 16 reyndist innihalda salmonellu-sýkla af sömu tegund og greindust frá sjúklingum, sem veikt- ust eftir ættannótið. Umrætt sýni reyndist vera af hráu svinakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands i Reykjavík. Halldór Runólfsson hjá Hollustu- vemd ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að engin leið væri að vita hvort eða hversu sýking þessi væri útbreidd í svínakjöti Slát- urfélagsins, en benti á að hjá fyrir- tækinu væru engar birgðir af svínakjöti, sem slátrað hafi verið á Loðnukvóti íslendinga ákveðinn 416.891 lest 15. júlí - 31. október Heildarloðnukvóti fyrir tíma- bilið 15. júli - 31. október hefur verið ákveðinn 500 þúsund iestir, sem er aðeins minna en i fyrra. íslendingar fá þar af 416.891 lest í sinn hlut. Þar sem ekki Hatton-Rockall: Könnumst ekkí við breytta skoðun - segirtals- maður breska utanríkis- ráðuneytisins BRESKA utanríkisráðuneytið neitar því að hafa breytt um stefnu gagnvart rannsóknarleið- angri Islendinga, Færeyinga og Dana á Hatton-Rockall svæðið i haust. íslenska sendiráðinu í London var tilkynnt á föstudag að Bretar teldu ekkert því til fyrirstöðu að olíuleitarskip frá þessum þjóðum haldi þangað á fyrirhugðum tíma. Áður hafði sendiráðinu borist tilkynning um að Bretar mótmæltu leiðangri á þetta svæði í ár þar sem hann truflaði rannsóknir þeirra. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert hæft í því að Bretar hafi skipt um skoðun. „Það hefur engin opinber yfírlýsing farið frá breskum stjómvöldum um rann- sóknir á Hatton-Rockall svæðinu hvorki fyrr né síðar. Að því gefnu hefur engin breyting orðið. Hafi einhveijar viðræður átt sér stað milli íslendinga og breska utanríkis- ráðuneytisins er efni þeirra trúnað- armál og því ekkert um þær að segja við fjölmiðla. Ráðuneytið tjáir sig ekki um Hatton-Rockall svæð- ið,“ sagði talsmaðurinn. hefur náðst samkomulag milli íslands, Grænlands og Noregs um skiptingu heildarmagnsins milli landanna er kvótanum skipt á milli íslands og Noregs sam- kvæmt ákvæðum samnings milli þessara landa frá 1980. Samkvæmt þeim samningi koma 85% í hlut íslands og 15% í hlut Noregs. Vegna leiðréttingar frá síðustu vertíð fær Noregur auka- lega um 8 þúsund lestir í sinn hlut og verður því hlutur Noregs 83.109 lestir en íslands 416.891 lest. Þetta er bráðabirgðakvóti sem verður endurskoðaður fyrir lok október- mánaðar. Á síðasta vetri veiddu íslendingar samtals 1.000.053 lestir af loðnu yfír allt veiðitímabilið og var bráða- birgðakvótinn aðeins stærri en nú. Á þar síðasta vetri var hún aftur á móti aðeins minni en nú en heildar- veiðinn varð samt sem áður svipuð og á síðasta vetri þegar upp var staðið. Norðmenn hefja veiðar 15. júli og munu allmörg skip þegar komin á miðin. íslendingum er heimilt að he§a veiðar á sama tíma, en ekki er vitað til að nokkurt skip hefji veiðar strax. Stafar það m.a. af því að flest loðnuskipin hafa verið út- búin til rækjuveiða og stunda þær veiðar nú. þessum tíma, þar eð það seldist ávallt jafnóðum. „Fyrirtækið hefur í samvinnu við okkur gripið til allra ráðstafana til að innkalla kjöt frá þessum tíma úr búðum, en að öllum líkindum er búið að eta þetta kjöt án þess að mönnum hafi orðið meint af.“ Ólafur Steingrímsson yfirlæknir á sýklarannsóknardeildinni sagði í samtali við Morgunblaðið að alvar- legasta afbrigðið af salmonellu væri taugaveiki, sem væri þó afar sjald- gæft. Algengustu einkennin væru magaverkur, niðurgangur og hiti, en þó veikin væri oftast meinlaus gæti hún verið alvarlegs eðlis. „Reynt er að komast hjá sýklameðferð eftir fremsta megni. Þeir sem sýktir eru af salmonellu geta borið sýkilinn í þó nokkur ár og smitað út frá sér. Hinsvegar er hreinlæti það eina sem dugir og yfirleitt eru þeir, sem smit- aðir eru og starfa við matvælafram- leiðslu, látnir hætta því starfi á meðan sýkillinn er í líkama þeirra." ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að haft hefði verið samband við alla þá gesti sem á ættarmótinu voru og þeir sem orðið höfðu varir við einkenni beðnir um að senda sýni til viðkomandi heilsugæslustöðva. Landlæknisem- bættið hefur yfirumsjón með rann- sókn málsins í nánu samráði við Hollustuvemd ríkisins, heilbrigðis- fulltrúann á Suðumesjum og heilsu- gæslulæknana í Keflavík, Kópavogi og Hafnarfirði. „Yfirleitt er salmon- ella nokkur léttur sjúkdómur, en dæmi eru um að ung böm og eldra fólk geti átt í þessu í langan tíma. Ein stúlka var lögð á sjúkrahús og skorin upp við botnlanga, en ekki er vitað hvort salmonellu-sýkingin átti þar hlut að máli eða ekki þar sem einkenni em oft lík,“ sagði land- læknir að lokum. Þórshöfn: Margeir vann Jón L. MARGEIR Pétursson vann Jón L. Árnason í viðureign þeirra á Skákþingi Norðurlanda í Þórs- höfn í gær. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Finnann Salmi. Að fjórum umferðum loknum deila þeir Morthensen frá Danmörku og Schneider frá Sviþjóð efsta sæti með 3 '/2 vinning en Helgi, Margeir og Tissdal frá Noregi eru í öðru sæti með 2V2 vinning. Önnur úrslit í gær vom þau að Morthensen vann Tissdal, Máki frá Finnlandi vann Ziska frá Færeyjum. Hansen frá Danmörku hafði betri stöðu í skák við Wedberg frá Svíþjóð og Schneider var með betri stöðu gegn norðmanninum Östen- stad. Verkfall búnaðar- ráðunauta yfirvofandi RÁÐUNAUTAR hjá Búnaðarfé- lagi íslands hófu i fyrradag atkvæðagreiðslu um hvort boða skyldi til verkfalls 5. ágúst næst- komandi. Launadeila milli þessara aðila hefur staðið i tölu- verðan tima. „Okkur hefur þótt seint ganga hjá viðsemjendum okkar og emm orðnir langeygir eftir að þeir treysti sér til fundar við okkur. Þeir hafa legið með gagntilboð frá okkur í meira en tvær vikur. En okkur er full alvara," sagði Ólafur Dj mundsson, ráðunautur í samtali i Morgunblaðið í gær. Hann saj að rúmir tveir mánuðir væra liði frá því fyrsti samningafundur v haldinn og ráðunautar hefðu la fram tilboð sitt 8. mai. Starfandi ráðunautar Búnaðar lags íslands em rúmlega 20. Þ em í Félagi íslenskra náttúmfra inga, en þetta er í fyrsta skipti s( þeir semja beint við stjóm Búnaði félagsins. Atkvæðagreiðslu lýkui föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.