Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 17 r M Frá landsþingi Kvenfélagasambands íslands sem haldið var í Menntaskólanum á Egilsstóðum. Ný sljórn í Kvenfél- agasambandi Islands KAUPFÉLÖGIN í LANDINU LANDSÞING Kvenfélagsam- bands íslands var haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum dagana 11.—14. júní 1987 i boði Sambands austfirskra kvenna, sem tóku á móti landsþingsfull- trúum af mikilli rausn og alúð. Til landsþings KÍ mættu 52 kjörnir þingfulltrúar og 16 for- menn frá 22 héraðssamböndum, ennfremur stjórn, starfsmenn og heiðursfélagar Kvenfélagasam- bands íslands. Auk lögbundinna aðalfundar- starfa voru flutt erindi um næring- arfræði og heimilisfræðakennslu í grunnskólum. Jón Gíslason næring- arfræðingur flutti erindi er hann nefndi: „Aukaefni í matvælum og ný löggjöf um notkun þeirra." Einn- ig flutti Aðalheiður Auðunsdóttir námsstjóri erindi um kennslu í Vigdis Helga BA 401 sjósett í Hafnarfjarðarhöfn. Haf narfj örður: Vigdís Helga BA 401 sjósett Grindavík. Tveir bræður frá Tálknafirði, Olafur og Gestur Gunnbjörns- synir, unnu við að sjósetja 8,7 tonna plastbát í Hafnarfjarðar- höfn á þriðjudagsmorgun. Báturinn, sem hlotið hefur nafnið Vigdís Helga með einkennisstöfun- um BA 401, er keyptur frá Noregi fyrir þrem vikum. Hann er af Vik- sund gerð framleiddur í Rauðaskeri. Báturinn var fluttur inn án vélar en nýlokið er við að setja í hann 115 hestafla Ford Merit vél. Þeir bræður munu fljótlega sigla honum vestur til Tálknafjarðar en þar hyggjast þeir stunda handfæri og línuveiðar á honum. Heildarverð bátsins kominn vestur til Tálkna- fjarðar verður 4.5 milljónir króna. Kr.Ben. Morgunblaðið/Kr.Ben. Bræðurnir frá Tálknafirði þeir Olafur og Gestur Gunn- björnssynir um borð í Vigdísi Helgu BA 401 i gær. heimilisfræði á grunnskólastigi. Landsþingsfulltrúar ræddu og sam- þykktu ályktanir um: Kennslu heimilisfræða í grunnskólum og útgáfu námsbóka í því fagi, endur- skoðun á námsmati á námsefni húsmæðraskólanna, að fá ráðunaut og leiðbeinanda í gerð heimilisiðn- aðar, vöruþróun, upplýsingar um skaðleg efni í matvælum, ósk um þætti um hollustuhætti og matar- gerð í íjölmiðlum, stuðning við íslenskan matvælaiðnað, verðskyn og verðkannanir, uppeldismál, fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna neyslu vímuefna. Ennfremur voru gerðar breyting- ar á lögum sambandsins. Lands- þingsfulltrúar gróðursettu 100 tijáplöntur í landi Egilsstaðakaup- túns. Hilda Stewart frá Norður-ír- landi, forseti Evrópudeildar Al- þjóðasambands húsmæðra, sat þingið. Tvær konur voru gerðar að heiðursfélögum Kvenfélagasam- bands íslands, þær Sigurveig Sigurðardóttir, Selfossi, og Unnur Schram Ágústsdóttir, Reykjavík. María Pétursdóttir, sem verið hefur formaður í 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjóm Kvenfé- lagasambands íslands skipa nú: Formaður Stefanía María Péturs- dóttir, Kópavogi, varaformaður Sigríður Ingimarsdóttir, Reykjavík, Lísa Thomsen, ritari, Ámessýslu, Sigrún Sturludóttir, gjaldkeri, Reykjavík, Jóna Þórðardóttir, S- Þingeyjarsýslu, meðstjómandi, og í varastjóm eru þær Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ísafírði, og Halla Aðalsteinsdóttir, Ámessýslu. (Fréttatilkynníng) MERKI UM GÓEAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást í nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Símar: 91-11999-24020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.