Morgunblaðið - 16.07.1987, Page 18

Morgunblaðið - 16.07.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 4- byrjendanámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Leiðbeinandi: Logi Ragnarsson, tölvufrœðingur Tími: 21., 23., 28. og 29 júlí kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 Eitthvað fyrir þig? Tölvufræðslan mun í haust endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin voru í haust og vetur. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuað- ferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölvasemnúeruorðnarómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námskeið hefst 7. september 1987 Nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Nýgræðingnr í voða við Valahnjúka eftírJónÁ. Gissunarson Hjá Valhnjúkum sunnan Hafnar- fjarðar blasti við augum fyrir nokkrum árum gróðurvana leirflag. Uppfrá því teygðust sorfin rofaborð upp í hlíðar þeirra. Undanfarin hlý- viðrisár hefur gróðri tekist að skjóta rótum á auðn þessari, toppar stækkuðu ár frá ári. Náttúran sjálf virtist ætla að ráða bug á eyðingar- mætti vinda og holklaka, kæmi ekki fleira til. Þann áttunda júlí sl. átti ég enn ferð um þessar slóðir. Enn hafði gróðri þokað í rétta átt og þakti nú stærra svæði. En óboðna gesti hafði borið að garði. Nokkrar sauð- kindur voru skammt undan og höfðu rásað um svæði þetta. Vegs- ummerki voru auðsæ. Jarðvegur er gljúpur svo að rætur rifna upp við bit og traðk. Má því búast við að fari í sama far og áður, þama verði aftur blásinn melur í stað grænnar vinjar. Því miður er sömu sorgarsögu að segja víðar en við Valahnjúka. Gróðurlendi íslands minnkar ár frá I XJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! ári — mest vegna ofbeitar sauðfjár. Hvað bíður svo þessara dilka sem éta upp gróðurlendi Reykjaness og annarra viðkvæmra svæða? Sumir verða settir á vetur til viðhalds stofni. Aðrir falla á blóðvelli, ríkið kaupir hræin, geymir þau tvö til þrjú ár í frystigeymslum við ærinn kostnað og fleygir þeim síðan á sorphauga og almenningur borgar brúsann. Reykjanesskagi er eitt viðkvæm- asta gróðursvæði Islands. Fyrir nokkrum áratugum var hann sauð- laus um sinn vegna fjárskipta. Hákon Bjamason skógræktarstjóri barðist þá hnúum og hnefum fyrir því að sauðfjárbúskap yrði hætt á Reykjanesi og það girt af. Fáir höfðu hagsmuna að gæta og auð- velt að bæta þeim tjón þeirra. Hákon barðist vonlausri baráttu. Sauðfé kom aftur á skagann. Landbúnaðarpólitík Islendinga ætlar að verða ein allshetjar enda- leysa út tuttugustu öld. Afurðalögin frá 1934 skattlögðu kýr í námunda við þéttbýli svo að nýtísku kúabú, sem þar höfðu risið, fengu ekki þrifíst. Neyslumjólk skyldi sækja tvö til þqu hundmð kílómetra um vegleysu. Upp úr síðari styrjöld kom Ingólfur Jónsson frá Hellu með sína stefnu. Bændur vom hvattir til að stækka bú sín hvað sem það kost- aði. Hrykkju ríkisstyrkir og niður- greitt ijármagn ekki til, sá verðbólga um afganginn. Þegar innanlandsmarkaður yfirfylltist skyldi ríkið kaupa afganginn, og auka skyldi enn framleiðslu. Dr. „Því miður er sömu sorgarsögn að segja víðar en við Vala- linjúka. Gróðurlendi Islands minnkar ár frá ári — mest vegna of- beitar sauðfjár.“ Gylfi Þ. Gíslason, þá ráðherra, var- aði við afleiðingunum. Hann var úthrópaður sem versti bændafjandi. Að lokum spymti Steingrímur Her- mannsson við fótum. Hans naut of skammt við sem landbúnaðarráð- herra en vann þó merki brautryðj- endastarfs. Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri Gagnfræðaskóia Austurbæj- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.