Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
47
Hugleiðingar leik-
manns um hitt ogþetta
Ég hef dvalið úti á landsbyggð-
inni um nokkurra ára skeið og
ekki virðist vera verra mannlíf hér
en á höfuðborgarsvæðinu. A móti
holóttum vegum og færri stór-
mörkuðum koma styttri vega-
lengdir og þar af leiðandi minni
bensínkostnaður og vegna skorts
á stórmörkuðum færri freistingar
við innkaup. Maður kaupir aðeins
það sem maður ætlaði. Maður hefði
kannski fallið fyrir hinum stórkost-
legu tilboðum stórmarkaðanna
ella. Ég held að ef maður horfir á
jákvæðu hliðamar hvar sem maður
er verði lífíð manni nokkuð bæri-
legt. Jafnvel frétti ég af hjónum á
miðjum aldri sem bjuggu í gömlum
húsbíl og þau virtust oft vera eins
ánægð og ef þau ættu einbýlishús
með öllu á Amamesinu.
Um daginn tyllti ég mér á bekk
í miðbænum hér. Sólin skein í heiði
og fólkið gekk léttklætt og flestir
virtust vera í sólskinsskapi, margir
með ís til að kæla sig innvortis.
Ég heyrði á tal tveggja manna.
Annar byrjaði og sagði: „Jæja, þá
er hún loksins fædd þó að þetta
hafi verið hálfgerð tangarfæðing."
Þeir fóm mörgum orðum um nýju
ríkisstjómina og ekki virtust þeir
mjög bjartsýnir á að hún yrði
langlíf. Annar sagði til dæmis:
„Sérðu nú Siggi, þú veist að ég á
þennan 16 ára gamla bíl sem hefur
reynst mér svo vel, en þegar ráð-
herramir fara að vigta hann þá
sérðu Siggi að hann lendir í flokki
eins og holdanaut og ég neyðist
líklega til að taka hann af skrá
þar til þessari plágu léttir af og
þeir fara að vigta eitthvað^ annað.
Kannski konuna manns. Ég færi
vel út úr því, þú veist að konan
mín er bæði lítil og mjó.“
Ég stóð upp af bekknum, keypti
mér ís með dýfu og rölti heim á
leið. Hugsunin um nýju stjómina
sótti á mig. Það var sérstaklega
eitt sem ég átti bágt með að skilja,
það var að þar sem mér fannst
þetta eiginlega ekki ný ríkisstjóm
heldur svolítil uppgerð þá átti ég
erfítt með að skilja af hveiju þyrfti
öll þessi bráðabirgðalög. Það leit
út eins og þeir sem höfðu setið
þennan fyrsta ríkisráðsfund kæmu
alveg af ijöllum. Þeir höfðu þó
setið við stjómvölinn í fjögur ár á
undan og sumir jafnvel átta.
Kannski hafði verið hent of
miklu lambakjöti á haugana, það
kom oft fyrir að maður henti of
miklu þegar maður ætlaði að taka
vel til.
Ég fékk allt í einu stórkostlega
hugmynd sem yrði þessari ríkis-
stjóm örugglega betri tekjustofn
en flest annað. Allir vita hve marg-
ir frábærir stjómmálamenn hafa
verið miklir músikantar, til dæmis
Gunnar heitinn Thoroddsen og
Gylfí Þ. Gíslason. Ég mundi eftir
atviki úr borgarstjóratíð Birgis
ísleifs. Hann hafði verið í ein-
hveijum þætti í sjónvarpinu og
allt í einu vatt hann sér að flygli
sem þama var og spilaði jass af
þeirri miklu list sem þeim einum
er gefíð sem eru með músíkina í
blóðinu. Ég hafði aldrei gleymt
þessu skemmtilega atviki. Þetta
var eitthvað svo mennskt. Þegar
ég vissi svo líka að Matthías var
lagasmiður hlutu hinir ráðherram-
ir að hafa eitthvað til brunns að
bera líka á þessu sviði. Hugmyndin
um þennan nýja telq'ustofn var sem
sagt að liðið færi í konsertferð í
kring um landið. Þeir gætu jafnvel
tekið lagið í túnfætinum hjá einum
og einum óánægðum bónda. Þar
með yrði allt hjal um að lands-
byggðin hefði orðið útundan í
stjómarsáttmálanum orðið að
engu.
Ég hitti mann um daginn. Hann
sagðist sko ekki geta tekið sum-
arfrí þetta árið. Þau hjónin ynnu
svo mikið að þau væru alveg að
niðurlotum komin. Jú, það var ekki
málið að hann væri ómissandi í
vinnunni heldur hlyti ég að sjá það
að það þyrfti að halda á spöðunum
til að halda gangandi tvöhundruð
fermetra einbýlishúsi, splunkunýj-
um bíl og hraðbát. Þó að þau
væru bara tvö í heimili þyrfti r.ú
aldeilis að halda vel á þegar 10%
skattur legðist nú á matinn líka.
Þá skildi ég að ekki er allt böl
ríkisstjómum að kenna.
Manni
Þessir hringdu . .
Hvernig duga 26
þúsund?
Steinunn Karlsdóttir hríngdi:
„Ég var að ræða við kunningja-
konu mína um þau ummæli
nýskipaðs Ijármálaráðherra okkar
að konunni hans tækist að fæða
sex manna fjölskyldu fyrir 26
þúsund krónur á mánuði. Sjálf
eyði ég, maðurinn minn og 10 ára
stúlka 20 þúsundum í mat á mán-
uði og ég hélt að það væri vel
sloppið. Það er vonandi ekki til
of mikils mælst að biðja Bryndísi
að gefa alþjóð upp hvað hún gef-
ur fjölskyldunni að borða í svo sem
eina viku af meðalmánuði svo að
maður sjái hvemig þetta er hægt.
Ég er ansi hrædd um að nú séu
ýmsar húsmæður skammaðar af
mönnum sínum fyrir eyðslusemi.
Það er varla von á kjarabótum á
næstunni þegar nýju ráðamenn-
imir tala svona."
Ljóðið ekki með-
al ljóða
Steingríms
Thorsteinssonar
Elisabet Helgadóttir hringdi.
Hún sagði að ljóðið sem hefur
verið til umræðu í Velvakanda
síðustu vikur gæti ómögulega
verið eftir Steingrím Thorsteins-
son. Hún sagðist hafa athugað
vandlega heildarútgáfu ljóða
Steingríms og væri ljóðið þar
hvergi að fínna. í vasasöngbók
sem gefín var út árið 1946 og
Þórhallur Bjömsson prentari tók
saman væri ljóðið hins vegar. Þar
væri það eignað Guðmundi Guð-
mundssyni sem hefði þar að auki
ort mörg önnur ljóð um hafíð.
Rangt farið með
ljóð Páls Ólafs-
sonar
H.H. hringdi:
„Ég vil nú fyrst taka það fram
að mér fínnast þessar þrætur um
Páll Ólafsson
ljóð í Velvakanda heldur þreyt-
andi, það er hjákátlegt að rífast
um þetta. Ég get nú samt ekki
stillt mig um að taka undir með
þeim sem segja að ljóðið sem
þrætt hefur verið um í Velvak-
anda síðustu vikur sé _ eftir
Guðmund Guðmundsson. Ég er
hér með í höndunum íslenska
söngbók frá 1917 sem amma mín
gaf föður mínum þegar hann var
ungur. í bókinni eru tvö erindi
af þessu ljóði og þar stendur að
höftindur sé Guðmundur Guð-
mundsson en hvergi er tekið fram
að það sé þýtt en það stendur við
þau ljóð sem eru þýdd í bókinni.
Svo er það annað mál sem ég
er mikið reið yfír. Það er þegar
farið er rangt með Sumarkveðju
Páls Ólafssonar sem hefst á orð-
unum „ó blessuð vertu, sumar-
sól“. í því kemur fyrir ljóðlínan
„Þá grætur líka allt“ og er átt
við döggina sem myndast eftir
heitan sumardag. Nú heyri ég
hvað eftir annað að sagt er „Þá
grætur þig líka allt“. Mér fínnst
ekki rétt gagnvart höfundinum
að bæta svona inn í verk hans.
Svona nokkuð fer í taugamar á
okkur gamla fólkinu."
Músarungar fást
gefins
Hlynur Grétarsson hringdi.
Hann vill gefa einhveijum músar-
unga sem hann á. Þeir eru ýmist
brúnir, skjóttir eða hvítir og segir
hann þá mjög fallega. Síminn hjá
Hlyni er 24704.
Kettir fást gef-
ins
Selma hringdi. Hún vill gjam-
an gefa einhveijum 14 mánaða
læðu með einn þriggja mánaða
gamlan kettling. Síminn hjá henni
er 686901.
Húsið okkar aft-
ur á Stöð 2
Höskuldur Eyjólfsson
hringdi. Hann vill hvetja forsvars-
menn Stöðvar 2 til að he§a aftur
sýningar á sjónvarpsþáttunum
Húsið okkar eða Our House sem
voru á dagskrá stöðvarinnar þar
til fyrir skömmu.
Lygilegt..en satt i;
ZANUSSI K/ELISKÁPUR
LbL. gjfi-h-ÆM.
I /FK.IARGÓTU 22 HAFNARFIRDI RÍMI 50022
• Gerð C 23/2.
190 lítra kælir.
•40 lltra frystihólf.
• Mál. HxBxD.
141,5x52,5x59,0
cm.
•Sjálfvirk
afhrlming I
kæliskáp.
•Frystigeta
5 Kg/24 klst.
•Góð
greiöslukjör.
• Veitir djúpa hvild og losar þannig um
streitu og spennu.
• Er undirbúningur undir kraftmikið og
árangursríkt starf.
• Er einföld, náttúruleg og sjálfvirk.
• Er ekki tru og íelur ekki i sér breyt-
ingar á lifsskoðunum eða lifsvenjum.
• Hefur verið kennd meira en 2000
íslendingum.
íhugun)
Kynningarfyrirlestur
verður haldinn ( kvöld,
fimmtudag, kl. 20.30.
TM-MIÐSTÖÐIN
Gardastræti 17
Sími I6662
Islenska íhugunarfélagid
OKKAR VERÐ
Ný lambalæri
383.-kr.kg.
Lambahryggur
372.-kr.kg.
Lambaslög
70.-kr.kg.
Lambaframpartar
292.-kr.kg.
Lambasúpukjöt
327.-kr.kg.
Lambakótilettur
372.-kr.kg.
Lambalærissneiðar
497.-kr.kg.
Lambagrillsneiðar
294.-kr.kg.
Lambasaltkjöt
345.-kr.kg.
Lambaskrokkar 1. flokkur i
264,50 kr.kg.
lægra en hjá öðrum
325.-kr.kg.
Mari™raðarkótilettur
4Olkr.kg.
Marlp£%teiiar
Marineruö rif
175.-kr. kg.
Hang/kjöts laeri
420.-kr.kg.
angilqotsframpartarúrb
321,-kr. kg.
Haogikjöt slæriúrbeinað
358.-kr.kg.
Hangikjötsframpartar
437.-kr.kg.
ambahamborgarhiygg.r
327.-kr.kg.
Londonlamb
3f4.-kr.kg.
KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk l.s. 686511
-