Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 50
j50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er. I
Mjólkursamsalan
afsláttur
í júní og júlí veitum við
15% staðgreiðsluafslátt af
öllum bremsuklossum
í Volksvagen, Mitsubishi
og Range Rover bifreiðar.
Kynntu þér okkar verð,
það geturborgað sig.
m
HEKLAHF
SÍMAR:
91-695500
91-695650
91-695651
FORMÚLA 1 ÖKUMAÐURINN NIGEL MANSELL SKRIFAR
Kom bensínlaus í maric
Morgunblaðiö/GR
Bretlnn Nlgel Mansell með eintak af Morgunblaðinu, þar sem fyrsta greinin eftir hann birtist um þátttöku hans
í kappakstursmótum ársins.
FYRIR Silverstone kappakst-
urinn höfðum við áhyggjur af
bensíneyðslunni í keppninni
og hvort við myndum þurfa
að skipta um dekk um miðja
keppni eður ei. Þessi tvö at-
riði hafa oft valdið straum-
hvörfum í baráttunni um
sigurinn. Margir ökumenn
hafa misst af toppsœtinu,
bensínlausir eða tapað á
slakri og tímafrekri dekkja-
skiptinu. Hvorki Piquet né ég
vissum hvort dekkin myndu
endast alla leið.
En öll hugsun úm þetta atriði
var marklaus þegar ég var
kominn af stað. í tíunda hring
byrjaði framhlutinn að titra og
ég spáði í hvað gæti verið að. Ég
ók nokkra hringi. Piquet komst
fyrstur af stað, hafði verið nokkr-
um þúsundustu úr sekúndu fljót-
ari á æfingum. Við stilltum
bílunum ekki upp á sama hátt,
þ.e. viðgerðamenn okkar. Ég
hafði mun minni væng að aftan,
sem þýddi að ég var fljótari á
beinu köflunum, en Piquet var
fljótari í hröðum beygjum. Ég
bjóst líka við að þetta myndi þýða
minni bensíneyðslu hjá mér. En
ég þurfti að aka mjög grimmt til
að halda í við Piquet, hann fór
svo hratt í allar „víðar" beygjur.
„Titraði allur, hendur
og fsetur skulfu“
Þá gerðist dálítið skrítið, ég náði
Piquet skyndilega án þess að
leggja mig verulega fram. Ég virt-
ist bremsa seinna fyrir hægari
beygjurnar. Þá byrjaði titringur-
inn og ég tel að jafnvægisstill-
ingajáni hafi flogið á framfelg-
unni. Ég titraði allur, hendur og
fætur skulfu, en það var verra
með sjónina, ég átti í erfíðleikum
með að sjá beygjumar sem voru
framundan. Samt náði Piquet ekki
að sleppa í burtu, við vorum byij-
aðir að ná slakari bílum og ég
notaði tækifærið og komst alveg
upp að Piquet, lét hann vita af
mér í baksýnisspeglinum. En titr-
ingurinn versnaði og ég ákvað að
láta skipta um dekk.
Eftir dekkjaskiptinguna hafði ég
eng^u að tapa, ég ætlaði framúr
Piquet. En ég varð að passa upp
á bensíneyðsluna, ofkeyra ekki.
Ég hafði tapað hálfri mínútu á
Piquet, en var viss um að hann
léti líka skipta um dekk. Það þýddi
að hann tapaði 10 sekúndum og
því varð ég að aka eins og grið-
ungur ef ég ætlaði að ná honum.
Ég varð að gefa allt sem ég átti.
Þegar ég skrifa þetta, tveim dög-
um eftir keppni, man ég lítið eftir
hvað gerðist næstu 40 mínútur.
Ég keyrði bara í botni, með ein-
beitinguna algjörlega á brautinni.
Það er ekki oft sem ég hef ekið
svona. Ég skoðaði myndbönd eftir
keppnina og það fór hríslingur
um mig, ég hafði verið tæpur á
mörgum stöðum, eða fannst það
a.m.k. eftir á. Það voru margir
bílar sem óku hægar og við skut-
umst framúr þeim eins og elding-
ar, en það munaði oft litlu.
„Prófaði að plata Piquet“
Þegar nær dró lokum keppninnar
fór ég framúr Lotus Ayrton
Senna, var kominn hring á undan
honum ásamt Piquet. Það segir
sína sögu um Willams-bílinn, því
við höfum allir sömu Honda-vél-
ina. Ég náði Piquet og fór strax
framúr honum í beygju sem nefn-
ist Stowe. Ég reyndi strax, á
meðan ég var í hundrað prósent
stuði. Piquet sagði eftir keppni
að ég hefði farið framúr í ein-
hverri annarri beygju, ef ekki
þama, sjálfur er ég ekki viss.
Piquet gaf allt sem hann átti í
lokahringjunum og gaf mér lítið
pláss til að reyna framúrakstur.
Því prófaði ég að plata hann svo-
lítið, sveigði bílnum til vinstri,
beið eftir viðbrögðum frá honum
og þeytti svo bílnum yfir til hægri
á beina kaflanum, sem nefnist
Hangar. Ég komst fljótlega að
hlið Piquet og hann gat ekkert
gert, við nálguðumst Stowe beygj-
una, ég átti réttinn, Piquet varð
að gefa eftir.
Eg fann fyrir áhorfendum á
einhvem hátt. Það vom 100.000
áhorfendur, flestir landar mínir.
Útundan mér sýndist mér þeir
veifa mér, en ég mátti ekki vera
að því að hugsa um þá, ekki á
þeirri stundu. Ég hafði ekið ótæpi-
lega til að ná Piquet og bensín-
mælirinn var undir núlli. Ég átti
þijá hringi eftir og samkvæmt
öllum tölum yrði ég bensínlaus í
síðasta hring. Ég slakaði því örlít-
ið á, notaði minni vélarsnúning
og talaði elskulega við bílinn,
hann skyldi í mark! Bensínlaus
komst hann alla leið, ég komst í
endamark og einum kílómetra
betur, þá drapst á bílnum.
„Spilaði fjórtán
holur viö Greg Norman“
Ahorfendur hlupu að alistaðar
frá og bíllinn varð umkringdur
ánægðum Bretum og mér leið vel
— fantavel. Svona keppni eins og
á Silverstone er sjaldgæf. Ég hafði
engu að tapa, þannig að ég ók
eins hratt og mögulegt var í síðari
hluta keppninnar. Ánægjan með
árangurinn varð enn meiri, því
fjölskylda mín var öll að fylgjast
með. Við tjölduðum meira að segja
í nágrenni brautarinnar og eydd-
um helginni þar. Golfleikarinn
Greg Norman var gestur Williams
liðsins og mér tókst að plata hann
í golf daginn eftir kappaksturinn.
Það var gott til að slaka á eftir
æfíngar. Við spiluðum fjórtán
holur og hann sýndi mér fram á
það af hveiju hann er atvinnu-
maður í golfí og ég er kappakst-
ursökumaður.
Að lokum má geta þess að það
munaði litlu að ég kæmist ekki
af stað í Silverstone kappakstur-
inn. Kúplingin bilaði í upphitun
fyrir keppnina, í síðasta hringn-
um. Ef ég hefði farið einum hring
minna í upphituninni þá hefði ég
orðið að hætta í fyrsta hring
keppninnar. Þetta kallast
heppni...
HANDKNATTLEIKUR
Landslið til Bandaríkjanna á laugardaginn
HANDKNATTLEIKSSAMBAND
íslands sendir lið til Banda-
ríkjanna á laugardaginn ítíu
daga ferð. Það leikur sex leiki
í ferðinni, en Bandaríkjamenn
buðu liðinu út til að sýna hand-
bolta.
ópurinn .sem fer vestur er skip-
aður eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson .....UBK
Bergsveinn Bergsveinsson.....FH
Gísli Belix Bjarnason..........KR
Aðrir leikmenn:
Bjarki Sigurðsson ........Víkingi
Konráð Olavson.................KR
Héðinn Gilsson ................FH
Ámi Friðleifsson..........Víkingi
Steinar Birgisson...........Runar
Aðalsteinn Jónsson............UBK
Birgir Sigurðsson............Fram
Júlíus Jónasson...............Val
Karl Þráinsson............Víkingi
Geir Sveinsson ...............Val
Jón Kristjánsson...............KA
Einar Einarsson.........Stjömunni
Skúli Gunnsteinsson ...Stjömunni
Þjálfari í ferðinni verður Geir Hall-
steinsson, en hann hefur stýrt
mörgum þessum leikmönnum í
unglingalandsliðum undanfarin ár.
Leikið verður í Atlanta, Gainsville,
Orlando, Raleigh tvívegis, og loks
í New York.