Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 29 Kaupmannahöf n: Leikritinu um Kaj Munk mjög vel tekið Jónshúsi. SUMARIÐ kom í júlíbyrjun eftir langa kulda- og vœtutíð. Það hafa verið nokkrir dýrðlegir sólskinsdagar og heimafólk og ferðamenn hafa notið veðurblíð- unnar. Dönsku jarðarberin, sem venjulega koma á markaðinn um 20. júní, fengu nú loks nægan yl, gómsæt og á hvers manns borði. Leikflokkurinn, Leikhúsið í kirkj- unni sýndi hið frábæra leikrit um Séra Kaj Munk í Vartóvskirkjunni hér í borg 25. og 26. júní sl., í Malmö 28. júní og þá var leikflokkn- um boðið að sýna í kirkjunni í Vedersö, heimastað Kaj Munks. Var hið síðastnefnda auðvitað hápunkt- ur ferðarinnar og verður nánar frá sagt hér í blaðinu. Sýningarnar í Vartóvskirkjunni tókust prýðisvel og var húsfyllir, og leikendum og höfundi vel fagnað í_ sýningarlok. Ung telpa Helga Ámadóttir færði höfundinum, Guðrúnu Ásmundsdóttur, og Amari Jónssyni, sem leikur hinn nafn- kunna prest og rithöfund af mikilli snilld, fagra blómvendi frá safnað- amefnd íslenzka safnaðarins í Kaupmannahöfn. Þá bauð safnað- amefndin til móttöku á heimili presthjónanna, en Ragnhildur Ól- afsdóttir rithöfundur, sem sæti á í nefndinni, hafði veg og vanda af undirbúningi leiksýninganna hér í Höfn. Þorbjörg Daníelsdóttir snéri úrdrætti úr leikritinu á dönsku og fylgdi þýðingin sýningarskrá, enda sögðust danskir áhorfendur hafa notið sýningarinnar til fullnustu og hinna sterku áhrifa, sem hún hefur á marga. Séra Árelíus Níelsson predikaði við íslenzku guðsþjónustuna hér í júnílokin og var sönn ánægja að hlýða á mál hans. Ekki er honum aldurinn að meini. Söngfólk úr kirkjukór Lágafellskirkju heiðraði kirkjugesti með nærveru sinni og fallegum söng við sömu athöfn. Organisti var María Ágústsdóttir. Þá lék Ólafur Einarsson, söng- stjóri, sem hér er búsettur, á flygilinn í félagsheimilinu við messukaffíð og var ógleymanlegt að hlusta á Mosfellingana syngja þjóðsönginn undir stjóm hans. Sívalitum átti 350 ára afmæli í gær og var haldið upp á daginn með margvíslegum hætti. Fyrst Söngfólk úr kirkjukór Lágafellssóknar syngur í Sct. Pálskirkju. Séra Árelíus ásamt Maríu dóttur sinni og fleiri kirkjugestum. komu leikarar í gervi Kristjáns kon- ungs IV, Eleonoru Kristínu dóttur hans o.fl. akandi í hestvagni frá Ráðhústorginu að hinum gamla heimsfræga tumi. Ekki óku þau upp í tuminn eins og Kristján IV gerði á sínum tíma, en gengu upp í bókasafnssalinn, sem er á loftinu yfír Trinitatiskirkjunni. Var þar stutt leiksýning, nefnd blaða- mannafundur. Salur þessi er geysi- stór og var opnaður almenningi fyrir fáum vikum eftir gagngerar bætur, og er þar nú sýning á verk- um nemenda józka listaháskólans. Þá vom tónleikar í kirkjunni liður í hátíðahöldunum í minningu Kristj- áns konungs og um kvöldið var flugeldum skotið af þaki Sívala- tums, sem er tæplega 35m hár. Var það glæsileg sjón. Sívaliturn hlýtur að vera með fyrstu og mikilvægustu viðkomu- stöðum íslenzkra ferðamanna í Kaupmannahöfn, enda íslenzkar söguslóðir allt í kring og margir muna lýsingar sr. Jóns Sveinssonar á tuminum í Nonnabókunum. Sum- armánuðina gengur sendiráðsprest- urinn með löndum sínum um íslendingaslóðir. Hitzt er við Tum á miðvikudögum kl. 15. Fyrir nokkru var bókmennta- kvöld í félagsheimilinu, þar sem íslenzkir rithöfundar hér lásu úr verkum sínum. Dóra Stefánsdóttir las úr bók sinni um strákinn í Breið- holtinu, Hörður Torfason flutti texta, sem brátt munu heyrast á næstu plötu hans, en Hörður mun Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lsgsta MeAal- Magn Heildar- verA verA verA (lestir) verA (kr.) Þorskur 40,80 37,80 38,29 25,0 956.334 Ýsa 61,00 54,00 59,00 6,5 381.159 Undirmáls- þorskur 12,00 12,00 12,00 0,5 6.015 Samtals 42,04 32,0 1.344.915 Aflinn í gær var að mestu úr gámum frá Reykjavík og Húnaröst. Einnig nokkur bátafiskur. í dag verður uppboð kl. 16 og verða þar seld 33 tonn af þorski, 12 tonn af ýsu og 10 tonn af blönduðum afla úr mótorbátnum Eini. FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík Hæsta Lægsta MeAal- Magn Heildar- verA verA verA (lestir) verA (kr.) Þorskur 36,00 35,00 35,70 2,5 81.952 Karfi 21,00 19,50 20,26 16,2 327.866 Ufsi 20,00 19,50 19,85 12,1 239.878 Samtals 42,04 32,0 1.344.915 Aflinn í gær var úr Ottó N. Þorlákssyni RE.. Til sölu verður í dag 10 tonn af þorski, 10 tonn af ufsa, 10 tonn af karfa, 7 tonn af ýsu og 30 tonn af kola úr Ásgeiri RE, Ottó N. Þorlákssyni og bátunum aðalbjörg, Guðbjörg og sæljóninu. halda tónleika í Norræna húsinu í Reykjavik í septemberbyijun. Inga Bima Jónsdóttir las framsamin ljóð, m.a. um Bergljótu gestgjafa, og Gylfi Pálsson las óbirta og skemmti- lega veiðisögu sína, sem hann nefnir Silfurskeiðina. Var fjölmenni eins og ávallt, er slíkar bókmenntakynn- ingar fara fram hér í húsi Jóns forseta. G.L.ÁSg. Morgunblaðið/G.L-Ásg. Frá sýningunni í Vartóvskirkjunni. Helga Árnadóttir færir Arnari Jónssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur blómvendi. Abending til Flosa og Staksteins Vegna umræðna um könnun á við- horfum fréttamanna til eigin starfs MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi athugasemd frá Þorbimi Broddasyni. „í vikulegum dálki sínum á 2. síðu Sunnudagsblaðs Þjóðviljans hinn 12. þ.m. (sem kollega hans, Staksteinn, endurprentar nær óstyttan í gær) sýnir Flosi Ólafsson prýðileg tilþrif í eftirlætisiðju sinni að beija á félagsfræðingum. Grein- in er hin skemmtilegasta eins og Leiðrétting: Kiwanis- fundurinn er í kvöld SETBERG, Kiwanisklúbburinn í Garðabæ efnir til sumarfundar í kvöld. í blaðinu í gær var rang- hermt að fundurinn ætti að vera þá um kvöldið. Ræðumaður á sumarfundinum verður sam- gönguráðherra Matthías Á. Mathiesen. Fundurinn verður haldinn í Kiw- anishúsinu við Brautarholt 7 í Reykjavík. Hefst hann kl. 20.00. í fréttatilkynningu Setbergs eru fé- lagar hvattir til að mæta. oft vill brenna við þegar Flosi er annars vegar og vona ég að það spilli ekki gleði neins þótt ég ieið- rétti tvennt sem missagt er í pistli hans. Flosi segir: „Aðstandendur þessa verkefnis, sem sagt nemendur í fjöl- miðlafræði við Háskóla íslands, draga fram það sem þeim að eigin dómi fínnst eftirsóknarverðustu kostir góðra blaða- og fréttamanna, í því skyni að láta starfandi blaða- menn dæma um mikilvægi hvers um sig.“ Hér hallar Flosi réttu máli, því í skýrslunni segir (bls. 12): „Telur þú eftirtalda eiginleika til eftirsókn- arverðra kosta góðra blaða- og fréttamanna?" Þannig hljóðaði fyrsta spumingin á listanum í könn- un okkar og svarendum var gefínn kostur á að gefa hveijum af 22 eiginleikum sem upp vora taldir stig frá 0—10.“ Eftir að hafa skilvíslega tilgreint eiginleikana heldur Flosi áframf * „Þessi upptalning á kostum góðs blaðamanns talar sínu máli. Greini- lega ekki gert ráð fyrir því að máli skipti hvort blaðamaður sé það sem stundum var áður kallað ritfær eða vel máli farinn." (Leturbr. Flosa.) Hér fer Flosi með ósatt mál. í fréttamannakönnuninni var beinlín- is spurt um málfar og í skýrslunni (bls. 21) er birt tafla þar sem greint er frá svöram um hvort fslenskum fréttamönnum sé, að dómi svar- enda, áfátt í málfari. Birtar eru athugasemdir og ályktanir um töfl- una og í kjölfarið fylgir umræða (ásamt annarri töflu) sem snýst m.a. um svör fréttamanna við spumingunni „Er að þínu mati ein- hvem menntun annarri fremur heppileg sem undirbúningur fyrir blaða- og fréttamennsku?" Svörin við þeirri spumingu gáfu til kynna að nám í íslensku væri af flestum talið heppilegasti undirbúningur fréttamannsstarfs. Með þökk fyrir birtinguna. 15. júlí 1987, Þorbjöm Broddason. Borgarráð: Bráðabirgðaviðgerð á tjarnarbakkanum Leiðréttinff Grindavík. * Vegna fréttar af mótmælum bæjarstjómar Grindavíkur á fyrir- huguðum sorphaugum í Krýsuvík- urlandi er rétt að taka fram að Grindvíkingar hafa ekki lögsögu í Krýsuvíkurlandi því Alþingi sam- þykkti lög á sama tíma og land- búnaðarráðuneytið seldi Hafnar- fjarðarbæ bújarðimar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ, þar sem kveðið er á um breytingu á lögsagnaramdæmi. Kr. Ben. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gerð verði bráðabirgðavið- gerð á tjarnarbakkanum meðfram Fríkirkj uvegi og við Vonarstræti. Að sögn Bjöms Friðfínnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar verður lagður malarkanntur meðfram bakkan- um til að auðvelda viðgerð og varna því að hann hrynji. Júlíus Hafstein formaður um- hverfísmálaráðs sagði að kantur- inn væri að hrynja og væri að auki hættulegur á köflum. „Fyrir- huguð uppfylling er ekki hugsuð til frambúðar nema og ef að ávk- örðun verði tekin um að breikka Fríkirkjuveginn. Þess vegna er ekki ástæða til að fjalla um upp- fyllinguna í umhverfísmálaráði,“ sagði Júlíus. Broddur seldur í Austurstræti Selfossi. SAMKÓR Selfoss verður með broddmjólk og fleiri heimaunnar markaðsvörur i Austurstræti í dag frá kl. 13.30. Kórinn er á föram til Kanada á næstunni svo að þetta verður síðasta broddsala þeirra um tíma, en salan hefur alltaf verið afar vin- sæl. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.