Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 25 Útvarpssendingar ísraela til Sovétríkjanna: Aftur byijað á truflunum Hættu um stund eftir komu sendinefndarinnar Tel Aviv, Reuter. Sovétmenn hafa aftur tekið til við að trufla sendingar ísraelska útvarpsins á hebresku til Sov- étrikjanna. Var því hætt sl. mánudag', skðmmu eftir komu sovéskrar sendinefndar til ísra- els, og trúðu því sumir, að þær yrðu ekki teknar upp aftur. Yitz- hak Shamir forsætisráðherra telur, að sendinefndarkoman Kína: Hafa áhyggj- ur af fjár- hættuspilinu Peking, Reuter. KÍNVERSK yfirvöld skoruðu í gær á ættingja þeirra, sem hafa orðið spilafíkninni að bráð, að hjálpa lögreglunni við að útrýma fjárhættuspili. Fyrir nokkru fannst leynilegt spilaviti fyrir utan Peking og varð það til þess, að stjómin skar upp herör gegn þess- ari ólöglegu iðju. „Almenningur allur, ekki síst ást- vinir fjárhættuspilaranna, ætti að hjálpa lögreglunni við að uppræta þetta fyrirbæri á sama hátt og reynt er að útrýma rottum," sagði í Dag- blaði Pekingborgar og þar kom einnig fram, að fyrir byltinguna hefði fjár- hættuspilið verið alvarlegt þjóðfé- lagsmein og væri nú aftur farið að stinga upp kollinum. Fjárhættuspil hefur verið ólöglegt frá 1949. Fyrir nokkru voru fjórir menn dæmdir í tveggja ára fangelsi og endurhæfíngu fyrir að hafa rekið spilavíti á hóteli skammt frá Peking. Var jafnan mikið lagt undir eða sem svarar til flögurra mánaða launa venjulegs verkamanns í Kína. kunni að boða nýjan tíma í sam- skiptum þjóðanna en varar við of mikilli bjartsýni. Sovéska sendinefndin kom til ísraels á sunnudag og áður en sólar- hringur var liðinn hafði verið hætt að trufla sendingar ísraelska út- varpsins til Sovétríkjanna. Töldu flestir, að það væri tengt heimsókn Sovétmannanna, þeirri fyrstu í 20 ár, en nú hallast fleiri að því, að aðeins hafi verið um að ræða tækni- legar ástæður fyrir hléinu. Shamir forsætisráðherra sagði í gær, að heimsókn Sovétmannanna gæti hugsanlega markað upphaf nýrra og betri samskipta milli þjóð- anna en lagði áherslu á, að enn væri ekkert vitað um hvað fyrir Sovétstjórninni vekti. Sovétmenn slitu stjórnmálasambandi við ísra- ela árið 1967 og segjast ekki munu taka það upp aftur nema ísraels- stjóm fallist á friðarráðstefnu um Miðausturlönd með þátttöku PLO, frelsissamtaka Palestínumanna. Israelar vilja hvorki sjá né heyra PLO en stjórnin er klofín í afstöð- unni til ráðstefnunnar. Shamir og Likud-bandalagið eru andvíg henni en Shimon Peres og Verkamanna- flokkurinn em henni samþykkir. Reuter. Eftir sprengingarnar þyrptist fólk í leit að ættingjum sínum til sjúkrahússins þar sem líkunum hafði verið komið fyrir. Pakistan: Miklar mótmælaaðgerð- ir í kjölfar sprenginga Karachi. Reuter. ÞRIGGJA daga þjóðarsorg hefur verið fyrirskipuð í Pakistan eftir sprengjutilræði í borginni, Kara- Danmörk: Hrun í skinkuútflutn- ingi til Bandaríkjanna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÆVINTÝRIÐ í kringum útflutn- ing Dana á skinku til Banda- rikjanna verður að öllum líkindum fyrir bí, áður en langt um líður. A einu ári hefur útflutningur dan- skra kjötvinnslufyrirtækja minnk- að úr 1400 í 600 tonn á viku. Ástæðan er fyrst og fremst lágt gengi dollarans. Jyllands Posten telur, að hmnið á Bandaríkjamarkaðnum sé fyrirboði örlagaríkra atburða fyrir dönsku kjötvinnsluna, sem sér um 25.000 manna fyrir atvinnu. Eitt af stóm kjötútflutningsfyrir- tækjunum, Tulip, varð að segja upp hundmðum starfsmanna í liðinni viku. Forstjórinn, Erik Möller, segir, að á síðasta ári hafí fyrirtækið orðið að borga 4-5 danskar krónur með hvetju kílói af dósaskinku, sem seld hafi verið til Bandaríkjanna. Tulip- kjötvinnslan er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Norðurlöndum og hefur um 30% af svína- skinkumarkaði Dana í Bandaríkjun- chi, á þriðjudag þar sem a.m.k. 73 létu lífið og tæplega 300 særð- ust. Forseti landsins, Zia U1 Haq, kom til borgarinnar i gær og heimsótti hina slösuðu þar sem þeir dvelja á sjúkrahúsi. Mörg fyrirtæki í Karachi vom lok- uð í gær í mótmælaskyni við hryðju- verkin og námsmenn efndu víða til mótmælaaðgerða. Kröfðust þeir þess að Ghaus Ali Shah, ráðherra Sind- héraðs, segði af sér þar sem yfírvöld- um tækist ekki að gæta öryggis borgaranna. í desember var einnig krafíst afsagnar hans eftir að 165 manns höfðu látið lffið í óeirðum í borginni. Á þriðjudagskvöld beitti lögreglan kylfum og táragasi til þess að dreifa æstum mannQölda er hóp- aðist að Shah, er hann kom til sjúkrahússins er hinir særðu höfðu verið fluttir til. í gær kom til óeirða í tveimur hverfum Karachi og einnig í borginni Hyderabad, sem er um 175 km fyrir austan Karachi, er lögregla reyndi að dreifa mannflölda er hrópaði vígorð gegn forseta landsins, forsæt- isráðherra og Ghaus Ali Shah. í hverfínu Liaquatabad, í Karachi, lét tvítugur maður lífíð er lögregla hóf skothríð á hóp ungmenna er hélt áfram að stöðva umferð og kasta steinum í ökutæki, eftir að lögreglan hafði varpað að hópnum táragas- sprengjum. Engin samtök hafa lýst yfír að þau beri ábyrgð á sprengingunum tveimur, sem eru hinar mannskæð- ustu af mörgum sprengingum á undanfömum mánuðum. Stjómvöld segja útlendinga bera ábyrgðina og eiga þá væntanlega við útsendara kommúnistastjómarinnar í Afganist- an sem þau hafa sakað um að standa fyrir sprengjutilræðum í Pakistan. Því hefur einnig verið varpað fram að stríðandi fylkingar Shíta eða Sunni múhameðstrúarmanna geti hafa verið þama að verki, eða jafn- vel stuðningsmenn klerkastjómar- innar í Iran. Hin opinbera fréttastofa í Pakistan APP, skýrði frá því f gær að öryggis- ráðstafanir við flugvelli, hafnir og jámbrautarstöðvar hefðu verið hert- ar til þess að reyna að draga úr þeirri öldu hryðjuverka er risið hefur í landinu. Maille Dijon sinnepið er franskt gæðasinnep sem alltaf er gott að hafa við hendina þegar búa á til góðan mat. Auk þess að vera gott í alla kjöt- og fiskrétti er það nauðsynlegt í hvers kyns marineringu og alveg ómissandi í sósur. Hér látum við fylgja einfalda uppskrift að ljúffengri Dijon sinnepssósu sem gott er að hafa með öllu lamba- og nautakjöti Ljúffeng rjómasinnepssósa: Byrjið á að steikja smátt saxaðan lauk á pönnu í ólífuolíu. Bakið svo sósuna upp með soðinu af kjötinu ogsetjið 1/2 dl afrjóma og 1 msk. af mildu Maille Dijon sinnepi saman við. Haldið sósunni heitri. Maille Dijon sinnepið fœst milt, sterkt, sœtt q. og bragðbætt JL t með hvítvíni. §o3l I lauslegri þýðingu: Sinnep í sérflokki. Innflutningur og dreifing ó góðum matvörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.