Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Fjóla Sigmunds- dóttir - Minning í dag kveðjum við elskulega vin- konu, Fjólu Sigmundsdóttur, sem andaðist á Borgarspítalanum þann 12. júlí síðastliðinn. Fjóla fæddist í Vestmannaeyjum 19. september 1915 og ólst þar upp í stórum systk- inahópi í Vinaminni. Árið 1935 giftist hún Svavari Marteinssyni frá Norðfirði, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 1962. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Hilmar, sem giftur er Aldísi Guðmundsdóttur, og Garðar, en hans kona er Bryndís Ragnarsdóttir. Bamaböm era sex og bamabamabömin tvö. Kjmni okkar af Fjólu hófust fyrir rúmum tuttugu áram þegar Garðar sonur hennar og Bryndís dóttir okkar og systir felldu hugi saman, og höfum við á þessum áram átt saman margar ánægjustundir. Fjóla var sérstaklega glæsileg kona, björt yfirlitum og róleg í fasi. Hún bjó yfir mikilli lífsgleði og hafði mikla ánægju af ferðalögum, bæði innanlands og utan. í mörg ár fór hún á hveiju hausti í sólarlandaferð og sagði sjálf, að hún notaði þessar ferðir til að fylla sig krafti fyrir veturinn. F'yrir nokkram áram kynntist hún Jóni Inga Guðmunds- syni og eignaðist í honum góðan t SÉRA SIGURÐUR PÁLSSON lóst þann 13. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans láti Selfosskirkju njóta þess. Minningarkort Selfosskirkju fást í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og á Selfossi. Stefanía Qissurardóttir og fjölskylda. t Eiginmaður minn, ÁRNI GARÐAR KRISTINSSON, Melabraut 65, Seltjarnarnesi, lést í Landspítalanum 14. júlí. Ragnheiður Kristjánsdóttir og börn. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgtinblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. FÆRANLEGIR SUMAR- OG VETRARBÚSTAÐIR Tvö síðustu hjólhýsin á frábæru verði og kjörum. 1 stk. C.l. MUSKATEER 14 fet. Tvöfalt gler, hiti og ísskápur. 1 stk. KNAUS SUDWIND 17 fet. ' Mjög vandaðmeðöllumaukahlutum. Gísli Jónsson og Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644. Borgartún 26, sími626644. Andrés Jóns- son - Minning félaga. Vora ófáar ferðimar sem þau tóku sér á hendur og vora þau nýkomin úr Þórsmerkurferð þegar syrti að. Auk þess að vera ferðafé- lagi var Jón Ingi henni ómetanlegur félagi í hinu daglega lífí. Bamabömum sínum var Fjóla góð amma og áttu þau með henni margar skemmtilegar stundir og heyrðu hjá henni margar sögur og frásgnir, en hún hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu. Einnig eyddi hún mörgum stundum í að spila við bamabömin og verður söknuðurinn sár hjá þeim. Einn af föstum liðum á hveiju ári er jólaboð- ið héma í Sólheimunum, og var Fjóla þar hrókur alls fagnaðar, og verður tómlegt við þéttsetið matar- borðið án hennar. Þegar litið er um öxl koma upp í hugann margar ánægjulegar minningar og fyllumst við þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þessa góðu konu að vini. Við samhryggjumst sonum henn- ar, tengdadætram og bamabömum, og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Fjölskyldan Sólheimum 50. Fæddur 5. desember 1970 Dáinn 27. júní 1987 Andrés er farinn. Okkur setti hljóð við þá frétt. Það var ekki nema mánuður síðan við kvöddum hann, hressan og kátan enda var hann að fara alfarinn heim til Eski- flarðar. Öll áttum við von á að hitta Andrés aftur. Með söknuði höfum við nú kvatt hann hinstu kveðju. Minningin um Andrés geymist áfram því hann var sterkur per- sónuleiki og við sem þekktum hann eram ríkari eftir þau kynni. Hann bjó yfír miklum vilja og vakti at- hygli og aðdáun þar sem hann fór. Þrátt fyrir fötlun sína nýttust hon- um vel þeir kraftar sem honum vora gefnir. Á síðastliðnu ári fékk Andrés sérstakan tölvubúnað og opnuðust honum þá möguleikar varðandi tjáskipti og tómstundir. í nóvember sl. rættist síðan lang- þráður draumur Andrésar með tilkomu rafmagnshjólastólsins. Á skömmum tíma náði hann góðu valdi á að stýra honum með hægri fæti en það var sá líkamshluti sem Andrés hafði besta stjóm á. NÚ gat hann einn og sjálfur kannað um- hverfí sitt. Andrés hafði mikinn metnað gagnvart þessum tækjum og gerði sér grein fyrir að þau stuðluðu að framför hans og sjálfstæði. Við sem umgengumst Andrés bundum mikl- ar vonir við framtíð hans. Þessar vonir era nú brostnar í lifanda lífi en eins og segir í Spámanninum: „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður leitað á fund Guðs síns.“ Undanfarin tvö ár bjó Andrés á Vonarlandi og stundaði nám í Egils- staðaskóla. Hugurinn var þó alltaf bundinn foreldrahúsum á Eskifírði, en þangað fór hann um helgar og í öllum fríum. Foreldrar hans vora alla tíð stoð og stytta tilvera hans. Hugðust þau nú flytja til Reykjavík- ur svo Andrés gæti sótt skóla úr foreidrahúsum. Hann var sólar- geislinn í fjölskyldunni og því er sorgin stór. Jóni, Guðrúnu og systkinum Andrésar sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þess að þau hljóti styrk í sorg sinni. Starfsfólkið á Vonarlandi Minning: Krístján E. Krístjáns son Bolungarvík Fæddur 3. mars 1937 Dáinn 7. júlí 1987 Æskufélagi minn og vinur, hann Kitti Elli er dáinn. Þessa fáu daga, síðan ég frétti lát hans hef ég hugs- að meira um dauðann og tilgang lífsins en oft áður og mun það vísast vera vegna þess, að Kitta þekkti ég betur og hafði meira saman við að sælda um langa tíð, en aðra menn, þótt vissulega komi þar til aðrir atburðir nýskeðir. Það var árið 1956 um haustið, að við þrír ungir menn úr Bolung- arvík tókum far með Fagranesinu og síðan rútu og voram að fara í skóla til að undirbúa okkur undir lífið. Þetta voram við Kitti Elli og Jón Eggert. Þeir vora á leið á stýri- mannaskóla á Akureyri en ég í Verslunarskólann í Reykjavík. Mér er það minnisstætt, að þegar ég kvaddi þessa vini mína við Akur- eyrarrútuna daginn eftir, hvað ég í raun öfundaði þá að vera að fara í stýrimannaskóla og vera alveg ákveðnir í að verða sjómenn og ekkert annað. Sjálfan langaði mig nefnilega bæði til að vera það og líka eitthvað óskilgreint annað. Seinna átti ég svo eftir að vinna undir stjóm þessara beggja vina minna á fleiri en einu skipi og stundum þeirra beggja, þegar annar var skipstjóri og hinn stýrimaður. Kitti byijaði mjög ungur til sjós með föður sínum, Kristjáni G. Jens- syni á Víking ÍS 106. Þeir feðgar VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið lágmarksverð á hörpudiski frá 15. júlí til 30. september. Heildarverð fyrir hörpudisk í vinnsluhæfu ástandi, 7 sm. á hæð og lengri verður 17,50 krónur fyrir vora á þessum áram mjög sam- rýmdir og bára greinilega mikla virðingu hvor fyrir öðram. Kitti var natinn stýrimaður og naut þess að hafa alla hluti í lagi og köttþrifinn eins og sagt er. Hann var mjög laginn við víra og tóg og naut sín sérstaklega vel við að útbúa skip og veiðarfæri fyrir nýja vertíð og var þá alltaf í góðu skapi og tilbú- inn að segja undirmönnum sínum til um vinnubrögð, hnúta og splæs. Eins og áður sagði byijaði Kitti sjómennsku með föður sínum og naut þess alla ævi, sem hann lærði af honum. Reyndar var það eitt höfuðeinkenni á skapgerð Kitta, hvað hann unni foreldram sínum, systkinum og systkinabömum heitt og innilega. Móðir hans, Guðrún Bjamadóttir, lést fyrir nokkrum áram og veit ég að það hefur verið Kitta mikill miss- ir, svo mjög sem hann var tengdur og á vissan hátt háður foreldram sínum og fjölskyldu. Og mikið gladdist ég fyrir hans hönd þegar ég frétti að systursonur hans hefði látið son sinn heita í höfuð hans. Mér finnst núna eins og ég hafi misst af einhveiju við það að hafa ekki rækt vináttuna við Kitta eins og skyldi síðustu árin, en ég er líka þess fullviss að þessi kaflaskipti era ekki endalokin og allavega verður aidrei burt tekin sú góða tilfinning, sem fylgdi vináttu hans. Ég vil svo að lokum flytja föður hans og öðram aðstandendum samúðarkveðjur og hvert kfló en skiptaverð 13,30 krón- ur. Fyrir hörpudisk sem er 6-7 sm. á hæð verður heildarverð 14,50 krónur fyrir hvert kfló en skipta- verð 11,02 krónur. Samkvæmt lögum er skiptaverð 76% af heildar- verði. kveðja þennan vin minn með þakk- læti fyrir samverustundimar. Halldór Ben Halldórsson. Vér sjáum hvar sumar rennur með sól jrfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem drottinn gaf. (M.Joch.) Kristján Erlendur var fæddur 2. mars 1937 í Bolungarvík, sonur hjónanna Guðrúnar Bjamadóttur og Kristjáns G. Jenssonar, þriðji í röðinni af fimm systkinum. Hann ólst upp í Bolungarvík og átti þar heima alla tíð. Hann valdi sér sjó- mennsku að ævistarfi og var bæði stýrimaður og skipstjóri og nú síðast reri hann á eigin trillu og þar um borð lést hann þann 7. júlí sl., aðeins fimmtugur að aldri. Þessi fátækiegu orð era aðeins til að minnast með þakklæti góðs vinar, sem nú hefur kvatt skyndilega. Ég kveð hann með þökk fyrir sam- fylgdina og ósk um að nú sigli hann fleyi sínu að fjarlægri strönd, þar sem ættingjar og vinir taka á móti honum. Ég sendi föður hans, systkinum og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hans. Ólafur Daði Ólafsson. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Hörpudisksverð ákveðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.