Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
158. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Risaoliuskip frá Kuwait:
Nota kíki til að
sjá stafna á milli
Bahrain, Reuter.
Risaolíuskipið frá Kuwait,
sem verður fyrst til að sigla
undir bandarískum fána inn á
Persaflóa, er svo stórt, að þeg-
ar yfirmennirnir eru í brúnni
aftast á skipinu verða þeir að
nota kíki til að sjá hvað fram
fer í stafninum.
Al-Rekkah, sem í næstu viku
siglir inn á flóann undir nafninu
Bridgeton, er stærsta skipið í eigu
Kuwaitmanna og það stærsta í
Miðausturlöndum, 401.382 tonn,
366 metra langt og 70 metra
breitt. Er mikil sjálfvirkni um
borð í þessum „Rolls Royce“ olíu-
skipanna og áhöfnin aðeins 27
manns. Skipstjórinn er banda-
rískur, aðrir yfirmenn evrópskir
en undirmenn frá Filippseyjum.
Haft er eftir kunnugum, að
réðust íranir á skipið með þeim
vopnum, sem þeir hafa beitt að
undanförnu, hreyfilstýrðum hand-
sprengjum, skriðdrekaflaugum og
vélbyssuskothríð, væri það eins
og að „stinga fíl með títupijón-
um“.
Reuter
Á myndinn sést fólk leita að persónulegum munum sínum á tjaldstæðinu í gær eftir flóðið. Bilar
og húsvagnar lágu eins og hráviði um allt svæðið.
Flóðið í Frakklandi:
Talið að 50 hafi látið lífið
Annecy, Frakklnndi, Reuter.
ÓTTAST er að 50 manns hafi
farist í gær þegar áin Borne
fiæddi yfir bakka sína og færði
tjaldstæði í frönsku Ölpunum á
kaf í vatn og eðju. Sagði lög-
reglan, að tjöld, húsvagnar og
bílar hefðu sópast burt með
flóðöldunni.
Um miðjan dag í gær höfðu
fundist 22 lík og þóttu þá litlar
líkur á, að nokkur þeirra 28, sem
enn var saknað, væri á lífí. Fjöru-
tíu manns slösuðust, þar af tíu
alvarlega, en á tjaldstæðinu voru
200 manns þegar flóðið skall yfír.
Stafaði það af gífurlegu úrfelli,
sem aftur olli miklum vatnavöxt-
um í ám og lækjum.
Fólkið á tjaldstæðinu uggði
ekki að sér fyrr en leðjan og vatn-
ið steyptust yfír það og eru nokkur
börn meðal hinna látnu. Brak úr
húsvögnum og öðru á tjaldstæð-
inu skolaðist út í Borne-á, sem
rennur í Arve-fljót, og er nú verið
að leita þar að líkum þeirra, sem
er saknað.
Danmörk:
Járnbrautar-
starfsmönn-
um hótað lífláti
Kaupmannahöfn, frá fréttaritara MorgnnbiaðsinB, NJ. Bruun.
FORSTJÓRA Dönsku ríkisjám-
brautanna hafa borist bréf
undanfarnar tvær vikur þar sem
hótað er morðum og skemmdar-
verkum ef tilræðismennimir fái
ekki greiddar þtjár og hálfa
milljón danskra króna. Stjóra
fyrirtækisins og lögreglan hafa
reynt að halda þessu leyndu en
dagblað nokkurt komst að hinu
sanna og sagði frá hótununum
í gær.
Fyrir nokkru sprakk sprengja í
sjúkrahúsi í landinu og kröfðust
tilræðismenn þá einnig peninga.
Þeir hafa hins vegar beðist afsök-
unar og lofað bót og betrun.
Lögreglan telur að ekki sé um
sömu menn að ræða.
Skemmdarverk hafa verið unnin
á eignum Ríkisjámbrautanna síðan
fyrsta bréfið barst 27. júní. Bensíni
var hellt inn um bréfalúgu hjá
háttsettum yfírmanni jámbraut-
anna og síðastliðinn laugardag var
kveikt í lest á stöð norður af Kaup-
mannahöfn. Skaðinn nemur um
18 milljónum danskra króna.
í einu bréfanna var því hótað
að þrír starfsmenn járnbrautanna
yrðu teknir af lífí ef ekki yrði geng-
ið að kröfunum; einnig var hótað
skotárásum á lestir og sagt að þær
yrðu settar út af sporinu. Yfírvöld
töldu nauðsynlegt að halda málinu
leyndu en stéttarfélag starfsmann-
anna er ósammála þeirri ákvörðun.
Reuter
Poindexter (t.v.) ásamt ráðgjafa sínum, Richard Beckler, við yfir-
heyrslurnar í gær.
Djúpsprengj-
um varpað
Stokkhólmi, Reuter.
SÆNSKAR flotaþyrlur vörpuðu
í gær djúpsprengjum á staði í
Helsingjabotni þar sem menn
hafa grun um að erlendir kaf-
bátar og kafarar hafist við.
Talsmaður sænska flotans sagði
að kafbátaleitin hefði nú staðið
i meira en tvær vikur.
„Aðgerðimar em byggðar á nið-
urstöðum mælitækja og lýsingum
sjónarvotta en sprengingamar hafa
ekkert leitt í ljós ennþá,“ sagði tals-
maðurinn.
Kafbátanet hafa verið lögð til að
reyna að loka hafsvæðinu og
frístundaköfun var bönnuð þar í
gær.
Poindexter í vitnaleiðslu:
Reagan vissi ekki um
kontra-greiðslumar
Washington, London, Reuter.
JOHN Poindexter, fyrram ör-
yggisráðgjafi Reagans forseta,
bar í gær í fyrsta sinn vitni fyrir
rannsóknarnefnd Bandaríkja-
þings og sagðist hann hafa verið
einn um að samþykkja þá ráða-
gerð að yfirfæra hagnað af
Irans-vopnasölunni til kontra-
skæruliða í Nicaragua. Hann
sagðist hafa talið málið hættu-
Iegt frá pólitísku sjónarmiði og
þvi ákveðið að blanda Reagan
ekki í það.
Ég tók vandlega ígmndaða
ákvörðun um að biðja forsetann
ekki leyfis fyrir áætluninni vegna
þess að þannig gat ég firrt hann
ábyrgð og gert honum fært að neita
öllu ef eitthvað læki út síðar," sagði
Poindexter sem sagði af sér emb-
ætti í nóvember síðastliðnum, sama
dag og North ofursta var vikið frá
störfum. Hann sagðist einnig sann-
færður um að forsetinn hefði sjálfur
verið samþykkur ráðagerðinni ef
hann hefði fengið vitneskju um
hana.
Rauði þráðurinn í vöm Norths
ofursta fýrir nefndinni undanfama
daga var sá að hann hefði aðeins
hlýtt skipunum yfírmanna sinna
eins og sönnum landgönguliða bæri
og ítrekaði hann oft föðurlandsást
sína. Poindexter, sem er aðmíráll
að tign, tók hins vegar alla ábyrgð
á sjálfan sig og sagði í gær að
hann væri stoltur af stöðu sinni í
flotanum en málið kæmi flotanum
ekkert við. Hann var borgaralega
klæddur við yfirheyrsluna í gær.
Eitt atriði í vitnisburði aðmíráls-
ins kemur sér illa fyrir forsetann.
Poindexter staðhæfír að Reagan
hafí í desember 1985 undirritað
skjal þar sem leyfí er veitt til að
selja bandarísk vopn til írans gegn
loforði þess efnis að bandarískum
gíslum, sem stuðningsmenn írana
í Líbanon héldu föngnum, yrði
sleppt úr haldi. Talsmaður Hvíta
hússins sagði í gær að forsetinn
minntist þess ekki að hafa undirrit-
að slíkt skjal. Forsetinn hefur áður
sagt að upprunalegi tilgangurinn
með vopnasölunni hafí verið sá að
koma á sambandi við hófsöm öfl í
íran.
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, mun ræða við Reagan í Hvíta
húsinu á morgun og sögðu breskir
embættismenn að hún myndi hvetja
hann til að eyða ekki tíma sínum í
vopnasölumálið en tryggja þess í
stað að Bandaríkin taki frumkvæði
í málefnum Miðausturlanda og af-
vopnunarviðræðum risaveldanna.
Kafbátaleit Svía: