Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
15
Kjarval — Sumarsýning
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum
stendur nú yfír sumarsýning á verk-
um sjálfs meistarans, sem salurinn
og byggingin heita í höfuðið á.
Báðir gangamir og veggir kaffi-
stofu hafa og verið lagðir undir
framkvæmdina.
Að þessu sinni hefur áherslan
verið lögð á áður ósýnd verk
Kjarvals, þótt eldri og góðkunn séu
með í bland, og er það vel til fallið
og hárrétt staðið að verki. Mikið
er um verk, sem Kjarval sýndi aldr-
ei, uppköst og frumdrætti, sem
hann lagði til hliðar og geymdi eða
jafnvel gleymdi, en mikið samsafn
af slíku kemur iðulega í leitimar
að listamönnunum gengnum.
Kannski er það rétt, að þetta séu
myndir, sem hann málaði fyrir sjálf-
an sig og sýndi aldrei, en orðanna
hljóðan er þó ekki alveg rétt, eða
öllu heldur, þá er öll sagan ekki
sögð með þessari framsetningu, og
því auðvelt að misskilja hana. Að
sjálfsögðu mála allir skapandi mál-
arar, sem standa undir nafnbótinni,
allar myndir sínar fyrir sjálfan sig
að vissu marki, sjálfíð er ávallt í
fyrirrúmi, hvert sem myndefnið er
og hvort sem það er sjálfsprottið
eða ákveðið, bundið verkefni. Ekk-
ert er í þessum myndum, sem
Kjarval þurfti að fela fyrir um-
heiminum, engin pólitísk ádeila né
bylting í stílbrögðum, hér var það
einfaldlega þannig, að Kjarval vissi,
að lítið þýddi að sýna þessar mynd-
ir, sem voru þó óaðskiljanlegur hluti
vinnubragða hans og listar um leið.
í eðli sínu var Kjarval það, sem
á fagmáli nefnist „artisti", og er
afar vont að þýða orðið, svo að
meiningin skiljist rétt, en ég hef
oftar en einu sinni skilgreint, hvað
hér er átt við í umfjöllunum mínum
um einstakar sýningar á list hans.
Og það er einmitt þannig, að með-
vitað eða ómeðvitað hefur verið lögð
áhersla á þennan þátt í listsköpun
Kjarvals að þessu sinni, og var
löngu komin tími til, því að það er
einmitt hér sem bestu eiginleikar
hans komu fram, og þegar þeir fá
að njóta sín til fulls, rís list hans
hæst.
Horft til
eilífðarinnar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
„Horft til eilífðarinnar" nefnist
allsérstæð sýning eða réttara sagt
uppákoma í Galleríi Gangskör.
Höfundurinn er ung listspíra er
lauk námi úr málunardeild MHÍ á
síðastliðnu ári, Helgi Valgeirsson
að nafni. Helgi hefur aldeilis tekið
sýningarhúsnæðið í gegn og m.a.
klætt gólfíð túnþökum, fyllt eitt
homið af hvítum plastmálum, stað-
sett eina drykkjartunnu á miðju
gólfí og í innra herbergi situr mak-
ráð mannvera og horfír á_ sig (og
eilífðina) í stórum spegli. A veggj-
unum eru svo nokkur málverk,
svona til uppfyllingar og tónband
gengur á fullu.
Með þessu sýnir Helgi mikinn og
þakkarverðan vilja til að hrista upp
í frekar einhæfu sýningarstússi
hérlendra myndlistarmanna og
gengur til verks af mikilli og fijórri
athafnasemi. En þessi athafnasemi
einkennist onn sem komið er af því
að ganga í mál annarra og heims-
þekktra listamanna, og taka sitt
lítið frá hveijum og fella í eina
heild. Þegar á heildina er litið verð-
ur manni helst hugsað til Edvards
Kienholz (f. 1927 í Fairfeld, Los
Angeles), sem á þessu sviði er
hreinn snillingur — en einnig ýmissa
annarra.
Svona uppákomur voru og mjög
algengar fyrir 15 árum eða svo og
eru enn í fullu gildi víða og þá eink-
um ef upphafsmennimir eiga í hlut.
En það sem máli skiptir varðandi
framtak Helga er, að hann sýnir
hér ótvíræðan vilja til átaka á vett-
vangi myndlistarinnar og yfir
uppátæki hans er viss ferskleiki
æskunnar. Með tíð og tíma kann
svo getan að fylgja í kjölfarið.
Að því hlýtur að koma, að þessi
þáttur í lífí Kjarvals verði krufínn
sérstaklega og hér er tilvalið efni
í doktorsritgerð fyrir metnaðar-
gjaman listsagnfræðing. Og ekki
síst vegna þess, að þessi þáttur list-
ar hans er nútímalegastur og höfðar
því meira til samtíðarinnar en aðrar
hliðar listar hans. Hann er hér um
sumt ekki langt frá nýja málverkinu
svonefnda, hvað útfærslu snertir,
þótt hugmyndin að baki sé önnur
og fagurfræðilegri á svipaðan hátt
og Munchs, en við fengum einmitt
hingað ágæta sýningu á verkum
Munchs á sl. ári, sem sett var í
samband . við nýja málverkið.
Kjarval gat auðvitað ekki alfarið
málað eins og hann lysti, því að
hér var hann háður tímunum, sem
hann lifði á, aldarfari og brauð-
striti, jafnvel þótt hann hirti lítt um
það síðasttalda. Og vafalítið var
artistinn það, sem menn minnst
kunnu að meta framan af, þótt
hann komi raunar fram á einhvern
hátt í hverri einustu mynd, sem
hann málaði. Enginn getur t.d.
málað endalaust smádoppur í
myndir án þess að ofhlaða þær og
drepa nema að vera artisti, og hér
var Kjarval á heimavelli. Það
er t.d. eins og hin fræga mynd
Kjarvals af Flosagjá (Fjallamjólk)
hafí orðið til af sjálfu sér og fyrir-
hafnarlaust. Komið sem fljótandi á
fjöl, eins og sagt er, áreynslulaust
og eðlilega.
Og það er sama áreynslulausa
listfengið í flóknum myndum og
einföldum og laufléttum, Kjarval
þurfti ekki að hafa mikið fyrir því
að töfra fram hrifmiklar stemmn-
ingar, ein hönd var alveg nóg, ef
svo bar undir, eins og myndimar
nr. 97 og 98 eru til vitnis um.
Slík tök á línunni sér maður ein-
ungis hjá þrautþjálfuðum meistur-
um líkt og Matisse og Picasso, og
eins og þeir og aðrir miklir málarar
hafði hann tilfinninguna í sjáaldr-
inu, hafði hæfíleikann til að hugsa
og finna til með augunum.
Ljósið og birtugjafinn var honum
alltaf íhugunarefni, og norræn
heiðríkja er ávallt nálæg í myndum
hans eins og í myndum Munchs og
Haralds Sohlberg, sem hann dáði
svo mjög strax á unga aldri, er
hann var við nám í Kaupmanna-
höfn.
Ég minnist þess að málararnir
August Macke og Paul Klee voru
saman á ferð í Túnis árið 1914 og
uppgötvuðu þar líkt og fleiri málar-
ar einstæðan leik ljósbrigða á
þessum stað í Norður-Afríku, sem
varð þeim sem opinberun. Og
Kjarval hefði getað tekið undir það,
sem Klee skrifaði í kompu sína:
„ .. . litirnir taka mig fanginn. Ég
þarf ekki að leita þeirra. Þeir eiga
mig að eilífu, ég veit það. Það er
stund hamingjunnar, andi: ég og
litimir eru eitt. Ég er málari."
Það er stór stund í lífi sérhvers
manns, þegar hann uppgötvar
Fígúra
áþreifanlega að hann er málari,
slíkir skilja og skynja umhverfí sitt
í gegnum litinn, þannig að samein-
uð hughrifin eru þeim allt. Klee var
meistari þess að túlka hughrif, og
lögmál lita uppgötvaði hann í nátt-
úranni og síðan í þeim sjálfum,
þetta atriði að setja lit við lit þarf
tilfinningar við og verður ekki num-
ið af bókum.
Svipað var þetta með Kjarval,
hann upplifði litinn og það gerir
myndir hans einmitt svo ferskar,
það að lesa á túpumar og vera hér
fluglæs, er alls ekki nóg.
Þeir félagar Klee og Macke vora
sem bergnumdir og gerðu 25—50
framriss (skissur) á dag og lágu í
sæluvímu í sólinni og átu spergil,
eins og þeir skrifuðu heim. Og
myndir beggja þaðan era heims-
þekktar.
Það ganga þjóðsögur um afköst
Kjarvals, hann átti m.a. að hafa
málað ellefu málverk á Þingvöllum
á einum degi, og hér má koma fram,
að eftir að van Gogh seldi sína
fyrstu og einu mynd um dagana
greip hann slík sigurvíma og vinnu-
gleði, að hann málaði vel á sjötta
tug málverka, á fáum mánuðum
og allt heimsþekkt úrvalsverk.
Svona gengur þetta til hjá málur-
unum, þeir verða gripnir lífsfögnuði
við vinnu sína undir vissum kring-
umstæðum, er þeir skynja nýtt
landnám í list sinni og þá halda
þeim engin bönd. Og hver einasta
mynd, sem menn mála, á að vera
nýtt landnám, ný lifun, ný opin-
beran og þannig var það með
Kjarval, um leið og fangamark hans
er í pensiláferðinni í hverri einustu
mynd og ljóðræn línan sálræn fram-
lenging handa hans og tilfínn-
inga...
NÚ FER AD
HiTNA / KOLUNUM
Paö er tilhlökkunarefni að byrja
grillveislurnar aftur. Góöur matur, fjör
og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta
í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eöa jafnvel
sjálft grilliö. Leitaöu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf . . . nema grillmatinn!
Grillkol 2,3 kg
Grillkol 4,5 kg
Grillvökvi 0,51
Grillvökvi 1,01
Grill
225 kr.
434 kr.
75 kr.
120 kr.
frá 2076 kr.
Grillahöld og grillbakkar
I úrvali.
4 L Mallorkatilboð ^
Fjórir saman í ferð
ofarþegi borgar fullt, aoborgar 80%
,3
a
borgar 60% og L-u]o borgar aðeins 40%.
Sértilboðið gildir fyrir 25. júlí i þrjár vikur óháð aldri farþega!! Nú er að grípa
tækifærið og bregða sór til Mallorka á „klassa“ hótelin okkar.
OTKMTK,
Ferðaskrifstofa. I&naðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
AUK hf 15 157/SÍA