Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 6 Slökkviliðið íMiklagarði Slökkvilíðið í Reykjavík birtíst í Miklagarði í gær og kynnti sér hagnýt atriði, svo sem helstu út- gönguleiðir hússins, brunavarnarkerfi, raf- magnsinntak og vatnsöflunarleiðir á staðnum. Karlo Ólsen, varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að heimsóknir sem þessi væru ekki nýjar af nálinni heldur hefði verið farið í reglulega í kynnisferðir í fyrirtæki og stofnanir undanfarin 15 ár. Farið væri á um 30 staði á ári og tilgang- nrinn væri að kynna sér aðstæður og vera sem best undir slökkvistarf búinn. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 16.07.87 YFIRLIT á hádegl f gasr. Um 400 km suður af Reykjanesi er hæg- fara 987 millibara djúp lægð. Regnsvæði sem liggur frá íslandi suðaustur um Bretlandseyjar þokast norð-norðaustur SPÁ: Útlit er fyrir austan- og suðaustan-átt á landinu. Um suðaust- an- og austanvert landið og á annesjum norðaustanlands verður súld eða rigning. Hætt við skúrum suövestanlands en þurrt veröur á norðvestanverðu landinu. Hiti á bilinu 11 til 18 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Hæg breyjileg átt. Þurrt, víðast nokkuð bjart veður og fremur hlýtt. N: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■JO Hitastig: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar \7 Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’, ’ Súld Skýjað / * / * Slydda OO Mistur / * / * * * —[- Skafienningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * # Þrumuveður agj C i w % ■ w T V' I/EÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 16 skýjaó Reykjavík 14 rigning Bergen 24 skýjað Helsinkl 17 skýjað Jan Mayen 7 þoka Kaupmannah. 20 skýjað Naraaarssuaq 11 lóttakýjað Nuuk 3 skýjað OsJó 21 lóttskýjað Stokkhólmur 20 skýjað Þórshöfn 10 rlgning Algarva 26 lóttskýjað Amsterdam 21 skur Aþena 34 heiðskfrt Barcelona 26 mlstur Berlfn 26 skýjað Chicago 14 skúr Feneyjar 29 þokumóðe Frankfurt 27 háifskýjað Glaskow 18 mlstur Hamborg 26 skýjað LasPalmas 25 lóttskýjað London 21 skýjað LosAngalas 17 alskýjað Lúxemborg 23 hálfskýjað Madrfd 28 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 23 rigning Mlaml vantar Montreal 15 hátfskýjað NewYork 19 lóttskýjað Parfs 23 hélfskýjað Róm 30 heiðskfrt Vín 28 heiðskfrt Washlngton 18 lóttskýjað Winnipeg 12 skýjað Héðinn gerði jafntefli í gær við Eran Liss HÉÐINN Steingrímsson gerði í gær jafntefli i sjöttu umferð skákmótsins í Puerto Rico. Þá tefidi hann við ísraelsmanninn Eran Liss. Héðinn, sem er aðeins ellefu ára gamall, hefur unnið 5 skákir af sex sem tefldar hafa verið á þessu heimsmeistaramóti sem kennt er við frið og æskulýð. Málning hf Viðvörunarkerfið skipti sköpum að ekki varð manntjón - segir Rúnar Bjarnason slökk viliðsstj óri RANNSÓKN brunans i húsi Málningar hf. stendur ennþá yfir hjá RLR. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri sagði að ekkert benti tíl annars en að alvarlegur leki hafi átt sér stað á mjög eld- fimum vökva, sem þarna var geymdur. Vökvinn hafi siðan náð að gufa upp og menga loftið. Ekki hefði þvi þurft annað en smáneista eða jafnvel rofa til að fara í gang til að koma af stað sprengingu. Rúnar sagði að hægt hefði verið að viðhafa traustari ráðstafanir í húsinu en raunin var á. Til dæmis hefði verið hægt að hólfa húsið betur niður með traustari veggjum og hurðum. Forsvarsmenn fyrir- tækisins höfðu samt sem áður gert varrúðarráðstafanir. Tankar með eldfímum efnum hefðu verið fluttir í neðanjarðargeymslur utan við húsið og sjálfvirkum slökkvitækjum auk handslökkvitækja hafði verið komið fyrir þar sem mesta hættan var á að eldur kæmi upp. Einnig hafði viðvörunarkerfum verið komið fyrir í húsinu sem skipti sköpum að ekki varð manntjón, að sögn Rúnars. „Þetta var svo geysilega bráður eldur að ef eitthvert þik hefði verið á því að fólk forðaði sér út, hefði örugglega farið verr.“ Rúnar sagði að ýmsir staðir á höfuðborgarsvæðinu væru áhyggjuefni og ekki væri vanþörf á að gera lagfæringar víða, þar sem sprengjuhættuleg starfsemi fer fram. „Fyrst og fremst eru það gas- og olíubirgðastöðvamar sem eru áhyggjuefni. Ýmis verksmiðju- húsnæði eru einnig varhugaverð ef eitthvað ber út af svo sem Áburðar- verksmiðjan og ísaga hf. við Breiðhöfða - gasframleiðslufyrir- tæki sem framleiðir logsuðugas. Allar málningaverksmiðjur eru vissulega hættulegar, en þróunin hefur verið sú að hættan er orðin minni en til dæmis fyrir tfu árum síðan þar sem farið er að vatns- blanda málninguna meira en áður.“ Rúnar sagði að vatnsskortur væri ekki tilfínnanlegur fyrir þá byggð sem meiningin er að verði þama í nágrenni Málningar hf. „Ég held að öflugra vatnskerfí hefði ekki með nokkm móti getað bjarg- ar verksmiðjunni sjálfri. Okkur hefði ef til vill tekist að slökkva eldinn á skemmri tíma ef vatnspflun hefði verið nægjanleg, en það hefði ekkert slökkvilið getað 'Bjárgað verksmiðjunnu eins og hún stóð f Ijósum logum og með þessu ógnar brunaálagi sem í henni var.“ Erum að leita að leiguhúsnæði - segir Stefán J. Guðjohnsen, fram kvæmdastjóri Málningar hf. „VIÐ erum að leita okkur að leiguhúsnæði þessa dagana svo hægt sé að halda áfram fram- leiðslunni. Þá stendur okkur tíl boða lóð við Reykjanesbraut til að byggja nýtt húsnæði á,“ sagði Stefán J. Guðjohnsen, fram- kvæmdastjóri Málningar hf., en eins og kunnugt er brann hús- næði fyrirtækisins við Mar- bakkabraut í Kópavogi sl. mánudag. Stefán vissi ekki hve lengi fram- leiðslan myndi liggja niðri, en fyrirtækið hefði svokallaða rekstr- arstöðvunartiyggingu hjá Almenn- um tryggingum sem bjargaði miklu. Hann gerði fastlega ráð fyrir að ráðist yrði í nýbyggingu á næstunni sem tæki um það bil eitt og hálft ár. Söludeild fyrirtækisins er til húsa við Lyngháls f Reylq'avík og voru skrifstofumenn þess einnig að koma sér fyrir þar f gær. Stefán sagði að fyrirtækið ætti nýja framleiðslu- vél á hafnarbakkanum í Reykjavík sem hægt væri að taka strax í notk- un og panta þyrfti viðbótarvélar erlendis frá svo hægt yrði að heíja framleiðslu á nýjan leik. Borgarráð: Samið við ístak BORGARRÁÐ hefur samþykkt verksamning við ístak um bygg- ingu þjónustufbúða aldraðra og heilsugæslustöð við Vesturgötu 7. Áætlaður kostnaður við verkið er um 176 miiyónir króna. Að sögn Bjöms Friðfínnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar er hér um mark- gildissamning að ræða en hann felur í sér að verkkaupi og verktaki semja um ákveðinn kostnað við verkið. Verkið er síðan gert upp þegar því er lokið samkvæmt raun- kostnaiði. Víki sá kostnaður, til hækkunar eða Iækkunar, frá upp- haflegri kostnaðaráætlun skipta verktaki og verkkaupi upphæðinni á milli sfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.