Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 3 Morgunblaðið/Kr.Ben. Á myndinni sér yfir hluta af beitilandi í Krísuvík og er augljóst að svæðið er mjög viðkvæmt. Landgræðsla ríkisins: Ofbeit og gróður- eyðing í Krísuvík mikið áhyggiuefni Grindavík. •' '—J '—^ FORRAÐAMENN Landgræðslu rikisins eiga nú i viðræðum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar varð- andi friðunaraðgerðir á gróður- landi í Krísuvík vegna ofbeitar og gróðureyðingar. Að sögn Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, hafa forráða- menn Landgræðslunnar miklar áhyggjur af ástandi gróðurs í Krísuvíkurlandi, einkum í þeirri þurrkatíð sem gekk yfir í vor og sumar, og varð þess valdandi að mikill jarðvegur hefur fokið úr rofa- börðum. „Hrossaræktarhólf er ofbeitt og allt landið er sérlega viðkvæmt fyr- ir beit í þurrkatíð, þar sem jarðveg- ur er sendinn og heldur illa í sér raka,“ sagði Sveinn. „Við höfum því athugað við bæj- arstjórn Hafnarfjarðar hvað hægt er að gera og er málið á viðræðu- stigi. Við teljum að friðunaraðgerðir þurfí að koma til svo svæðinu verði hlíft og einnig að Hafnarfjarðarbær taki höndum saman við okkur til að græða svæðið upp aftur. Krísuvíkursamtökin byijuðu í fyrra að s.á í rofabörð og hafa hald- ið því verki áfram í sumar. Ég vil segja að það er mjög ánægjulegt að fínna fólk sem hefur áhuga á að bæta umhverfið," sagði Sveinn að endingu. Kr.Ben. Menntamálaráðuneytið: Leyft að veiða 600 hreindýr á þessu ári HREINDYRAVEIÐAR hefjast 1. ágúst nk. og hefur menntamála- ráðuneytið birt reglugerð fyrir veiðarnar á þessu ári, sem munu standa til 15. september. Alls verður leyft að veiða 600 hrein- dýr á þessu ári en það er 100 dýrum færra en í fyrra. Þá var leyft að veiða 700 dýr en einung- is veiddust um 500. Að sögn Runólfs Þórarinssonar var talið úr flugvél á aðalsvæði hreindýranna við Snæfell og í af- réttum Jökuldælinga og Fljótsdæl- inga. Þar reyndust dýrin samtals vera 1226, þar af 425 kálfar, sem er óvenjulega hátt hlutfall. Á þessu svæði voru 1500-1600 hreindýr sumarið 1982 og hefur þeim því fækkað töluvert á síðustu fimm árum. Dýrin 600 skiptast þannig á milli hreppa: Borgarfjarðarhreppur 54 dýr, Norðfjarðarhreppur 52 dýr, Helgustaðarhreppur 52 dýr, Fljóts- dalshreppur 45 dýr, Jökuldals- hreppur 45 dýr, Skriðdalshreppur 32 dýr, Vallahreppur 32 dýr, Hjaltastaðahreppur 30 dýr, Mýra- hreppur 22 dýr, Fellahreppur 20 dýr, Tunguhreppur 20 dýr, Eiða- hreppur 20 dýr, Reyðarfjarðar- hreppur 18 dýr, Geithellnahreppur 16 dýr, Egilsstaðabær 15 dýr, Eski- Qörður 15 dýr, Breiðdalshreppur 14 dýr, Beruneshreppur 14 dýr, Mjóafjarðarhreppur 12 dýr, Vopna- fjarðarhreppur 12 dýr, Hlíðarhrepp- ur 8 dýr, Búlandshreppur 8 dýr, Bæjarhreppur 8 dýr, Nesjahreppur 8 dýr, Fjallahreppur 4 dýr, Skeggja- staðahreppur 4 dýr, SeyðisQarðar- hreppur 4 dýr, Seyðisfjórður 4 dýr, Búðahreppur 3 dýr, Fáskrúðsfjarð- arhreppur 3 dýr, Stöðvarhreppur 3 dýr og Hafnarhreppur 3 dýr. Borgarráð: Bílaleiga í Aðalstræti BORGARRÁÐ hefur heimilað Ólafi Laufdal veitingamanni, að reka bílaleigu að Aðalstræti 16. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, er ekki gert ráð fyrir að bílaleigan hafi nema fimm til sex bifreiðar til leigu í senn. Mikið úrval af nýjum sumarfatnaði - Ýmsar vörur á sértilboði. nema Opiö iaugard. frá kl. 10 - 13 e.h KARNABÆR Austurstræti 22 Laugavegi 66 Glæsr Glæsibæ Sími 45800 GARBO Austurstræti 22 Bonaparte tiRa Ai icti irGtrao Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.