Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 50 kr. eintakið. Moldarmökkur o g gróðureyðing Síðastliðinn laugardag og sunnudag byrgði mold- armökkur af Mosfellsheiði og hálendinu alla útsýn til fagurs umhverfis höfuðborgarinnar. Vegfarendur, sem brugðu sér út úr farkostum, þar sem mökkurinn var mestur, fengu moldarbragð í munn. Það var eins og landið, sem er að blása upp, væri að minna þá helft landsmanna, sem býr á höfuð- borgarsvæðinu, á svöðusár sín, á viðvarandi eyðingu gróður- lendis, á ógreidda skuld þjóðarinnar við sig. Talið er að frá landnámi hafí eyðst rúmlega 3,3 milljón- ir hektara gróins lands — eða þrjú þúsund hektarar að með- altali á ári. Þetta þýðir i fáum orðum sagt, að um helmingur þess gróðurlendis, sem fyrir var er land var numið, hefur glatast. Ástæðan er margþætt: kólnandi veðurfar, eldvirkni landsins, eyðing skóga, ofbeit og uppblástur. Gróðureyðingin er að hluta til „náttúrleg“ en að hinu leytinu sök lands- manna sjálfra, sem hafa ofboðið landinu á ýmsan hátt. Mitt í velsæld líðandi stundar, þegar þjóðin býr að meiri menntun, þekkingu og fjár- munum en nokkru sinni fyrr í sögu sinni, gengur á gróður- lendið, ekki sízt í Þingeyjar- sýslum, á Suðurlandi og á suðvesturhomi landsins. Geysimiklir þurrkar á há- lendinu og hér sunnanlands í vor og það sem af er sumri hafa aukið á uppblástur, sem ofbeit og ill meðferð landsins eiga undirrót að. Það var af þessum ástæðum sem vindar báru uppblásið land yfír Reykjavík í formi moldar- mökks, sem huldi Esjuna og hvíldi eins og dökk móða yfír Kjalamesinu og höfuðborgar- svæðinu. Þessi moldarmökkur var einskonar hjálparbeiðni gróðurlendis, sem á í erfiðri vamarbaráttu, til þjóðarinnar. Eins og frá var greint í for- ystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag hafa íslendingar tekizt skipulega á við gróðureyðingu í 80 ár, allar götur síðan Landgræðsla ríkis- ins var sett á laggir 1907. Skógrækt ríkisins og félög áhugafólks um skógrækt hafa og lyft Grettistökum. Þeir, sem leiddu skógræktarbaráttu landsmanna á liðnum áratug- um hafa margsannað mál sitt í verki. Þjóðarátak til land- græðslu, sem gert var í tilefni ellefu alda byggðar í landinu, gaf og góða raun. En betur verður að gera ef halda á gróð- urlendi í horfínu, að ekki sé nú talað um að vinna aftur örfoka land til gróðurs. í stefnuyfírlýsingu ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar segir svo um þennan mála- flokk: „Gerð verður áætlun um nýtingu landsins sem miðar að því að endurheimta, varð- veita og nýta landgæði á hagkvæman hátt . . . Skóg- rækt, landgræðsla og gróður- vemd verði aukin í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og frjálsra samtaka . . . Við skipulag ferðamála verður þess gætt að hlífa viðkvæmum land- svæðum, svo að komið verði í veg fyrir umhverfísspjöll . . . Fræðsla um náttúruvemd og umhverfísmál verði aukin.“ Hér er því heitið að gerð verði áætlun um nýtingu landsins, sem væntanlega á að miða að því að koma í veg fyrir ofbeit og illa umgengni á viðkvæmum gróðursvæðum. Orð stjómarsáttmálans standa og til þess að landgræðsla og gróðurvemd verði aukin frá því sem nú er. Hér er að vísu farið almenn- um orðum um viðfangsefnið, en aðgerðir ekki kortlagðar nákvæmlega. Á hitt ber að líta að efndir skipta meira máli en orð — og að talsmenn land- græðslu og gróðurvemdar eiga vaxandi hljómgrunn hjá þjóð- inni. Þess er því að vænta að vaxandi almennur skilningur á hættum áframhaldandi gróðu- reyðingar og vaxandi almenn- ar kröfur um nauðsynlegar mótaðgerðir leiði til þess, sam- hliða fyrirheitum í stefnuyfír- lýsingu stjómarinnar, að hendur verði látnar standa fram úr ermum í þessu efni. Áttatíu ára starfsafmæli Landgræðslu ríkisins á kom- andi hausti er verðugt tilefni þess að búa hana betur í stakk fjárhagslega til að sinna mikil- vægu hlutverki sínu. Gangi það eftir hefur moldarmökkur- inn, sem grúfði yfír höfuð- borgarsvæðinu um síðastliðna helgi, náð augum, eyrum og skilningarvitum þjóðar og þings. „ Eigum að segja okkur úr Alþjóða hvalveiðiráðinu“ - segir Kristján Lofts- son forstjóri Hvals hf. KRISTJÁN Loftsson forstjóri Hvals hf. er þeirrar skoðunar að íslendingar ættu að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þetta kom fram í viðtali sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti við Kristján á skrifstofu Hvals hf. i Hvalfirði. Nu er ljóst að hvalveiðar munu stöðvast strax eftir helgina og liggja mðri á meðan að viðræður milli íslendinga og Bandaríkja- manna eiga sér stað. “Bandaríkjamenn hegða sér eins og í stórstyijöld og vilja að við leggj- um niður vopn á meðan samið er um frið. Það er þeirra skoðun að það greiði fyrir viðræðunum ef hval- veiðum er hætt á meðan" sagði Kristján. “Það er stefna Banda- ríkjamanna að grafa undan öllu hér á Islandi. Þeir skipa okkur að hætta hvalveiðum og hafa í hótunum við okkur. Þeim er það fullkomlega ljóst að þegar veiðar eru stöðvaðar þá minnkar vinnan og þau laun sem fólk fær fyrir þessa vinnu. Þegar þeir eru búnir að koma öllu á kald- an klaka geta þeir komið og boðið okkur fjárhagsaðstoð með því skil- yrði að við dönsum eftir þeirra höfði“. Kristján var mjög myrkur í máli í garð Bandaríkjamanna sem hann segir að hafi stjómað öllu í Alþjóða hvalveiðiráðinu undanfarin tíu ár. Þeir hefðu haft í hótunum við fleiri Jón Karl Svavarsson, Atli H. Atlason, Jón Ragnar Jónsson og Aðalsteinn Þórarinsson við störf í hval- stöðinni. Norðmenn veiða hvali óáreittir: Staðfestingin hefur engin áhrif haft á norskan sjávarútveg STAÐFESTING viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna við Ronald Reagan forseta síðasta sumar um að hvalveiðar Norðmanna brytu i bága við samþykktir Alþjóða hval- veiðiráðsins hefur engin áhrif haft á norskan sjávarútveg, að sögn Fins Bergesens fram- kvæmdastjóra Norges Fiskverlag, Landsambands norskra sjómanna og útvegsmanna. „Útflutningur okkar til Bandaríkjanna hefur ekki orðið fyrir neinum skaða. Ef nokkuð er hefur hann aukist frá síðasta ári og nú er svo komið að norsk frystihús anna ekki eftir- spuminni vestra," sagði Bergesen í samtali við Morgunblaðið. Norðmenn stunda hvalveiðar í ágóðaskyni í sumar og ætla að skjóta þrefalt fleiri dýr en íslendingar. Stefna ríkisstjómar Gro Harlem Brundtlands er að þetta verði síðasta hvalveiðivertíðin með þessu sniði í bili, en verið er að ræða hugmyndir um veiðar í vísindaskyni á næsta ári. Bergesen sagði að hvalavemdun- arsamtök hefðu reynt að beita Norðmenn sama þrýstingi og íslend- inga. Stöðugt væri hótað að auka áróður gegn norskum vömm í Bandaríkjunum láti Norðmenn ekki af hvalveiðum. Sér vitanlega hefði áróðurinn og umfjöllun um deiluna engin áhrif haft. Bandaríkjamenn hafa nú farið fram á viðræður við íslendinga um hvalveiðimálin sem hefíast í Was- hington í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins munu raddir uppi innan bandaríska viðskiptaráðu- neytsins að ráðherra sé skylt að gera forseta viðvart um að hvalveiðar okkar brjóti í bága við alþjóðasam- þykktir um friðun dýrategunda. Berist Hvíta húsinu slík staðfesting á forsetinn að tilkynna innan 60 daga hvort hann beiti viðkomandi ríki viðskiptaþvingunum eða ekki. Fyrir rúmu ári hratt Baldridge þessari atburðarráðs ( gang þegar hann tilkynnti að Norðmenn virtu ekki friðunarlög með hvalveiðum sínum. Ronald Reagan sendi tæpum tveimur mánuðum síðar, 5. ágúst 1986, frá sér tilkynningu um að hann myndi ekki beita Noreg refsiað- gerðum í trausti þess að hvalveiðar í ágóðaskyni yrðu ekki stundaðar þar í landi eftir árið 1987. „Þessi staðfesting viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna er enn í fullu gildi. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi innflutningsmál Norð- manna og áhrifín á sjávarútveg hér eru nákvæmlega engin,“ sagði Berg- esen. „Á sínum tíma mótmæltu sjómenn þessum ráðagerðum Banda- ríkjamanna kröftulega. Við töldum að þeir væru að skipta sér af norsk- um innanríkismálum. Slíkar við- skiptaþvinganir væru óviðunandi gagnvart vinaþjóð og í fullri and- stöðu við GATT-tollasamkomulagið um milliríkjaverslun." Norðmenn stunda ekki hvalveiðar í vísindaskyni ( ár. Leyfi var veitt til veiði 375 dýra á vertíðinni. Um 50 bátar stunda veiðamar. Ekki eru notaðir sérsmíðaðir hvalveiðibátar til veiðanna og engin sérhæfð hvalverk- unarstöð starfar þar í landi. Afurð- anna er allra neitt innanlands, enda nægir kvótinn vart til að anna eftir- spum í Noregi að sögn Bergesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.