Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 ffmmnn Ég er að niðurlotum kom- inn. Búinn að fara 2530 sinnum kringum hnöttinn í dag ... 630 POLLUX Er hann herbergisfélagi þinn þessi? HÖGNI HREKKVlSI Andeyjarbrú Bréf frá Norður—Noregi Kæri Velvakandi Komdu nú blessaður. Mér datt í hug að senda þér bréf og þakka ykkur hjá Morgunblaðinu fyrir allar þessar fínu greinar um Laugaveg- inn sem hafa komið í Lesbókinni. Þetta hafa verið alveg sérlega skemmtilegir þættir og fróðlegir að sama skapi. Sérstakir eru þeir einn- ig vegna þess að ég er fæddur og uppalinn á þessum slóðum og þekki Laugaveginn eins og mína eigin buxnavasa. Þegar ég las þessa þætti þá rifjuðust upp fyrir mér allar þær sögur sem gamia fólkið heima gat sagt af þessum köllum. Ég vona að þessir þættir komi í bókarformi. Þá væri ég fyrsti mað- urinn til að fá mér eintak. Að vísu hef ég tekið þessi blöð og geymt en það er ekki svo gott að halda þessu saman, það tekur allt of mikið pláss. En ef þetta væri í bókarformi þá tæki það sig vel út í bókahillunum. Þetta var ekki bara vel skrifað og fróðlegt heldur voru með því stórkostlega fínar myndir. Ég sit nú héma uppi í Norður— Noregi og stari löngunarfullum augum út í rigninguna í von um að það létti til og sólin láti sjá sig aftur. Við byijuðum vorið vel og höfðum afar fínt veður hér þá en nú hefur verið lengri tími með brælu og enga huggun frá veðurfræðing- unum nema síður sé. Hann segir nefnilega að það verði ekkert sum- arveður í ár hér nyrðra en sunnan- lands muni verða fínt veður. Að vísu var bara gott að þeir fengu betra veður þar því að þeir vom á tímabili að drukkna í rigningu og kombændur mjög eyðilagðir. Það getur nefnilega aldrei verið sama veðrið í Noregi öllum. Annaðhvort er sólin fyrir sunnan eða norðan og þá er rigning hjá hinum. Það hefur verið mjög lítið um íslenskar kvikmyndir hér í sjón- varpinu. Ég hafði nú skrifað til norska ríkisútvarpsins og kvartað undan þessu og bað þá að sýna sjón- varpsmynd sem tekin var og sýnd á Islandi fyrir nokkmm ámm og var kjörin besti sjónvarpsþáttur þess árs. Ég á við myndina Undir sama þaki. Ég fékk það svar að það væri ekki á þeirra valdi að velja myndir. Það væm íslendingar sem sendu þeim efni sjálfir. Ef þetta kemur á prent vil ég spyrja íslenska sjónvarpið hvort það væri ekki möguleiki að fá að sjá þetta í Nor- egi? Já, nú er loksins búið að mynda stjóm á íslandi. En mikið var þetta erfíð fæðing. Loforðin em góð en ansi er ég hræddur um að þetta verði erfiður búskapur. Það gekk til að mynda erfíðlega að koma sér saman um ráðherraembættin. En nóg um það. Það væri kannski ekki úr vegi að minnast á stað þann sem ég er búsettur á og hef verið búsettur á síðastliðin 12 ár. Þetta er eyja í Vesterálen eyjaklasanum í Norland fylki í Norður—Noregi. Hér búa um 8000 manns dreifðir um alla eyjuna í smáþorp. Þorpið sem ég bý í heit- ir Duerberg og þar búa um 500 manns sem lifa af landbúnaðar- störfum og fiskveiðum. Landslagið er frekar flatt, mikið um mýrar en hefur upp á að bjóða margt, til dæmis útilegu og fískveiðar, bæði í ám og vötnum sem eru mýmörg hér á eyjunni. Annars er margt annað sem vert er að skoða sem of langt yrði að telja upp hér. Ég er eini Islendingurinn hér á eynni svo að það er ekki oft sem maður hefur tækifæri til að nota móður- málið. Það er mjög lítið um það að Islendingar heimsæki eyjuna en þó hefur það komið fyrir en þá bara um stundarsakir. Ég er sá eini sem hef ílengst hér enda er kona mín héðan. Ég sendi þér með mynd af An- deyjarbrú sem tengir eyjuna við fasta landið. Þá læt ég þetta nægja. Sveinn Bergsson Víkverji skrifar Víkverji var nýlega stadddur í flugstöðinni nýju á Keflavíkur- flugvelli þeirra erinda að taka á móti farþega, sem koma átti með Flugleiðaþotu frá London. Kom- utími þotunnar var klukkan 00,10, en endanlegur tími, sem gefinn var upp í síma Flugleiða var 00,12. Þegar Víkveiji kom í Flugstöðina stóð á skjá að þotan myndi lenda 00,10. Tveggja mínútna seinkun hafi sem sagt ekki verið færð inn á tilkynningaskjáinn um lendingar og flugtök. Leið nú og beið og fjöldi fólks stóð þarna og góndi í gengum glervegginn, inn í salinn, þar sem farangur farþega er afhentur áður en tollskoðun færi fram. í rúma klukkustund gerðist ekki neitt og var klukkan orðin 01,40, þegar fyrstu farþegar birtust við færi- böndin. Þegar það gerðist, stóð enn á skjánum, að þotan myndi lenda klukkan 00,10. Það var ekki einu sinni tilkynnt að hún væri lent, eða að um seinkun væri að ræða. Þegar svo Víkveiji fór af staðnum, klukk- an að verða 02 um nóttina stóð enn að þotan ætti að lenda klukkan 00,10. í raun mun þotan hafa lent 30 mínútum á eftir áætlun. Það er kannski til of mikils mælzt að ætlast til þess að starfs- fólk Flugleiða eða flugstöðvarinnar tilkynni aðstandendum farþega fyr- irtækisins hvað líður lendingum og flugtökum flugvéla fyrirtækisins. Þeir, sem taka á móti farþegum sjá ekki úr mótttökusalnum út á flug- brautina og þeir sjá heldur ekki inn í komufríhöfnina eins og í gömlu flugstöðinni. Þar var og ávallt til- kynnt í hátalarakerfi um lendingu og brottfarir flugvélanna. í nýju flugstöðinni gerðist ekkert slíkt þessa nótt og er þetta til vanza fyrir Flugleiðir. í frétt í einu dagblaðanna í vik- unni er skýrt frá því, að brátt verði veitingaaðstaða tilbúin fyrir fólk, sem er að. taka á móti farþegum. Frá henni ku eiga að sjást út á flug- brautina, svo að væntanlega á fólk í framtíðinni að geta fylgzt með lendingum og flugtökum á flugvell- inum. Engu að síður er það nauð- synleg tillitssemi við fólk, að tilkynnt sé í hátalarakerfi flug- stöðvarinnar, hvað sé að gerast í flugumferðarmálum um Keflavík- urflugvöll. XXX Ekki alls fyrir löngu minntist Víkveiji á þann leiða sið fólks að láta þvott hanga úti á svölum allan liðlangan daginn, þrátt fyrir að bannað sé í lögreglusamþykkt Reykjavíkur eftir klukkan 11 á dag- inn. Nýlega var Víkveiji staddur á Akureyri, en þar ku ekkert slíkt ákvæði vera í lögreglusamþykkt. Kom þá í ljós, að málið er hálfu alvarlegra þar nyrðra. Þar er í raun leitun að svölum, þar sem ekki hangir þvottur á snúrum og datt Víkveija einna helzt í hug að bæj- arbúar spöruðu sér gardínukaup með þessum hætti. Alla vega virð- ist sem tvöföld not fáist út úr lökum og nærbuxum þeirra Akureyringa. Þetta óprýðir Akureyri mikið, sem annars er að mati Víkveija með skemmtilegri og fallegri bæjum á íslandi. Einnig hlýtur þetta að byrgja mönnum sýn úr íbúðunum, sem er alveg óþarfi, því að Eyja- íjörðurinn er með fallegri sveitum landsins, ekki sízt þegar sól skín í heiði og góðviðri er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.