Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Gemi175Túrbo LASER190 BAR Ný kynslóð Háþrýsti-hreinsitækja Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna Wathne við nokkur verka sinna. Patreksfjörður: Málverkasýning Nú stendur yfir málverkasýning Jóhönnu Wathne á veitingastof- unni Grillinu á Patreksfirði. Jóhanna hefur verið við myndlist- amám í Reykjavík og í Kanada og hefur hún áður haldið sýningar á verkum sínum. Á þessari sýningu eru 24 olíumálverk, gömul og ný og eru þau öll til sölu. Sýningunni lýkur í lok júlímánað- ar. Frá afhendingu gjafarinnar. Morgunblaðið/Gunnar Bolungarvík: Skólasystkin minn- ast Steins Emilssonar Bolungarvík. SKÓLA- og fermingarsystkin, sem fædd voru árið 1937, komu Nú hafa öll fyrri SS-pylsumet verið slegin Arið 1986 runnu fleiri SS pylsur Ijúflega niður Islenska hálsa en nokkru sinni fyrr. öll fyrri met eru slegin og ef marka má vinsældir SS pylsunnar um þessar mundir mun núgildandi SS-pylsdmet eiga jafnfáa lífdaga fyrir höndum og hin fyrri. Betri meðmæli eru vandfundin. saman hér í Bolungarvík í síðasta mánuði til að rifja upp gamla og góða daga frá æskuárunum og einnig til að minnast góðs vinar og kennara, Steins Emilssonar, með þvi að færa grunnskólanum að gjöf mynd af honum, málaða af Kjartani Ólafssyni listmálara. Steinn Emilsson var fæddur á Kvíbekk í Ólafsfirði 23. desember 1893, en lést þann 3. desember 1975, þá 82 ára gamall. Kona Steins, Guðrún Hjálmarsdóttir, lifír mann sinn, en þeim hjónum var fjögurra bama auðið. Steinn Emils- son varð skólastjóri þegar Ungl- ingaskóli Bolungarvíkur var stofnaður 1928 og var hann skóla- stjóri til ársins 1953, að undanskild- um árunum 1931-33. Jafnframt því var Steinn sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Bolungarvíkur frá árinu 1942-62, eða í 19 ár, og var hann fjórði sparisjóðsstjóri stofnunarinn- ar. Steinn Emilsson var náma- og jarðfræðingur að mennt, var mikill náttúruunnandi og dvaldi oft langtímum saman við skoðun á jurt- um og steinum. í Einars sögu Guðfinnssonar segir: „Steinn var mikill öndvegiskennari og svo mik- ill áhugamaður um skólahaldið að sú saga er sögð og væntanlega sönn að þegar hreppsnefndin var með múður á vandræðatímum, bauðst hann til að kenna kauplaust og mun hafa gert það langtímann úr vetri.“ Það var Helga Svana Ólafsdóttir, kennari, sem veitti gjöfínni viðtöku í fjarveru Gunnars Ragnarssonar skólastjóra. Helga Svana var ein- mitt kennari þessa fólks þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem kennari og hefur Helga verið viðloð- andi kennslu við skólann síðan. Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.