Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987_ Indland Enn syrtir í ál- inn fyrir Gandhi Tveir reyndir kontra-menn sýna nýjum liðsmönnum hvemig koma á jarðsprengju fyrir, en fram að þessu hafa kontramir ekki notað þær. Borgarastyijöldin i landinu tekur sinn toll eins og sjá má því leiðbeinandinn til vinstri er einhentur. Nicaragua: Borgarastyrjöldin í Nicaragua harðnar og kontrar vinna á KONTRA-skæruliðar í Nicar- agua hafa sótt fram gegn sandínistum af nýjum styrk í sumar og ræðir hér um öflugustu sókn þeirra í þijú ár. Þessi nýja sókn er þeim kleif vegna vopna- sendinga frá Bandarikjunum, en sem kunnugt er samþykkti Bandarikjaþing 105 milljón dala heraaðaraðstoð þeim til handa. Á síðasta mánuði hafa kontrar- nir skotið niður tvær MI-17 her- þyrlur, sem Sovétmenn hafa látið sandínistum í té, en það gerðu þeir með nýrri tegund flauga gegn flug- vélum — Redeye eða Rauðauga. Þessar flaugar fengu kontramir fyrst í maí, en þær eru mun ná- kvæmari og auðveldari í notkun en SAM-7 flaugamar, sem þeir höfðu áður. Á árinu hafa þeir skotið niður 13 þyrlur alls. „Menn okkar eru mun ömggari með sig nú eftir að við fengum Redeye-flaugamar," segir Enrique Bermudez, æðsti herforingi kontr- anna. „Sandínistamir þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir senda þyrlur til árása gegn okkur." í síðustu viku hafa um 3.000 nýir og óþreyttir kontrar farið inn í norðurhémð landsins frá bæki- stöðvum innan Hondúras og hafa þeir iðulega lent í átökum við stjóm- arhermenn sandínista í Jinotega og Matagalpa. Sandínistar segjast reyndar hafa hrakið kontrana yfír iandamærin, en blaðamenn sem nýlega vom þama á ferð segja það óskhyggju eina. Harðnandi átök Ein mesta orrustan fór fram í Bocay-dalnum í Jinotega-héraði. Sérstakur 4.000 manna herflokkur sandínista var sendur upp eftir dalnum úr suðri til þess að uppræta þá 2.000 kontra sem þar vom. Kontramir komu fyrir jarðsprengj- um við helstu slóðir í skóginum og leyniskyttur skutu á stjómarher- menn úr fjallshlíðum og þegar sandínistar sendu þyrlur á vettvang var ein þeir skotin niður en hinar hraktar á brott. Eftir þrjár vikur höfðu sandínistar sig á brott. í herbúðum kontra — báðum megin landamæranna — em ógrynni nýrra Kalashnikov-riffla, sprengjuvarpa, vélbyssna og ann- arra hergagna, en nær allt þetta er fengið með bandarískri aðstoð. Andspymumenn kontra klæðast Á myndinni má sjá kontra- skæraliða reyna Redeye-flaug- ina. afgangsfelubúningum frá Banda- ríkjaher og eru í fyrsta flokks frumskógarstígvélum. í mörgum tilfellum em þeir betur búnir en sandínistar. Bandarískir ráðgjafar hafa einn- ig sagt kontmnum til um hvemig nota á fullkominn fjarskipta- og tölvubúnað til þess að skipuleggja árásir og tilkynna um liðsflutninga sandínista. Þessi notkun á fjar- skiptatækjum hefur gert upplýs- inganet kontranna svo fullkomið að einatt þegar sandínistar gera árás á búðir kontra koma þeir að tómum kofunum og er jafnvel svar- að með fyrirsát. Þjálfun með íjarskiptabúnað er samt ekki eina þjálfunin, sem kontr- ar fá frá Bandaríkjunum. því þeir em einnig þjálfaðir í meðferð vopna á borð við Redeye. Síðan aðstoð Bandaríkjanna við kontrana hófst að nýju, eftir tveggja ára hlé í sept- ember 1986, hefur þeim vaxið fískur um hrygg. Þá vora þeir um 9.000 en em nú um 13.000. Hins vegar þurfa þeir að kljást við stærsta her Mið-Ameríku; 60.000 manna lið sandínista. Átökin í ár hafa verið harðari en áður og er talið að um 3.000 stjómarhermenn hafí fallið og annað eins særst. Ekki er vitað um samsvarandi tölur í liði kontra, en sandínistar segja þær svipaðar. Því má ætla að fall þeirra hafí verið nokkm minna og kemur það heim og saman við fyrri reynslu af skærahemaði í fmm- skógi. Smábændur ganga til liðs við kontrana Kontmnum hefur mjög fjölgað að undanfömu, því að fátækir bændur frá Norður- og Mið-Nicar- agua hafa í auknum mæli slegist í lið með þeim. Fyrir flesta þeirra var lífíð undir oki sandínista orðið óbærilegt. Sandínistar frystu allt verð á landbúnaðarvöm, en það leiddi af sér að bændumir þéna minna nú en nokkm sinni undir stjóm harðstjórans Somoza. Kaup- máttur hefur minnkað um 80% frá byltingunni 1979 og verðbólga er um 650%. „Það var ekki nokkur vegur að lifa,“ segir Daniel Valdes, ungur bóndi frá Jinotega sem nú berst með kontrunum. „Tekjumar af jörðinni samkvæmt verðskrá sandínista vom ekki nógar til þess að rækta hana og ef sandínistamir standa mann að þvl að selja á svört- um markaði er honum umsvifalaust fleygt í fangelsi." Stjómarher, lögregla og leyni- þjónusta sandínista hefur einangrað sig enn frekar frá þjóðinni með því að handtaka hvem þann, sem gmn- aður er um að vera kontmnum vinveittur. Að undanfömu hafa sandínistar tekið upp hið gamal- kunna slagorð „Hver sá sem ekki er með okkur er á móti okkur," en með því hafa þeir skapað sér fleiri óvini en þeir í raun áttu. í kjölfar þessa hefiir flóttamannastreymi til Nýju Delhi, Reuter. RÁÐHERRA ( indversku stjórn- inni sagði af sér i fyrradag. Er litið á afsögnina sem enn eitt áfall- ið fyrir Rajiv Gandhi forsætisráð- herra og vatn á myllu andstæð- inga hans innan Kongressflokks- ins. Haft er eftir heimildum, að Mufti Mohammed Sayeed ferðamálaráð- herra hafí sagt af sér til að verða fyrri til og koma í veg fyrir, að hon- um yrði varpað fyrir róða í væntan- legri uppstokkun stjómarinnar. Þá er hann einnig sagður ætla að taka höndum saman við þá frammámenn innan Kongressflokksins, sem vilja ýta Gandhi til hliðar. Sayeed og Gandhi greindi á um margt og meðal annars var sá fyrr- nefndi andvígur samstarfí Kongress- flokksins og Þjóðfundarflokksins í Jammu og Kashmir, heimahéraði hans. Þetta bandalag sigraði í kosn- ingunum og em það einu kosninga- nágrannaríkjanna aukist mjög og ásökunum um mannréttindabrot fjölgað. Sandínistar hika ekki við að ryðja heil þorp telji þeir ein- hveijar líkur á að kontramir njóti stuðnings þeirra. Ættbálkar indí- ána hafa einnig orðið fyrir barðinu á sandínistum, en til þessa hafa þeir alveg haldið sig utan við deilu- mál hvíta mannsins og töldu þau sig engu varða. Hafa Miskító-indí- ánar mest orðið fyrir ofsóknum sandínista svo jaðrar við þjóðar- morð. Borgarbúar hafa heldur ekki farið varhluta af harðstjóm sandín- ista, því talið er að um 7.000 pólítískir fangar séu hafðir í haldi, en auk þeirra er fjöldi fanga, sem tæpast væm í haldi samkvæmt rétt- arvenjum lýðræðisríkja. Kontrarnir hækka sig í áliti Að undanfömu hefur yfírstjórn kontranna reynt að bæta almenn- ingsálitið í því skyni að fá fleiri til liðs við sig. Áður fyrr höfðu mann- réttindasamtök ýmislegt að athuga við starfsaðferðir kontranna og lögðu fram rækilegar skýrslur um stríðsglæpi kontranna, pyntingar og aftökur á borgurum, sem gáfu illvirlq'um sandínista hvergi eftir. Nýlegar skýrslur benda hins vegar til að snarlega hafí dregið úr þess háttar tilvikum. „Það leikur enginn vafí á því að kontramir hafa bætt framkomu sína,“ segir Chris Hedges, en hann fékk verðlaun blaðamannasamtaka Ameríkuríkja í ár fyrir fréttaflutn- ing sinn frá Nicaragua. „Fregnir af því að þeir ráðist enn á saklausa borgara em einfaldlega rangar." A næstu mánuðum fer regn- tíminn í hönd og þá verða vegir um mikinn hluta Nicaragua ófærir. Það gerir það að verkum að sandínistar geta ekki beitt skriðdrekum sínum og öðmm þungum farartækjum gegn kontmnum, sem em mun létt- ar búnir. Leiðtogar kontranna vita að þeir þurfa að vinna töluvert á eigi Bandaríkjaþing að samþykkja nýja hemaðaraðstoð í haust og það er ekki ólíklegt að þeim takist það. „Við getum sigrað, en þetta verð- ur langt stríð," sagði ungur sveitar- stjóri kontranna í miðjum frumskógi Matagalpa. „ ... en án aðstoðar Bandaríkjanna eigum við ékki möguleika." A.M. Reuter Mufti Mohammed Sayeed, fyrr- um ferðamálaráðherra. sigrar Gandhis í langan tíma. í öðmm ríkjum hefur Kongressflokkurinn farið hinar mestu hrakfarir. Úlfúðin á milli trúflokkanna hefur heldur ekki bætt úr skák fyrir forsætisráð- herranum og Sayeed nefndi hana sem ástæðu fyrir afsögninni. Kenndi hann stjóminni um hvemig komið væri. V estur-Þýskaland: Borgarfulltrúi f innst myrtur Dortmund, Reuter. VESTUR-ÞÝSKA lögreglan upp- lýsti á þriðjudag að lík borgarfull- trúans Heinz-Dieter Beckers hefði fundist bundið við tré. Talið er að hópur nýnazista hafi myrt manninn. Becker var kennari og fulltrúi jafnaðarmanna í borgarstjóminni. Hann hafði áður fengið fjölda hótun- arbréfa og í einu þeirra stóð:„Við emm búnir að vara þig við tvisvar, rauða svínið þitt - komdu þér inn í gasklefann". Undir bréfinu vom bókstafimir KGAH og talsmaður lögreglunnar taldi að þetta merkti „Baráttuhópur Adólfs Hitlers". Lögreglan hefur ekki haft afskipti af hópi með þessu nafni fyrr. Fyrir skömmu sagði Becker kunn- ingjum sínum að hann hefði verið numinn á brott, svæfður með klóro- formi og vaknað 14 stundum síðar í skógi nokkmm. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. GENGI Bandaríkjadals hélst stöð- ugt á gjaldeyrísmörkuðum í Evrópu í gær, þar sem búist var við fréttum um að viðskiptahalli Bandaríkjanna hefði minnkað. Hinn mikli viðskiptahalli hefur rýrt verðmæti dalsins um 40% á siðustu tveimur árum. Verðbréfasalar á markaðnum í Lon- don sögðu að mikil kaupgleði hefði hafist þar ( fyrrakvöld og töldu hana vera af japönskum upprana. Sterl- ingspundið jafngilti 1,6130 Banda- ríkjadölum á hádegi 5 London í gær. Gengi dalsins gagnvart öðmm gjald- miðlum var með þeim hætti að hann kostaði: 1,3205 kanadíska dali, 1,8488 vestur-þýsk mörk, 2,0805 hollensk gyllini, 1,5395 svissneska franka, 38,34 belgíska franka, 6,1520 franska franka, 1337 ítalskar límr, 151,05 japönsk jen, 6,4375 sænskar krónur, 6,7500 norskar krónur og 7,0150 danskar krónur. Gullúnsan seldist á 448,00 dali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.