Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 31 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Júpíter Eins og flestir áhugamenn um stjömuspeki vita þá er Júpíter táknraenn fyrir þenslu, ferðalög og víkkun sjóndeildarhringsins en Sa- túmus er táknrænn fyrir samdrátt, aga, takmarkanir og vinnu. Góöur og vondur í gömlu stjömuspekinni var Júpíter sá góði en Satúmus sá vondi. Enn eimir eftir af því viðhorfi og við horfum jákvæðum augum til Júpíters en bíðum komu Satúmusar með kvíða. Reynsla okkar sýnir hins vegar að hvomg plánetan er í sjálfu sér góð eða vond. Það hvemig við höndlum orkuna ákvarðar niðurstöðuna. Báðar geta því verið góðar og vondar. Vondi Júpiter Ég ætla til að rétta við hall- ann í viðhorfum okkar og skoða hina neikvæðu hlið Júpíters. í fyrsta lagi skulum við draga upp mynd: Það er sumar og sólin skín og Júpít- er er sterkur í korti mínu. Ég er því bjartsýnn, hef óvenjumikið sjálfstraust og horfí hátt og vítt. Mér flnnst lífið vera jákvætt og sé fátt sem getur stöðvað mig. Er tímabilið þá ekki gott? Jú, það gott að ég ákveð að stækka fýrirtækið, kaupa nýja og stærri íbúð og skella mér í sumarfrí, í ódýra ferð í kringum hnöttinn, kaupa nýjan bíl, myndbandsupp- tökutæki o.s.frv. Dýr i rekstri Júpíter fylgir þörf fyrir að víkka sjóndeildarhringinn, að sækjast eftir nýrri reynslu. Júpítertímabil kaliar því á forvitni um allt sem er nýtt, þörf fyrir að ferðast og jafn- framt prófa eða eignast ný tæki. Að safna að sér. í stuttu máli á Júpíter til að vera dýr. Óhóf Helsta mein Júpíters er það, að bjartsýni hans leiðir oft til óhófs, of stórra áætlana og skuldbindinga sem við ráðum ekki við. Það sem einnig er slæmt er að raun- sæið verður oft á tíðum lítið þegar Júpíter er annars veg- ar. Við fýllumst innri óróa og flnnum okkur knúin til að stækka við okkur, hvað sem það kostar. Síðan sitjum við í skuldasúpunni. Sökudólgurinn Brandarinn við samspil Júpít- ers og Satúmusar er sá að við kennum oft Satúrnusi um vandamál Júpíters. Á Júpít- erstíma skemmtum við okkur og sóum tíma og fjármunum. Þegar Satúmus kemur vökn- um við til meðvitundar um hinn blákalda raunvemleika, horfumst í augu við skuldim- ar og bölvum raunsæinu en ekki draumunum sem komu okkur í vandræði. LeiÖi Júpíter hefur aðra erflða hlið. Við komumst ekki alltaf í ferðalag þegar okkur langar til, við þurfum að vinna, sinna bömum og margvíslegum skyldum. Þegar Júpíter er sterkur og þannig stendur á verðum við oft stressuð og spennt og finnum fyrir leiða. Tímabil Þegar talað er um að plánet- ur séu í afstöðu á ákveðnu tímabili er átt við að Júpíter í dag, árið 1987, myndar af- stöðu við fæðingarkortið. Við tölum annars vegar um stöðu pláneta við fæðingu, sem sýna upplag okkar, og hins vegar um stöðu pláneta á hverju ári, sem sýna hvað við emm að ganga í gegnum á hveiju tímabili. GARPUR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK I HAVE A 60LPEN RETRIEVER AT HOME -zc LA5T WEEK 5HE WON THE CITY llBE5T OF 5H0U)" THE UIEEK BEFORE,SHE UJON THE STATE « BEST OF SHOU)" TELL HER HOW I ONCE PARREP THE THIRO HOLE AT PEBBLE BEACH.. Ég á veiðihund heima. Hann fékk fyrstu verðlaun í vikunni áður fékk hann Segðu henni frá þvi þegar í síðustu viku í bæjar- fyrstu verðlaun á fjórð- ég fór þriðju holuna á pari keppninni. ungssýningunni. á Grafarholtsvellinum ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út laufí gegn doblaðri spaðaslemmu suðurs. Samningurinn virðist dæmdur til að fara þrjár niður, en ef grannt er skoðað má fínna óvenjulega vinningsleið: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á84 ¥10 ♦ ÁG1087 ♦ 10852 Vestur ♦ 7 ¥ KG98765432 |||||| ♦ D ♦ 6 Austur ♦ 53 ¥ ÁD ' ♦ K6542 ♦ KDG9 Suður ♦ KDG10962 ¥ — ♦ 93 ♦ Á743 Vestur Norður Austur Suður 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass Spilið er léttunnið ef ekki kemur út lauf, því þá má einfald- lega fría tígulinn. En hvað er til ráða með laufínu út? Vinningsleiðin blasir ekki beinlínis við, en hún er þessi: Drepið á laufás og tígli spilað á ás. Síðan er hjarta trompað heim og spaðatvistinum spilað á fjarka blinds!! Vestur er tilneyddur til að þiggja slaginn á spaðasjöuna og spila hjarta út í tvöfalda eyðu. Trompað í blindum og tígli kast- að heima. Og trompsvínað fyrir tígulkóng austurs. Trompslagurinn kemur fjór- faldur til baka. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Kecskemet í Ungverjalandi í júní kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Barbero, Arg- entínu, sem hafði hvítt og átti leik, og Espig, A-Þýzkalandi. ii I M ■iB * * k l B m | & ff á & AB -■ ii á 2 * Hvítu reitimir í stöðu svarts eru mjög veikir og það tókst Barbero að notfæra sér: 19. Rxd5! - Hxd5, 20. De6 - Hdd7, 21. De8+ - Kh7, 22. Be4+ - g6, 23. Hxf6 - Hxf6, 24. Dxd7+ og hvítur vann auð- veldlega. Barbero sigraði á þessu móti, hann hlaut 7Vz v. af 9 mögulegum. A-Þjóðverjinn Pahtz varð annar með 7 v., en Svíinn Johnny Hector varð þriðji með 6 v. ásamt stórmeisturunum Knaak, A-Þýzkalandi og Grosz- peter, Ungverjalandi. N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.