Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 20
Blaðasala í Bankastræti Hvað heitir stelpan? Á göngu um miðbæ Reykjavíkur sér maður fullt af blaðsölubömum. í Bankastræt- inu hitti Bamasíðan 10 ára stelpu, sem bráðum verður 11 ára. Hún var þar á ferð með bróður sinn í kerru og vinkonu sína sér við hlið og seldi blöð. Hvað heitir þú? — Ég heitir Sigríður Áka- dóttir. Hvers vegna ert þú að selja blöð? — Bara, mér fínnst það gam- an. Heldurðu að þú hafír ein- hvetja peninga uppúr þessu? — Já, það eru margir sem hafa selt mörgum sinnum sem hafa grætt mikið. Ertu líka í vinnu við að passa bróður þinn? — Nei, ég bara passa hann fyrir mömmu. Er þá blaðsölustarfíð það sem þú ætlar að sinna í sumar? — Nei, ég ætla líka til út- landa. Hvað ætlar þú að gera í út- löndum? — Bara fara í sólbað. Eru margir krakkar í hverfínu þínu sem eru að vinna eitthvað í sumar? — Já, margir. Hvað gera þau? — Þau selja blöð, passa og vinna bara á mörgum stöðum. Ertu búin að gera eitthvað fleira skemmtilegt í sumar? — Já, ég var í sumarbúðum á Bifröst. Það var gaman. Við vorum í íþróttum og leikjum og fórum í gönguferðir gengum m.a. á Grábrók. Hvaða íþróttir stunduðuð þið? — Við vorum í spjótkasti og kúlu og kringlu. Varstu lengi? uuurtíJaA g •jBuioiq umqj -g •JIU2U 13(5(3 jb23<j i ufiAS — Ég var í eina viku. Fékkstu gott veður? — Já, en það kom einn dag rigning. Heimsóttuð þið einhvem bóndann í sveitinni til að sjá dýrin? Á ferðalagi er gott að hafa eitthvað smálegt að grípa í ef manni leiðist. Héma er ein hug- mynd. Þú þarft að hafa pappír og eitthvað til að teikna með. Bijóttu blaðið í þrennt. Efst teiknar þú höfuð af dýri eða manni. Síðan brýtur þú teikning- una þannig að aðeins sést í hálsinn. Næst réttirðu einhveij- um öðrum blaðið og hann á að teikna búkinn án þess að sjá — Nei, en 17. júní fómm við í Borgames. Nú er ekki vert að tefja Sigríði lengur frá blaðasölunni. Hún ætlar að halda áfram að selja blöð í sumar og við vonum að henni gangi vel að selja. höfuðið sem þú teiknaðir. Hann má heldur ekki vita hvort þú teiknaðir dýr eða mann. Þegar hann er búinn er þriðja aðila rétt blaðið. Hann fær það þann- ig að búið er að bijóta það aftur og nú sést aðeins í fótleggina. Hann á að teikna fætuma. Þeg- ar allir hafa teiknað þá er blaðið brotið í sundur og getur útkom- an oft verið mjög skemmtileg. Getur þú fundið út hvað stelp- an heitir? Þú getur tekið fyrsta stafinn úr nafni eins drengjanna, þann næsta úr öðrum staf í nafni annars drengs og svo framvegis. Þið getið sent svarið til Barna- síðunnar. Heimilisfangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Morgunblaðið/KA Gettu betur 1. Hvenær geta fjórir verið saman undir regnhlíf án þess að blotna? 2. Hvað verður um negra sem dettur í Rauðahafíð? 3. Hvað er það sem fer upp og niður, holt og hæðir, en liggur samt kyrrt? V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.