Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLf 1987 Bavadra (t.v) í fylgd stuðningsmanna. Reuter. Persaflói; íranir hóta árásum á bandarísk herskip 1800 bandarískir landgönguliðar á leið til heræfinga á Indlandshaf i London, Washington, Bahrain, Reuter. RÁÐAMENN í íran sögðu í gær, að þeir væru reiðubúnir að láta skjóta á og sökkva bandarískum herskipum á Persaflóa ef þau yrðu notuð til að veija siglinga- leiðir olíuskipa frá Kuwait. Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt, að herskipaverndin hefjist frá og með 22. júlí þrátt fyrir ótta margra þingmanna um að verið sé að stefna í strið við írani. 1800 bandarískir landgönguliðar voru í gær á siglingu suður Sú- ez-skurð á Ieið til heræfinga á Indlandshafi. Rafsanjani, talsmaður íranska þingsins, sagði í gær á fundi með foringjum byltingarvarðanna, að íranir væru albúnir í átök og til árása á bandarísk herskip. Tók hann þannig til orða, að voguðu þau sér inn í Persaflóa yrði fallbyssun- um beint að þeim og skipveijarnir teknir til fanga. Bætti hann því við, að íranir kærðu sig ekkert um, að stríðið færðist í aukana en væru samt tilbúnir til allsheijaruppgjörs „ef óvinurinn tapar glórunni". Herskipavemd Bandaríkjamanna á Persaflóa hefst nk. miðvikudag, 22. júlí, og verður þá aðeins einu skipi fylgt eftir frá mynni flóans til Kuwait og aftur út á Indlands- haf. Tekur ferðin hálfan sjötta dag. Næst verður skipi eða skipum veitt vemd 6. ágúst og þrisvar sinnum alls þann mánuðinn. 1800 bandarískir landgönguliðar á nokkrum smáum skipum fóm í gær um Súez-skurð í fylgd með þyrlumóðurskipinu Guadalcanal og var ferðinni heitið til heræfínga á Indlandshafí. Bandarískir embætt- ismenn sögðu, að æfingarnar, „Bjarta stjarnan“, væru jafnan haldnar annaðhvert ár og hefðu ekkert með ástándið á Persaflóa að gera. Ólympíuleikarnir í Suður-Kóreu: Erlendir gestir hafi alnæmisskírteini Fijieyjar; Bavadra styður landstjórann Suva, Fgieyjum. Reuter. TIMOCI Bavadra, fyrrum for- sætisráðherra Fijieyja, sem steypt var af stóli í valdaráni hersins 14. mai sl. lýsti því yfir í gær að hann styddi tilraunir landstjóra eyjanna við að koma á lýðræði aftur. tilkynntu svo nú í vikunni að vinna urskoða stjómarskrá eyjanna og yrði hafínn á ný á ekrunum. hefur Bavadra nú samþykkt að fjór- Ganilau, landstjóri, skipaði fyrir ir fyrrverandi ráðherrar í stjóm nokkru 16 manna nefnd til að end- hans taki sæti í þeirri nefnd. Kína: Seoul. Reuter. GESTIR, sem koma til Suður- Kóreu á næsta ári til að fylgjast með Ólympíuleikunum, verða að hafa meðferðis skirteini, sem sanna, að þeir séu ekki sýktir af alnæmi, að því er Rhee Hai-won heilbrigðisráð- herra sagði í gær. Ree sagði fréttamönnum, að búist væri við um 300.000 erlend- Penaia Ganilau, landstjóri, hefur frá því 14. maí reynt að miðla málum og m.a. ítrekað rætt við Bavadra. Hann hvatti nýlega "Verkamenn á sykurekrum, sem flestir eru af ind- versku bergi brotnir, til þess að hefja aftur vinnu svo hægt yrði að rétta við efnahag eyjanna. Sykur er helsta útflutningsvara eyja- skeggja. Talsmenn verkamannanna ■ ■■ \T/ ERLENTV Deng segir leiðtoga- skipti í vændum Peking, Reuter. DENG Xiaoping, valdamesti maður Kína, sagði í samtali við vestur-þýska kanslarann Helm- ut Kohl í fyrradag að miklar breytingar yrðu í forystuliði Kína á næstunni. í október verður næsti aðalfundur kinverska kommúnistaflokks- ins haldinn. Deng hefur sagt að Vestur- Þýskaland sé mikilvægasta við- skiptaland Kína í Vestur-Evrópu. Kohl er í átta daga opinberri heimsókn í Kína. Á fímmtudaginn heldur hann til Tíbet og verður fyrstur vestrænna leiðtoga til að heimsækja landið eftir að kínverskar hersveitir lögðu það undir sig árið 1950. Aðspurður um mannréttindamál í Tíbet sagði Kohl að hann hygðist mynda sér sína eigin skoðun á yfírráðum Kínveija í landinu en Vestur- Þjóðveijar teldu mannréttinda- málin mikilvæg. Kohl sagði Deng vera hressileg- an og hreinskilinn og hafði eftir honum að Kommúnistaflokkurinn væri staðráðinn í að sjá til þess að kynslóðaskipti yrðu í æðstu valdastöðum á aðalfundinum. Sovétríkin: Fær Trotsky uppreisn æru? Jákvæð umfjöllun um hann í stjórnarblaðinu Izvestia Moskvu, Reuter HELZTU fómarlömbin í hreinsunum Jósefs Stalín í Sov- étríkjunum munu nú hugsan- lega fá uppreisn æm, löngu eftir að þau em komin undir græna torfu. Þeirra á meðal er sjálfur Leon Trotsky, sem áratugum saman var opinber- lega yfirlýstur svikari við byltingu bolsévika. Var þetta eftir sérfræðingum í Moskvu í fyrradag. Ástæðan er grein, sem birtist um helgina í blaðinu Izvestia, málgagni sovézku stjómarinnar. Þykir sennilegt, að hún sé upphafið að róttækri breytingu i opinbem viðhorfi til fortíðarinnar í Sovétríkjun- um. Greinin í Izvestia er eftir Yegor Yakovlyev, þekktan talsmann fyr- ir hugmyndum Gorbachevs nú. Í henni eru taldir upp í fyrsta sinn opinberlega allir meðlimir fyrstu ríkisstjómar Vladimirs Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, en hún var sett á laggirnar aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að októberbylting bolsévika hófst 1917. Trotsky er með á þessum lista og hefur þar titilinn „kommissar" (ráðherra) utanríkismála. Er hann talinn upp á undan Stalín, sem samkvæmt þessum lista átti að fara með stjóm þeirra mála, sem snertu einstakar þjóðir og þjóða- brot í Sovétríkjunum. Trotsky var að lokum myrtur í útlegð í Mexíkó árið 1940 af Spánveija, sem al- mennt er talinn hafa verið útsend- ari Stalíns. Af þeim 12 mönnum, sem tald- ir eru upp á Iistanum fyrir utan Lenín, Trotsky og Stalín, voru 9 teknir af lífi á fjórða áratugnum ákærðir um landráð og samsæri um að kollvarpa sovézka ríkinu. Hinir þrír dóu allir á þriðja ára- tugnum, áður en Stalín náði að sölsa undir sig algert einræðisvald í Kreml. í greininni í Izvestia nú segir Yakovlyev, að Lenín hafí haldið því fram, að ekki bæri að líta á menn sem samsærismenn, enda þótt þeir fremdu mistök og hefðu aðrar skoðanir á einstökum mál- um en hann sjálfur. Jafnframt minnir Yakovlyev á, að Trotsky hafí verið stuðningsmaður bylt- ingarinnar allt frá því að hann var 17 ára og verið gerður útlæg- ur til Síberíu á valdatíma keisar- ans. í heild kemur vinsamlegt við- horf til Trotskys í grein Yakovly- evs mjög á óvart og er ekki til þess vitað áður, að jafn vinsam- lega hafí verið fjallað um þann fyrmefnda í opinberu blaði í Sov- étríkjunum, hvað þá sjálfu Iz- vestia. um gestum á leikana og stjórnvöld væru uggandi um, að alnæmi breiddist út í landinu við komu þeirra þangað. Ráðherrann, sem sækja mun alnæmisráðstefnu Asíu- og Kyrra- hafslanda í Sydney í Ástralíu í næstu viku, sagðist vona, að ríkis- stjómir annarra landa styddu þessa ákvörðun Seoul-stjómarinn- ar. Ríkisstjómin í Suður-Kóreu hefur þegar kynnt þá ætlan sína að leiða í lög refsingu - allt að sjö ára fangelsi - við því að breiða út alnæmi. Samkvæmt sömu lögum, sem lögð verða fyrir þingið seinna á þessu ári, verður útlendingum, sem bera í sér alnæmisvírusinn, bannað að koma til landsins, auk þess sem takmarkanir verða sett- ar á athafnir innlendra smitbera. Alþjóðlega Olympíunefndin: Lokatilboð til Norð- ur-Kóreu- manna Lausanne. Reuter. í GÆR lauk í Lausanne i Sviss fundi Alþjóðlegu Olympíu- nefndarinnar þar sem ræddar voru kröfur Norður-Kóreu- manna þess efnis að þriðjungur Sumarolympíuleikanna 1988 fari fram í N-Kóreu. 1981 var ákveðið að leikamir fæm fram í Suður-Kóreu en árið 1985 gerðu N-Kóreumenn kröfu til þess að hluti leikanna færi fram í landi þeirra. Juan Antonio Sam- aranch, formaður nefndarinnar, sagði við fréttamenn eftir fundinn að lokatilboð til N-Kóreumanna væri að þeir fengju að sjá um keppni í bogfimi, borðtennis, blaki kvenna, 100 km hjólreiðum karla og hluta af undanúrslitum í knatt- spymu. Svar yrði að berast við þessu tilboði fyrir 17. september, því þá yrði 167 þjóðum boðið að taka þátt í leikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.