Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD ■■■■■■■■■■■T 20:05 LEIÐARINN Nýrþáttur. I þessum fyrsta leiðara verður fjallað um stöðu íslensku prentmiðlanna ogþá sérstaklega dagblaðanna. Stjórnandi erJón Óttar Ragn- arsson. Á NÆSTUNNI 111111 ttli i:i rimiuiiiiii ■ 23:55] Föstudagur HEFNDIN (Act of Vengeance). Þegarslys verðurí kolanámum ÍPennsylva- niu, tekurformaðursamtaka námumanna málstað námueig- endanna. !■■■■■■■rTTTTT 22:05 ■ ■■■■MTMll Laugardagur KRAFTAVERKIN QERASTENN (Mirades Still Happen). Að morgni hins 24. desember 1972 gengu 92 farþegar um borð i flugvél. Meðal farþega var 17 ára skólastúlka ístuttum kjól. Hún var sú eina sem komst lifs af úr þessari ferð. A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn fsarA þúhjá Heimilistsakjum <ö> Heimilistæki hf S:62 12 15 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Afsala mér ráð- ^ herrabíl og bflstjóra „ÉG AFSALA mér ráðherrabíl og bílstjóra og mun ekki heldur taka við fyrningarfé því sem ráðherrar hafa rétt á og er 20% af bílverði," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráð- herra, í samtali við Morgunblað- ið. Jóhanna sagðist telja það bæði betra og skynsamlegra að nota þessa peninga til þess að ráða sérfræðing í húsnæðismál- um til ráðuneytisins. „Húsnæðismálin eru einn af stærstu málaflokkum félagsmála- ráðuneytisins og ég tel nauðsynlegt að fá mann strax til þess að vinna að ákveðnum verkefnum. Það þarf að gera úttekt á stöðu húsnæðis- kerfisins og útbúa tillögur um leiðir til úrbóta á kerfínu í heild í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins. Við þurfum m.a. að fínna leiðir til þess að draga úr sjálfvirkni í kerfinu og leita leiða til þess að ná jafnvægi í stöðu byggingasjóðanna til lengri tíma litið. Það eru ýmis fleiri verkefni sem bíða úrbóta. Félagslega kerfið hefur til dæmi ekki fengið það ijármagn sem brýn nauðsyn er á. Ég vil líka meina að kaupleiguíbúðimar, sem lögð er áhersla á í stjómarsáttmál- anum, séu stórt hagsmunamál landsbyggðarinnar. Það háir vem- lega uppbyggingu á mörgum stöðum úti á landi að gífurlegur skortur er á leiguíbúðum. Ég mun því nota þann pening sem sparast við þetta til þess að ráða sérstakan mann í að vinna þessa úttekt og í framhaldi af því sækja um að ráðinn verði fastur maður með þekkingu á húsnæðis- málum“. Morgunblaðið/D.J. Vegurinn neðst í Norðurárdaln- um hlykkist í ótal beygjum. Borgarfj örður; Æ \j | | 1 .1. C...C i ■4*** íi n I í iT 1 1 YTi PTl \J X v/ L XX XXX w X1 I Ar 0*% f I “• Vl C.I 9/JL J M m Æmmú Finnish Fibreboard Ltd (3^ Við hvorki viljum það né þiirlum. Við crum að kynna vegg- og loftklæðningarnar LIONS PAN frá Finnish Fibrcboard Ltd. LIONS PAN þilplötumar henta á gólf og veggi í gripahús, kæligcymslur, íbúðarhús og til húsgagnasmíði. LIONS PAN fást hvíthúðaðar, óhúðaðar, vatnsvarðar og standard. Einnig cr hægt að fá olíuborið hardboard. LIONS PAN: Ódýr og góð lausn. SAMBANDIÐ.. BYGGINGAVÖRUR KRÓKHÁLSl 7 SÍMl 672B88 Hámarks- hraði of mikill Borgarfirði. EFTIR að reglugerð um há- markshraða gekk í gildi hefur leyfður hraði verið aukinn á veg- inum um Borgarfjörð og Norður- árdal. Á malaivegi, sem tekur við af bundnu slitlagi fyrir ofan Eskiholts- vegamótin gömlu, er leyfður hraði 80 km/klst. Þessi kafli nær upp að Gljúfurá og eru á honum að minnsta kosti 4 blindbeygjur auk margra annara beygja, sumra krappra. Þar er og mjó brú í blindbeygju. Norðan Gljúfurár er leyfður 90 km hraði á klst. Frá vegamótum í Stafholts- tungur og upp fyrir beygjur fyrir neðan Hraunsnef eru tæpir 15 km. Á þeim kafla er óheimilt að aka fram úr í aðra eða báðar áttir á um tæplega 9 km löngum kafla. Þar að auki eru margar beygjur sem sloppið hafa við að fá samfellda hvíta rák á miðjan veginn. Meiri- hluti þessa kafla er með bráða- birgðaslitlagi á óundirbyggðu vegarstæði, sem ráðgert er að byggja upp á næstu árum. Þar er slitlag ekki í fullri endanlegri breidd og varla gert fýrir akstur með 90 km hraða á klst. Að mati margra, sem þekkja vel til á þessari leið, er hámarkshraði þar of hár miðað við aðstæður. D.J. Þensla er á vinnu- markaðnum NÍU þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í júní sl. í fréttatilkynningu frá vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins segir, að þessar tölur svari til þess að 400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, sem jafngildir 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. í júnímánuði í fyrra voru skráð- ir 15.000 atvinnuleysisdagar á landinu, en flestir hafa þeir orðið í júnímánuði 1983 20.000 eða rösklega helmingi fleiri en nú. Af framanskráðu má ráða að veruleg eftirspumarþensla ríki á vinnumarkaðnum þó mannekla sé fýrst og fremst bundin við ákveðn- ar starfsgreinar, s.s. þjónustu, mannvirkjagerð og vissar greinar verksmiðjuiðnaðar segir í fréttatil- kynningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.