Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Minning: Skarphéðinn Guðbrandsson frá Ólafsvík í dag verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju einn af elstu borgurum Ólafsvíkurkaupstaðar Skarphéðinn Guðbrandsson. Við fráfall hans er horfínn af sjónarsviði merkur samferðamaður, sem sett hefur svip sinn á Ólafsvík og markað djúp spor í félags- og framfarasögu byggðarlagsins, enda átt þar heima nær alla sína ævi- daga, eða í 81 ár, en um síðustu áramót fluttist hann með eftirlif- andi konu sinni að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Þar átti hann aðeins skamma viðdvöl. Hann andaðist í Landspítalanum 12. júlí sl. eftir erfíða sjúkdómslegu. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að eiga vináttu Skarp- héðins í áratugi. Hann var eftir- minnilegur maður, strangheiðarleg- ur, nákvæmur, hafði sérstæða frásagnargáfu og vakti athygli fyr- ir fágaða framkomu, bæði við störf sín og á hátíða- og gleðifundum. Skarphéðinn var alla ævi eftir- sóttur til starfa. Hann var ham- hleypa við hvaða vinnu sem var, sérstaklega verklaginn, lagði áherslu á vönduð vinnubrögð og hafði mikil og góð áhrif á vinnustað og var vinsæll með afbrigðum. Ævi Skarphéðins Guðbrandsson- ar var viðburðarík. Hann lifði og tók virkan þátt í harðri lífsbaráttu þjóðarinnar á tímaskeiði erfiðleika og fátæktar til velmegunar nútím- ans. Sharphéðinn fæddist í Ólafsvík. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sigurðsson frá Klettakoti í Fróðár- hreppi og Jóhanna Valentínusdóttir frá Kóngsbakka í Helgafellssveit. Þau voru mannkostafólk. Guð- brandur var hreppstjóri og spari- sjóðsstjóri í Ólafsvík, Jóhanna sérstæð fyrir lífskraft sinn. Böm þeirra voru sex: Torfhildur húsfrú í Keflavík er nú ein eftir á lífi. Systkinin í „Bifröst", en svo hét heimili þeirra í Ólafsvík, sem síðar varð heimili Skarphéðins og hans fjölskyldu, voru samhent og héldu ávallt nánum flölskyldutengslum. Skarphéðinn hóf sjómennsku að- eins 13 ára gamall og varð það hlutskipti hans nær óslitið í 30 ár, ýmist á opnum bátum eða línubát- um, m.a. frá ísafírði og Vestmanna- eyjum. Tíu vertíðir var hann á togurum, m.a. á Snorra Goða, Kára Sölmundarsyni og Skallagrími, þá var hann með Víglundi Jónssyni, útgerðarmanni í Olafsvík. Skarp- héðinn var eftirsóttur sjómaður, hraustur og verklaginn. Árið 1955 urðu þáttaskil á starfí hans. Hann fékk þá réttindi sem fiskimatsmaður á saltfísk og skreið og vann samfellt sem slíkur í Ól- afsvík í 20 ár. Baldur bróðir hans var einnig í þessu starfí. Voru þeir bræður samhentir og nutu mikils trausts fyrir vandvirkni og áreiðan- lega í starfi. Á þessu tímabili var Ólafsvík orðin meðal stærstu ver- stöðva landsins í framleiðslu sjávar- afurða, ekki síst saltfísk og skreið. Reyndi mikið á starf fískimats- manna, en þeir voru fáir á þessum árum. Eftir að Skarphéðinn hætti mats- störfum stundaði hann almenna vinnu til ársloka 1986, að hann ákvað sjálfur verklok. Meðal þeirra verka sem þeir bræður Skarphéðinn og Baldur eru rómaðir fyrir eru smíðar. Þeir voru báðir eftirsóttir bæði til nýsmíða og viðhalds húsa, samstarf þeirra á þessu sviði var með miklum ágæt- um, vandvirkni og dugnaður svo af bar. Hinn 12. desember 1936 varð mesti gæfudagur í lífí Skarphéðins. Þá gekk hann í hjónaband með eft- irlifandi eiginkonu sinni, Laufeyju Þórðardóttur frá Borgarholti í Miklaholtshreppi, mikilli mann- kostakonu. Sambúð þeirra hefur ávallt verið traust og þau samhent um allt. Heimili þeirra að „Bifröst" bar vitni myndarskap þeirra hjóna, gestrisni og hlýhug. Þau eignuðust fjögur böm. Eitt þeirra, Guðbrandur, dó fárra mán- aða. Þau sem lifa föður sinn eru: Guðrún gift Gylfa Guðmundssyni, búa í Reykjavík, Vilberg, fráskilinn, búsettur í Noregi, og Hreiðar giftur Svölu Thomsen, búa í Reykjavík. Skarphéðinn var vakinn og sof- inn yfír hag bama sinna og bamabama. Hann lagði sig fram um að tryggja framtíð þeirra meðan þrek leyfði. Eftirminnilegur maður er fallinn frá, maður sem setti svip sinn á daglegt líf í litlu sjávarþorpi. Ævi hans hefur verið viðburðarík og lit- auðug. Sérkenni hans voru atorka, vinnusemi, heiðarleiki, vandvirkni. Minning hans mun lifa. Ég og mitt fólk mun minnast Skarphéðins Guðbrandssonar með virðingu, hlýhug og þakklæti fyrir trausta og eftirminnilega vináttu. Við flytjum Laufeyju og bömum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minninguna. Alexander Stefánsson Þann 12. þessa mánaðar andað- ist á Landspítalanum föðurbróðir minn, Skarphéðinn Guðbrandsson. Hann var fæddur 30. september 1906 í Ólafsvík. Héði, eins og hann var kallaður, var sonur hjónanna Guðbrandar Sigurðssonar og Jó- hönnu Vajentínusardóttur. Hann ólst upp í Ólafsvík og bjó alla sína ævi þar. Héði var þriðji í röð af 6 systkin- um, hin vom: Vilborg, Baldur, Oddný, Torfhiidur og Guðrún. Nú er aðeins eitt af þessum systkina- hópi á lífi, en það er Torfhildur og býr hún í Keflavík. Á þeim ámm, sem Héði ólst upp var lífsbaráttan hörð og 13 ára byijaði hann að stunda sjóinn. Fyrst byrjaði hann sem háseti á árabát með föður sínum. Síðan fór hann á bát með Baldri bróður sínum. Af árabátum tóku vélbátar við og áfram stund- uðu þeir bræður saman sjóinn. Átján ára fór hann svo á línubát og eftir það var hann 10 ár á togur- um. Vom það togaramir Snorri Goði, Kári Sölmundarson frá Viðey, Gulltoppur og Skallagrímur. Eftir að vera á þessum togumm fór hann aftur á línubáta. Fyrir nokkmm ámm var hann sæmdur heiðurs- merki aldraðra sjómanna. Árið 1955 tók hann við mats- starfí á skreið og saltfisk og stundaði hann það í 20 ár, ásamt öðmm störfum. Matsstarfinu sagði hann lausu 1975. Eftir þann vann hann í hraðfrystihúsinu þar til hann hætti störfum 16. desember ’86, þá 80 ára gamall. Héði giftist 12. september ’36 eftirlifandi konu sinni, Laufeyju Þórðardóttur frá Borgarholti. Þau eignuðust 4 böm: Vilberg, búsettan í Noregi, Guðrúnu, búsetta í Reykjavík, Hreiðar, búsettan í Kópavogi, en yngsti sonur þeirra, Guðbrandur, lést á fyrsta ári. Eins og áður segir bjuggu þau allan sinn búskap í Ólafsvík, en í febrúar síðastliðinn fluttu þau hjónin hingað til Reykjavíkur og fengu íbúð í Jök- ulgrunn 1, hjá Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Þau vom mjög glöð að fá þessa íbúð, en því miður var dvölin þar alltof stutt, hann dvald- ist þar aðeins rúma tvo mánuði. Það er margs að minnast, þegar ég hugsa um hann Héða frænda minn. Eiginlega finnst mér hann vera heima í Olafsvík, það er svo nátengt vem minni þar að vita af honum heima í Bifröst, að annað er næstum óhugsandi. Það var því skrítin tilfínning, þegar ég fór vest- ur fyrir rúmum mánuði, að geta ekki hlaupið upp í Bifröst til Lúllu og Héða. Ég á honum frænda mínum svo margt að þakka, hann var mér ævinlega svo góður. Minnist ég þess, þegar pabbi minn var jarðaður og ég stóð við opna gröfína, hugur- inn var ekki stór, en allt í einu fann ég sterkan arm, sem tók utan um mig. Þetta var mér mikils virði og gleymist aldrei. Eftir að pabbi dó vom þau hjónin mömmu ómetanleg og hjálpin þeirra ómæld. Það vom mörg sporin sem hann Héði fór fyrir hana og veit ég að hún minnist þess með þakklæti. Héði var hrókur alls fagnaðar og á unglingsámnum, þegar systkinin vom heima í Bif- röst, komu kunningjamir í heim- sókn og þá var spilað á orgel og sungið. Jafnvel stiginn dans. Hann var dansmaður góður og hafði mjög gaman af að dansa. Það var því líf og Qör á gömlu dönsunum heima í Ólafsvík, þegar hann stjómaði þeim. Eins og mörgum fannst honum gaman að ferðast. Hann ferðaðist bæði innan lands og utan og var gaman að hitta hann eftir þessar ferðir. Hann bókstaflega lifði þær upp aftur og það var með ólíkindum hvað hann var minnugur og sagði skemmtilega frá. Eftir að árin liðu og vinnudagurinn styttist greip hann oft í spil og sat þá gjaman og lagði kapal og þegar ég kom til hans í heimsókn, fyrsta daginn sem hann lá á Landspítalanum í vor, sat hann við náttborðið og lagði kapal. Það var um síðastliðna páska að þau hjónin komu bæði í heimsókn til okkar. Það var síðasta heimsókn- in hans, þá vissum við að hann var með alvarlegan sjúkdóm. Héði kom fram fyrir okkur eins og hann var vanur, hress og kátur, en stuttu seinna fór hann í stóra skurðað- gerð. Baráttan var löng og erfíð, en aldrei heyrðist æðruorð af hans vömm. Að lokum þrutu kraftamir og sjúkdómurinn sigraði. Elsku Lúlla mín. 12. júlí var dag- urinn þinn og ykkar von var, að Héði yrði kominn heim, þá ætluðuð þið að gera ykkur dagamun og gleðjast með íjölskyldunni, því þann dag varðst þú 80 ára. Það var því dapurlegt, að hann skyldi deyja þennan dag. Ég veit þú hefur misst mikið, en þú hefur verið óskaplega dugleg í gegnum þessi veikindi hans og veit ég, að þú heldur áfram þínum dugnaði, það þekki ég. Ég votta þér, bömum þínum og fjölskyldum þeirra, mína dýpstu samúð. Anna Þóra Baldursdóttir í dag verður lagður til hinstu hvflu, elskulegur afí okkar, Skarp- héðinn Guðbrandsson frá Ólafsvík. Minningamar leita á hugann, elska og tregi fyllir hjarta manns, hann afi er dáinn. Á stundu sem þessari er erfítt að gera sér í hugarlund að þessi fágæti maður sé alfarinn. Innan fjölskyldunnar sem er manni Fæddur 25. maí 1899 Dáinn4.júlí 1987 Það var sólríkur morgunn þegar Sveinbjöm Magnússon frá Skuld lagði í sína síðustu ferð. Þá ferð sem enginn getur vikist undan, en menn eru misjafnlega undirbúnir fyrir. Simbi, eins og hann var jafn- an kallaður af vinum og ættingjum, var ferðbúinn. Sveinbjöm Magnússon fæddist að Hvaleyri við Hafnarfjörð, þann 25. maí 1899. Hann var sonur hjón- anna Magnúsar Sigurðssonar og Guðlaugar Bjömsdóttur. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum að Skuld í Hafnarfírði, þar sem hann bjó til ársins 1951. Þá fluttist hann í hús það, sem hann sjálfur byggði rétt við gömlu Skuld og bjó þar til dauðadags. Þau Skuldarsystkinin vom sex talsins, einn hálfbróður áttu þau svo kær á hver maður sitt ákveðna sæti, fjölskyldan er sá fasti punktur sem maður vill hafa í tilverunni þó allt annað breytist. Hér fær þó mannlegt vald engu ráðið því það eina sem við vitum með vissu þegar við fæðumst er að við deyjum. Þegar við minnumst hans afa okkar munum við hann sem lágvax- inn mann með mikla lífsorku. í hans lífí var engin stund ónotuð, það að skila sínu dagsverki sóma- samlega skipti hann miklu máli. Afí sat aldrei aðgerðarlaus, frístundir sínar notaði hann til lest- urs eða spilamennsku sem við áttum oft á tíðum hlutdeild í. Þær vom margar indælar stundimar sem við komum við hjá afa og ömmu til þess eins að njóta samvista með þeim, því hjá þeim leið okkur vel hveija stund, þvflíkan kærleika lagði frá þeim báðum. Lýsandi dæmi um góðmennsku afa er að ef við áttum eitthvað smáræði til að gleðja hann vom fyrstu orð hans alltaf þau að þetta væri nú óþarfí, heldur skyldum við njóta sjálf. Afí hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra, hann kom alltaf síðastur. „Þegar þið vinnið í anda kærleikans, þá fínnið þið sjálfa ykkur, hvert annað og Guð. Og hvað er að vinna af alúð? Það er að vinna klæði úr þráðum hjarta síns, líkt og það væri ofíð handa ástvinu þinni. Það er að byggja hús með ljúfu geði og það ætti að verða handa ástvinu þinni. Það er að sá af umhyggju og uppskera með gleði, líkt og þú værir að safn ávöxtunum handa ástvinu þinni. Það er að leggja sálu sína í öll verk sín og vita að helgir menn fortíð- arinnar standa þér við hlið.“ (Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran.) Heimili afa og ömmu var okkar annað heimili í Ölafsvík. Þar kom- um við oft á dag. Þegar foreldrar okkar fluttu út í Neshrepp vildi yngri systirin ljúka gmnnskólanum í Olafsvík. Þessa vetur bjó hún hjá afa og ömmu jafnt og á heimili okkar. Þriðja veturinn um áramót fluttum við frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur. Bjó hún þá alfarið hjá afa og ömmu þar til hún hafði lok- ið níunda bekk eða til vors. Ef heimþrá eða einmanaleiki greip hana var afi alltaf tiltækur og dreifði huganum með spilamennsku eða frásögnum frá liðnum tímum. Það mætti ætla að óskemmtilegt væri fyrir fímmtán til sextán ára ungling að búa hjá fólki á áttræðis- aldri, að vissu leyti, en svo var ekki hjá afa og ömmu. Þau vildu að við lærðum af lífinu og reynslan væri besti skólinn. Það er stundum rætt um fólk sem er víðreist, að það sé heimsmenn í þrengri merkingu, þýði orðið heimsmaður sá sem er víðsýnn og fordómalaus og þannig fólk var afí og amma. Aðeins ein jól höfum við lifað án afa og ömmu, það voru fyrstu jólin í Reykjavík en síðustu jól afa dvöldu þau hjá okkur og þá upplifðum við öll gömlu aðfangadagskvöldin með sínum og tvær fóstursystur. Eftirlifandi eru Jón og fóstursystumar Stefanía og Sigríður. Þau Sveinbjöm og Stefanía héldu saman heimili hér í Skuld. Á langri starfsævi var víða kom- ið við. Ungur stundaði Sveinbjöm sjómennsku og átti sjórinn sterk ítök í honum a!la tíð síðan. Hann var einn af stofnendum Áætlunar- bíla Hafnarfjarðar hf. 1935 og starfsmaður þess fyrirtækis til árs- ins 1947. Var það fyrsti aðilinn sem annaðist áætlunarferðir milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Svein- bjöm stundaði vömbifreiðaakstur um árabil, var um skeið við störf hjá Lýsi og Mjöl en síðast hjá Vöru- bflastöð Hafnarfjarðar. Það var fyrir sex ámm að ég fluttist hingað í Skuld og kynntist frænda mínum, þessum góða dreng, nánar. Simbi var þá hættur að stunda fasta vinnu en vann jafnan t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞORKELSDÓTTIR, til heimilis á Snorrabraut 58, Droplaugarstöðum, áður Bergþórugötu 20, lést að kveldi þriöjudagsins 14. júlí. Börn hinnar látnu. t Móðir mfn, GUÐBJÖRG JÚLÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Furugerði 1, andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 14. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurþór Hallgrimsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Selnesi. Hrafnhlldur Gfsladóttir, Margrét Helga Gfsladóttir, Haukur Gfslason, Guðbjörg Gfsladóttlr, Helmir Þór Gfslason. Minning: Sveinbjörn Magnús- son frá Skuld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.