Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 27 Sldptar skoðanir á niðurstöðum slát- urhúsaskýrslunnar Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Andrés Magnússon verkstjóri á skrifstofu sinni í Hvalfirði. þjóðir en okkur undanfarin ár en aldrei framkvæmt hótanir sínar. Aðspurður kvaðst Kristján halda að ekki yrði ástæða til þess að senda fólk heim þótt veiðar stöðvuðust í nokkra daga. Hann sagði að veiðar hefðu gengið sérstaklega vel það sem af væri sumri og því komin tími til að huga að öllum búnaði. Unnið yrði við þrif og viðhald tækja þar sem ekki hefur gefíst tími til þess hingað til. Andrés Magnússon verkstjóri í hvalstöðinni var á skrifstofu sinni þegar blaðamann bar að garði og var hann fyrst spurður að því hvem- ig mönnum litist á að fá þetta óvænta sumarfrí. “Þetta kemur mjög flatt upp á okkur héma. Ég var að mæta á vakt og frétti þetta fyrst núna. Eg á bara alveg eftir að átta mig á þessum fréttum“. Andrés sagðist ekki búast við því að menn yrðu sendir heim til að byija með heldur yrði reynt að halda uppi lágmarksvinnu í nokkra daga. Þó væri erfítt að hugsa málið til enda þar sem ekki væri vitað hve- nær veiðar gætu hafíst aftur. Á planinu vora fjórir hraustir piltar “að skera síðu“ eins og þeir sögðu sjálfír. Tveir hvalir höfðu komið inn þá um morguninn og var verið að ljúka við að ganga frá þeim. Þeir sögðust ekkert hræddir um að verða sendir heim en auðvit- að væri sárt að missa af þeim peningum sem þeir ætluðu að vinna sér inn þessa daga sem vinna ligg- ur niðri. Þeir sögðu einnig að ef þeir yrðu sendir heim þá yrði fyrirtækið að borga þeim dagvinnukaup svo framarlega sem þeir mættu daglega til vinnu, jafnvel þótt þar væri ekk- ert að gera. Þeir höfðu allir unnið í hvalstöð- inni áður og sögðust vera í þessu eingöngu fyrir peningana. Aðspurð- ir kváðust þeir sjaldan eða aldrei verða fyrir því að þurfa að réttlæta vinnu sína fyrir hvalfriðunarfólki enda væri fólk skilningsríkt þegar þeir segðust vera í þessu pening- anna vegna. SKIPTAR skoðanir virðast vera á niðurstöðu nefndar sem fjallað hefur um hagræðingu í rekstri sláturhúsa. Nefndin leggur til að 18 sláturhús haldi áfram rekstri, en 31 hús verði lagt niður. Af þessum 18 sláturhúsum er eitt einkasláturhús, en hin eru í eigu Sláturfélags Suðurlands eða kaupfélaganna. Morgunblaðið leitaði álits þeirra Karls Sigur- geirssonar framkvæmdastjóra Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga, Jóns H. Bergs for- stjóra Sláturfélags Suðurlands og Magnúsar Friðgeirssonar fram- kvæmdastjóra Búvörudeildar Sambandsins á þessari skiptingu. Harður kostur ef af verður Nefndin hefur lagt til að sláturhús Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga verði lagt niður 1988. Karl Sigurgeirsson framkvæmda- stjóri sagði að þetta hefði legið í loftinu í nokkum tíma. Hins vegar væri því ekki að neita að þeim þætti þetta vera harður kostur ef af yrði. Sér sýndist að með þessu væri verið að færa þessa tegund atvinnustarf- semi alfarið yfír í hendur Sambands- ins og kaupfélaganna. „Við höftim haldið húsinu vel við og farið eftir tilmælum dýralæknis um það á hveiju hausti," sagði Karl. „Við höfum staðið í skilum bæði við sjóðakerfí og framleiðendur og þar að auki komið fram með ýmsa ný- breytni í slátran á sauðfé. Á þessu ári höfum við til dæmis slátrað fjór- um sinnum, samtals um 400 fjár, og selt allt lqotið ófrosið fyrir gott verð við miklar vinsældir. í huga manns er mikil gremja og vantrú á að hér sé verið að leita bestu leiða fyrir framleiðendur og neytendur“. „Í kringum 1970 vora byggð upp sláturhús á vegum kaupfélaganna samkvæmt tillögum sem þá voru lagðar fram. Þeir fengu lánsfé úr opinberum sjóðum og fyrirgreiðslur til þess að byggja hallir víða um land. Nú er verið að draga saman og þá er þrautarlendingin að skera minni húsin niður svo einhver grandvöllur sé fyrir rekstri stóru húsanna". Karl sagði að það væri spuming hvort kröfumar um löggildingu slát- urhúsa væra ekki óraunhæfar. Hitt væri annað mál að auðvitað ætii að gera kröfur um að sláturhúsin væra eins fullkomin og kostur væri. „Þetta mál er í heild stór pólitískt," sagði hann. „Þessi nefnd hefur verið að störfum í eitt og hálft ár og það er engin tilviljun að hún bíður með að skila skýrslunni þangað til búið er að skipa landbúnaðarráðherra. Ég leyfí mér að fullyrða að á þessu svæði höfum við gert okkar til þess að halda uppi samkeppni í sölu á landbúnaðarafurðum. Eg held að stór hluti heimamanna vilji ekki einokun á þessu sviði“. Verður að koma á ha- græðing-u Jón H. Bergs forstjóri Sláturfélags Suðurlands sagði að öll hús félagsins væra löggild og það væri því ekki þess vegna sem þyrfti að leggja þau niður. Þau uppfylltu allar kröfur sem gerðar væra til sláturhúsa. Því miður væru mörg sláturhús víða á landinu mjög ófullkomin. Einkaaðilar hefðu verið með innan 10% af slátruninni í landinu þannig að ekki væri við því að búast að þeir væra með fullkomin sláturhús. Sláturhúsin í eigu Sláturfélags Suðurlands sem lagt er til að lögð verði niður era við Laxá í Leirár- sveit, Vík í Mýrdal og í Laugarási. „Vonandi sjá menn þörfina á því að koma við eins mikilli hagræðingu í rekstri eins og kostur er þegar fjár- fjöldinn í landinu hefur minnkað svona mikið. Það gefur augaleið að það eru ekki næg verkefni fyrir öll sláturhúsin sem eru nú í landinu," sagði Jón H. Bergs að lokum. Sláturhús á undanþágn ekki skynsamlegnr val- kostur Magnús Friðgeirsson fram- vkæmdastjóri Búvörudeildar Sam- bandsins sagði að nefndin legði til miklar breytingar og þær ættu a& vera liður í því að minnka svokallað- an milliliðakostnað. „Við eram að horfa fram á breytta tíma og eram farin að finna veralega fyrir því,“ sagði hann. „Ég held að breytingin komi til með að verða veraleg bæði hjá framleiðendum og sláturleyfís- höfym. í skýrslunni eru settar fram hug- myndir sem menn hafa verið að hugsa um í nokkuð langan tíma. Á sínum tíma komu fram svipaðar hug- myndir sem stöðvuðust í framkvæmd vegna þess að það var ekki pólitískur vilji til þess að framfylgja þeim“. Magnús sagði að slaturhúsin í einkaeign, sem lagt er til að lögð verði niður, væru öll á undanþágu. Þau væru þvi ekki skynsamlegur valkostur ef menn horfðu á málið frá þjóðahagslegu sjónarmiði. „Ég sé að hér er búið að leggja mikla vinnu í að reyna að finna skyn- samlegan flöt á því hvemig eigi að standa að slátrun í landinu. Mér fínnst það gilda einu hvort húsin séu í einkaeign, eign ríkisins, kaupfélaga eða Slaturfélags Suðurlands svo framarlega sem við eram að stefna að þvi marki að koma vöranni á sem ódýrastan hátt til neytenda. Það er mikilvægt að vinnslukostnaðurinn ogi sú fjárfesting sem þegar liggur f þessu sé nýtt til hins ýtrasta og ekki verði stofnað til fjárfestinga sem annað hvort framleiðendur eða neyt- endur þurfa að borga. Ég held að það sé okkur mjög þarft, eins og nú kreppir að bændum, að skoða alla hluti með opnum huga. Ég hef enga tilfinningu fyrir þvi hvers konar eign- arform er á sláturhúsunum, en flest sláturhúsin sem lagt er til að leggja niður eru á vegum kaupfélaga. Þetta setur heildarrekstur þeirra í vanda. Eru þeir að fá 'ann "? ■ Laxá yfir 1000 laxa „Laxáin er að sleikja þúsundið, en samt hefur veiðst lítið síðustu vikuna eða svo, langvarandi hitar og staðviðri valda því,“ sagði Orri Vigfússon i samtali við Morgun- blaðið í gærdag, en umræðuefnið var laxveiðin í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri. Hjá Orra kom fram, að furðulegt ástand hefur verið í veiði í Laxá lengst af veiðitímans og margir líkja júní- og júlíveiðinni við dæmigerða ágústveiði, svo snemma gekk laxinn upp og síðan hefur hægt um göng- umar. Era menn fyrir all löngu famir að veiða legna laxa, meira að segja vel legna og á mjög smáar flugur. Þá hefur verið venju fremur mikið af mjög vænum laxi, 15—20 punda og talsvert af físki þar yfír, allt upp í 24 pund, en að minnsta kosti þrír slíkir risar hafa veiðst. Stærri laxar eru í ánni og hafa menn aðeins sett í þá. Einn missti áætlaðan 32—34 punda lax á Nes- veiðunum fyrir nokkra og annar setti f og glímdi við á þriðju klukku- stund lax sem talinn var 26—30 pund á Núpasvæðinu. Á sfðar- nefnda svæðinu fengu nokkrir félagar 8 laxa fyrir nokkra á tveim- ur dögum og var meðalþyngdin lygileg, 17,25 pund. Á Laxamýri er sömu sögu að segja, tveir félag- ar fengu fyrir skömmu 5 laxa og meðalþyngd flögurra fyrstu var ævintýraleg, laxamir vógu 17, 18, 18 og 19 pund, en síðan kom 3 punda tittur og fór með allt saman. Af þúsund löxum hafa um 755 veiðst á svæðum Laxárfélagsins, um 170 á Nesveiðum, 50 stykki á Núpasvæðinu og einir 25 á ýmsum svæðum efst í ánni, Hrauni, Múla- staðatorfu og víðar. Ballið byijað í Laxá á Asum Nú eru menn famir að kappveiða í Laxá á Ásum á nýjan leik, en veiðin þar datt talsvert niður í nokkrar vikur eftir mjög svo líflega byijun. Nú era komnir á fimmta hundrað laxar á land úr ánni og hafa stórar smálaxagöngur orðið til að æsa allt saman upp á nýjan leik, en laxinn var vænn framan af og fengust m.a. að minnsta kosti tveir 20 punda laxar. Besta veiðin sem frést hefur af var 50 laxar á báðar stangimar á tveimur dögum fyrir skömmu, en veiðin er að fara í kraftgírinn þannig að það verður vart það besta þegar upp verður staðið. Morgunblaðið/gg Spegillinn í Hvítá eystri, i landi Langholts. Einn besti veiðistaðurinn á þvi svæði. Á hádegi í fyrradag höfðu veiðst 116 laxar í Selá í Vopnafirði og hafði veiðin farið dofnandi. Tals- verður lax er í ánni, en nýjar göngur hafa ekki verið á ferðinni og áin er sögð æði vatnslítil á hennar mæiikvarða. Laxinn er því orðinn mismikið leginn og styggur og mál sumra að mikil spónveiði eigi þar hvað mesta sök. Stærstu laxamir eru 18 punda fískar, teknir á spón, en stærsti flugulaxinn til þessa vóg 14 pund. Nokkur smálaxaveiði að undanfömu hefur lækkað háan meðalþunga. Svipaða sögu er að segja frá útlendingaánni Hofsá. Fnjóská léleg Aðeins 25 laxar höfðu veiðst í Fnjóská um miðjan mánudaginn, en veiðin hófst 20. júní. Þetta þyk- ir lélegt sem nærri má geta, en Fnjóská er þó ævinlega mislynd og oftar léleg en góð. Glæðist í Álftá Í fyrradag voru 12 laxar komnir á land úr Álftá á Mýrum og þótt það sé ekki mikill afli, þá er það stór bót frá júníveiðinni sem öil hljóðaði upp á nokkra urriðatitti. Áin er vatnsminni en elstu menn muna, en sem betur fer er laxinn samt byijaður að troða sér upp. Bullandi veiði í Elliðaánum Loks hefur ræst úr Elliðaánum eftir afspymulélega byijun, þá lé- legustu í mörg herrans ár. Tölu vantar, en rífandi veiði hefur verið síðustu vikuna eða svo og margir „tekið skammtinn". Má geta þess, að Garðar H. Svavarsson og Jón Öm Ámundason fengu 8 stykki í beit í Símastreng og vora búnir að ljúka sér af á tveimur klukkustund- um og leikur grunur á að þar hafi kvótinn verið tekinn á nýjum mettíma. Laxamir ginu allir við Blue Charm þríkrækjum nr. 14 og þurfti að skera önglana úr svo kyrfi- lega festust þeir. Þeir sem mest hafa veitt hafa yfírleitt veitt á flugu frammi í á, en laxinn hefur tekið verr „niður frá“ þótt nóg sé af hon- um þar sem ofar. Um 1200 laxar hafa farið um teljarann og mergð er einnig af físki fyrir neðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.