Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
23
Heimt úr helju
LÖGREGLA og sjúkraliðar í Charleroi í Belgíu flytja Cecilu Dujva, 23 ára Stokkhólmara, burt á
börum eftir að henni hafði verið haldið í gíslingu í nærri fimm klukkustundir i lestarvagni.
Sómali með danskan ríkisborgararétt, vopnaður pappírshníf, tók Cecilu sem gísl í hraðlestinni
á leið frá París til Stokkhólms. Lögregla aftengdi lestarvagninn, þar sem hann hafðist við og yfirb-
ugaði hann um fimm stundum síðar. Maðurinn, sem heitir Mohammed Abdirahaan, taldi sig hafa
verið misrétti beittan í Frakklandi og vildi fá leiðréttingu sinna mála. Hann hélt að lestin væri enn
í Frakklandi er hann tók gíslinn.
Forseti norska alþýðusambandsins:
Ekki rétt að vonast eftir
hækkun rauntekna 1988
Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
STARFANDI forseti norska al- Haraldseth sagði í viðtali, að fé-
þýðusambandsins, Leif Harald-
seth, hefur mætt mikilli andstöðu
eftir yfirlýsingu, sem hann gaf
á þriðjudag, um að ekki yrði far-
ið fram á launahækkun á næsta
ári fremur en þessu. Aðrir verka-
lýðsleiðtogar hafa gagnrýnt
hann harðlega og segjast óttast
verkföll, ef þetta eigi að verða
vegarnesti samtakanna, þegar
þau gangi tii næstu kjarasamn-
inga.
lagar í verkalýðshreyfingunni gætu
ekki vænst þess að rauntekjur
hækkuðu á næsta ári. Aðeins kæmi
til greina að fá bætur vegna verð-
hækkana.
Verkalýðsleiðtogar hafa brugðist
ókvæða við þessum ummælum Har-
aldseth og segja þau ótímabær, þar
sem hálft ár sé, þar til samtökin
þurfa að ákveða launastefnuna fyr-
ir árið 1988.
Með þessu útiloka samtökin
þann möguleika, að krafist verði
hækkunar á rauntekjum, segja leið-
togar opinberra starfsmanna innan
alþýðusambandsins.
-Haraldseth ætti fremur að ein-
beita sér að því að ná fram þeim
kröfum, sem samtökin settu fram,
þegar þau lögðu kauphækkunar-
kröfur sínar til hliðar á þessu ári,
þar á meðal um vaxtalækkun, segja
þeir. -Nú er þvert á móti verið að
hækka vextina.
FESIl-
JARHN
HÚ5ASMIOJAN
SUDARVOGI 3-5 Q 687700
Snyrtivöru-
kynning
í dag og á morgun.
Kristín Stefánsdóttir
förðunarfræöingur leiðbeinir.
,.iV1STo.
Laugavegj 27 • Sími 19660
NONAME
p
dag og á morgun
verður Kjötmarkaður SS íAusturveri.
Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta-
kjöt á hagstœðu tilboðsverði.