Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 39
hefðum, þegar allt hafði sína röð
og reglu.
Afí lést 12. júlí síðastliðinn í
Landspítalanum í Reykjavík eftir
um tveggja og hálfsmánaðar
sjúkralegu. Kærar þakir viljum við
senda öllu því starfsfólki á hand-
lækningadeild 11-G sem hann
önnuðust fyrir einstaka umönnun,
það verður seint fullþakkað.
Andlát afa var fallegt. Öll feng-
um við góða stund með honum
síðasta sólarhringinn sem hann
lifði. Með því síðasta sem hann
ræddi við okkur fyrir burtför sína
var afmælið hennar ömmu. Hún
varð áttræð daginn sem hann dó.
Hann vildi að hún fengi allt það
besta sem á var kosið. Stundum
furðaði maður sig á hversu lífseigur
hann væri í veikindum sínum en
hann vildi örugglega fremur vera
með okkur í anda á afmælinu henn-
ar heldur en að vera of veikur til
að taka þátt, allavega hefði það
verið í þeim anda sem hann lifði í.
Elsku amma, erfíður tími hefur
farið í hönd. Við skiljum nú við
yndislegan mann, mann sem hafði
þörf fyrir hvfldina góðu. Megi Guð
blessa þig og varðveita í sorg þinni
svo og okkur öll.
Hér hafa verið skrifuð fátækleg
orð. Minningin um afa mun lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Manngæska hans var mikil og von-
andi megum við afkomendur hans
vera manneskjur til að varðveita
það góða sem hann hefur skilið
eftir, af honum höfum við lært og
megi Guð halda vemdarhendi yfír
þeim lærdómi.
Svo að lifa ég sofni hægt,
svo að deyja að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs bam hér
gefðu, sætasti Jesú, mér. — Amen.
(H.P.)
Elva Jóhanna og Ingibjörg
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Hann Skarphéðinn afí minn var
mörgum góðum kostum búinn,
flestum þeim kostum sem prýtt
geta einn mann. Þar bar ekki hvað
síst á örlæti og ósérhlífni. Minning-
amar streyma fram hver annarri
ljúfari, ekkert var nógu gott fyrir
okkur hin.
Óteljandi eru ánægjustundir
mínar hjá afa og ömmu í Ólafsvík,
hjá þeim var alltaf jafn gott að
vera, þau voru ávallt gefendur,
fannst sælla að gefa en þiggja. Afí
minn hafði unun af því að blanda
geði við fólk, aldrei stóð á honum
að gera öðrum greiða með bros á
vör, greiðviknin var honum í blóð
borin. Hann hafði alla tíð mjög
sterka réttlætiskennd — „rétt er
rétt“ eins og hann sagði svo oft
sjálfur.
Með söknuði kveð ég hann sem
kenndi mér allar mfnar bænir.
flesta daga við smíðar og viðgerðir
úti í skúr. Er þar margur góður
gripurinn, sem ber góðan vitnisburð
þeim hæfíleikamanni, er þar réði
ríkjum. Þama undi hann sér bezt
og fannst slæmt ef dagur leið án
þess að hann kæmist til vinnu úti
í skúr.
Snyrtimennska var honum í blóð
borin og allt skyldi vera á sínum
stað, jafnt úti sem inni. Þótt árin
færðust yfír, var hugsunin alltaf
jafn skýr, stutt var í brosið, augun
full af kímni og góðsemi skein úr
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
Minningin um besta mann sem ég
hef þekkt, minningin um afa minn
mun fylgja mér um ókomna tíð því
minningin lifir þótt maðurinn deyi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hansdýrðarhnossþúhljötaskalt. (V.Briem)
Ruth S. Gylfadóttir
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn,
því að það, sem þér þykir vænst um í fari
hans,
getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans,
eins og fjallgöngumaðurinn sér fyallið best
af sléttunni."
(Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran. )
Oft er það svo á stórum stundum
í lífi okkar, að minningamar renna
eins og leiftur gegnum hugskot
okkar. Þannig fór fyrir mér, þegar
kær vinur, tengdafaðir minn,
kvaddi þennan heim. Ljúft er til
þess að hugsa, að yfír þeim minn-
ingum hvflir enginn skuggi.
Skarphéðinn Guðbrandsson var
fæddur í Bifröst í Ólafsvík 30. sept-
ember 1906. Sonur hjónanna
Jóhönnu Margrétar Valentínusar-
dóttur og Guðbrandar Sigurðssonar
hreppstjóra. Bifrastarsystkinin voru
sex; Viíberg, Baldur, Skarphéðinn,
Oddný, Guðrún og Torfhildur. Þau
komust öll til fullorðinsára og þóttu
einkar mannvænlegt fólk, dugleg
og sérstaklega handlagin eins og
þau áttu kyn til. Þijú þeirra létust
í blóma lífsins, Vilberg, Guðrún og
Oddný. Samheldni systkinanna var
orðlögð. Torfhildur sem flust hafði
til Keflavíkur, kom með manni
sínum á hveiju sumri til æskuheim-
ilis síns. Bræðumir, sem í daglegu
tali voru kallaðir Héði og Baldi,
voru jafnvel svo samrýmdir að ef
eitthvað kom uppá sem þeir voru
ekki sammála um þá ræddu þeir
það ekki meira því þeir höfðu aldr-
ei reiðst hvor öðrum allt sitt líf.
Þeir giftust systmm frá Borgar-
holti, Baldur Þórunni og Skarphéð-
inn Laufeyju. Laufey og Skarphéð-
inn byijuðu búskap í Hvammi, húsi
Þórunnar og Baldurs. Skarphéðinn
byggði við efri hæð hússins og þar
bjuggu þau hjón sín fyrstu búskap-
arár og þijú elstu bömin fæddust
þar. Árið 1944 keypti Skarphéðinn
æskuheimili sitt, Bifröst. Guðbrand-
ur var þá látinn fyrir fjórum áram.
Jóhanna hélt eftir baðstofu sinni
og þar bjó hún í skjóli sonar síns
og fyölskyldu hans, þar til hún fór
á elliheimilið Grand, háöldrað. Hún
lést árið 1966.
Skarphéðinn og Laufey eignuð-
ust fjögur böm. Arið 1938 Vilberg,
dætur hans era Laufey og Sóley
og fóstursonur Guðmundur. Árið
1941 Guðrúnu, gifta Gylfa Guð-
mundssyni. dætur þeirra era Ruth
og Rakel. Árið 1942 Hreiðar Þóri,
hveijum andlitsdrætti. Aldrei .var
komið að tómum kofunum þegar
leitað var ráða eða beðið um leið-
beiningar. Það er leitt til þess að
hugsa að fá ekki lengur að njóta
samvista við hann. Það er tómlegt
héma í Skuld. En fyrir þann tíma
sem við voram samferða, viljum við
fyölskyldan hér á neðri hæðinni
þakka og biðjum Guð að blessa
minningu hans. Bróður, fóstur-
systram og öðram aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
„Frændi, þegar fiðlan þegir,
fugiinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustrengnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þom í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
ég hef sæmt hann einni fylgju:
óskum minum hvar hann geingur." (H.L)
Biraa.
giftan Svölu S. Thomsen, dætur
þeirra era Elva Jóhanna og Ingi-
björg. Arið 1949 Guðbrand, er lést
á fyrsta ári.
Skarphéðinn stundaði sjó í tæp
þijátíu ár. Fyrst á árabátum, síðan
opnum vélbátum, línubátum og á
togurum. Um 1950 hætti hann á
sjónum. Þá höfðu þau hjón stækkað
Bifröstina og bjuggu þau þar þang-
að til í vetur að þau fluttu suður
og fengu hjónaíbúð í Jökulgrann
að Hrafnistu. Þá var öll fyölskylda
þeirra flutt frá Ólafsvík og vildu
þau eyða ævikvöldi sínu nálægt
bömum og bamabömum.
Ég hef átt því láni að fagna að
eiga þau hjón að sem aðra foreldra
í tæpan aldarfjórðung. Átján ára
unglingur kom ég inn á heimili
þeirra og era dætur okkar því fyórða
kynslóðin sem hefur notið Bifrast-
arheimilisins. Það er dýrmætt fyrir
unga foreldra að eiga slíkt fólk að
og ennþá dýrmætara er það fyrir
bömin. Eðlislæg greind, sálarþroski
og vöndun til orðs og æðis er sú
arfleifð sem þau hjón hafa miðlað
bamabömunum. Dætur okkar allra
áttu sér sameiginlegt herbergi hjá
afa og ömmu, þar vora þeirra hlut-
ir og rúm sem alltaf var uppbúið
og þangað var gott að leita. Álltaf
var eitthvað góðgæti í búrinu og
afi taldi ekki eftir sér sporin ef á
þurfti að halda. Amma var alltaf
tilbúin að hlusta og hlúa að. Allt
líf þeirra hjóna hefur miðast að því
að veita bömum sínum og fjölskyld-
um þeirra allt sitt besta. Skarphéð-
inn var einstaklega natinn við böm
og unglinga. Enda era ófáir ungu
vinimir sem hann hefur eignast í
gegnum starf sitt í fiskverkunar-
húsunum í Ólafsvík. Vinnuvöndun
og verklagni er gott veganesti út í
lífíð. í þeim efnum var ekki komið
að tómum kofanum hjá honum.
Þess nutum við líka hjónin ómælt,
þegar við voram að byggja húsið
okkar var ekki ónýtt að eiga bræð-
uma að.
39
í vor kenndi Skarphéðinn þess
meins sem dró hann til dauða. Hann
gekk æðralaus undir uppskurð í
byijun maí, sagðist ekki hafa neinu
að kvíða öll sín mál væra frágeng-
in. Sama æðraleysi hefur hann sýnt
þessar tíu vikur sem hann háði
helstríð sitt. Síðasta kvöldið sem
hann mátti mæla sagði hann að
allt væri eins og best væri á kosið.
Hann var þakklátur öllu starfsfólki
handlækningadeildar 11-G á
Landspítalanum en umönnun var
með miklum ágætum hjá þessu ein-
staka og hlýja starfsfólki. Umvaf-
inn ástúð eiginkonu, bama og
bamabama lauk hann hérvist sinni
að morgni þess 12. júlí.
Ég kveð kæran tengdaföður með
djúpri virðingu og þakklæti fyrir
mildu föðurhöndina hans.
„Drottinn veittu dánum ró
hinum líkn sem lifa."
Svala S. Thomsen
hlý
Nví,
VERA, — vandaðir borðdúkar og servíettur.
Bjóðir þú til veglegs málsverðar skaltu vanda
til borðbúnaðarins.
Vera borðdúkar og servíettur eru úr góðu, mjúku og straufríu efni.
Ótrúlega mikið úrval fallegra og bjartra lita.
Og nú er um að gera að nota hugmyndaflugið við servíettubrotin.
r
, - KDSl rA BODA
Bankastræti 10, Sími 13122