Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 26

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 4 Fjórtán fórust í flóðunum á Italiu Sex manns saknað - Mikið tjón á húsum og mannvirkjum Bátur öslar i gegnum vatnselginn að bfl, sem marir svo til í kafi. Mikill Qöldi bíla og annarra farartækja stórskemmdist í þessum vatnavöxtum, sem eirðu hvorki fólki, mannvirkjum né farartækjum. Morbegno, ítaliu, Heuter. VITAÐ var um 14 manns í gær, sem farizt höfðu i fióðun- um á Norður-Ítalíu að tmdan- förnu og sex manns var saknað til viðbótar. Tjón á húsum og öðrum mannvirkjum er gífur- legt. Mest varð tjónið í þorpinu Tarlano nærri svissnesku landamærunum, þar sem heil íbúðarblokk sópaðist burt i aur- skriðu og skall á hóteli, sem eyðilagðist að mestu leyti. „Ég sá svart aurflóðið skella á hótelinu og heyrði böm æpa á hjálp," var var haft eftir Gino Reato, 58 ára gömlum manni, en kona hans fórst fórst í hótelinu, þar sem þau bjuggu. Þegar hann rankaði við sér, var hún horfín. Sjáifur fótbrotnaði hann. „Hér hefur það gerzt, sem enginn gerði ráð fyiir að gæti gerzt." Það er ekki bara á þessum slóð- um, sem stórslys hafa orðið í kjölfar mikillar úrkomu. Ekki er nema vika síðan 22 menn fórust Það kom fyrir lítið, þó að þessir tveir menn reyndu f skyndi að koma upp eins kon- ar flóðgarði til þess að hindra vatnið í að flæða inn í hús þeirra. Hér sjást þeir horfa í vonleysi á vatnselginn, sem átti enn eftir að vaxa, er þessi mynd var tekinn. í frönsku Ölpunum, er flóðbylgja féll þar á tjaldstæði. ....**•* ' Sala breskra flugvalla: Eftirspurnin tífalt meiri en framboðið St. Andrewa. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðains. FYRIR nokkru síðan voru boðin út hlutabréf f flugvöllum á Bret- landi. Gífurlegur Qöldi umsókna barst um tífalt fleiri bréf en f boði voru. Tilkynnt var nú um helgina, að einungis þeir, sem sóttu um 1000 bréf eða feerri, fengju hlutabréf. 260.000.000 hlutabréfa á 245 pence hvert voru boðin út á almenn- um markaði. Útboðið annaðist fyrirtækið, sem á og rekur breska flugvelli. Eftirspumin var mjög mikil. 2,47 milljónir umsókna bár- ust, þar sem beðið var um 2135 milljónir hlutabréfa eða næstum tífalt fleiri bréf en í boði voru. 2.150.000 umsóknir voru um færri hlutabréf en 1000. Paul Shannon samgöngumála- ráðherra tilkynnti um helgina, að einungis þeir, sem sótt höfðu um færri hlutabréf en 1000, fengju bréf, og þeir, sem sótt hefðu um lágmarksfjölda, sem var 150 hluta- bréf, fengju 100 bréf. Ýmsar fjármálastofnanir, sem sótt höfðu um þúsundir hlutabréfa, fengu ekk- ert. Búast má við, að þær sækist eftir bréfum, þegar farið verður að selja þau á almennum markaði. Nú þegar hefur verð bréfanna hækkað um 45 pence og líklegt að þau hækki enn frekar á næstunni. 125.000.000 bréf voru ekki boðin á -föstu verði, heldur seld hæst- bjóðanda. Umsóknir bárust um flmm sinnum fleiri bréf en í boði voru. Búist er við, að meðalverð á þeim bréfum verði um 280 pence. Tilkynnt verður um úthlutun þeirra bréfa á morgun, miðvikudag. Mjög vandlega er farið yfír allar umsóknir til að reyna að koma í veg fyrir svindl, en hver ein§takling- ur má aðeins senda inn eina umsókn. Nú þegar hefur verið kom- ið upp um einn svindlhring í þessu útboði. Ifyrrum þingmaður íhalds- flokksins var staðinn að því að senda inn margar umsóknir í hluta- bréf breska símans, þegar hann var boðinn út. Varð hann að hætta við framboð í kosningunum í síðasta mánuði af þeim sökum. Þingkosningar í Portúgal: Hreinn meirihluti Sósíaldemókrata Lissabon. Reuter. MIKIL gleði greip um sig meðal stuðningsmanna Sósíaldemó- krataflokksins í Portúgal, þegar atkvæðatölur úr þingkosningun- um á sunnudag fóru að berast og I ljós kom að flokkurinn hafði fengið hreinan meirihluta á þingi. Þyrptust þeir út á götur, hrópuðu, dönsuðu og veifiiðu flokksfánum. Anibal Cavaco Silva, forsætisráð- herra og leiðtogi Sósíaldemókrata- flokksins, sagði í gær er ljóst var að flokkur hans myndi fá a.m.k. 145 þingsæti af 250, að portúgalska þjóðin hefði gefið til kynna að hún vildi stöðugleika í stjómmálum. Næsta ríkisstjóm verður sú 17. frá því 1974. Cavaco Silva, sem er hagfræðidoktor frá breskum há- skóla, sagði að hann myndi áfram beita sér fyrir efnahagslegum fram- förum. Sósíaldemókratar myndu reyna að fá aðra flokka til að styðja N ámaverkameim fara í verkfall Bretland: St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttantara Morgnnbladsins. ELLEFU kolanámur í Suður- Jórvíkurskiri stöðvuðust í gærmorgun vegna verkfalls knlanámamanna. Breska kola- námafyrirtækið ákvað að víkja fimm verkamönnum úr vinnu i Frickley. Stjóm félags náma- verkamanna í Suður-Jórvík- urskíri hvatti félagsmenn sína til að fara ekki i verkfall. Upphaf þessara átaka er að rekja til þess, að ríkisfyrirtækið British Coal, sem rekur nánast allar kola- námur í landinu, ákvað að setja nýjar starfsreglur án samráðs við námaverkamenn, að þeirra eigin sögn. Verkamennimir segjast illa sætta sig við þessar nýju reglur og búið var að ákveða, að almenn at- kvæðagreiðsla yrði um land allt um það, hvort grípa ætti til yfírvinnu- banns til að mótmæla ákvörðun breska kolanámafyrirtækisins. Þeg- ar fímm mönnum var vikið frá störfum í Frickley fyrir helgina vegna brots á þessum nýju reglum, ákváðu samstarfsmenn þeirra að fara í verkfall. Um helgina ákvað stjóm félags námaverkamanna í Suður-Jórvíkurskíri að hvetja fé- lagsmenn til að fara ekki í verkfall, vegna þess að almenn atkvæða- greiðsla um þetta efni væri á næstu grösum. í fyrsta skipti í sögunni neituðu námaverkamenn í Frickley að fara að tilmælum stéttarfélags síns. Allir aðrir námaverkamenn í Suður-Jórvíkurskíri ákváðu hins vegar að hlíta tilmælunum. Náma- verkamenn í Frickley fóm víða um Suður-Jórvíkurskiri og hvöttu aðra námaverkamenn til að fara að dæmi sínu. í gær var ekki unnið í ellefu námum ( héraðinu, en sex vom í fullum gangi. Stjóm breska kolanámafélagsins sagðist harma ákvörðun náma- verkamanna í Frickley og varaði við, að menn mættu ekki til starfa, því að þá ættu þeir á hættu að missa vinnuna. Hver, sem ekki mætti til vinnu í gær, væri að ijúfa samning við breska kolanámafyrir- tækið, sagði talsmaður þess. Þessi átök koma í kjölfar þess, að ársfundur Sambands breskra kolanámamanna neitaði að sam- þykkja sex daga vinnuviku við nýjar námur - sem breska kolanámafyrir- tækið segir, að sé nauðsynlegt, til að þær verði hagkvæmar í rekstri. Sex daga vinnuvika hefur ekki í för með sér lengingu vinnutímans, því að hver verkamaður fengi frí Qórðu hveija viku. Arthur Scargill, leiðtogi náma- manna, beitti sér harkalega gegn þessari tillögu kolanámafyrirtækis- ins. Stjóm fyrirtækisins sagðist mundu semja við önnur verkalýðs- félög, ef námamenn gengju ekki að þessu samkomulagi. Almenn at- kvæðagreiðsla á að fara fram um þessa tillögu nú á næstunni, jafn- framt atkvæðagreiðslu um yflr- vinnubann vegna nýju starfsregln- anna. Stuðningsmenn Sósíaldemókrata fagna unnum sigri. Reuter Þlurti í þyrlu Nice, Reuter. í GÆR flúði franskur sakamað- ur, sem afþlánaði eins árs fangelsisdóm fyrir rán, úr tugt- húsinu með nokkuð óvenjulegum hætti. Félagi mannsins utan veggja rændi þyrlu á flugvellinum i Nice og neyddi flugmanninn til að fljúga lágt yflr fangelsisgarðinn. Þar stökk fanginn upp í þyrluna, sem síðan lenti á knattspymuvelli í borg- inni. Er síðast fréttist, tvimenntu félagamir á vélhjóli á banakeyrslu undan lögreglunni. í fyrra tókst eiginkonu glæpa- mannsins Michel Vaujour að frelsa hann úr fangelsi í þyrlu, sem hún hafði æft sig i niu mánuði að fljúga. Franskir tugthúslimir ásamt vinum og ættingjum virðast standa James Bond og félögum á sporði hvað varðar frumlegar flóttaaðferðir. veigamiklar breytingar á portúg- ölsku stjómarskránni sem hann sagði að stæði í vegi fyrir fram- þróun. Eftir byltingu hersins 1974 var mikill flöldi fyrirtækja þjóðnýtt- ur og réttur verkalýðsins til þess að eiga fyrirtækin bundinn í stjóm- arskránna. Síðdegis í gær leit út fyrir að Sósíalistaflokkurinn héldi sínum 57 þingsætum, en að Lýðræðislegi endumýjunarflokkurinn, flokkur Eanesar fyrrum forseta, tapaði 35-40 þingsætum af þeim 47 er hann áður hafði. Kómmúnistar und- ir stjóm Alvaro Cunhal, tapa nokkrum þingsætum og Kristilegir demókratar, er Adriano Moreira, er í forsvari fyrir virðast aðeins munu halda 4 þingsætum af 22 er þeir höfðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.