Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRDQJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 29 Morgunblaðið/Kr. Ben. Stórt hal á síðu Aðalbjargar. Verið að hífa fyrsta pokann innfyrir. i háseti í kolaaðgerðinni. Á bakvið iveinn að gera að ýsu. honum að húkka í pokagjörðina. Alir unnu þeir saman eins og vel smurð vél. Um leið og pokinn var hífður fram með var ljóst að eitthvað hafði gefíð sig. Belgurinn flaut fram með fullur af kola en þyngslin voru gífurleg þó gefíð væri eftir á blökk- inni tókst ekki að forða því að belgurinn sprakk. Gamið, þar sem það var tvöfalt, dróst til svo meters löng rifa opnaðist og flæddi kolinn út. _ Áhöfninni tókst með æsingi og hrópum að ná upp og innfyrir þeim hiuta belgsins sem rifnaði en samt misstu þeir um sex tonn af kola. Eftir var í pokanum og belgnum um eitt tonn. „Þetta er agalegt," sagði Stefán. „Maður fær bingó einu sinni á ári og það fer svona." Þegar átti að kasta aftur var Aðalbjörg II að hífa rétt hjá okkur 800 kfló af kola. Við urðum að bíða til að geta kastað því þrengslin voru of mikil. Eftir stutt tog komu góðar lóðn- ingar lflct og í halinu á undan. „Ég á ekki eitt einasta orð,“ sagði Stefán. „Þetta hef ég aldrei séð tvisvar í röð.“ Hann var of undr- andi og upptekinn við að fylgjast með dýptarmælinum að hann gleymdi astikinu og engu mátti muna að hann drægi ekki nótina utan um einn klettinn. Hann lagði hart í stjóm með tilheyrandi orð- bragði yfír aðgæsluleysinu þegar hann áttaði sig á hvað var að gerast. Lóðningamar héldu áfram allan tímann. „Strákar, við verðum að hífa. Ég er í sjálfheldu," kallaði hann út um brúargluggann. Þegar nótin var komin upp var ljóst að þetta hal var engu síðra en halið á undan, nema nú flaut belgurinn upp fullur af físki. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Stef- án. „Maður lemst á þessu allan veturinn í vitlausum veðrum til að ná þessum kvikindum og fær sama sem ekkert. Nú má maður ekki veiða þau og þá er allt fullt af þeim. Bókstaflega flæðir yfír mann án þess að maður reyni nokkuð til.“ Hann ýtti húfunni fram og klóraði sér í hnakkanum. „Ég á eftir 150 tonn af þorski og sjáðu allan þennan þorsk“ sagði hann og benti út þar sem strákam- ir voru í óða önn að blóðga þorskinn úr fyrstu þrem pokunum svo hífa mætti meira í móttökuna. „Hann verður gerður upptækur ef mér tekst ekki að fá svo mikinn kola að þessi fískur verði innan við 15%. Ég hef alltaf sagt að það er ekkert réttlæti í því að þessi 15% séu reiknuð út á tveggja vikna fresti. Stundum er allt fullt af físki sama hvar maður reynir að fá kola en svo sjáum við ekki físk svo vikum skiptir. Nær væri að láta 15% regluna gilda yfir allt úthaldið sér í lagi á meðan maður á hellings kvóta. Hugsast getur að þá mætti eyða þessari tortiyggni í okkar garð," sagði Stefán og svaraði kalli í tal- stöðina. Guðbjartur var að hífa inn eitt tonn rétt hjá okkur. Hann sagðist hafa farið í okkar far og var hissa þegar Stefán sagði honum frá öllum þorskinum því varla sást fískur í þessu tonni sem hann var að hífa. Þetta hal reiknaðist skipsveijum að væri rúm fjögur tonn þar af væri þorskur og ýsa um þrjú tonn. Nú færði Stefán sig á aðra bleyðu í þeirri von að losna úr fískinum til að freista þess að fá meira af kola og hugsanlega smálúðu fyrir tilraunaeldið hjá Islandslaxi hf. Fiskiríið var þokkalegt það sem eftir var dagsins, þó smálúðan léti ekki sjá sig. Þegar lagt var af stað í land var áætlaður afli fjórtán tonn, þar af var koli átta tonn, þorskur um fimm tonn og ýsa, lúða og steinbítur um eitt tonn. Þegar ég gekk upp bryggju eftir velheppnaðan róður með sex ýsur í poka sem gjöf frá athafnasamri áhöfn fékk ég homauga frá eftir- litsmanni sjávarútvegsráðuneytis- ins. Erlendir ferðamenn flykktust niður á bryggjuna og tóku myndir í gríð og erg af lönduninni í fal- legri kvöldsólinni og þóttust hafa himinn höndum tekið yfír myndefn- inu. — Kr. Ben. Bretland: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Meiðyrðamál Jeffrey Archer vekur athygli Reuter Moniea Coglan á leið í réttarsal- AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir réttarhöld í meiðyrðamáli, sem breski rithöfundurinn Jeffrey Archer höfðaði gegn síðdegis- blaðinu The St&r, fyrir að hafa staðhæft að hann hafi átt meira en lítið vingott við vændiskonu nokkra. Mál þetta kom upp í fyrra og þurfti Archer að segja af sér varaformennsku íhaldsmálsins vegna þess, en hann segir að vinni hann málið muni það verða til þess að hann eigi greiða götu inn í pólítíkina að nýju. Gárun- garair segja reyndar að málið sé allt þess eðiis að það myndi sóma sér prýðilega í einhverri skáldsögu Archer og víst er um það, réttarhöldin eru þrungin spennu, kynlífsfrásögnum og pólítík - öUu þvi sem síðdegisblöðunum finnst hvað bestur frétta- efiiiviður. alfarið þá og síðar að hafa nokkru sinni hitt gleðikonuna, en í frétt \ wkti \ Æ'mgSí!, The Star um málið var hins vegar Jji fullyrt að svo væri og því stefndi Greinin, sem fjaðrafokinu olli, birtist { nóvember síðastliðnum I og bar fyrirsögnina „Vændiskon- an Monica segir frá Archer — manninum sem hún þekkti". Á eftir fóru svo magnaðar lýsingar á meintum kynnum hennar og Archer. Archer, sem er höfundur skáld- sagna svo sem „The Prodigal Daughter", „Kane and Abel“ og „First Among Equals", segir að hann hafí aldrei hitt konuna — hvað þá átt í bólforum með henni. Monica Coghlan þykist hins vegar viss í sinni sök og segist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að sjá andlitið á honum — hún hafi verið í afbragðsstöðu til þess. Mál þetta hefur að sjálfsögðu saltað pólítískan feril Archer rækilega, en í einni vinsælustu skáldsögu hans skrifaði hann söguhetjuna einmitt út úr sams konar klúðri. Þar er það ímyndað- ur þingmaður Verkamannaflokks- ins, Raymond Gould, sem verður forsætisráðherra eftir að hafa lent í hneykslismáli þar sem skyndi- kona nokkur hótaði að leysa frá skjóðunni. Archer þótti á sínum tíma einn efnilegasti stjómmálamaður íhaldsflokksins — ungur, myndar- legur, kom vel fyrir sig orði og var þegar orðinn vinsæll vegna bóka sinna. Mál þetta hefur hins vegar kastað verulegri rýrð á hann. Archer, sem er 46 ára gamall segir að hann hafí „í asnaskap" komið 2.000 pundum til Coghlan fyrir milligöngu vinar síns. Fyrir aurana átti frökenin að fara úr landi til þess að komist yrði frá hneyksli. Artcher játar að hann hafi gerst sekur um alvarlegt dómgreindarleysi þegar hann ákvað að kaupa sér frið með fram- angreindum hætti. Hann fullyrðir hins vegar að um annað sé hann ekki sekur. Gagnrýnendur hans segja að litlu sem engu máli skipti hvemig málaferlin fari, því að Archer hafí sýnt að hann láti kúga sig. Við slíkum stýrimönnum megi þjóðarskútan ekki. Vegna málaferlanna nú hafa í kverkunum hvað eftir annað. Almennar athugasemdir hennar um starf sitt hafa þó ekki þótt' síðri en frásagnir hennar af meint- um rekkjubrögðum þeirra Archer. Coghlan er 36 ára gömul og hefur stundað iðn sína í 19 ár. „Ég hef ánægju af starfí mínu. Komi mennimir vel fram við mig, kem ég svo sannarlega vel fram við þá.“ Þá var hún spurð hvort flestir viðskiptavina hennar væru í raun ekki að fara á bak við kon- ur sínar. „Jú,“ hún taldi svo vera, en bætti við að hún teldi ekki að ást þeirra í garð eiginkvennanna þyrfti að vera minni fyrir vikið. Einhveiju sinni við réttarhöldin kallaði hún með ekkasogum yfír þveran salinn til Archer: „Af hveiju ertu að gera mér þetta? Af hveiju ertu að gera konunni þinni þetta?" Archer og kona hans, Mary, sýndu þessi hins veg- ar engin viðbrögð. Mary, sem er prófessor, hefur staðið sem klett- ur við hlið manns sfns á meðan öllu þessu hefur dunið. og hafa ' sumir borið hana saman við Betsy North, eiginkonu Olivers North, ofursta. Gula pressan er ekki eini aðil- inn, sem hagnast á málaferlunum. Það gerir Archer með óbeinum hætti einnig. Að undanfömu hafa bækur hans selst mun betur og Mary og Jeflrey Archer. síðdegispressan og önnur sorprit ekki fjallað um annað undanfama daga. Viðtöl við Coghlan og lýs- ingar hennar í réttarsalnum hafa þakið margar sfður dag eftir dag og hvergi af dregið. í einu blað- anna hafa jafnvel birst framhalds- greinar um ævi Coghlan og Daily Express seildist svo lágt að fóma hálfsfðu á besta stað undir það sem ritstjóramir kölluðu „Lífsspeki vændiskonunnar lífsreyndu." Bretar hafa fylgst grannt með framþróun málsins, enda annálað- ir áhugamenn um kynferðis- hneyksli. Þeir eru þ.ó ekki einir um það, því erlendir ferðamenn hafa einnig sýnt málinu áhuga. „Þetta er eitthvað annað en Lundúnakastali og Buckingham- höll,“ sagði bandarísk kona fyrir utan réttarsalinn fyrir skömmu. „Ég hef lesið allar bækumar hans með áfergju svo ég bara varð að sjá hann nú þegar tækifæri gafst.“ Vændiskonan Monica Coghlan hefur borið vitni með grátstafínn eru hafðar áberandi í gluggum bókaverslana. Þá er ráðgert að leikrit hans, „Beyond All Rea- sonable Doubt“, verði sýnt í borginni Bath í næsta mánuði og hafa tvöfalt fleiri miðar en venju- lega selst nú þegar. Málaferlin geta dregist nokkuð enn, en talið er að dæmt verði Archer í hag. Vitnisburður vænd- iskonunnar þykir ekki sérlega ábyggilegur, hins vegar hefur Archer vitni sem bera að hann hafí verið víðs fjarri vettvangi kvöldið góða, aðfaranótt 9. sept- ember, þegar hann á að hafa stofnað til meintrar vináttu við vændiskonuna. Auk þess hefur Coghlan játað að hafa þegið 6.000 sterlingspund frá News of The World, sem þykir ekki treysta trú- verðugleika hennar. Hins vegar telja sumir að Lloyd Tumer, ábyrgðarmaður The Star, kunni enn að vera með eitthvað I poka- hominu og ekki hitni í kolunum fyrr en hann tefli því fram. Heimildir: The Independent, Reuter t og The Observer. . .... J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.